Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 26
'34 I.AUGARDAGUR í ÍÚkl’ 1990. Knattspyman er eins og lífið sj álft Bo Johansson: „Takmarkiö er að sjálfsögðu að vera alitaf númer eitf.“ íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Albönum í landsleik í Evrópukeppninni á miðvikudags- kvöldið. Þjálfari liðsins er Svíinn Bo Johansson sem þykir ekki eiga margt sameiginlegt með forvera sínum, Sigfried Held. Bo er margreyndur þjálfari og gamalreyndur knatt- spyrnumaður. Hann lék með sænska liðinu Kalm- ar FF sem nú leikur í 1. deild í Sví- þjóð. Bo þótti fjölhæfur leikmaður og gat spUað nánast allar stöður á vellinum. Með Kalmar FF lék hann 390 leiki og skoraði 135 mörk. Eftir að knattspyrnuskórnir voru komnir á hilluna sneri hann sér að þjálfun og hefur nú tæpa tvo áratugi að baki í því starfi. Meðal þeirra liöa sem Bo hefur stjórnað eru Kalmar FF og Öster en með síðartalda félaginu lék Teitur Þórðarson um árabU. Áður en hingað kom var hann í Grikklandi við stjórnvölinn hjá 1. deUdar liðinu Panionios en lét þar af störfum í lok nóvember á síðasta ári. Helgarblað DV hitti Bo að máli í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal og hann var fyrst spurður um móttök- urnar hér á landi. „Það er erfitt að segja. íslendingar og Svíar eru um margt líkir. Báðar •þjóðimar em frekar lokaðar en í knattspymunni er maður fljótur að eignast vini og þar hafa allir veriö vingjarnlegir og hjálpsamir. Sam- skipti við forráðamenn knattspymu- sambandsins og félaganna hafa líka verið mjög góð. Ég kom hingað einn en dóttir mín varð eftir í Svíþjóð þar sem hún er í skóla. Við verðum að viðurkenna að gæði deildarkeppninnar hérlendis eru nokliru minni en annars staöar á Norðurlöndum. T.d. í Svíþjóð og Nor- egi. Hér eru e.t.v. nokkur lið sem gætu att kappi við önnur lið á Norð- urlöndunum. Staðreyndin er sú að keppnistímabilið hér er aðeins fjórir mánuðir en t.d. sjö mánuðir í Dan- mörku. Af þessum ástæðum er tölu- verður munur á þjóðunum." Langaðiað breyta til „Ég vissi ekki mikið um íslenska knattspymu áður en ég kom hingað en þekkti ágætlega til nokkurra ein- stakra knattspyrnumanna. í Svíþjóð hafa nokkrir íslendingar spilað og þeir gáfu ýmislegt til kynna. Ég þekkti ekkert sérstaklega vel til deildarkeppninnar hér eða liöanna sem slíkra. Ég sá reyndar bæði ÍBK og ÍA spila í Evrópukeppnum úti í Syíþjóð. Ég haíði verið í fullu starfi sem þjálfari hjá félagsliði frá árinu 1977 og langaði því að breyta til og kynn- ast annarri hlið á starfinu. Núna hef ég ekki mitt eigið lið sem slíkt og ekki er æft á hverjum degi. Ekki er spilað um hveija helgi o.s.frv. Að vera landsliðsþjálfari snýst um ýmsa aðra hluti og það verður áhugavert að kynnast þeim. Ein leiðin til að ná árangri er aö lengja keppnistímabilið en af veður- farsástæöum er slíkt ekki inni í myndinni á íslandi. Fyrir nokkmm * árum var keppnistímabilið í Svíþjóð jafniangt og hér en þar er nú farið að leika jafnvel í janúar eða febrúar. Leikmennimir þar spila árið um kring og ekkert frí er gefið. Sömu sögu er að segja af Dönum og Norð- mönnum. í Svíþjóð var brugöið á það ráð að spila innanhúss og þaö er ein leiðin til að lengja keppnistímabilið hér.“ „Knattspyrnan er eins og lífið sjálft. Stundum gengur vel og stund- um illa. Þess vegna finnst mér knatt- spyrnan skemmtilegt starf. Það er ekki svo mikil spurning um kröfur með landsliðið. Áhorfendur hugsa oft með hjartanu. Þeim líkar vel við strákana í liöinu og vilja aö þeim gangi vel. Ef hlutirnir ganga illa verða áhorfendur vonsviknir en það er bara eðlilegt. Ég held því að oft sé ekki um pressu frá áhorfendum aö ræða, frekar vonir þeirra eða óskir um góöan árangur. í Grikk- landi var stanslaus pressa en maður lærir aö lifa með því. Álagið er hluti af knattspyrnunni og stendur því ekki í veginum. Ég held að flestir þjálfarar vilji hafa ákveðna pressu. Maður vinnur betur undir álagi og ég tel nauðsynlegt að það sé til stað- ar,“ sagði Bo Johansson. -GRS segir Bo Johansson landsliðsþjálfari Álagið erhluti af knattspyrnunni Framtíóin virðist björt „Þjálfarar hérlendis hafa unniö ágætt starf því boltameðferö og knatttækni íslenskra leikmanna er með ágætum. Líkaftilegt ástand leik- manna virðist einnig vera ágætt og hugarfarið virðist vera rétt. Sönnun- in fyrir því aö íslenskir leikmenn séu á réttri leið hlýtur að vera sú stað- reynd að margir leikmenn eru nú atvinnumenn erlendis. Sé tekið mið af höíðatölu er hlutfallið ansi hátt. Framtíðin virðist mjög björt og það er mikið