Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2.; JÚNÍ 1990. Fréttir Bráðabirgðauppgjör Sambandsins kynnt á stjórnarfundinum í fyrradag: Mikið tap á Sambandmu fyrstu fjóra mánuðina Á stjórnarfundi Sambandsins í fyrradag var bráðabirgöauppgjör Sambandsins fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins lagt fram, sam- kvæmt heimildum DV. Niðurstað- an er sú að Sambandið var rekið með bullandi tapi fyrstu fjóra mán- uðina. Mikill fjármagnskostnaður er aðalorsök tapsins. Verslunar- deildin kemur langverst út af ein- stökum deiidum og er byggingin í Holtagörðum, en á henni hvíla þung erlend lán, erfiöur baggi. Samkvæmt heimildum DV sýndu aðrar deildir Sambandsins en verslunardeildin sæmilega út- komu. Rekstur þeirra mun vera að batna. Sérstaklega var fjórði mán- uðurinn, apríl, hagstæður, nema hjá verslunardeildinni. Burt með verslunar- deildina? Slæm útkoma verslunardeildar- innar endurspeglast vel í tillögu stjómar Sambandsins sem lögð verður fyrir aöalfundinn 7. og 8. júní og kynnt var blaðamönnum í fyrradag. Orðrétt segir í tillögunni: „Gera skal sérstakar ráðstafanir bæði skipulags- og rekstrarlegs eöl- is, til að snúa við taprekstri versl- unardeildarinnar og Jötuns. Takist það ekki veröi eignir þeirra seldar og deildimar lagðar niður.“ Gap milli stjórnar og forstjórans birtist á ný Stjórnarfundur Sambandsins í fyrradag var merkilegur fyrir fleira en aö kynnt væri tap félags- íns fyrstu fjóra mánuðina. Enn á ný kom upp á yfirborðið það gap sem orðið er á milli stjórnar Sam- bandsins og forstjórans, Guðjóns B. Ólafssonar. Að þessu sinni kom þetta fram í því að í upphafi stjórnarfundarins flutti Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins og formaöur skipu- lagsnefndar Sambandsins, hug- myndir nefndarinnar að tillögu sem flytja ætti á aðalfundinum. - stjómin stakk tillögu skipulagsnefndar undir stól Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins, flutti hugmyndir skipulagsnefndar á stjórnarfundin- um. Þessum hugmyndum stakk stjórn Sambandsins undir stól og samdi i staðinn harðorða tillögu að ályktun aðalfundar í næstu viku. Fréttaljós Jón G. Hauksson Þess má geta að Guðjón situr með- al annarra í nefndinni. Gert var fundarhlé eftir orð Sigurðar Markússonar Það er skemmst frá þvi að segja að gert var fundarhlé og eftir það tætti stjóm Sambandsins hug- myndir nefndarinnar í sig og bjó þegar til nýja tillögu að ályktun aðalfundarins. Var því hugmynd- um nefndarinnar stungið undir stól. Hugmyndir nefndarinnar, sem Sigurður Markússon flutti og fengu ekki náð, ganga út á að aðalfundur- inn í júní eigi að fela stjórn Sam- bandsins að leita leiða til að rétta hag fyrirtækisins við. Jafnframt aö ef stjóm Sambandsins sýndist það Sambandið tapar og tapar. Nú er svo komið að innan samvinnuhreyfingarinnar spyrja menn sig hvort hægt sé að bjarga fleyinu og jafnframt hvort skipulagsbreytingarnar séu ekki dauðateygjur fyrirtækisins. hentugt að skipta Sambandinu í sjálfstæð hlutafélög gæti hún farið þá leið. Þessi tillaga Sigurðar og félaga í nefndinni var því miklu mildari og óljósari en sú tillaga sem stjómin samdi á fundinum og samþykkti síðan 9-0, algjörlega samhljóða. Samkvæmt heimildum DV vildi stjórnin hafa tillöguna harðorða og afdráttarlausa með tilliti til stöðu Sambandsins. Þaö vekur athygli hve mildilega og óljósa Siguröur og félagar vildu hafa tillöguna þegar haft er í huga að á sögulegum stjórnarfundi Sam- bandsins fyrir rúmum hálfum mánuði samþykkti stjórnin sam- hljóða að láta kanna leiðir til að skipta félaginu upp í sex sjálfstæð hlutafélög. Þessi afdráttarlausa skoðun stjórnarinnar birtist síðan í tillögu hennar að ályktun aðalfundarins í næstu viku. Orðrétt segir: „Deild- um Sambandsins verði breytt í hlutafélög eftir starfsgreinum enda veröi náið samráð haft við innlenda og erlenda lánardrottna.