Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. 33 „Þar sem við Davíð erum nefndir finnst mér það eftirtektarvert, og ég er stoltur af því, að við erum dæmdir af þeim verkum sem við höfum unnið í pólitik, ekki einungis af hugmyndum, tali og ræðuhöldum," segir alþýðuflokksmaðurinn Guðmundur Árni sem menn telja að verði kominn í landsmálapólitíkina áður en langt um líður. DV-myndir Brynjar Gauti andi í sjónvarpi eöa á fundum. Aö ööru leyti geri ég ekki langtímaplön í stjómmálum. Ef svo skipast mál aö flokkurinn sækist eftir mér í trúnað- arstöður á landsmálasviðinu kem ég til með að vega það og meta. Ég hef ekki sóst eftir völdum og til að mynda varð ég óvænt bæjarstjóri við kosn- ingamar 1986. Ég tek því sem að höndum ber eftir því sem aðstæður kalla á.“ Pólitísk ábyrgð - Þúvarstbæjarfulltrúiíminnihluta frá 1982-86. Áttu skýringu á sigri flokksins fyrir fjórum árum sem nú hefur verið endurtekinn? „Fyrir kosningar 1986 fundum við meðbyr en áttum ekki von á svo miklum sigri. Við fómm úr 20% fylgi í 35% og úr tveimur mönnum í fimm. Eftír gaumgæfilega athugun í okkar flokki tókum við þá ákvörðun sem ég tel að hafi verið rétt. Að axla hina póhtísku ábyrgð á verkum fram- kvæmdastjóra bæjarfélagsins og að einn úr okkar hópi tæki að sér það starf. Það lá í augum uppi að það yrði oddviti flokksins og eftír íhugun tók ég starfið að mér. Það var hár- rétt ákvörðun fyrir flokkinn í Hafn- arfirði og raunar fyrir sjálfan mig líka. Ég hef haft gaman af þessu starfi og vonandi gert gagn.“ - Hafði þá ekki verið póhtískm- bæj- arstjóri áður? „Ekki um 24 ára skeið. Síðasti póht- íski bæjarstjórinn á undan mér var raunar faðir minn sem var hér frá ’54-’62 en þá misstí Alþýðuflokkur- inn aftur meirihlutaaðstöðu í bæjar- stjórninni." - Telurðu betra að bæjarstjórinn sé póUtískur? „Ég er ekki í nokkmm vafa um að það er betra. Um leið bera þeir flokk-. ar sem eru í meirihluta og bæjar- stjórinn póUtíska og embættislega ábyrgð. Þegar kemur að kosningum getum við lagt verk okkar á borð fyrir kjósendur. Það er mjög mikil- vægt að fólk fái það sem það kýs. Mig langar að nefna að við hafnfirsk- ir kratar höfum ekki kaUað til frægar sjónvarpsstjömur, poppara eða veð- urfræðinga tU aö draga að. Ailir sex bæjarfuUtrúar kratanna, sem voru kosnir sl. laugardag, eru úr rót ungra jafnaöarmanna og kvennahreyfingar flokksins í bænum og hafa vaxið upp með flokknum. Það finnst mér merkUegt. Nú rennur upp tímabil þar sem fólk lætur ekki bjóða sér að frambjóðendur séu tíndir eins og epU af tijánum og þeim snaggað í framboðsfótin í einu vetfangi." Spenntum bogann hátt - Á undanfórnum árum hafa orðið miklar framkvæmdir í Hafnarfirði en jafnframt kostnaðarsamar. Er bærinn ekki skuldum vafmn eftir síðasta kjörtímabil? „Við þurftum að koma Hafnarfirði á landakortíð með skýrum Uætti. Það þurfti að breyta andrúmslofti í bæn- um því hér ríktu stöðnunareinkenni, doði og framkvæmdaleysi. Ég trúi aö við höfum náð að lyfta Hafnar- fjarðarbæ talsvert upp í hugum landsmanna. Við ýttum fjölmörgum framfaramálum úr höfn og höfum gert stóráták á nánast öllum sviðum bæjarlífsins. Auðvitað hefur þetta reynt á þolrifin og í fjármálum höfum við spennt bogann hátt en aUs ekki þó þannig að hættumerki séu á ferð- inni. Á þessu ári erum við að safna kröftum fyrir næsta átak. Mín skoð- un er sú að ráöast eigi í verkefni um leið og ákvörðun hefur verið tekin, hvíla sig og helja síðan nýja fram- farasókn. Hafnfirðingum fjölgaði á síðasta kjörtímabUi um fimmtán hundruð manns sem er álíka mikið og Hveragerði eða Egilsstaðir telja. Fjölgun hefur verið hér langt um- fram landsmeðaltal." Viljum álverið - Hafnarfjörður hefur veriö í sviðsljósinu undanfarið bæði vegna álvers og sorpböggunarstöðvar. Hvað líður þeim máluni? „Álmáhð er í fullum gangi og við gefum ekkert eftir í þeirri baráttu sem um álverið stendur. Við teljum aö það sé sýnt að staðsetning nýs álvers sé heppilegust í Straumsvík. Hér er ódýrast að reisa álverið, vinnuaflið er til staðar og minnst hættaáfélagslegriröskun.