Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 3
j— LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. 3 Fréttir Alþýðubandalagsfélag Reykjavikur: Skorað á formanninn að segja af sér Áskorun á Ólaf Ragnar Grímsson, formann Alþýöubandalagsins, um aö segja af sér formennsku í flokknum var samþykkt meö naumum meiri- hluta á aðalfundi Alþýðubandalags- félags Reykjavíkur á fimmtudags- kvöld. Bima Þórðardóttir var flutn- ingsmaður tillögunnar. Osk um að fullgildur landsfundur verði haldinn í haust var samþykkt nær einróma. Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi sagði það enga laun- ung að vilji félagsmanna væri að breyta til í forystu flokksins. „Eg harma að það hafl komið fram áskorun um að formaðurinn segi af sér. Það er hlutverk landsfundar að taka á þeim málum. Ég held að þetta geti orðið til að auka á úlfúðina. Á landsfundi þarf aö ræða þá stöðu sem flokkurinn er kominn í,“ sagði Sigur- jón Pétursson borgarfulltrúi. Meðal fundarmanna voru nokkrir sem eru í Birtingu. Siguijón Péturs- son sagði að fram hefði komið á fund- inum það sem hann hefði áður sagt, að það væri óheppilegt að félagar í Ólafur Ragnar Grímsson: Ætla að vera formaður áfram „Ég var kosinn til að vera formaður og ég ætla mér aö vera það áfram og halda áfram að sinna þeim verkefn- um sem því fylga - Læði innan flokksins og í ríkisstjórn. Sú vinna er að skila árangri núna. Ég segi ekki af mér formennsku fyrir Birnu Þórðardóttur bg hennar félaga," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, for- maöur Alþýðubandalagsins. Á fundi þjá Alþýðubandalagsfélagi Reykjavíkur var samþykkt áskorun á haim að segja af sér formennsku. Þrjátíu og einn greiddi atkvæði með og tuttugu og átta voru á móti. Flutn- ingsmaður tillögunnar var Birna Þórðardóttir. Þá var samþykkt á fundinum að óska eftir aö fullgildur landsfundur verði haldinn í haust. „Það er hægt að halda landsfund til að ræða stefnumál flokksins en ekki til að skipta um forystu. Það er gert á tveggja ára fresti,“ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson. _sme Borgaraflokkuiinn: Óskar eftir að landsfundi verði flýtt um eitt ár „Hvað eigum við að gera. Ég sé fullt af málum sem réttlæta það að landstjórn flokksins verði kölluð saman. Ég sé enga ástæðu til að nán- ar út í þetta og vera að tilgreina ein- stök mál. Ef af þessu verður verður fundurinn haldinn ári fyrr en gert var ráð fyrir,“ sagði Brynjólfur Jóns- son í Borgaraflokknum. Aðalstjórnarfundur Borgara- flokksins verður líklega haldinn að Varmalandi í Borgarfirði í næsta mánuði. Tillaga Brynjólfs, um að landsfundur verði haldinn ári fyrr en átti að gera, verður borin upp á fundinum. Brynjólfur var ófáanlegur til að rekja einstök mál sem gera það að hann ber fram tillöguna. Eina sem hann vildi nefna var að flokkurinn hefði ekki boðið fram einn einasta lista í nýafstöðnum byggðakosning- um. -sme Alþýðubandalaginu væru starfandi í öðrum pólitískum samtökum. „Við viljum hafa sem flesta félaga, en hafa þá heila,“ sagði Sigurjón Pétursson. Nýr formaður Alþýðubandalags- félags Reykjavíkur er Sigurbjörg Gísladóttir. -sme r^pan LEIÐ j Aðgengileg ávöxtunarleið! Viltu geta gripiö til sparnaöar meö litlum fyrirvara? Sparileiö 1 er mjög aögengileg ávöxtunarleiö þegar þú vilt ávaxta sparifé þitt í skamman tíma, minnst þrjá mánuöi. Meö því aö velja Sparileiö 7 tryggiröu þér greiöan aögang aö sparifé þínu. Á Sparileiö 7 geturöu náö 3,25% vöxtum umfram verötryggingu. Leiöarvísir liggur frammi á öllum afgreiöslustööum bankans. ÍSLANDSBANKI 4 takt við nýja tíma! Sparileiðir íslandsbanka - fyrir fólk sem fer sínar eigin leiðir í spamaði!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.