Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 18
18 Veiðihomið í gærmorgun óöu fyrstu veiöimennirn- ir út í hylji veiðiánna sem voru opnaðar fyrst, Norðurá, Þverá og Laxá á Ás- um. „Mér líst feiknavel á sumarið og við höf- um séð marga væna laxa í Laxá i Kjós, það verður gaman að byija fyrsta veiði- daginn," sagði Árni Baldursson, einn af leigutökum Laxár í Kjós, og bætti við: „Laxarnir veröa vænir, þeir fyrstu, ég hef séð nokkra laxa víða um ána.“ „Ég held aö þetta verði gott veiðisum- ar og veiðimenn eigi eftir fá marga fiska og suma væna,“ sagði Friðrik D. Stef- ánsson, fram- kvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur. „Lax- inn hefur komið nokkuð snemma núna og það verður fjör þegar Norðurá verður opnuö núna um helgina, ég á ekki von á öðru,“ sagði Friðrik ennfremur. Tíminn sem veiði- menn hafa beðið eftir er kominn. Veturinn hefur verið notaður til að hnýta flugur, finna nýjar sem gætu gefið góða veiði og yfirfara veiöidótið. Spennan magnast með hverri mínútu. Taka laxarnir sem eru komnir í veið- iárnar? Það verður víða reynt i laxveiðinni i sumar og margir fiskar eiga vonandi eftir að koma á land. Hvort sem veiðimaður- inn heitir Jakob, Lúðvík, Vióar, Dagur, Karl eða Þorgeir. DV-myndir ýmsir „Við erum búnir að sjá laxa í Norð- urá og þaö verður spennandi að opna hana,“ sagði Friörik Þ. Stefánsson, varaformaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en félagar í félaginu hafa verið við vinnu í Norðurá síðustu helg- ar og fylgst með ánni. DV verður við árnar í sumar og mun flytja fréttir nær daglega. Við skorum á veiðimenn að láta okkur vita gerist eitthvað, stór fiskur, margir eða bara ein skemmtileg veiðisaga. -G.Bender Finnur þú fimm breytingai? 57 Ég er viss um að fiskarnir synda heim og monta sig af öllum matnum sem þeir stela frá okkur. Nafn:.......... Heimilisfang: f'fLAUGÁRDAGUR 2/- JÚNf 1990. Þjóðar- spaug DV Samúðarfulla augað Fyrir mörgum árum fór maður einn á fund bankasfjóra nokkurs og baö harrn um lán en banka- stjórinn þvemeitaði. Bkki gafst maðurinn þó upp heldur hélt hann áfram að biðja bankastjó- rann um lánið en sá lét ekki segja sér fyrir verkum og sagði nei við lánsumsókninni. En þegar bankastjórinn sá að maðurinn ætlaði sér alls ekki að yfirgefa skrifstofuna kom hann með svo- hljóðandi málamiðlun. „Ég er með glerauga öðrum megin,“ sagði bankastjórinn, „og ef þú getur sagt mér hvorum megin þaö er, skal ég veita þér lánið.“ „Það er alveg greinilega vinstra rnegin," sagði lánsumsækjand- inn. Við það spratt bankastjórinn hissa upp úr stól sínum og spurði, hvemig hann hefði getað séð það. Svaraði maðurinn þá rólega: „Ja, ég sá örla á svolítilli samúð í því, en ekki hinu.“ Listín Eitt sinn var Jóhannes Kjarval listmálari spurður að því hvað listværi. „Lister,“ svaraði Jóhannes, „að borða á hótelinu á Reyðarfiröi.“ Kringludyrnar Prestur í kírkju í Reykjavík var aö segja frá því við bamaguðs- þjónustu að þó við gætum ekki séö guð þá væri hann alltaf með okkur og rétti hjálparhönd þegar með þyrfti. Rétti þá lítill kirkju- gestur upp höndina og spuröi: „Er það kannski hann sem opn- ar dyrnar í Kringlunni?“ Skarplega athugað Sölumaður var eitt sinn á feröa- lagi á Seyðisfirði. Bankaði hann þar upp á hjá eldri konu og bauð henni „Heimilislækxúnn“. Eitt- hvað hefur blessuö konan misski- lið sölumanninn, þvi hún sagði: „Ég hef heimilislækni.11 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 57 c/o DV, posthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fimmtu- gustu og fimmtu getraun reyndust vera: 1. Halla Gunnlaugsdóttir, Ekrusíðu 9, 603 Akureyri. 2. Ingunn Þórðardóttir, Safamýri 15, 108 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.