Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. 15 II f f j r Flokkar og fjölmiðlar í síöasta Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins var fróðleg umijöllun um þátt íjölmiðla í kosningabarátt- unni. Þær vangaveltur eru tíma- bærar og þarfar, enda hlutur íjöl- miðla í skoðanamótun og áherslum að breytast frá einum kosningum til annarra. Fjölmiðlarnir hafa gríðarleg áhrif í kosningabaráttu og á afstöðu almennings. Flokkar og frambjóðendur koma sínum málflutningi á framfæri í gegnum blöð, sjónvarp og útvarp og væru í rauninni handalausir og illa settir án fjölmiöla. Fjölmiðlar gegna að því leyti lykilhlutverki í lýðræðinu, að koma skoðunum til skila og vera vettvangur fyrir þau sjónarmið, sem flokkarnir berjast fyrir. Lengst af þótti hverjum stjórn- málaflokki nauðsynlegt að ráða yfir sínu eigin málgagni. Þannig voru dagblöðin á íslandi flest hver tengd eða jafnvel gefin út af flokk- unum. Meðan ríkið hafði einkarétt á útvarpsrekstri sinnti það að sjálf- sögðu eðliiegu kynningarstarfi í stjórnmálaumræðunni en þar ríkti hlutleysisreglan og mikil tauga- veiklun þegar Ríkisútvarpið þótti hallt undir einn málstað á kostnað annars. Þær deilur tóku oft á sig kúnstugar myndir en heyra nú að mestu sögunni til. Áhrif sjónvarps í Reykjavíkurbréfi er fjallað nokkuð um hlut sjónvarpsins. Það er rétt hjá Morgunblaðinu að eftir tilkomu sjónvarpsins hafði það mjög mikil áhrif í allri stjórnmála- umræðunni. Menn unnu sigra og tóku sjálfa sig af lífi í beinum út- sendingum. Sjónvarpið var nýtt, stjómmálamennirnir voru allt í einu komnir heim í stofu kjósenda og litlir hlutir eins og kækir, lát- bragð eða svipbrigði skiptu miklu máli þegar fólk tók afstöðu til þeirra sem sáust á skerminum. Ég minnist þess vel að þegar Bjami heitinn Benediktsson kom fyrst fram í sjónvarpi urðu menn varir við sérkennilegan svip sem Bjarni setti upp í hvert skipti sem hann hafði lokið máli sínu. Hann hallaði undir flatt og tók bakfall sem var næstum hlægilegt en afar áberandi og hvimleitt. Þetta var þeim mikla stjóm- málamanni eðhlegt og enginn hafði gert mikið með það fyrr en andlitið á honum var aUt í einu í fókus inni á hvers manns heimili. Sem betur fer gátu bæði hann og aðrir brosað að þessu sérkennilega tiltæki og Bjami var fljótur að venja sig af því. En þetta er dæmi um áhrif sjónvarpsins í návígi. Það má sömuleiðis fuUyrða að Kristján Eldjárn hafi á sínum tíma náð hylli þjóðarinnar og kjöri sem forseti fyrir sjónvarpsþætti sína sem þjóðminjavörður, enda var öU hans framkoma og orðfæri með þeim hætti að aðdáun vakti. Aftur réð sjónvarpið. hér miklu um af- stöðu fólks til frambjóðanda. Eftir að einkaréttur ríkisins var afnuminn á útvarps- og sjónvarps- rekstri þykir víst að dregið hafi úr mætti sjónvarpsins og ennþá frek- ar útvarpsins. Hlustun einskorðast ekki lengur við þá einu stöö sem í gangi var og enginn veit lengur á hvað skal horft eða hlustað og at- hyglin fer tvist og bast með tílkomu fleiri stöðva. Mér finnst sömuleiðis að mun minna sé um „debat“ í sjónvarpi í seinni tíð auk þess sem almennur stjórnmálaáhugi hefur dvínað. Menn hlusta ekki lengur á eldhúsdagsumræður eöa fylgjast með sjónvarpsþáttum um stjóm- mál eins og kappleikjum, þar sem hver heldur með sínu liði. Afstaða Morgunblaðsins Ef það er rétt ályktun að sjónvarp og hljóðvarp gegni ekki sama hlut- verki og áöur