Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Side 27
LAUGARPAGUR 2. JÚNÍ, 1990. Sérstæð sakamál Morð á hrað- brautinni Bíll ungu konunnar bilaði á hraðbrautinni og hún fór í neyðar- síma til að biðja um aðstoð. En áður en hún fékk hana bar að mann sem hún átti ekki von á. Marie Wilkes var tuttugu og tveggja ára. Hún varð ergileg þegar bíllinn hennar bilaði á miðri hrað- brautinni. Hún var nýbúin að fá ökuskírteini og þetta var ein af fyrstu ökuferðunum hennar. Hvað átti hún að gera? Með henni í bílnum var þrettán mánaða gamall sonur hennar, Mark, og ellefu ára systir hennar, Georgina. Sjálf var Marie með barni, komin sjö mánuði á leið. Ökumenn bílanna, sem þutu fram hjá eftir M 50, þjóðveginum frá Englandi til Skotlands, virtust ekki hafa minnsta áhuga á aö koma henni til aðstoðar. Hún varð því glöð er hún kom auga á neyðarsíma í um hundrað metra fjarlægð frá bílnum. Hún gekk til símaklefans. Úr bílnum fylgdist litla systirin, Ge- orgina, með henni um stund eða þar til athygli hennar beindist að umferðinni. Klukkan var 19.35 að kvöldi laug- ardagsins 18. júh 1988. Þremur mínútum síðar svaraði Peter Lunnen yfirlögregluþjónn símanum á borðinu hjá sér og heyrði rödd Marie. Hún hafði að- eins sagt nokkur orð þegar hann heyrði ógreinilega karlmannsrödd. Síðan heyrðist bílhurð skellt og augnabliki síðar að bíl var ekið burt á miklum hraöa. Blóðugur símaklefi Lögreglubíll var þegar í stað sendur til neyðarsímans. Hann kom að honum klukkan 19.54. Þá hékk símtólið í snúrinni og í klef- anum var mikið blóð. Börnin í bílnum höfðu ekki séð það sem gerst hafði. Þeim var nú, ásamt bílnum, komið á öruggan stað en um leið hófst leitin að Marie Wilkes sem hvergi var að sjá. Skömmu síðar tókst að ná sam- bandi við mann Marie, Adrian Wil- kes, tuttugu og sjö ára gamlan tré- smið. Hann hafði verið kallaður til herþjónustu í heimavarnarliðinu og var nú í búðum í Dean-skógi. Þaðan höfðu Marie og börnin verið að koma en þau höfðu heimsótt hann fyrr um daginn. Adrian hélt þegar í stað heim og er þangað kom birti hann orðsend- ingu til mannræningjans þar sem hann var beðinn um að skila óléttu konunni. Adrian fékk ekki ósk sína upp- fyllta. Líkið finnst Síðdegis daginn eftir, sunnudag, var lögregluþjónn á ferð á M 50. Hann tók þá eftir óvenjulegum hemlafórum við veginn, um fimm kílómetra frá neyðarsímanum. Lögregluþjónninn gekk út fyrir veginn og þar fann hann líkið af Marie Wilkes í gryfju á bak við þéttvaxna runna. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði ekki orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en hún var með ljóta áverka í andlitinu. Þá hafði hún verið stungin í hálsinn með hníf og hafði önnur hálsslag- æðin skorist í sundur. Henni hafði því blætt út og var ljóst að dauðdag- inn hafði verið kvalafullur. Marie Wilkes. Adrian Wilkes með son sinn, Mark skrásetningarplötunni voru C7. Athygh lögregluþjónsins beindist að bílnum því að hann hafði tekið ólöglega beygju á hraðbrautinni og um tíma ekið í öfuga átt á annarri akreininni. Er bíllinn kom að síma- klefa steig út úr honum maður. Þá var klukkan 19.38. Það vissi lög- regluþjónninn því að af gömlum vana leit hann á úrið. Það gerði hann alltaf þegar eitthvað óvenju- legt var á seyði. Á sömu stundu átti sjónvarps- fréttamaður leið þarna um. Hann tók einnig eftir „ljóshtum" bíl sem var ekið á óvenjulegan hátt. Frétta- maðurinn sá manninn sem steig út og gat meðal annars sagt að hann hefði verið ljóshærður. Nokkrum mínútum síðar hafði svo ökumaður einn tekið eftir ljós- litum Renault-bíl. Honum hafði verið ekið á miklum hraða fram úr hans bíl en síðan beygt út fyrir hraðbrautina rétt hjá þeim stað þar sem líkið af Marie Wilkes fannst á. Ökumanninum hafði fundist aksturinn svo glannalegur að hann hafði reynt að lesa á númeraplöt- una en aðeins tekist að sjá C7. 