af efnilegum leikmönnum um tvítugt og þaðan af yngri. Þaö hefur greinilega verið unnið gott unglingastarf. Leikmenn fá einnig tækifæri í meistaraflokki nokkuð snemma og þaö er af hinu góða. Þrátt fyrir þetta þarf alltaf að hugsa um hvaö sé hægt að bæta. Takmarkið er aö vinna hvern leik. Það hlýtur að vera svar allra þjálf- ara. Það þýðir ekkert að vera að hugsa um leikina á næsta ári. Næst þarf að huga að leiknum við Frakka í byrjun september. í knattspyrnu er enginn raunveruleiki, hlutirnir bara gerast. Það er aldrei hægt að vita fyrirfram hvað skeður. Ef svo væri myndu allir hafa tólf rétta um hverja helgi. Það þarf líka heppni. Ég veit aldrei hvort hlutirnir ganga vel eða illa. Þegar tvö liö mætast halda bæði að þau geti unnið enda ættu Uð að halda sig utan vallar ef þessi trú væri ekki til staðar. Styrkur okkar er, eins og ávallt, baráttan í liðinu og góður andi innan þess. Leikmennirnir hjálpa hvor öðr- um mikið og spila hver fyrir annan. Þeir þekkjast vel og viðurkenna að þeir eru ekki bestu knattspyrnu- menn heims en þeir leggja sig aUan fram og reyna ávallt sitt besta. Þeir eru á engan hátt ofdekraöir og eiga auðvelt nieð að aðlagast aðstæðum hverju sinni. Hvað varðar tæknilegu hliðina er um töluverðar framfarir að ræða og hún er ekki vandamál hjá okkur. Albanir voru t.a.m. nokkuð tekniskir en það dugði ekki til enda þarf margt annað að spila inn í.“ Félögin vinna undirstöðuatrióin „Það hefur ekki verið um nein vandamál að ræða í tengslum við það að lið okkar er skipað áhuga- og at- vinnumönnum. Strákamir hafa allif' staðiö sig vel og veriö staðráðnir í að gera sitt besta. Við höfum haft ágætan tíma til undirbúnings fyrir leiki. Jafnvel of mikinn tíma fyrir síðasta leik. Við æfðum tvisvar á laugardag, einu sinni á mánudag, tvisvar á þriðjudag og ein stutt æfing var leikdaginn. Það verður að teljast ágætur tími til und- irbúnings. Á þessu tímabili er aöeins hægt aö fara yfir ákveðin atriði. Hvað varöar líkamlegt ástand leik- manna er þaö félaganna að sjá um þá hliö málsins. Lítið meira væri hægt að gera þótt meiri tími væri til stefnu því aö félögin sjálf vinna aö undirstöðuatriðunum og í þeim efn- um hafa þau staðið sig vel. Það er útilokað fyrir mig að bæta tækni eða þrek leikmanna á fáeinum dögum. Minn tími fer í að skipuleggja leikað- ferð og ákveða leikskipulag. Við leikum of fáa leiki. Það á við bæði um landsliðið og félagsliðin hérlendis. Við reynum að spila fleiri leiki en það er oft erfitt að koma því við. Fram að leiknum við Albani lék- um við þrjá leiki. Einn gegn Lúxem- borg og tvo í Ameríkuforinni. Ég er búinn að vera hér of stutt til að sjá hvernig landsliðsmálin þróast. Þó er það alveg ljóst að leikmenn hér heima veröa ekki í toppformi fyrr en í september. Núna er þeirra versti tími. Þeir hafa aðeins spilað tvær umferðir í deildinni og vellirnir eru ekki orðnir nógu góðir. Atvinnu- mennirnir hafa hins vegar lokið sinni deildarkeppni og sumir þeirra hafa ekki spilaö í þijár vikur. Áð því leytinu til var leikdagurinn gegn Al- baníu óheppilegur. Við verðum ör- ugglega betri í september." Mióla sjálfsaga til leikmanna „Takmarkiö er að sjálfsögðu að vera alltaf númer eitt. Það er ekki til neitt annað takmark. T.d. í riðla- keppninni er aðeins eitt lið sem kemst í úrslit. Það væri bjánaskapur að stefna að þriðja sætinu í riðlinum, slíkt væri rangur hugsunarháttur. Það á alltaf að stefna á fyrsta sætið jafnvel þótt trúna vanti. Við verðum aö trúa því að viö getum oröið efstir og þess vegna er best að taka bara fyrir einn leik í einu. Ég verð hérlendis í allt sumar til að fylgjast með íslandsmótinu en fer reyndar til Ítalíu á heimsmeistara- keppnina á vegum sænska knatt- spyrnusambandsins. Það mál var frágengið áöur en ég skrifaði undir við KSI. Hlutverk mitt þar verður að taka saman ýmsar upplýsingar og DV-myndir Eiríkur Jónsson gera skýrslu sem verður notuð í Sví- þjóð og jafnvel á íslandi líka. Þegar maður er starfandi þjálfari er nánast ekkert annað sem kemst að. Knattspyrnan situr algerlega í fyrirrúmi. Keppnistímabilið er að vísu í nokkra mánuði en þegar það stendur ekki yfir ver ég tíma mínum mikið við lestur. Eitt af mínum áhugamálum er heimspeki og ég les mikið um það efni. Ég sæki jafnvel fyrirlestra hjá ýmsum mönnum enda fléttast íþróttir mikið inn í þetta efn- i. Þetta kennir mér sjálfsaga sem ég reyni að miðla til leikmanna." Bo Johansson t.h. ásamt Asgeiri Sigurvinssyni, fyrrum leikmanni landsliðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.