þá er einnig deginum ljósara að dagblöðin eru aftur í vaxandi mæh sá vettvangur sem bæði kjósendur og frambjóðendur leita 411. Það er og niðurstaða Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins. Og hver er þá staðan á þeim bæ? Málgögn Framsóknarflokks, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags eru smám saman að deyja út. Þau hafa litla útbreiðslu og ná ekki til fjöldans. Kvennalistinn hefur ekk- ert málgagn né heldur Borgara- flokkurinn. Getur verið að sú staða skýri að einhverju leyti slæmt gengi áðurnefndra stjórnmála- flokka? Standa þeir höllum fæti í lýðræðinu þegar þeir hafa ekki lengur málgögn sem reka skelegg- an áróður fyrir málstaðnum? Getur það verið ein af skýringunum á spennufalli Kvennalistaframboða að framboð þeirra og málfutningur týnist og nær ekki eyrum fólksins? Allt er þetta umhugsunarvert og líka það að stærsta blaðið, Morgun- blaðið, rekur á sama tíma feimnis- lausan áróður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Þó hefur blaðið marg- sinnis tekiö fram að það sé ekki málgagn þess flokks og reki sjálf- stæða ritstjórnarstefnu gagnvart mönnum og málefnum. Þaö munar um minna þegar Morgunblaðið leggst á sveif með einum flokki með svo afdráttarlausum hætti. Það er auðvitað ekki ritstjórnar DV að gagnrýna ritstjórn Morgun- blaðsins fyrir þá stefnu sem blaðið rekur. Og víst er það rétt hjá þeim Morgunblaðsmönnum að eitt enað vera óháöur og annað að vera hlut- laus. Það er manndómur í því að þora að hafa skoðun. En hér er því aðeins verið að vekja athygli á þessari staöreynd um afstöðu Morgunblaðsins að áhrif stjóm- málaflokkanna eru mismunandi Laugardags- pistiU Ellert B. Schram þegar kemur að blöðunum og þeim málfutningi sem þar birtist. Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublað- ið eru eins og krækiber í helvíti í samanburði við mátt og útbreiðslu Moggans og Sjálfstæðisflokkurinn nýtur góðs af því. ÞátturDV En þá kemur að þætti DV. Ég hef orðið var við þær skoðanir margra sjálfstæðismanna að DV hafi alls ekki lagt málstað sjálfstæðismanna lið. Einn hélt því meira að segja fram að DV og skrif þess hefðu verið hættulegasta stjórnarand- staða meirihlutans í nýafstaðinni kosningabaráttu! Það er auðvitað orðum aukið en hitt er laukrétt að DV hefur ekki verið málgagn eins eða neins og það hefur aldrei staðið til. Blaðið hefur þvert á móti lagt metnað sinn í að gæta jafnræðis og birta óvilhallar fréttir af fram- boðum og flokkum. Síður blaðsins hafa staðið öpnar fyrir öllum fram- bjóðendum og stuðningsmönnum þeirra. í leiðurum og ritstjómar- greinum hefur verið leitast við aö leggja hlutlægt mat á rök og mót- rök og haldið uppi málefnalegum málflutningi. Undirritaður er býsna stoltur yfir hlut DV í kosningabaráttunni. Blaðiö kynnir sig sem frjálst og óháð og telur þaö skyldu sína ogo brýna þörf að rækja það hlutverk að veita lýðræðislegri umræðu brautargengi. Hvar stæði lýðræðið, hvar stæðu stjórnmálaflokkarnir, ef DV tæki upp einhliða stuðning við Sjálfstæðisflokkinn á borð við það sem Morgunblaðið gerir? Hvar stæöu kjósendur með sínar skoð- anir og hvers virði er þaö fyrir meirihlutann í Reykjavík eða Sjálf- stæðisflokkinn sem slíkan ef og þegar sú staða kemur upp í þjóð- félaginu að tvö stóru blöðin í landinu halda uppi merki eins flokks í ljósi þess hversu bágborin útbreiðsla annarra blaða er og með