Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 22
I^UQARDAGUP 2. JÚNÍ 1990. Umsjón Snorri Már Skúlason Cale. Saman skipuöu þau Velvet Underground og höföu eytt talsverð- um tíma í spilamennsku í New York án þess að vekja verulega athygli er Warhol greip í taumana. Hann kom vinkonu sinni, Nico, í samband viö hópinn og er kokkteiliinn þótti vel hristur var skálmað í hljóðver. Þar varð til eitt af meistaraverkum rokksins, platan Velvet Undergro- und and Nico, með sjálfan Warhol sem upptökustjóra. Hann lét ekki þar við sitja heldur skreytti umslag plöt- unnar myndarlegum banana. Á þennan hátt má segja að Andy Warhol hafi ýtt einni merkilegustu hljómsveit rokksins úr vör árið 1966. dýrðar Dagana 15. og 16. júní nk. munu popparar landsins sameinast í landgræðsluátaki og mun til- gangurinn vera að afla fjár til ræktunar rokkskógar. Ekki hef- ur enn verið upplýst hvar á landinu téður skógur muni rísa en hann mun að öllu leyti eiga að vera í umsjón poppara og er hugmyndin að í framtíðinni verði aflað flár til uppvaxtar hans meö samskonar tónleikahaldi og efht verður til um miðjan þennan mánuð. Dagana tvo verða um 30 dans- leikía-tónleika uppákoraur víðs- vegar um landið þar sem ágóöi af skemmtununum mun renna til átaksins. í hópi þeirra hljóm- sveita sem á þennan hátt munu leggja sitt af mörkum eru Stjóm- in, Stuðmenn, Sú Ellen, Geir- mundur Valtýsson o.fl. Aðaluppákoman mun þó verða í Laugardalshöllinni laugardag- inn 16. júni en þar munu stíga á svið allar helstu rokksveitir og tónlistarmenn landsins. Sykur- molamir, Bubbi Morthens, Meg- as, Síðan skein sól, Sálin hans Jóns mins, Bootlegs og Risaeðlan koma til með að skemmta fólki með söng og hljóðfæraslætti og Paul Normandale, ljósamaður Sykurmolanna, mun sjá um að gleöja augu tónleikagesta með öflugu Jjósasjói. Eins hafa for- ráðamenn tónleikanna lofað miklum og góðum hljómburði í Höllinni en auk borgarkerfísins er hluti hljómflutningskerfisins fenginn aö utan. Því hefur verið heyrt fleygt að á tónleikana muni koma útlend- ingar til aö kíkja á islensku hljómsveitimar við alvöm aö- stæöur og þá væntanlega meö útgáfu erlendis í huga. Að lokum má geta þess aö þaö verða Siggi Björns og ónefndur sekkjarpípuleikari sem raunu stytta tónleikagestum stundir á milli atriða. -SMS Einlæg kveðja Nú þegar 20 ár em liðin frá því leið- ir þeirra Lou Reed og John Cale skildu í Velvet Underground hafa þeir sameinað krafta sína á ný í minningu Andy Warhol á nýrri plötu, Songs for Drella (Warhol var hommi og hafði viðurnefnið Drella, dregið af Cinderella eða öskubuska). Á plötunni er bragðið upp svip- myndum úr lífi Andy Warhol auk þess sem ýmis persónueinkenni og skoðanir hans em færð í ljóð. Svo einlægir og persónulegir em margir textanna að hlustandinn fær á til- fmninguna að hann sé fluga á vegg, heyrandi eintal sálar við vin að handan. Þannig virkar Songs for Drella beinlínis óþægilega persónu- leg við fyrstu kynni, á það einkum við seinni hluta plötunnar, lög eins og It wasn’t me, Nobody but you, Dream og Hello it’s me. Reyndar voru fyrstu viðbrögð þess er þetta ritar þau að þykja platan klaufaleg. Hugmyndin er vandmeð- farin og útfærslan umdeilanleg. Þessi skoðun vék þó fljótt er textar höfðu verið pældir með hliösjón af sögu Andy Warhol. Það sem áður hafði virkað klaufalegt var nú skýrt með einlægni höfundanna kryddaðri léttu samviskubiti yfir