Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Side 29
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. 29 Iþróttir manna í Laugardal. Þau kynni voru þó aðeins snefillinn af því sem fjöl- margir íbúar Stokkhólms máttu búa við í tengslum við leik Svía og Eng- lendinga í vikunni sem leið. Fjölmargir máttu draga sig í hlé í húsum sínum, slökkva ljós og læsa að sér til að foröast átökin sem brut- ust út milli enskra og sænskra knatt- spymuáhangenda. Sænskir lögreglumenn tóku hönd- um 206 ólátabelgi í tengslum við þennan markalausa leik og í þeim hópi voru hundrað Bretar. Breski forsætisráðherrann, Margr- ét Thatcher, kvað í kjölfar þessa at- burðar háttalag enskra knattspymu- áhangenda auðmýkjandi fyrir Bret- land. Hvatti Thatcher ensk knatt- spymuyfirvöld til að hætta við lands- leik sem fyrirhugaður var í Hollandi um miðjan jólamánuðinn vegna þeirra óláta sem gjaman brjótast út í tengslum við leiki enska landsliðs- ins. Undir þá beiðni tók Cohn Moyni- han íþróttamálaráðherra í bréfl til enska knattspymusambandsins. Moynihan kvað í bréfinu ljóst að - þeir sem stefna að því að verða til vandræða í Hollandi brjóti sér leið þangað þótt eftirht verði haft með miðasölu. Fregnir herma að leik þessum hafi því verið slegið á frest. Svíar reiðir Þess má geta að Svíar áforma að halda Evrópukeppni landshða árið 1992. Ólætin í Stokkhólmi hafa engin áhrif á þá ætlun Svía að halda mótið en fyrirhugaö er að leika í borgunum Stokkhólmi, Málmey, Gautaborg og Norrköping. Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía, sem er áhugamaður um knatt- spyrnu, sagði í samtali við blaða- mennn að Svíar myndu halda úrsht Evrópumótsins og það þótt her lög- reglumanna þyrfti til að halda hlut- unum í jafnvægi. „Það er tími til kominn að Englend- ingar beri ábyrgð. Rétt eina ferðina enn hafa þeir horft á bak fólki úr landi sem er til vandræða og þjóð þeirra til minnkunar," sagði hins vegar Lennart Johansson við blaða- menn en hann er einn ráðamanna sænska knattspymusambandsins. „Fólkið sem kom til Stokkhólms hrífst ekki af knattspymu, í raun hatar það íþróttina og reynir að spiha henni,“ sagði Johansson. Sumir í Bretlandi hafa tekið svo djúpt í árinni að Englendingar eigi ekkert erindi í úrsht HM vegna fram- komu fylgismanna hðs þeirra. Sú hugmynd á þó ekki marga fylg- ismenn í röðum þarlendra knatt- spymumanna og varla nokkurn í herbúðum enska knattspymusam- bandsins. Engu að síður er ljóst að aðgerða er þörf til að halda aftur af enskum knattspymudólgum. Margir telja að grafa þurfi djúpt til að komast fyrir rætur þeirrar ógæfu sem gjaman fylgir enskum knattspymuáhang- endum. -JÖG Rétt eina ferðina enn létu enskir ar fengu að kynnast þessum merkis- knattspymudólgar th skarar skríða, berum uppivöðslunnar í vor en þá núí Svíþjóðísíðustuviku. íslending- léku Englendingar við hð okkar Margir ætluðu að enskir knattspyrnudólgar myndu kyrrast í kjölfar harm- leiksins á Haysel-leikvanginum í Brussel en svo varð ekki. Ekki virðist heldur sem slysið á Hillsborough, þar sem fjöldi manna týndi einnig lífi, hafi hvatt þessa merkisbera uppivöðslunnar til að bera klæði á vopnin. Símamynd Reuter Dólgar taka völdin - enskir knattspymuáhangendur enn til vandræða Geysileg gróska virðist vera í hrossaræktunarmálum um þessar mundir ef marka má upplýsingar um alla þá stóðhesta sem voru dæmdir í vor og sumar. Það var sama hvar kynbótahross voru dæmd, stóðhestsefnum hafði greinhega fjölgað. Hrossaræktendum hefur fjölgað á landinu og ræktunin sjálf orðið markvissari en fyrr. Því hafa fram- farir orðið víða. Eins hafa sögu- sagnir um hátt verð á stóðhestum valdið því að ungfolum er haldið gröðum lengur en áður var vani. Að sögn Þorkels Bjarnasonar, hrossaræktarráðunauts Búnaðar- félags íslands, er fólk vel að sér í ættfræðslu kynbótahrossa og velur stóðhesta eftir því hve ve] ættaðir þeir eru. „Það þýðir ekkert að vera með stóðhesta sem eru ekki vel ættaðir, þó svo að þeir séu fallegir og byggingin góð,“ segir Þorkeh. „Þegar fólk leitar til Stóðhesta- stöðvarinnar í Gunnarsholti og vantar stóðhest er beðið um ákveðna stóðhesta en ekki fallega hesta. Engin eftirspurn er eftir ætt- lausum stóðhestum. Ættirnar skipta öllu máli. Menn fylgjast vel með hvað er að gerast og verðum við varir við aukinn fiölda gesta á sýningum Stóðhestastöðvarinnar á ári hverju. Enda erum við að bæta aðstööuna smám saman. Sýnt var á nýjum hringvelli í vor og steyptur hefur verið grunnur að nýju hest- húsi skammt frá velhnum. Vegna DV-mynd EJ fjárskorts verður ekki haldið áfram með bygginguna næsta vetur en áætlað að klára húsið á þar næsta ári. Þroskavænleg folöld vantar Nú þurfa hrossaræktendur að huga að þvi að koma folöldum og ungfolum í uppeldi á Stóðhesta- stöðinni og því verðum við að aug- lýsa eftir ungfolum sem eru mjög vel ættaðir. Foreldrarnir þurfa að vera með góð verðlaun, helst 1. verðlaun og svo háa kynbótaein- kunn (spá), þó svo að það sé ekki skilyrði. Eins þurfa ungfolarnir að vera þroskavænlegir og með vel gerða fætur. Við leitum einnig að efnilegum stóðhestum til fram- haldstamningar og þjálfunar. Þau Eiríkur Guðmundsson og Rúna Einarsdóttir, umsjónarmenn Stóð- hestastöðvarinnar, hefja tamning- ar í desemberbyrjun og því þurfum við í stjórn Stóðhestastöðvarinnar að komast í samband við þá sem eru að hugsa um að koma folum til okkar. Við komum um það bil 55 hestum í hús en erum þegar með um 35 fola fyrir. Ég er vanur að fara um landið á haustin og skoða efnilega fola. í fyrrahaust voru skoðaðir óvenjumargir folar, tæplega 60. Af þeim fóru 15 í Stóðhestastöðina. Fólöldin og veturgömlu trippin tök- um við venjulega inn um áramótin. Mér finnst ástæða til að hvetja þá hesteigendur, sem telja sig vera með stóðhestsefni, að hafa sam- band við mig fyrr en seinna því skoðunarferðina mun ég hefja um miðjan október," sagði Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunaut- uraðlokum. -EJ • Leynast stóðhestsefni i túninu heima? Leynast stóðhests- ef ni í túninu heima?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.