“ Ekki allir sáttir við SlS-höllina við Kirkjusand í tillögu stjórnarinnar frá því í fyrradag að ályktun aðalfundarins segir að núverandi fjárhagsvanda Sambandsins megirekja til þriggja atriða. Nefnt er: „í fyrsta lagi erf- iður efnahagur þar sem tekjurýrar eignir standa á móti dýrum lán- um.“ Samkvæmt heimildum DV mun margur stjórnarmaðurinn ekki síst hafa í huga byggingu SÍS- hallarinnar við Kirkjusand sem er óvenjulega vönduð og íburðarmikil og kostaði hundruð milljóna króna. Út í þessa byggingu var farið á meðan samvinnuhreyfingin á ann- ars staðar vannýtt skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Á stjórnarfundinum í fyrradag mun það hafa komið mörgum stjórnarmönnum á óvart hvað for- stjórinn sjálfur, Guðjón B. Ólafs- son, hafði sig htið í frammi þegar skipulagshugmyndirnar voru ræddar. í ljósi þess taps sem varð á Sam- bandinu fyrstu fjóra mánuðina spyrja margir innan samvinnu- hreyfingarinnar sig nú að því hvort ekki sé orðið of seint að bjarga Sambandinu frá gjaldþroti. Og hvort þær skipulagsbreydngar sem nú eru ræddar séu ekki aðeins dauðateygjur risans í íslensku efnahagslifi? Bakkafiskur bauð atvmnulausum Selíyssingum vinnu sem þeir afþökkuðu: Vinnuafl flutt inn á með- an Islendingar fá bætur - keyrsla boðin til og frá vinnustað en fólkið vilcli ekki vinnuna Maður, sem var að vinna i um tiu metra hæð viö fjölbýlishús á Skúlagötu, slasaðist alvarlega er hann féll til jarðar á fimmtu- dag. Húsið er á fjórum hæöum auk kjallar- a og féll maðurinn niður þar sem hann var að lagfæra glugga á efstu hæö hússins. Pallurinn var þó engan veginn nægilega tryggur. Maöurinn er um fimmtugt og ligg- ur hann nú á Borgarspitalanum. Sam- kvæmt upplýsingum, sem DV fékk siödegis i gær, leið honum vel miðað við aöstæð- ur. Hann er þó alvarlega slasaður. DV-mynd S „Þegar fólk kemst upp með að vera á atvinnuleysisskrá þá er ekki nema von að svona lagað gerist. Við leituðum til atvinnulausra á Selfossi og buðum þeim vinnu hjá okkur en án árangurs - þrátt fyrir að fólkinu væri boðinn akstur, hvort heldur það hefði unnið ailan daginn ellegar fyrir eöa eftir há- degi. Þarna er nú ekki um miklar vegalengdir að ræða. í það minnsta ekki lengra en þið þurfiö að feröast á milli staða í Reykjavík," sagði Hjörleifur Brynjólfsson hjá Bakka- fiski á Eyrarbakka í samtah við DV í gær. Bakkafiskur þurfti í vetur að fá 10 stúlkur í vinnu við snyrtingu á fiski. Töluvert atvinnuleysi er á Selfossi, sem er í 13 kílómetra fjar- lægð frá Eyrarbakka. Var því fólki á atvinnuleysisbótum boðin \dnna en hún var afþökkuö. Var þá gripið til þess ráðs að fá 10 pólskar konur í snyrtinguna og una þær hag sín- um vel, að sögn Hjörleifs. „Við erum ekki að flytja inn er- lent vinnuafl að gamni okkar. Hins vegar er það kjánalegt þegar ná- grannabæirnir Selfoss og Eyrar- bakki teljast ekki sama atvinnu- svæðið. Mér vitanlega er enginn á atvinnuleysisskrá á Eyrarbakka en öðru máli gegnir á Selfossi. Þar er fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá sem vill ekki vinnu. Hins vegar erum við nú með nokkra Selfyssinga í sumarvinnu hjá okkur - en það eru aðallega unghngar," sagöi Hjörleif- ur. Sigurbjörg Karlsdóttir Schiöth hjá Félagsmálastofnun Selfoss- bæjar sagði við DV að 70 manns væru nú á atvinnuleysisbótum á Selfossi. Bæturnar nema um 40 þúsund krónum á mánuði. Útgjöld til atvinnulausra þar nema því 2,8 milljónum króna á mánuði. „Það er eins og við íslendingar viljum alltaf halda okkur í vinnu í túngarðinum hjá okkur. Með réttu ætti eitt verkalýðsfélag að vera á öllu svæðinu - það er fyrir Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakka, Þorláks- höfn og Hveragerði," sagði Sigur- björg, er hún var spurð um hina atvinnulausu Selfyssinga sem ekki vildu vinnu hjá Bakkafiski á Eyr- arbakka. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.