Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1989, Side 41
MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1989. '41 DV Ólyginn sagði... Díana prinsessa: Hræðist hryðju- verkamenn Díana prinsessa er á nálum þessa dagana því IRA-hryöjuverkamaöur hefur haft í hót- unum við fjölskylduna. Hefur hann hótaö aö ráöa þau öll af dögum einhvern tíma á næstu dögum. Hótanirnar hafa lagst þyngst á hina ungu móður sem getur vart sofið um nætur né borö- aö matarbita. Lendir stressiö mikið á börnun- um því allar öryggisráöstafanir hafa verið hertar til muna. Aumingja Harry litli, sem er að verða fimm ára, fær að öllum líkindum ekki aö halda neina stórveislu eins og áætlað hafði verið. Hvorki hann né Villi stóri bróðir fá að leika sér utandyra lengur. Að sögn lífvaröanna, sem gæta konungs- íjöskyldunnar, hefur hún verið efst á morð- lista IRA í langan tíma. En aldrei hafa beinar morðhótanir verið eins margar og að undan- fórnu og því er ástæða til að gæta fyllstu var- úðar. Sviðsljós Af öryggisástæðum fá Villi og Harry ekki lengur að leika sér utandyra. Karólína prinsessa er um þessar mundir í fríi á Sikil- ey með eiginmanni sínum, Stef- ano,.og bömunum þrem, Andrea, Charlotte og Pierre. Þau leika sér í fjörunni alla daga og tína steinar og skeljar. Karólína nýtur þess út í ystu æsar að vera „bara“ móðir og húsfreyja og hagar sér í samræmi við það. Klæðist hún venjulegum fötum og gengur um ómáluð og fær sér eina rettu á leiðinni út í búð að kaupa í mat- inn. Stefanía prinsessa - systir Karóhnu - er svipuð stóru systur í því að hún er fyrir löngu orðin þreytt á frægðinni og fram- anum. Nú hefur hún fundið upp mjög gott ráð til að bíta af sér fólk sem gerist ágengt við hana á almannafæri og vill fá að spjalla við fræga persónu. í hvert skipti sem einhver kemur og segir: „Mikið ertu lík Stefaníu prins- essu“ svarar hún: “í guðs bænum talaðu ekki um það. Það er sagt við mig á hverjum degi aö ég sé svo lík þessari prinsessu. En þaö er svo langt því frá að ég sé það. Ég kæri mig ekki einu sinni um að tala um þessa manneskju. Joan Collins ku vera ákaflega þakklát lýta- lækni sínum því hann hefur gefið henni marga góða andlitslyfting- una í gegnum árin. Þessu til sönnunar sagði hún um daginn að hún hefði aðeins einu sinni á ævinni fengið þunglyndiskast á afmælisdegi sínum vegna aldurs- ins. Það var þegar hún varö 27 ára. Síðan þá hefur andlitinu sem sagt verið haldið í horfinu. Lífeyrissjóðir eru samtryggíng! Samtrygging felst meðal annars í því að þeir sem njóta örorku-, maka- eða barnalífeyris fá almennt langtum hærri lífeyri en sem nemur greiddum iðgjöldum til viðkomandi lífeyrissjóðs. Sumir haida hins vegar að lífeyrissjóðir séu eins konar bankabók, þ.e. iðgjöldin fari inn á sérreikning hvers og eins sjóðfélaga og greiða skuli lífeyri eins lengi og innistæðan endist - en ekki lengíir! Um 1700 sjóðfélagar með um 400 börn njóta örorku-og barna- lífeyris hjá SAL-sjóðunum. Hætt er við að örorku- og barnalífeyrir yrði rýr ef eingöngu ætti að miða við greidd iðgjöld bótaþeganna. Lífeyrissjóðir eru ekki bara bankabók. Ueir eru langtum meira! Lífeyrissjóðir eru samtrygging sjóðfélaga! Mundu það! SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA - Samræmd lífeyrisheild -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.