Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. „Þessar kosningar sýna aö Alþýöu- flokkurinn er mjög sterkur og stöð- ugur. Hann vann gífurlegan sigur í bæjarstjórnarkosningum 1986 og á landsvísu má segja að hann vinni vamarsigur og sé flokkur á bilinu 14-16% eftir því hvernig á sameigin- leg framboð er litið. Ég held að Al- þýðuflokkurinn hafi sannað að hann byggir ekki á lausafylgi eða tíma- bundnu fylgi sem dali fljótt aftur. í Reykjaneskjördæmi, þar sem flokk- urinn hefur farið með stjórn mála, svo sem í Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og Njarðvík, er hann yfir- leitt stærsti flokkur að undanskild- um Kópavogi. Alþýðuflokkurinn er mjög sterkur eftir þessar kosning- ar,“ sagði Guðmundur Árni Stefáns- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði, er hann var spurður hvort von væri á breytingum í Alþýðuflokknum nú eftir kosningamar. Deilt hefur verið á sameiginleg framboð síðustu daga svo sem Nýjan vettvang en Alþýðu- flokkur missti borgarfulitrúa sinn í Reykjavík eins og mönnum er kunn- ugt um. Guðmundur Ami Stefánsson, sem er 35 ára gamall, hefur tvívegis unn- ið kosningasigra í Hafnarfirði. Fyrst árið 1986 og aftur á laugardaginn var og jók þá fylgi sitt talsvert. Menn hafa velt þessum unga Hafnfirðingi fyrir sér sem væntanlegum foringja í Alþýðuflokknum enda hefur bæjar- stjórinn sínar skoðanir á landspólitík ekki síður en bæjarmálefnum og hef- ur látið þær skoðanir sínar í ljósi opinberlega. Félagshyggjufólk undir einn hatt „Menn þurfa fyrst og síðast að velta fyrir sér ágæti þessara sameiginlegu framboða og hvemig beri að lesa nið- urstöður þeirra í kosningunum." - Varst þú á móti Nýjum vettvangi í fyrstu? „Nei, ég var með því framboði. Þar sem jarðvegurinn var þannig, t.d. í Reykjavík, fannst mér full ástæða til að gera þessa tilraun. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það þyrfti að leita leiða til að ná félagshyggju- fólkinu undir einn hatt. En ég hef sagt og segi að það er blindur maður sem ekki sér að þetta gekk ekki upp. Kosningabandaiög, sem urðu til á til- tölulega stuttum tíma, þar sem safn- að var saman fólki úr ólíkum jarð- vegi, gerðu sig ekki. Þessar kosning- ar sýna að fólk vill mjög skýra og afdráttarlausa valkosti. Kosning- abandalög em það ekki. Við alþýðu- flokksmenn eigum að draga þann lærdóm af kosningunum að nú sé tími til að efla flokkinn sem slíkan og gera hann að raunverulegum val- - segir Guðmundur Ámi Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði „Ef rétt er á spilum haldió er engin spurning um að frá vinstri kemur fjöldi fólks til okkar,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði. Hann telur þó að ekki verði farnar fleiri ferðir á rauðu Ijósi. kosti. Það eru allir möguleikar í þeirri stöðu. Við sjáum að til vinstri við Alþýðuflokkinn er Alþýöubanda- lagið í andarslitrunum. Hvert eiga þeir fjölmörgu jafnaðarmenn sem þar em að fara annað en til okkar? Alþýöuilokkurinn er skipulagslega opinn flokkur. Ef rétt er á spilum haldið er engin spurning um aö frá vinstri kemur fjöldi fólks til okkar. Ægivald Framsóknarflokksins til sveita er hverfandi og fylgi hans fer stöðugt minnkandi, ekki bara til sveita heldur um allt land. Þessi „nýju framboð“, t.d. Kvennahstinn, sýnist