Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 28
36 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. Knattspyma unglinga Víkingar uröu Reykjavíkurmeist- arar í 3. flokki A- liða og KR í flokki B-liða. í síðasta leik A-liðs KR gegn Leikni varð jafntefli, 3-3 og dugði það ekki KR-ingum til sigurs í mótinu. Athyglisverð frammistaöa hjá Leiknisstrákunum og verður fróð- legt að fylgjast með framgöngu þeirra í íslandsmótinu. Víkingar unnu Fylki, 8-2, í síöustu umferð og urðu þeir Reykjavíkurmeistarar á hagstæðari markatölu en KR. ÍR-ingar urðu Reykjavíkurmeistar- ar í 4. flokki A-liða, eins og útlit var fyrir síðustu umferð, en B-lið KR- inga vann titilinn. Valur vann Fylki, 2-1 í 2. flokki sigraði Valur Fylki, 2-1, í síðustu umferð. Fylkir varð að vinna til að hljóta titilinn og fyrir vikið urðu það Framarar sem hrepptu hnossið. Fylkisstrákarnir fengu sín marktækifæri í leiknum gegn Val, brenndu m.a. af vítaspymu þegar staðan var 1-0 þeim í hag. Valsliðið barðist af krafti og uppskáru strák- amir sigur fyrir vikið. Dómari leiks- ins, Hilmir Elísson, hefði mátt vera ögn röggsamari. Úrslit leikja 5. flokkur: Fylkir-Fjölnir.........A 8-0 B 8-0 Fram-Fylkir............A 0-3 B 4-1 Víkingur-Þróttur.......A 6-0 B 2-2 Staðan var jöfn í B-liði þegar lítið var eftir af leiktima. 4. flokkur: Þróttur-Víkingur A.............(M (Víkingar hefðu þurft að vinna 0-13 til að hljóta titilinn). Umsjón: Halldór Halldórsson Knattspymuskóli KSÍ: Úrtöku- æfingar 70 leik- manna „Félögin hafa ekki verið nógu ötul að tilnefna leikmenn fyrir úrtöku í Knattspyrnuskólann. Hlutirnir hafa ekki gengið nógu vel. Það er nefni- lega ekki útilokað að kanna fleiri en þá 70 sem viö höfum undir hönd- um,“ sagði Þóröur Lárusson þjálfari, sem var með 30 manna hóp við æf- ingar á gervigrasinu sl. sunnudag. Það kom einnig fram hjá Þórði aö farið veröur til Akureyrar til þess að kanna hóp drengja. Milli 20 og 30 piltar verða síðan valdir til þátttöku í Knattspymu- skóla KSÍ í sumar. Hér verður því um að ræða kjarnann í drengjalands- liðinu á næsta ári. -Hson Þetta eru 30 drengir af 70, sem hafa tekiö stefnuna á Knattspyrnuskóla KSÍ. Þeir voru viö æfingar á gervigrasinu sl. sunnudag. Hópinn skipa eftirtaldir drengir. Markverðir: Gísli Þór Einarsson, UBK, Birkir I. Guðmundsson, Þór, V., Jónas Stefánsson, FH. - Varnarmenn: Pálmar Guðmundsson, Reyni, S., Arnar Pétursson, Tý, Hreiðar Þór Jónsson, UBK, Ómar Ómarsson, UBK, Benedikt Bárðarson, ÍR, Þröstur Gestsson, Þrótti, R., Árni Þór Rúnarsson, FH, Arnar Ægisson, FH, Jóhann Ingi Árnason, FH, Sigurvin Ólafsson, Tý. - Miðjumenn: Ágúst Örn Gíslason, Tý, Kjartan Antonsson, UBK, Atli M. Daðason, UBK, Haraldur Eiríksson, ÍR, Sveinn Haukur Magnússon, ÍR, Óskar Grétarsson, ÍR, Bjarnólfur Lárusson, Þór, V., Árni Gunnarsson, Tý, Jóhannes Harðarson, ÍA, Ragnar Már Vals- son, ÍA, Aron T. Haraldsson, UBK, Árni Þór Eymundsson, UBK, Guðmundur Valgeirsson, ÍA. - Framherjar: ívar Sigurjónsson, UBK, Ágúst Guðmundsson, ÍR, Emil Andersen, Þór, V., og Njörður Lúðvíksson, Þrótti, R. DV-mynd Hson 2. flokkur: Valur A-Fylkir A...............2-1 3. flokkur: Víkingur A-Fylkir A............8-2 Leiknir A-KR A.................3-3 Framarar urðu Reykjavíkurmeistarar í 2. flokki. Hér fagna þeir Steinar og Gústi titlinum. DV-mynd Hson Fram Reykjavíkur- meistari í 2. ílokki Víkingur og ÍR unnu í 3. og 4. flokki Skot___________»fj Yfirsást dómara gróft brot Aðalsteins? Úrslitleikja í íslands- mótinu 2. flokkur - C-riðill: ÍR - Selfoss.......... 