Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. JÚNt 1990. Skák En víkjum sögunni að atskák- móti Thames sjónvarpsstöövarinn- ar í Englandi. Þetta var útsláttar- keppni átta skákmeistara, með heimsmeistarann Kasparov í broddi fylkingar. Þeir tefldu í lok síðasta árs en skákirnar voru sendar út í apríl og mai. Mótið féll í góðan jarðveg meðal sjónvarpsá- horfenda, þótt útsendingartími hefði ekki verið upp á það besta, en ein skák var sýnd á hverjum flmmtudegi kl. eitt eftir miðnætti! Jóhann Hjartarson var þama meðal keppenda en í fyrstu umferð tókst yngsta stórmeistara Breta, Michael Adams, að slá hann út. Jóhann sagði að Adams hefði farið illa með sig en í stórveldaslag VISA og IBM í mars náði Jóhann að koma fram hefndum. Það var Jonathan Speelman sem bar sigur úr býtum í þessari keppni. Speelman vann Adams í úrslitum og þótti þar hafa heppnina með sér. Adams missti af fjölmörg- um vinningsleiðum og skákina nið- ur í jafntefli. Þá tefldu þeir hrað- skák til að skera úr um sigurvegara og hafði Speelman betur. í undanúrslitum vann Adams hollenska stórmeistarann Timman og kom það vitaskuld á óvart. Óvæntustu úrsht mótsins voru þó sigur Speelmans í undanúrshtum gegn Kasparov í bráðskemmtilegri skák. Speelman hefur fram aö þessu ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við heims- meistarann en einu sinni verður aht fyrst. Við skulum skoða þessa skák, sem er í rauninni dæmigerð atskák, þar sem umhugsunartími er af skorum skammti og skákin „skiptir um eigendur" á nokkurra leikja fresti. Hvor keppandi haföi 25 mínútur til að ljúka skákinni. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Jonathan Speelman Hollensk vörn. 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 Speelman leggur ekki i vana sinn að tefla Leningrad-aíbrigði hol- lenskrar varnar, sem þessi leikur markar upphaf að. En í atskák tefla menn gjaman aðrar byrjanir en í „hfinu sjálfu“. Speelman sagði byijanaval sitt byggt á því hversu flókin hún er og bætti við: „Meö takmörkuðum umhugsunartíma gæti jafnvel heimsmeistaranum mistekist að flnna nákvæmustu leiðina." 4. Rh3 Bg7 5. c4 d6 6. d5 0-0 7. Rc3 c6 8. Rf4 Bd7 9. h4 Bh8? Dæmigerður leikur fyrir atskák en með fullum umhugsunartíma myndi Speelman, þótt þekktur sé fyrir frumlegar hugdettur, varla „þora“ að leika slíkan leik. Hug- myndin er að svara 10. h5 með 10. - g5 og eiga ekki 11. h6 á hættu, sem ógnaði biskupnum. Kasparov fmn- ur ekki rétta svarið en eftir skákina benti hann á 10. Dd2! með hótun- inni 11. h5 g5 12. Re6! Bxe6 13. Skák Jón L. Árnason Dxg5+ o.s.frv. Svartur ætti þá þunga og erfiða stöðu. 10. e4(?) Ra6 11. h5 g5 12. Re6 Bxe6 13. dxe6 Rxe4 14. Bxe4 Þótt Kasaprov hafi aðeins hitt á næstbesta leikinn í 10. leik á hann vænlegri stöðu en nú riðlast peða- staða hans og svartur fær nokkur gagnfæri. Hugsanlega er sterkara 14. Rxe4 fxe415.0-0 og frumkvæöið er kyrfllega í höndum hvíts. 14. - Bxc3+!? 15. bxc3 fxe4 16. Bxg5 Rc5 Svo virðist sem talsvert líf sé nú í svörtu stöðunni en með næstu leikjum sýnir Kasparov fram á að hvítur hefur enn tögl og haldir. 17. Be3! Rd3+ 18. Kfl Hf3 19. Hh4! 