mér á leið út úr pólitík. Mér finnst forsenda fyrir að Alþýöuflokk- urinn geti haslað sér völl sem mjög öflugur, stór og sterkur sosíaldemó- kratískur flokkur sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Nú eigum við að sæta lagi og gera hann að þessum raunverulega sterka valkosti eins og við þekkjum hann annars staðar á Norðurlöndunum. Ég hef alltaf undr- ast og aldrei skilið þessa styrku stöðu Sjálfstæðisflokksins hér á landi, sem á hvergi sinn líka í heiminum, og hitt að hér hafi ekki vaxið upp mjög stór og öflugur sósíaldemókratískur flokkur sem allir í hinum vestræna heimi þekkja. Fylgi til Sjálfstæðisflokksins Það er alveg sýnt aö í kosningunum um síðustu helgi voru Alþýðuflokks- menn í Reykjavík ekki með þessu nýja framboði heldur fóru í ríkum mæh yfir til Sjálfstæðisflokksins. Ég er hins vegar alveg sannfærður um að ef Alþýðuflokkurinn hefði verið með sitt framboð hefði Bjarni P. Magnússon og jafnvel fleiri farið inn og flokkurinn fengið um 10% at- kvæða. Nýr vettvangur var tilraun- arinnar virði og prýðilegt fólk sem að honum stóð. Hins vegar veröum viö alþýðuflokksmenn að skoða hvort árangurinn hafi verið eins og til stóð. Helmingur af kjörfylginu fór yfir á aðra flokka. Þegar mesti æsing- urinn og taugatitringurinn í kjölfar kosninganna fer að réna bind ég von- ir við að frambjóðendur Nýs vett- vangs komi til liðs við Alþýðuflokk- inn.“ - Óhna Þorvarðardóttir var ekki ánægð er hún heyrði það eftir þér haft að hún ætti eftir að ganga til liðs við Alþýðuflokkinn. Taldi þig engu ráða um þau mál. „Ég er ekki að ákvarða eitt eða neitt fyrir Alþýðuflokkinn. Formað- ur flokksins ákveður heldur ekki neitt upp á eigin spýtur. Ég hef alltaf talið að Ólína væri lýðræðisjafnaðar- maður og hún ætti að vita að aðrir sem starfa í pólitík eiga rétt á að hafa skoðanir. Ég vonast eftir góðu samstarfi við Ólínu og annað gott fólk í Nýjum vettvangi. En ég mun hafa,mínar skoðanir áfram hvort sem ég er bæjarstjóri í Hafnarfirði eða eitthvað annað.“ - Áttu von á að breytingar veröi á forystu flokksins á flokksþingi í haust? „Það er ekkert fyrirséð í þeim efn- um frekar en fyrri daginn. Eg sé ekk- ert borðliggjandi nema ef forysta flokksins tekur einhveijar þær ákvarðanir sem eru óskynsamlegar og mönnum ekki að skapi.“ - Kemur ekki upp óánægja vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík? „Ég held varla að óánægja geti ver- ið með þetta framboð og hef ekki heyrt nokkurn flokksmann skamma formann flokksins eða aðra þá sem hvöttu til að þetta yrði reynt. Hins vegar kem ég til með að skammast, og vafalaust einhverjir aðrir, ef menn ætla ekkert að læra af þessum niðurstöðum. Og ef þeir ætla að halda áfram tilraunum í þessa átt þegar aðeins er eitt ár í þingkosning- ar og fólkið í landinu vill skýrar og hreinar línur kallar það auðvitað á sterk viðbrögð.