Þaðvegur ' einnig þungt aö við þekkjum hvernig það er að búa í nálægð við stóriöju af þessum toga. Ég trúi að skynsemin eigi eftir að ráða. Hitt er ekkert laun- ungarmál að álverið myndi virka eins og vítamínsprauta hér á alla uppbyggingu og hraða henni enn frekar. Við erum í viðræðum við hina erlendu aðila og mér skUst að endanleg niðurstaða fáist um mitt sumar. Menn virðast fara af taugum þegar rætt er um sorpböggunarstöðina. Hún hefur flækst úr Kópavogi í Árbæ og þar fór allt upp í loft. Við bentum á að við ættum hér svæði til slíkrar starfsemi og gætum auk þess urðað sorpið í Krísuvíkinni. Niðurstaðan varð önnur og farið með þetta á hinn endann, Kjalarnes og Grafarvog. Ég held að því máli sé lokið og þar verði þetta reist og menn verða að taka afleiðingum þeirrar ákvörðunar." Sameiginlegur strætó - Er mikið samstarf milli sveitar- stjórna á höfuðborgarsvæðinu? „Formlegt samstarf er aðallega á tveimur sviðum. Það er vegna sorps- ins og síðan á að hefjast samstarf árið 1992 um almenningssamgöngur. Þær hafa verið daprar í Hafnarfirði og það er búið að skrifa undir samn- ing þess efnis að sveitarfélögin, að undanskihnni Reykjavík, hefji sam- eiginlegan rekstur strætísvagna. Ég vonast til að það lagfæri mjög ástand- ið í þeim málum í Hafnarfirði. Það gætír ákveðinnar íhaldssemi að mínu áhti í sveitarfélögunum varðandi bæjamörk. Allir þekkja deiluna milli Kópavogs og Reykja- víkur um Vatnsendalandið. Hafn- firðingar hafa oft og einatt bent Garbæingum á að það hggi betur fyr- ir okkur að byggja út að Álftanesinu. Við erum komin að bæjarmörkum vestan megin í bænum, þar tekur Garðabær við og síðan Álftanes- hreppur. Garðbæingar hafa ekki vilj- að láta okkur eftir þetta land og mér þykir sveitarfélögin dálítið stif, stirð og þver. Viö náðum ágætu samstarfi við Garðbæinga um Setbergssvæðið. Hluti iðnaðarsvæðis ofan Keflavík- urvegar er í Garðabæ, hversu kúnst- ugt sem það er, og fyrirtæki þar njóta allrar þjónustu í Hafnarfirði þótt þau séu skráð í Garðabæ. Þar sem mal- bikinu sleppir á Kaplakrikasvæðinu og malarvegir taka við eru menn komnir í Garðabæ." Alinn upp í pólitík - Hvað er langt síöan þú hófst af- skiptí af pólitík? „Ég hef verið á kafi í stjórnmálum síðan ég var smástrákur. Ég ólst upp í póhtík þar sem faðir minn var á kafi í henni. Við bræðurnir höfum alhr verið í stjórnmálum og systír mín, Snjólaug, reyndar líka. Hún fór til liðs við Kvennaframboöið í Reykjavík í upphafi þess en er núna flutt í Hafnarfjörð og komin heim í tvenns konar merkingu þess orðs. Bræður mínir, Finnur Torfi og Gunnlaugur, sátu á þingi 1978-79 og eru rammpólitískir en hafa þó minni afskipti en þeir höfðu. Gunnlaugur er prestur í Heydölum en Finnur Torfi, sem er lærður lögfræöingur, hefur verið við nám í tónsmíðum í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið og er framtíðar músíkant. Yngstí bróðir minn, Ásgeir, sem er nýstúdent, er að fá pólitísku bakter- íuna líka. Móðir mín er sennilega mestí stjórnmálamaðurinn af okkur öllum því hún er mikill kosninga- smali. Það er fræg sagan af henni þegar hún kom inn í sjoppu í próf- kjöri og spurði eigandann hvort hann vagri búinn að kjósa. Þegar hann sagðist ekki komast frá bauðst hún til að afgreiða meðan hann færi og það gerði hún,“ segir Guðmundur Ámi. Lífssýnin breyttist Hann er kvæntur Jónu Dóru Karls- dóttur og eiga þau þrjú börn, 9 ára dóttur og 6 og 4ra ára syni. Guð- mundur Árni og Jóna Dóra urðu fyr- ir því áfalli fyrir nokkrum ámm að missa tvo unga syni sína. „Maður verður auðvitað aldrei samur eftir slíkt og lifssýnin breytist. Ég held að fjölskylda mín hafi lært að lifa með þessari nöpru og köldu staðreynd. Auðvitað trúði maður því ekki fyrst á eftir aö það tækist nokkurn tíma en okkur hefur tekist að lifa við stað- reyndir lífsins. Á margan hátt hefur þetta hjálpaö mér og ég nota oft á mig: Fyrst ég gat lifað og starfað þrátt fyrir þetta áfall eru þau vandamál sem eru að koma upp í hinu daglega lífi frá einum degi tíl annars smá og lítil samanborið við það. Maður verð- ur umburðarlyndari gagnvart fólki og kannski ekki eins dómharður í garð náungans og oft áður. Einnig les ég blöðin á annan hátt en áður. Mað- ur skynjar og skilur langtum betur hvað er á bak við litlar fréttir um slys eða óhöpp og þá miklu sorg sem býr að baki,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri. - Að lokum. Hvenær verður þú ráð- herra? „Framtíðin mun skera úr um það.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.