8 I 7 1 Á A i 6 11 5 A 4 A 1 2 3 &4IAI & 2 A A , S ÍlWi 4? + Hótar 20. Hg4+ Kh8 21. Bd4+ og vinnur. Næsti leikur Speelmans er þvingaður en viröist um leið lofa góðu. 19. - Hxe3! Ef nú 20. fxe3 DÍ8+ hefði svartur snúið taflinu við og ætti hættulegt frumkvæði. Svo léttvægur er heimsmeistarinn ekki fundinn. Eftir skákina viðurkenndi Speel- man að hafa yfirsést snjall 21. leik- ur hans. 20. Dg4+ Kh8 21. h6! Df8 22. Dg7+ Dxg7 23. hxg7+ Kxg7 24. fxe3 Hf8 + 25. Kgl Hf3 26. Hfl? *Eftir fyrst 26. Hg4+ Kf6 og svo 27. Hfl verða uppskipti á hrókum og hvítur á vinningsfæri. Nú verð- ur taflið ekki eins ljóst, því aö svarti hrókurinn er virkur. 26. - Hxg3+ 27. Kh2 Hf3! 28. Hgl + Kf6 29. Hh6+ Kf5 30. Hxh7 Kxe6 31. Hgg7 Re5 32. Hxe7+ Kf6 33. Hxb7 Hxe3 34. Hh6+ Kg5? Að sögn keppenda var 34. - Kf5! rétt sem sparar mikilvægan leik í framhaldi skákarinnar. 35. Hxd6 Hxc3 36. Hb3! Hc2+ 37. Kg3 Hxa2 38. Hd4 Kf5 39. He3 Nú er kóngspeðið fallið en Speel- man er þó ekki af baki dottinn. 39. - Rg4! 40. Hexe4 Ha3+ 41. Kh4? Kasparov áttar sig ekki á kænskubrögðum Speelmans og eft- ir þetta getur hann aldrei unnið taflið. Eftir 41. Kg2 á hann vinn- ingsmöguleika, þótt líklegast sé að skákin verði jafntefli. 41. - Rf2! 42. Hf4+ Ke5! 43. c5 Hrókar heimsmeistarans eru lentir í furðulegri sjálfheldu á mið- borðinu. Síðasti leikur hvíts var nauðsynlegur því að svartur hótaði sjálfur að leika c-peöinu fram og kippa stoöunum undan hrókunum. 43. - Hh3+ 44. Kg5 He3!! Hvítur getur nú ekki svarað báð- um hótunum svarts samtímis, 45. - Rh3 + og 45. - Re4 +. Með 45. Hh4 Re4 + 46. Hhxe4 Hxe4 47. Hd6! verð- ur hann peði undir en heldur jafn- tefli án teljandi erfiðleika. 45. Ha4?? Rh3+ 46. Kg4 Rxf4 47. Hxa7 Eða 47. Hxf4 He4 og vinnur peð- sendataflið auðveldlega. 47. - Re6 - Og Speelman, sem enn hafði nokkrar mínútur eftir af umhugs- unartíma sínum, knúöi heims- meistarann til uppgjafar í fáum leikjum. -JLÁ Speelman sneri á heimsmeistarann - atskákin á vinsældum að fagna Sumir segja ámóta skemmtilegt að fylgjast með skákmönnum að tafli, eins og að horfa á gras grænka eða málningu þorna. Víst er það að skákin hefur lítið breyst miðað við margt annað í nútímaþjóðfé- lagi. í tímahrakinu verður oft handargangur í öskjunni en klukkustundirnar þar á undan líða gjarnan hægt. Skákmót með styttri umhugsun- artíma verða sífellt algengari en margir velunnarar skákhstarinnar telja - þau lykil að framtíðinni. Þannig takist að auka hraða og spennu, skákin verði áhugavert sjónvarpsefni og sjálfkrafa komi meiri peningar í spilið. Ekki spilhr heldur að mótin taka styttri tíma og verða því ódýrari í framkvæmd. Þetta er þegar orðinn blákafdur veruleiki, sem þeir verða að sætta sig við, sem best kunna að meta djúpar og vel ígrundaðar leikflétt- ur. Nú ríður á að tefla hratt og snúa mótherjann niður með fingra- fiminni. Stórmót í atskák á vegum stór- meistarasæntakanna hefst 8. júní í Murcia á Spáni en það er gott dæmi um þessa „nýju hnu“ á skáksvið- inu. Verðlaun eru þar mun hærri en gengur og gerist á „alvöru skák- mótum“, eða samtals 75 þúsund Bandaríkjadahr. Th samanburðar má geta þess að heildarverðlaun á Búnaðarbankamótinu í mars voru 30 þúsund dalir. Þarna er því til mikils að vinna en hvað atvinnu- skákmenn snertir eru atskákmótin nú ekki síður mikilvæg. Enski stórmeistarinn Jonathan Speelman gerði heimsmeistaranum skráveifu á sjónvarpsmótinu í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.