Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Qupperneq 42
50 LAUGARDAGUR 2. JLINÍ 1990. Afmæli Sigrún Finnsdóttir Sigrún Finnsdóttir iðnverkakona, Ægisgötu 22, Akureyri, verður sjö- tug á hvítasunnudag. Sigrún er fædd á Torfufelli í Eyjafirði og ólst upp í Fram Eyjafirði. Hún lauk bamaskóla og húsmæðraskólaprófi. Sigrún hefur unnið ýmis almenn verkakvennastörf en síöustu tutt- ugu ár hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar við almenn störf og nú sem flokks- stjóri. Hún hefur búið á Akureyri síðan 1941. Sigrún giftist 27. október 1940 Marinó Tryggvasyni, f. 17. júlí. 1914, iðnverkamanni. Foreldrar Marinós eru: Tryggvi Sigurðsson, b. á Jórunnarstöðum í Eyjafirði og kona hans, Lilja Frímannsdóttir. Börn Sigrúnar og Marinós eru: Hjörtur, f. 31. desember 1941, sjó- maður í Rvík, fyrrverandi eigin- kona var Rósa Siguijónsdóttir, þau skildu, sonur þeirra er Sigmar Val- ur. Núvernadi eiginkona er Auður Skarphéðinsdóttir, dóttir þeirra er Indíana Sigrún; Finnur Öm, f. 21. mars 1943. þjónn og skrifstofumaöur á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur, börn þeirra eru Þorgeir Rúnar, d. 1980 og Sigrún, sambýlismaður hennar er Þráinn Bijánsson og eiga þau son, f. 23. mars 1990, Hjalti, Steinunn Heba, Hólmar Örn og Þorgeir Rúnar; Lilja Indíana, f. 5. september 1944, vinnur að umönnun þroskaheftra á Sól- borg, gift Þóroddi Gunnþórssyni, börn þeirra eru Ómar Már og Sigríö- ur Rúna; Steinar, f. 11. janúar 1946, ókvæntur og er búsettur í Rvík; Jó- sef Lillendal, f. 23. júlí 1949, ljós- myndariá Egilsstöðum, fyrrverandi eiginkona hans er Fjóla Jóhannes- dóttir, börn þeirra eru Agnes Lilja, Eyþór Máni og Kári Hlíðar; Tryggvi, f. 18. ágúst 1952, garðyrkjumaður á Akureyri, kvæntur Guörúnu Ástu Guðjónsdóttur, börn þeirra eru Marinó Örn, Guðjón Sigurður og Tryggvi Páll; Rósa, f. 10. desember 1955, hjúkrunarfræðingur á Hvann- eyri, gift Böðvari Pálssyni, d. 1985, dætur þeirra em Oddný Eva og Særún Ósk, sambýlismaður Rósu er Kristján Andrésson, dóttir þeirra er Aðalheiður; Kristbjörg, f. 8. apríl 1957, gift Eiríki Sigurðssyni, b. á Sandhaugum í Bárðardal, börn hennar era Erla Dröfn Ragnars- dóttir og Sigurður Jón Eiríksson og Ófeigur Arnar, f. 22. febrúar 1964, bakari á Akureyri. Systkini Sigrún- ar eru Hjalti, f. 5. aprfl 1919, b. í Ártúni í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði og Kristjana, f. 15. janúar 1929 b. í Ártúni í Saurbæjarhreppi, synir hennar era Bjartmar Vignir Þor- grimsson og Ingvar Þröstur Ingólfs- son. Sigrún Finnsdóttir. Foreldrar Sigrúnar voru Finnur Marinó Kristjánsson, frá Úlfá í Eyjafirðif. 