hliðsjón af minnkandi áhrifum sjónvarps og útvarps? í hita leiksins Gll teikn eru á lofti um það að sérstök málgögn einstakra stjórn- málaflokka séu hðin tíð. Almenn- ingur hefur ekki áhuga á einlitum, hlutdrægum og flokkspóhtískum fréttaflutningi. Almenningi geðjast ekki að bhndri ást á einum flokki en taumlausu skítkasti í garð ann- ars. Hlutverk fjölmiðla er í vaxandi mæh á þann veg að flytja hlut- lausar fréttir, vera opinn vettvang- ur fyrir hin ólíku sjónarmið og veita valdinu aðhald. Milh kosn- inga og í kosningum. Það var í þess- um anda sem DV lagði áherslu á að gera öhum framboðslistum jafnt undir höfði í kosningabaráttunni. Blaðið hafði sérstöðu að því leyti. Önnur dagblöð tóku grímulausa afstöðu meö einstökum flokkum. i hita leiksins kann einhveijum sjálfstæðismönnum að þykja það aum frammistaða hjá DV að þora ekki að styðja framboö Sjálfstæðis- flokksins með sama hætti og Morg- unblaðið. DV er jú borgaralegt blað og annar ritstjórinn vel þekktur sjálfstæðismaður. Hvers vegna skyldi hann ekki beita sínum penna og því blaði sem hann rit- stýrir í þágu þess flokks sem hann kýs? Vitaskuld áskilja bæði DV og rit- stjórar þess sér rétt til að lýsa yfir skoðunum sínum og stuðningi við stefnur og málstað þegar nauðsyn ber til. DV hefur enda ekki verið þekkt fyrir skoðanaleysi. Rödd blaðsins hefur hljómað og mál- flutningur þess gagnrýndur ein- mitt fyrir þá sök að í leiðurum er engin tæpitunga töluð. En DV er landsmálablað en ekki prívat mál- gagn. DV er frjálst og óháð en ekki á klafa flokka eða frambjóöenda. Það getur heldur ekki verið krafa sjálfstæðismanna né nokkurra annarra að blaðið sé gagnrýnislaus gólfþurrka sem krjúpi fyrir valdi eða stjómendum, einmitt á þeim tíma sem lýðræðið þarf á því að halda að allir haldi vöku sinni. Áhrifamikið blað gegnir skyldu sinni fyrir þjóðfélagið allt þegar það fjallar málefnalega og heiðar- lega um stjómmál í hita kosninga- baráttu. Þeir sem eru póhtískir talsmenn frelsis til orðs og æðis ættu vart að misvirða þann heiðar- leika að sagður sé kostur og löstur á mönnum og málefnum. Mann- kynið hefur fengið meira en nóg af einræði og tilbeiðslu. Sjálfstæði fjölmiöla Gengi Sjálfstæðisflokksins var mikið og gott í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Flokkurinn hefur nálægt helmingsfylgi ahra kjósenda í landinu. Fræðhega séð er ahs ekki útilokað aö Sjálfstæðisflokkurinn geti náð meirihluta á alþingi, að óbreyttri flokkaskipan og miðað við stjórnmálaástandið. Það væri ýmsum ekki á móti skapi en á sama tíma væri það í hæsta máta var- hugaverð staða í þjóðfélaginu ef þau tvö blöð í landinu, sem ein- hverja útbreiðslu hafa, væm jafn- framt gagnrýnislausir málaiiðar hjá þeim sama flokki. Fjölmiðlar eiga að sem mestu leyti að standa utan flokksbanda. Þeir eiga að veita aðhald og halda uppi gagnrýni og vernda lýöræðis- lega umfjöllun. Þeir eiga ekki að vera aftaníossar. Þeir eiga ekki aö beygja sig í duftið fyrir stjóm- málaforingjum, hversu vinsæhr og virtir sem þeir eru, heldur öðram fremur að halda þeim við efniö. Til þess er sjálfstæði fjölmiðla og til þess hafa menn barist fyrir afnámi einkaréttar á útvarps- og sjón- varpsrekstri. Sú er og ástæðan fyr- ir útbreiðslu dagblaða sem sækja styrk sinn th fólksins og lesenda sinna í stað flokksverndar og ríkis- styrkja. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.