0-4 Skallagrímur - FH.......1-1 3. flokkur - A-riðill: Fylkir - Fram...........0-2 5. flokkur - A-riðill: Breiöablik - Valur ...(a) 5-1 (b) 1-2 ÍR - Fram.......(a) 4-1 (b)3-l Stjaman - KR....(a) 0-2 (b) 6-1 Mörk Stjömunnar í b-liðsleikn- um: Hrannar 2, Bjöm, Helgi, Haukur og Kristinn 1 hver. 5. flokkur - B-riðiU: Þróttur - Grótta (a) 0-5 (b) 0-9 Mörk Gróttu, a-lið: Arnaldur Schram 2, Magnús Guðmundsson 1, ívar Snorrason 1 og 1 sjálfs- mark. - Mörk Gróttu, b-lið: Hall- ur Dan Johansen með 5 mörk, Haukur Stefánsson 2, Sigurður Guöjónsson 1 og Markús Bjama- son 1. 5. flokkur - C-riðUl: Skallagrímur - Selfoss ...............(a) 2—1 (b) 0-12 Hlutverk knattspymudómara er vandasamt þvi mjög reynir á at- hyglisgáfu þeirra. Dómari veröur ávallt að vera reiðubúinn að taka réttar ákvarðanir - og fljótt, hvern- ig sem á stendur. Einni tegund brota á hann mjög erfitt með að fylgjast með, sem er, þegar leik- menn lenda í stimpingum og bolt- inn er hvergi nærri. í slíkum tilfell- um verður hann að treysta mjög á vöku línuvarða. Aðalsteinn slapp við refsingu Þessar hugleiðingar eru einmitt upp sprottnar vegna slíks brots sem átti sér stað í leik KR og Vík- ings á KR-veUi í fyrstu umferö 1. deildar. í síðari hálfleik skeði atvikiö sem varð þess valdandi að Rúnar Krist- insson, KR, fékk 4ra leikja bann. Nú er ekki meiningin að fjalla meir um þátt Rúnars - það hefur verið tíundað vel og rækilega á íþrótta- síðum blaðanna. Aftur á móti hefur lítið sem ekkert verði rætt um vald- inn, Aðalstein Aöalsteinsson, sem slapp allt of vel frá þessu öllu sam- an því hann fékk ekki einu sinni tiltal, þrátt fyrir brot af grófustu gerð. Það var athyglisvert aö fylgjast með hvernig Aðalsteinn hagaði undirbúningsvinnunni. KR-ingar voru að hefja upphlaup og hugðist Rúnar fylgja því eftir og tók á rás í átt að marki Víkinga. Hann var því á mjög hraðri ferð um miðbik vaflar og var boltinn hvergi nærri. Hann bjóst síst af öUu við því aö hlaupa á „múrvegg", - færanlegan „vegg“, sem Aðalsteinn hafði hlað- ið upp af mikiUi natni. Slík vinnu- brögð eru með öUu óleyfileg og í raun stórhættuleg - því Rúnar hefði getað slasast mjög illa við áreksturinn. En hann var „hepp- inn“ að þessu 'sinni ef hægt er að orða það svo. Hvernig hefði dómarinn brugðist við ef Rúnar hefði legiö óvigur á vellinum? Að öllum líkindum hefði Aöalsteinn fengið að sjá rauða spjaldið, en slæm framkoma Rúnars skyggði á allt sUkt og í raun hlaut Aðalsteinn samúð allra fyrir vikiö. Vangaveltur um brot af þessu tagi eiga ekkert síöur við um yngri flokkana. Á þeim vettvangi er ekki minni nauðsyn að hafa vakandi auga meö því sem er aö gerast í fjarlægð frá boltanum. -Hson „Segðu honum þegar hann kemur niöur að þetta hafi veriö rang- stööumark!" Gústi „sweepeú': „Varnarveggur er nauðsynlegur i fótbolta"!!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.