8. janúar 1891, d. 1977, b. í Ártúni í Eyjafirði og kona hans, Indíana Sigurðardóttir, frá Torfu- felli í Eyjafirði, f. 23. maí 1893, d. 1972. Sigrún verður að heiman í dag. Egill Ástbjömsson Egill Astbjörnsson, fyrrv. verslun- armaður, Álftamýri 22, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Egill fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í vesturbænum. Hann stundaði bamaskólanám í Reykja- vík og hóf síðan snemma verslunar- störf, fyrst hjá Sveini Þorkelssyni á Vesturgötunni, síðan hjá Kron, þar sem hann var m.a. verslunarstjóri á Skólavörðustígnum. Þá var Egill verslunarstjóri í Síld og fiski á Berg- staöastrætinu um tuttugu ára skeið. Þá starfaði hann hjá SS á Bræðra- borgarstígnum og síðan við skrif- stofustörf hjá Landmælingum ís- lands en þar lét hann af störfum árið 1984. Egill er félagi í Oddfellow- stúkunni Þorkeli mána. Kona Egils er Ásta María Stefáns- dóttir, f. 1.6.1917, húsmóöir, dóttir Stefáns Guðnasonar, verkstjóra hjá Reykjavíkurborg, og Vigdísar Sæ- mundsdóttur húsmóður. Böm Egils og Ástu Maríu eru Kristín Egilsdóttir, f. 13.7.1936, starfsmaður hjá Elhngsen og ekkja eftir Daníel Wilhamsson, ljósam- eistara LR, og eignuðij§t þau eina dóttur, Ágústu, en með fyrri manni sínum, Kristjáni Ólafssyni, sem fórst með Júlí frá Hafnarfirði, á Kristín íjögur börn, Ásthildi, Egil, Kristján og Vigni; Margrét Egfls- dóttir, f. 13.6.1940, húsmóðir í Hafn- arfirði, gift Kristni Magnússyni og eiga þau fimm börn, Magnús, Viðar, Ástu, Þórð og Sólrúnu; Astbjörn Egilsson, f. 21.12.1942, fram- kvæmdastjóri FRÍ, kvæntur Elínu Sæmundsdóttur og eiga þau saman tvær dætur, Öglu og Mörtu, en Elín á tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Sædísi og Gerði; Stefán Egilsson, f. 8.10.1944, matsveinn hjá Eimskip, og Gunnar Egilsson, f. 10.5.1954, kaupmaður í Árnesi í Gnúpverja- hreppi, kvæntur Sigrúnu Halldórs- dóttur og eiga þau tvö börn, Egil Halldór og Gunnhfldi, auk þess sem Gunnar á tvo syni frá því áður, Stef- án og Guðmund. Egill Ástbjörnsson. Bróðir Egils er Lárus, f. 1904, starfsmaður hjá Landssímanum í áratugi, kvæntur Mörtu Daníels- dóttur. Foreldrar Egils voru Ástbjörn Eyjólfsson, f. 13.12.1874, d. 1955, skipasmiður og Kristín Þórðardótt- ir, f. 8.3.1882, d. 1940, húsmóðir. Egfll dvelur á Landakoti um þess- ar mundir. Salome Haildórsdóttir Salome Halldórsdóttir, Hrafnistu í Hafnarfirði, verður sjötíu og fimm ára annan í hvítasunnu. Salome er fædd í Bolungarvík og ólst þar upp. Salome giftist 2. nóvember 1935 Þórði Sigurðssyni, f. 25. ágúst 1906, skipstjóra í Súðavík. Foreldrar Þórðar voru: Sigurður Þórðarson, b. á Fæti, og kona hans, Erlaía Guö- mundsdóttir. Böm Salome og Þórð- arera: Hjördís Olga, f. 11. júní 1936, gift Geir Baldurssyni, b. í Skálavík; Sigurður Borgar, f. 6. júlí 1937, versl- unarmaður í Kópavogi, kvæntur Ástu Ákadóttur; Gerðar Óli, f. 20. apríl 1940, sjómaður í Keflavík, kvæntur Gyöu Óladóttur; Gunnar