afskiptaleysi í garð popplistamannsins síðustu ár- in sem hann lifði. Songs for Drella er einlæg kveðja til sérkennilegs vinar, nokkum veg- in laus við væmni og sem slík stend- ur hún sterk í öllum sínum einfald- leika. Andy Warhol og silfurlitaða hárkollan, sérlundaður furðufugl. Ævi endurspegluð í fjórtán sjálfstæðum lögum er lífs- hlaup Andy Warhol rakið. Upphafs- lagið Smalltown fjallar um æskuárin í Pittsburgh þar sem fjölskyldan bjó við þröngan kost, sérstaklega eftir fráfall fjölskyldufóðursins á ámm seinni heimsstyrjaldarinnar. Open House er öðm fremur óður til vinnustofunnar Factory þó að einnig sé brugðið upp skissum frá fyrstu New York ámm Warhol’s er hann starfaöi sem auglýsingateikn- ari, andlaus en metnaðargjam. í Style it Takes, sem verður að telja eitt besta lag plötunnar, er gert út á þá skoðun listamannsins aö forsenda frama í heimi myndlistarinnar sé kapítal og réttur kunningsskapur. Work er söngur sem endurspeglar heimspekina sem Warhol lifði eftir. Vinnan var honum allt og í þau fáu skipti sem hann var ekki við vinnu vermdi hann kirkjubekkinn. Hvursu fáránlega sem þaö nú hljómar þá var hinn sérlundaði furðufugl strangtrú- aður kaþóhkki. Starlight fjallar um kvikmynda- gerðarmanninn Andy Warhol en á 7. áratugnum afrekaði hajin nokkrar óhemjuleiðinlegar myndir, m.a. Sle- ep frá 1963 sem sýnir ónefnt skáld steinsofandi í 6 tíma langri bíómynd. Leiðindin keyrðu þó um þverbak í myndinni Empire State en hún sýndi framhlið samnefndrar byggingar í 8 klukkustunda hreyfimynd. Þess má geta að kvikmyndagerð Andy War- hol varö David Bowie að yrkisefni á Hunky Dory árið 1971. Að lokum er vert að geta lagsins I Believe þar sem yrkisefnið er morð- tilræðið sem Warhol var sýnt árið 1968 en það hafði djúptæk áhrif á hann og steig hann breyttur maöur út af sjúkrahúsi eftir nokkurra mán- aða legu. Hér hefur aðeins verið drepið á innihald nokkurra texta Songs for Drella, rétt til að aödáendur Warhol, Lou Reed og John Cale geti glöggvaö sig á gripnum óséðum. Lagasmíðar plötunnar em allar úr smiðju þeirra John Cale og Lou Reed. Lögin eru í hlutverki hækjunnar, þeirra er að styrkja textana og skapa huglæga stemmningu umhverfis þá. Þetta gerir það að verkum að lögin eru nokkuð misjöfn en þau bestu, Style it Takes og Hello it’s me, em hrein- ustu perlur. Hljóðfæraleikur er að öllu leyti í höndum tvíeykisins, einfaldur og hrár eins og best hæfir grafskrift af þessu tagi. -SMS Helgarpopp Warhol mærð- ur í ljóði Febrúar 1987. Páfinn er dauður. Páfi popplistarinnar. Listunnendum um víða veröld varð hverft við tíðindin. Með Andy War- hol var ekki aðeins genginn þunga- vigtar-myndlistarmaður heldur og skrautleg persóna sem blés hressi- lega í glæður listalífsins í New York á 7. áratugnum. Þessi tékkneskættaði furðufugl varð eins konar Messías stórborgar- innar. í súrrealísk-innréttaðri vinnu- stofunni (Factory) í 81. stræti safnaði Warhol um sig hjörð lærisveina og meyja sem baðaði sig í list og frægð- arljóma meistarans. Þaö var lifað hratt og hátt, spíttað og sprautaö. í genginu sem fylkti sér um lista- manninn leyndist Júdas (geðveik kona skaut Andy Warhol og særði lífshættulega áriö 1968) eins og vera ber í sögu af sönnum Messíasi. Aðrir í hópi lærisveina bám þó gæfu til dyggðugri afreka og í þeim hópi voru Lou Reed, Maureen Tucker og John

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.