“ Ekki fleiri ferðir á rauðu ljósi - Nú hafa Ólafur Ragnar og Jón Baldvin reynt með sér samvinnu. Telur þú að framhald verði þar á? „Þeir reyndu samvinnu. í mínum huga hggur ljóst fyrir að fleiri feröir á rauðu ljósi verða ekki famar. Ég geng út frá því sem vísu að formaður flokksins, eins og aðrir flokksmenn, dragi réttar ályktanir af niðurstöð- um kosninganna." - Áttu von á að Ólafur Ragnar eigi eftir aö ganga til hös við Alþýðu- flokkinn? „Ég vil ekki spá um það. Ólafur Ragnar hefur veriö á ferðinni milh flokka og á Alþýðuflokkinn eftir. Það gæti margt ólíklegra gerst. Ég er al- veg sannfærður um að fjölmargir alþýðubandalagsmenn, sem í hjarta sínu auðvitað eru jafnaðarmenn, vilja gjaman, þegar réttar aðstæður eru til staðar, koma til hðs við okkur alþýðuflokksmenn. Það gerist bara ekki í einum grænum hvelli. Fólk vill vera sínum flokki trútt svo lengi sem kostur er en ég veit engu að síö- ur að það eru stórir hópar alþýðu- bandalagsmanna sem hvorki vilja vera í óskilgreindum erfiðum flokki Ólafs Ragnars, þar sem allt logar í ihdeilum, og þaðan af síöur í htlum einangruðum þjóðræknisflokki Sva- vars Gestssonar sem er ekki í takt við nútímann. Ég sé út af fyrir sig ekki hvar alþýðubandalagsmenn ætla að flnna hinn gullna meðalveg í þessum efnum. Mér sýnist ljóst að Alþýðubandalagið er aö heyja sitt dauðastríð og það verður með einum eða öðram hætti, uppgjör eða klofn- ingur. Þá spyr ég mig einfaldlega og svara: Það fólk sem þarna finnur ekki fótfestu og á málefnalega sam- leiö með Alþýðuflokki hlýtur að koma til liðs við okkur.“ Þrírflokkar í framtíðinni - Þér er spáð gengi í landsmálapóht- ík á næstu ámm. Sérðu fyrir þér miklar breytingar? „Ég sé ekki þær breytingar sem margir spá að verði. Að ein ahsherjar uppstokkun verði á íslensku flokka- kerfi og þessir svokölluðu fjórflokkar hverfi af sjónarsviðinu og ný fram- boð taki við. Ég held þvert á móti að þessar bæjarstjórnarkosningar hafi undirstrikað að þrír flokkanna haldi sinni stöðu. Ég sé hins vegar aðra gerjun, sem ég lýsti hér áðan, og það er stór og öflugur jafnaðarmanna- flokkur sem Alþýðuflokkurinn er, Framsókn verði htih miðjuflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn verði hinn raunverulegi hægri flokkur sem hann gefur sig stundum út fyrir að vera. Sjálfstæðisflokkurinn er ein- kennileg blanda þar sem frelsi ein- takhngs og frelsi í viðskiptum eru efst á blaði en á móti er hann einnig kerflsflokkur hinn versti sem styður einokun í viðskiptum og óbreytt ástand í landbúnaðarmálum og út- flutningsmálum. Þar eru margir flokkar í einum. Hvað shkur flokkur, sem stendur fyrir svo ólík hugtök, lifir lengi óbreyttur skal ég ekkert um segja. En þar hlýtur gerjun að eiga sér stað mjög fljótlega. Eftir ekk- ert langan tíma verða tvö meginöfl í íslenskri pólitík." Dæmdir af verkum - Þið Davíð eruð oft nefndir í sömu andránni, báðir í svipuðum stöðum og tilvonandi frambjóðendur í lands- pólitíkinni. Verðið þið báðir á þingi að ári? „Ég hef ekki leitt hugann að því. Á laugardag var ég kosinn bæjarstjóri í Hafnarfirði og þakka þann stuðn- ing. Hins vegar hef ég alltaf haft áhuga á landsmálum og það kemur að því að ég gef mig að þeim í ríkari mæli. Þar sem við Davíð erum nefnd- ir flnnst mér það eftirtektarvert, og ég er stoltur af því, að við emm dæmdir af þeim verkum sem við höfum unnið í póhtík, ekki einungis af hugmyndum, tah og ræðuhöldum. Við getum sýnt fram á að við höfum náð árangri í pólitÍK. Mér finnst tími til kominn að menn hefjist til áhrifa í íslenskri póhtík sökum verka sinna en ekki vegna þess að þeir séu létttal-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.