Trausti, f. 9. september 1941, skip- stjóri í Rvík; Sæþór Mildenberg, f. 16. nóvember 1942, smiður í Njarð- vík, kvæntur Mörtu Margréti Har- aldsdóttur; Halldór Guttormur, f. 5. desember 1943, sjómaður í Súðavík, kvæntur Mikalínu Aríu Pálmadótt- ur; Jón Hafþór, f. 5. apríl 1945, d. 1. mars 1967, sjómaður í Súðavík, unn- usta hans var Petrína Kristín Emanúelsdóttir; Sesselja Guðrún, f. 1. október 1946, gift Magnúsi Þor- gilssyni, útgerðarmanni á ísafirði, og SigurborgElfa, f. 7. desember 1950, gift Örnólfi Hálfdánarsyni, sjó- manni á Fáskrúðsfirði, og Kristín Silla, f. 13. ágúst 1956, gift Jóni Sig- urði Jóhannssyni, fiskeftirlits- manni í Grimsby. Systkini Salome era: Jón Þórarinn, f. 27. ágúst 1905, verslunarmaður í Rvík, látinn, kvæntur Margréti Sigurbjörnsdótt- ur; Guðmundur Níels, f. 27. júní 1907, d. 1. desember 1908, og Guðný Kristín, f. 16. september 1910, gift Brynjólfi Ágúst Albertssyni, tré- smið í Keflavík. Salome Halldórsdóttir. Foreldrar Salome voru. Halldór Halldórsson, f. 1. september 1878, d. 27. nóvember 1915, sjómaður í Ytri- búðum í Bolungarvík, og kona hans, Sesselja Guðrún Guömundsdóttir, f. 9. mars 1882, látin. Salome tekur á móti gestum að Sunnubraut 24, Kópavogi, milh kl. 14 og 18 á afmælisdaginn. Jóakim Guðjón Elíasson Jóakim Guðjón Ehasson rafvirki, Austurvegi 57, Selfossi, verður sjö- tugur á hvítasunnudag. Jóakim Guðjón er fæddur á Bergstaðastræti 63 í Reykjavík og ólst upp í Reykja- vik og Hafnarfirði. Hann var í barnaskóla frá tíu til fjórtán ára ald- urs, síðan tvö ár í unghngaskóla í Hafnarfirði og þar eftirfjögur ár í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Jóakim vann sveitastörf á unglingsáram hjá Eiríki Ámasyni, b. í Þórðarkoti í Sandvíkurhreppi, þar til hann var sextán ára. Hann fluttist til Hafnar- flarðar sextán ára. Jóakim fluttist tíl Selfoss 1946 ásamt móður sinni, Ágústu Einarsdóttur, og byrjaði að byggja húsið þar sem hann býr enn. Hann hefur unnið hjá Rafveitu Sel- foss frá haustinu 1946. Systkini Jóakims eru: Guðrún Aðalheiður, f. 28. ágúst 1916, d. 7. ágúst 1919; Aðalheiður Guðrún, f. 2. október 1922, og Júlíus Ágúst, f. 19. september 1925, d. 1. mars 1927. Foreldrar Jóakims eru: Elías Á. Jóakimsson, b. á Selfossi, og kona hans, Ágústa Einarsdóttir. Elías er sonur Jóakims, b. í Háfshóli í Holt- um, Jónssonar og konu hans, Guð- rúnar Snorradóttur, b. á Selfossi, Jónssonar. Móðir Snorra var Guö- rún Snorradóttir, b. i Kakkarhjá- leigu, Knútssonar og konu hans, Þóra Bergsdóttur, b. og hreppstjóra í Brattsholti, Sturlaugssonar, ætt- fóður Bergsættarinnar. Ágústa er dóttir Einars, b. á Þorleifsstöðum á Jóakim Guðjón Elíasson. Rangárvöllum, Jónssonar, ættuð úr Rangárvallasýslu og Skaftafells- sýslu. Til hammciu meö afmælið 3. júní 90 ára Kolbeinn Ólafsson, Hjálmholti, Hraungerðishreppi. Guðríður K. Sigurgeirsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Elínborg Andrésdóttir, Hrisbrú, Mosfellsbæ. 