Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. Lífsstfll Legoland: Ein milljón gesta í sumar Legoland var opnað árið 1968 og hefur verið í stöðugri þróun síöan. í sumar er búist viö að 1 milljón gesta heimsæki staðinn. Það er bara til eitt Legoland í öllum heiminum og það er í Danmörku. I staðinn fyrir að þurfa að líta upp fyrir sig til að horfa á sögufrægar byggingar, þarf að líta til jarðar í Legolandi. Margir hafa farið fram á að fá aö byggja eftirlíkingar af þessum stór- kostlega garði en leyfi hefur hingaö til ekki fengist og ólíklegt er að svo verði í náinni framtíö því í könnun sem gerð var síðastliðið sumar kom í ljós að 59 prósent allra þeirra sem heimsóttu Legoland komu eingöngu til Danmerkur til að skoða garðinn. Kubbaborg í Legolandi er allt byggt úr lego- kubbum, og hafa tugir milljóna kubba verið notaöar í þessar litlu byggingar sem eru byggðar í hlut- föllunum 1:20. Þar er að finna þekktar byggingar frá öllum heimshomum og minnis- merki, jafnvel eftirlíkingar af heilum borgarhverfum. Börnin sem heimsækja Legoland verða agndofa yfir öllum ósköpun- um, og þeir sem fullorðnir eru óska þess að þeir væru aftur orönir börn. Þama eru lestir á ferð, umferðar- ljós sem blikka, skip á siglingu, bílar á keyrslu, flugvellir og flugvélar og ýmislegt fleira. í garðinum er 30 metra hár útsýnis- tum og úr honum er gott útsýni yfir Veðrið í útlöndum HITASTIG í GRÁÐUM -10 oða laogra * Ottl-S 1 tll 5 ! - 11 tll 15 1611120 2011125 Byggl á veöurlróttum Veöurstotu Islands kl. 12 á hádegi, töstudag garðinn, en sökum þess hversu litlar byggingarnar em fmnst fólki það mun hærra uppi. Annar möguleiki til að fá góða yfir- sýn yfir garðinn er aö taka hring með Legolestinni og halda að því loknu í gönguferð um garðinn. 3000 bílastæði í Legolandi hefur verið komið upp aðstööu fyrir þá sem koma með nesti með sér, en auk þess eru starfræktir nokkrir veitinga- og skyndibitastaðir í garðinum. Þaö eru 3000 ókeypis bílastæði fyrir Ferðir þá sem koma á einkabílum, en að- gangurinn kostar 40 krónur danskar eða rétt tæpéir 400 krónur íslenskar, börn greiða helming þess gjalds. Bók með kortum og upplýsingum um garðinn kostar 20 krónur dansk- ar eða rétt tæpar 200 krónur íslensk- ar. Kort með átta miðum í leiktæki í garðinum kostar 48 krónur eða tæp- ar 460 krónur en stakur miði kostar 7 krónur danskar eða 66,50 krónur íslenskar. í áðumefndri könnun frá í fyrra sumar var einnig spurt hversu mikl- um peningum fólk eyddi í heimsókn sinni í garðinn. Kom þá í ljós að meðaleyðsla hjóna með tvö böm var á milli 600 og 700 krónur danskar eða 5.700-6.700 krónur íslenskar og var þá gert ráð fyrir að hjónin borðuðu á veitingastöðum í garðinum. Þeir sem komu með nesti með sér eyddu helmingi minna. -J.Mar Mikill fjöldi ýmissa leiktækja er í Legolandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.