Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. 3? 5. flokkur: Knattspyma unglinga Hrafnkell Helgason, hinn sterki varnarmaóur og fyrirliði 5. flokks Fylkis, hampar Reykjavíkurbikarn- um. Reykjavíkurmeistarar Fylkis í 5. flokki 1990. Liðin eru þannig skipuð, b-lið i fremri röð: Jón Ingi Einarsson, Grímur Sigurðsson, Gunnar Björnsson, Hjalti Gylfason, Bjarni Westerdal, Garðar Hólm, Steingrímur Jónsson, Jóhannes Kolbeinsson, Jón Þorsteinsson, Þorbjörn Sigurbjörnsson, Ásbjörn Jóhannes- son og Diðrik Örn. - A-liðið: Gísli K. Kristófersson, Torfi Stefánsson, Sigurður Hermannsson, Gylfi Einarsson, Þorsteinn Pálsson, Sævar Ström, Asgeir Freyr Ásgeirsson, Ólafur Björn Ólafsson, Guðmundur Einarsson og Hrafnkell Helgason fyrirliði. - Þjálfari strákanna er Ásgeir Ólafsson og honum til aðstoðar Ásbjörn Jóhannesson. DV-myndir Hson samherja og gekk boltinn oft skemmtilega milli þeirra. Tvö síö- ustu mörkin áttu sérstaklega skemmtilegan aödraganda. í Fram- liðinu voru og margir efnilegir strák- ar en stæröina vantaði og haföi þaö sitt aö segja. Ásgeir Asgeirsson skoraði fyrsta mark Fylkis meö fóstu skoti beint úr aukaspymu. Þetta var eina mark fyrri hálfleiks. í síðari hálfleik bætti Gylfi Einarsson viö öðru markinu, eftir skemmtilegt samspil. Síðasta markiö kom undir lokin og var mjög vel að því staðið hjá strákunum, en það var Þorsteinn Pálsson sem skall- aði af öryggi í netið, eftir góða fyrir- gjöf. Markvörður Framara verður ekki sakaður um mörkin 3, því drengurinn átti mjög góðan dag og bjargaði oft af snilld. Sigur Fylkis verður að teljast réttlátur, eftir gangi leiks. B-lið Fram sterkt Dæmið snerist við í leik b-hðanna, því nú sigruðu Framarar, 4-1. Fylkir varð að vísu fyrri til að skora með fallegu marki Hjalta Gylfasonar - og leiddi í hálfleik. Framstrákarnir mættu mjög einbeittir til leiks í síð- ari hálfleiknum og gerðu mjög harða hríð að marki Fylkis. Orri Helgason jafnaöi snemma fyrir Fram, eftir mjög skemmtilegan aðdraganda. yið markið dofnaði heldur yfir leik Ar- bæjarliðsins og gengu Framarar á lagið og áttu mjög góðan leikkafla sem gaf þeim 3 mörk. Hjörleifur Björnsson skoraði tvö með stuttu^ miflibili og Eggert Stefánsson inn- siglaöi síðan 4-1 sigur Framara. Ef mið er tekið af þeim mótum, sem verið hafa í gangi undanfarið, bendir allt til þess að leikir 5. flokks komi til með að verða meiri háttar skemmtun í íslandsmótinu. _fjson Fylkir Reykjavíkurmeistari Það er ljóst á öllu að það er eitt- hvað mikið að gerast í málefnum þeirra yngstu hjá Fylki þessa dag- ana, því mjög gott gengi hefur verið hjá félaginu að undanfömu. Til að mynda sigraði Fylkir í 7. flokki á Pepsí-móti Víkings á dögunum og svo nú þessi sigur þeirra í 5. flokki. A-liðið sterkt Sl. sunnudag var síðasta umferð í Reykjavíkurmóti 5. flokks og mættu Fylkisstrákarnir Fram á útivefli og sigruðu í a-liði, 0-3. Yfirburðir Fylkis talsverðir og spiluðu strákamir góða knattspymu. Reyndu ávallt að flnna Akurnesingar Faxaflóameistarar í 3. flokki Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Úrslitaleikurinn í Faxaflóamóti 3. flokks karla í knattspyrnu fór fram á malarvellinum á Akranesi síðustu helgi. Til úrslita léku Akurnesingar og FH. Leikurinn var góður og því skemmtilegur á að horfa. Fyrri hálf- leikurinn var lengst af mjög jafn, en undir lokin skoruðu Skagamenn fyrsta markið. Strax á upphafsmín- útum síðari hálfleiks bættu Akur- nesingar við öðru markinu. Við markið dofnaði mjög yfir leik FH- liðsins og eftirleikurinn léttur fyrir Akranesstrákana, enda fór svo að þeir bættu við tveim mörkum áður en yfir lauk. Mörk Akurnesinga skoruðu þeir Hjörtur Hjartarson, 2, Kári Reynisson og Stefán Þórðarson. Faxafióameistarar Akurnesinga í 3. flokki 1990. Strákarnir urðu einnig íslandsmeistarar innanhúss á dögunum. DV-mynd Sigurgeir Sveinsson Unglingalandsliðið, sem leikur í Skotlandi um helgina, er þannig skipað: Friðrik Þorsteinsson, Fram, Eggert Sig- mundsson, KA, Rútur Snorrason, Tý, Davið Þ. Hallgrímsson, Tý, Flóki Halldórsson, KR, Óskar Þorvaldsson, KR, Gústaf Teitsson, KR, Pálmi Haraldsson, ÍA, Sturlaugur Haraldsson, ÍA, Hákon Sverrisson, UBK, Benedikt Sverris- son, Fram, Þórður Guðjónsson, KA, Róbert Sigurðsson, Sandgerði, sem er i Belgíu um þessar mundir, Kristinn Lárusson, Stjörnunni, Gunnar Gunnarsson, ÍR, og Guðmundur Benediktsson, Þór. DV-mynd Hson Unglingalandslið- ið heldur til Skotlands í dag Unglingalandsliðið í knattspyrnu (U-18 ára) er þessa stundina í loftinu á leið til Skotiands. Liðið mun leika tvo æfmgaleiki í Kilburnie gegn sterkum liðum - sérstaklega í seinni leiknum, þar sem strákarnir mæta unglingum sem allir eru komnir á atvinnumannasamning og skipa U- 18 ára landslið Skota. Leikið verður á morgun og mánudag. Unglingasíðan kom við á æfingu á Framvelli sl. sunnudag og innti Hörð Helgason, þjálfara liðsins, hvort bú- ast mætti við góðum árangri í Skot- landi. „Það vantar töluvert á að flðið sé í nógu góðri leikæfingu, en ferðin er einmitt liður í því að bæta hana. Það sem skiptir meginmáli er frammi- staðan í Evrópuleikjunum í sumar. Keppnistímabilið er að enda í Skot- landi en að byrja hjá okkur. Það er því ljóst að við mætum leikmönnum í toppformi. Strákarnir eiga þó að geta staðið fyrir sínu, því liðið er skipað mörgum mjög góðum leik- mönnum og er ég því mjög bjartsýnn á framhaldið í sumar. Vonandi ná þeir að sýna hvað í þeim býr í leikj- unum í Skotlandi," sagði Hörður. Ungflngalandsflðsnefndin er skip- uð þeim Helga Þorvaldssyni, sem er formaður, Gylfa Orrasyni og Steini Halldórssyni. -Hsoo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.