75 ára Sigrún Sigmundsdóttir, Nesbakka 7, Neskaupstað. 70 ára Sigfús Hansen, Eiösvahagötu 9, Akureyrí. Haukur Björn Björnsson, Safamýri 75, Reykjavík. 60 ára Vigfús Þors teinsson, Aðalstræti 61, Patreksfirði. Fjóia Guðlaugsdóttir, Vallarbraut 10,Hvolsvelh. Aðalbjörg Sigurðardóttir, Ástúni 12, Kópavogi. 50ára Kristfiríður Bj ömsdóttir, Hofstöðum, Hálsahreppi, GyifiSigurðsson, Ásláksstöðum, Glæsibæjarhreppi. 40ára Jón Már Þórarinsson, Krókamýri 40, Garðabæ. Gísli Hahdórsson, Malarási 10, Reykjavík. Álfdís Elin Axeisdóttir, Guörúnargötu 2, Reykjavík. Eyjólfur K. Jónsson, Háeyri á Bergi, Keflavik. Árni Indriðason, Kvisthaga 7, Reykjavík. Tómas Árnason, Kistufelh, Lundarreykjadals- hreppi. Kári Hilmarsson, Marbakka 10, Neskaupstað. Friðgeir Guðnason, Kambaseh 73, Reykjavik. Björg Óskarsdóttir, Austurvegi31B, Selfossi. Björn O. Þorvaldsson, Hvammstangabraut 30, Hvamms- tanga. Guðbj artur Hannesson, Suðurgötu 78, Akranesi. ArafríðurK. Ólafsdóttir, Fossheiði 12, Selfossí. Sigrún Böðvarsdóttir, Skólastræti 3, Reykjavík. Friðfimiur Finnbogason, Bröttugötu 47, Vestmannaeyjum. Páll Arason Páll Arason, fyrrv. fjahabílstjóri, Bugi í Hörgárdal, er sjötíu og fimm ára í dag. Páll er fæddur á Akureyri og ólst upp í Hörgárdal og á Akur- eyri. Hann lauk barnaskólaprófi og vann í tuttugu ár að ferðamálum. Páll rak eigin ferðaskrifstofu í tíu ár og ók m.a. fyrstur með farþega yfir Sprengisandi. Hann vann hjá KE A, Pósti og síma, var sýningar- maður í Gamla bíói og sjómaður. Páll kvæntist 1942 fyrstu konu sinni, Huldu Björnsdóttur. Þau skildu 1952. Börn Páls og Huldu eru: Rannveig, f. 9. október 1942, og Bjöm, f. 11. nóvember 1948. Sambýl- iskona Páls 1952-1969 var Hannelore Wagner. Árið 1977 kvæntist hann seinni konu sinni, Kristínu Hrafn- fjörð. Þau skfldu 1985. Systir Páls er Guðrún, f. 10. apríl 1919, gift Karli Jónassyni í Garðabæ og áttu þau sjö böm og era sex á lífi. Foreldrar Páls: Ari Guðmunds- son, f. 25. júlí 1890, d. 4. nóvember 1975, skrifstofustjóri ÁTVR, og kona hans, DýrleifPálsdóttir, f. 13. janúar 1887, d. 8. maí 1976. Föðurbræður Páls vora: Barði þjóðskjalavörður og Eiður, b. á Þúfnavöhum. Ari var sonur Guðmundar, b. á Þúfnavöll- Páll Arason. um, Guömundssonar, b. í Skjaldar- vík, Jóhannessonar, b. í Fífilgerði, Þórðarsonar, b. á Leifsstöðum, Jónssonar, b. á Æsustöðum, Jóns- sonar, lögsagnara á Núpi í Miðfiröi, Eiríkssonar. Dýrleif var dóttir Páls, b. á Möðru- felli, Hallgrímssonar, b. og hrepp- stjóra á Grund, Tómassonar. Móðir Hallgrims var Rannveig Hallgríms- dóttir, systir Jónasar skálds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.