370 ljósir Renault-bílar Það tók lögregluna fimm mánuði að láta kanna hve margir ljósir Renault-bílar væru tU með skrá- setningarnúmer sem byrjaði á C7. Fram kom að þeir voru 370 tals- ins. Einn þeirra var silfurgrár og með skrásetningarnúmerið C 754 VAD. Eigandinn var þrjátíu og sjö ára gamall maður, Eddie nokkur Browning, fyrrverandi atvinnu- hermaður. Hann starfaði nú sem dyravörður í næturklúbbi. Um svipað leyti og lögreglunni tókst að ná þessum áfanga í rann- sókninni sneri maður nokkur, sem var einxúg dyravörður í nætur- klúbbi, sér til hennar. Ástæðan var sú að hann hafði nokkru áður lent í illdeilum við Eddie Browning. Fyrir tilviljun sá svo þessi maður teiknaða mynd í blaði en hún var gerð hjá lögreglunni eftir lýsingum þeirra sem séð höfðu til ökumanns- ins í gráa Renault-bílnum. Maðurinn, sem fór á fund lögregl- unnar, kvaðst telja að Eddie Browning væri morðinginn sem verið væri að leita að. Þekktur fyrir illgirni Lýsingin, sem var nú gefin á Browning, gaf til kynna að hann gæti einmitt verið morðinginn sem lögreglan var að leita að. Hann var sagður hafa ánægju af því að kvelja aðra, vera grimmlyndur og ill- skeyttur auk þess að hafa setið í fangelsi fyrir rán. Browning var nú tekinn til yfir- heyrslu. Ein fyrsta spumingin sem fyrir hann var lögð var hvar hann hefði verið laugardaginn 18. júlí. Hann byrjaði þá á því að segja frá því að einmitt þann dag hefði hann lent í miklu rifrildi við konu sína, Julie, sem hefði þá verið með barn- i. Rifrildið hefði magnast uns hann hefði rokið á dyr og ákveðið að aka til Aberdeen í Skotlandi. Önnur leió Lögreglan bað Browning nú að gera grein fyrir því hvaða leið hann hefði farið til Skotlands. Hann sagðist hafa ekið þjóðveginn sem liggur meðal annars um brú yfir ána Severn. Er hann var inntur eftir því hvort hann hefði ekki ekið M 50 sagðist hann ekki hafa- farið um hann. Hlé var nú gert á yfirheyrslunni yfir Browning. Haft var samband við umferðarlögregluna en þannig háttar til við Severn-brúna að þar em sjónvarpsmyndavélar tengdar við myndsegulbandstæki og geng- ur búnaðurinn daglangt. Böndin eru geymd. Er bönd frá umræddum degi voru skoðuð kom í ljós að silf- urgrár Renault-bíll með því skrá- setningarnúmeri, sem um var að ræöa, hafði ekki farið um brúna. Réttarhöldin Ýmis gögn voru lögð fram í rétt- inum í Shrewsbury er mál Eddies Browning var tekið fyrir í október i fyrra. Hann neitaöi enn sem fyrr að hafa ekið M 50 hraðbrautina umræddan dag en nú var hægt að sýna fram á að hemlaförin utan vegarins voru eftir dekk á bíl hans. Þá gátu vitni, lögregluþjónninn og sjónvarpsfréttamaðurinn, skýrtfrá því sem fyrir augu þéirra hafði borið. Enn aðrir gáfu síðan lýsingu á skapofsa Brownings. Flest bendir til þess að Browning hafi haft i huga að nauðga konunni sem hann sá við neyðarsímann en að hann hafi orðið ofsareiður þegar hann sá að konan sem hann ætlaði að misbjóða þannig var ólétt. Þá hafði hann ráðist á hana og loks stungið hana í hálsinn með hníf. Ekki er talið víst að hann hafi í upphafi ætlað sér að drepa Marie Wilkes en þegar honum hafi orðið ljóst að hann hafði skorið sundur á henni hálsslagæð hafi hann þröngvað henni inn í bíl sinn og síðan kastað henni í gryfju um fimm kílómetra í burtu. Þar hafi hann síðan skilið hana eftir til að deyja. Dómurinn yfir Browning var sá þyngsti sem hægt var að kveða upp samkvæmt breskum lögum. Eddie Browning. Neyðarsíminn. Teikningin af morðingjanum. Með krepptan hnefa Marie var lærð hjúkrunarkona og var augljóst að hún hafði í ör- væntingu sinni reynt að stöðva blæðinguna með því að þrýsta krepptum hnefa að sárinu. Blóð var á hnúunum en ekki í lófanum. Þá var gras í vinstri hendinni en það sýndi að hún hafði reynt að komast upp úr gryfiunni á meðan lífið var að fiara út. En hver hafði myrt Marie Wil- kes? Greinilega ekki kynferðisaf- brotamaður. Og ekki var að sjá að það heföi verið ræningi því að hún var bæði með úr og hringa. Lög- reglan gerði sér því ekki miklar vonir um að finna morðingjann. Vísbending Ekki leið þó á löngu þar til lög- reglan fékk mikilsverða vísbend- ingu. Lögregluþjónn, sem verið hafði í helgarferð, hafði veitt at- hygli silfurlitum Renault-bíl. Fyrsti stafurinn og fyrsti tölustafurinn á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.