Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. DV 39 LífsstOl Ferðafélagið Útivist efnir til mikllar gönguferðar um miðjan júní. Útivist: Frá Þingvöllum um Hlöðuvelli í Brúarárskörð Um miðjan júní næstkomandi hyggst ferðafélagið Útivist efna til gönguferðar með viðleguútbúnað frá Þingvöllum, austur Eyfirðinga- veg aö Hlöðufelli og þaðan niður Brúarárskörð og að Brekku í Bisk- upstungum, þangað sem hópurinn veröur sóttur í rútu. Austur að Hoffmannaflöt Að kveldi 15. júní verður ekið með hópinn austur að Hofmanna- flöt þar sem tjaldað verður fyrstu nóttina. Morguninn eftir er lagt upp gangandi, fyrst norðaustur en síðan sveigt nær beint í austur. Land þama er þýft og miklar mosa- þembur og víða seinfært en gamla þjóðleiðin er greinileg og auðveld- ast er að fylgja henni. í upphafi ferðar gengið með Lágafell á vinstri hönd. Suður yfir hraunbreiðuna sér til Hrafnabjarga og á hægri hönd til Tindaskaga. Framundan er svo Skjaldbreiður sem nefnd hefur verið fegursta fjall á íslandi. Jarðvegur er gljúpur á þessum slóðum og engir lækir. Því er gott að hafa með sér vatn til göngunnar fyrsta daginn en vatnsból er nálægt Kerinu þar sem gist verður aðra nóttina. Önnur dagleiðin er stutt og öllu léttari en sú fyrsta og liggur sunn- an við Skjaldbreið. Skriðan heitir fjallið á hægri hönd, snarbrött og ísköld þarna norðan í móti. Síðan er krækt fyrir Skriðuhnúk og inn á Hlöðuvelli. Hlöðufell er framundan Hlöðufell er framundan, hár mó- bergsstapi sem minnnir um margt á Herðubreið en er þó mun minni. Upplagt er fyrir ferðalanga að ganga á Hlöðuvelli ef skyggni er gott. Þaðan geta menn virt fyrir sér leiðina og helstu kennileiti. í vestri er Skjaldbreiður, þá Tindaskagi, Skriðan, Skriðutindar, Miðfells- fiaU, Rauðafell, Brúarárskörð, Högnhöfði, Hellisskarð, í fjarska Bjamarfell, Kálfstindar, Lamba- hraun, Jarlhettur og loks Langjök- ull sem trónir í norðri. Á Hlöðuvöllum er vatnsból steinsnar frá sæluhúsinu en í þurrkum síðsumars þomar það upp. Áþriðjadegi Brúará á upptök sín að hluta til í Rótarsandi. Þriðja daginn er geng- ið með þessum upptakakvíslum árinnar yfir Rótarsand í suður og niður Brúarárskörðin en þau hefur árin grafið, hugsanlega í stórleys- ingum vegna edlgoss undir jökh. I Brúarárskörðum er fagurt um að htast og auðvelt að gleyma sér á leiðinni niður. Fyrripart sumars steypist áin hér niður í myndarleg- um fossum en verður þó heldur til- komuminni þegar líða fer á sumar- ið. Út úr klettunum spretta lækir og hndir sem sameinast ánni og Rauðafeh og Högnhöfði mynda svipmikinn ramma um Skörðin. Er þessumáfanga hefur verið náð breytir gönguleiðin mjög um svip. Að baki er kaldranaleg fegurð auðnarinnar en við tekur kjarri- vafið land. Kjörið er að tjalda á sléttum flötum neðan við Skörðin síðustu nóttina. Síðasta daginn er gengið niður með ánni gegnum Brekkuskóg, þar sem ýmis stéttafé- lög eiga sumarhús, og til móts við rútubílinn. Hótel Hekla á Spáni Hostal Hekla er htið vinalegt hótel í eigu íslendings, Magnúsar Krist- jánssonar í ferðamannabænum Tossa de Mar á Costa Brava strönd Spánar. Magnús hefur búið þarna í yfir 30 ár og því kunnugur á þessum slóð- um. Hótelið gæti verið heppilegur án- ingastaður fyrir íslendinga sem ferð- ast í bíl á eigin vegum. Þegar ekið er eftir hraðbrautinni til Barcelona er beygt útaf nokkru fyrir sunnan borgina Girona og stefna tekin á Lloret de Mar. Síðan er ekið sem leiö hggur í gegnum Lloret og til Tossa sem er um 11 km. leið. Þegar ekið er inn í bæinn má sjá auglýsinga- spjöld sem vísa veginn upp að hótel- inu, en þar er um þröngar götur að fara og erfitt fyrir stóra bíla. Hótelið stendur á einum fallegasta stað í bænum með útsýni yfir ströndina. Aðal ferðamannatíminn er frá 15. Hekla er lítið vinalegt hótel. júlí th 15. ágúst, en þá er erfitt að fá gistingu nema hafa bókað hana með góðum fyrirvara. Á öðrum tímum eru yfirleitt laus herbergi þó að stundum fyhist um helgar. Hafa má samband við Magnús í síma (3472) 340248. Heimilisfangið er: Hostal Hekla c/Mirador del Codolar, 10 17320 Tossa de Mar-Girona (Costa Brava) Spain -J.Mar Hostal Hekla er í eigu íslendingsins Magnúsar Kristjánssonar Akureyrarblað f if Miðuikudaginn 13. júní nk. mun Akureyrarblað fylgja DV í tiunda sinn. Efhi Akureyrarblaðs DV verður fjölbreytt að uanda og ,,púls- inn" tekinn á mannlífinu i bænum. Fjölmörg uiðtöl uerða í blaðinu, m.a. uið Sigurð Thorarensen, framkuæmdastjóra Sjallans, skíðakappana tiauk Jóhannsson og Tómas Leifs- son og rætt uerður uið nýja menn i bæjarstjórn Akureyrar. Farið uerður í heimsókn á uinnustaði og rætt uið fólk á förn- um uegi, suo eitthuað sé nefnt af efni blaðsins. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, uinsamlega hafi samband uið auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 27022. Athugið að skilafrestur auglýsinga er fyrir fimmtudaginn 7.júní. auglýsingar Þverholti 11, simi 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.