Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91J27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Kannanir eru bara fréttir Stundum er kvartað um, að skoðanakannanir hafi áhrif á niðurstöður kosninga. Kosningastjórar segja oft, að niðurstaða í könnun hafi ýtt af stað fylgissveiflu, svo sem í átt til þeirra, er virðast í könnuninni standa tæpt og þá frá þeim, er virðast öruggir um gott fylgi. Kosningastjórar segja hka oft, að könnun hafi ýtt af stað fylgissveiflu í átt til þeirra, sem virðast vera á sigur- braut og magni sigur þeirra. Þar sem þessi skoðun geng- ur þvert á hina fyrri, er ekki gott að sjá af orðum kosn- ingastjóra, hvers konar áhrif kannanir hafa í rauninni. Sameiginlegt er með hinum ýmsu skoðunum á þessu, að þær koma frá kosningastjórum og öðrum forustu- mönnum stjórnmálaafla og að þeir eru að reyna að út- skýra, hvers vegna þeirra framboði gekk illa í kosning- um. Þeir grípa í hálmstráið að kenna könnunum um. Sumir magna þetta svo fyrir sér, að þeir byrja að muldra um, að banna þurfi skoðanakannanir, að minnsta kosti í einhvern tíma fyrir kosningar og að ennfremur þurfi hið alvitra og alsjáandi opinbera að setja reglur um, hvernig slíkar kannanir skuh fara fram. Tvímælalaust hafa skoðanakannanir áhrif á gang mála. Þau áhrif eru hins vegar ekki skipulögð eða ein- hhða. Þær geta stundum hjálpað manni inn, stundum magnað sigur, stundum minnkað sigur og stundum allt þetta og annað til í einum og sömu kosningunum. Margt fleira hefur áhrif á kosningaúrslit. Fréttir hafa án efa áhrif. Af hverju þá ekki banna fréttir í ákveðinn tíma fyrir kosningar, th dæmis í eina viku? Af hverju ekki setja opinberar reglur um fréttir af stjórnmálum, til dæmis síðasta mánuðinn fyrir kosningar? Birting á niðurstöðu skoðanakönnunar er bara frétt eins og aðrar fréttir. Ef menn halda fram, að ríkið eigi að banna eða skipuleggja þessar kannanafréttir, geta menn alveg eins haldið fram, að ríkið eigi að banna eða skipuleggja aðrar fréttir, sem snerta stjórnmálin. Kveinstafir kosningastjóra og annarra forustumanna stafa af, að fréttir af könnunum gera þeim nánast ókleift að halda fram fáránlegum fullyrðingum um, hvernig fylgið sé að færast til fyrir kosningar. Fyrir tíð skoðana- kannana flögguðu þeir gjarna shku rugli. Innreið skoðanakannana í stjórnmálafréttir hefur einfaldlega þýtt, að fréttir af fylgissveiflum flokka og hsta milh kosninga eru áreiðanlegri en áður, þegar kosningastjórar og aðrir forustumenn framboða þóttust sjálfir vera sérfræðingar í að reikna út fylgissveiflur. Tillögum um, að hið opinbera setji reglur um, hvern- ig skoðanakannanir skuli gerðar, hefur oftast fylgt, að Háskólinn, og þá væntanlega félagsvísindastofnun hans, verði eins konar eftirlitsaðili. Samt er félagsvísinda- stofnunin einn nokkurra samkeppnisaðila á þessu sviði. Fyrr á árum hélt félagsvísindastofnunin því fram, að sínar kannanir væni vísindalegri en annarra. Reynslan er hins vegar sú, að síðustu kannanir hennar fyrir kosn- ingar hafa að meðaltah ekki reynzt eins nálægt kosning- aúrshtum og kannanir DV, þótt þær séu líka nálægar. í tímans rás hefur komið í ljós, að kenningar um, að úrtak úr þjóðskrá sé betra en úrtak úr símaskrá, hafa ekki fengið stuðning af kosningaúrslitum. Hið sama má segja um kenningar um, að heppilegt sé að falsa niðurstöður með því að vigta þær á ýmsan hátt. Rangt væri að fela þeim, sem lakar hefur gengið, að efla nákvæmni hinna, sem betur hefur gengið. Og bezt er að láta kannanir í friði, eins og aðrar fréttir. Jónas Kristjánsson Öryggisskipan til frambúðar er aðalatriðið Ný öryggisskipan í Evrópu eftir lok kalda stríösins og afsal Sovét- stjórnarinnar á úrslitayfirráðum yfir öörum ríkjum Varsjárbanda- lagsins, sem gerir þaö hemaðar- lega innantómt, er meginviöfangs- efni fundar forsetanna George Bush og Mikhails Gorbatsjovs í Washington. Ekki svo að skilja aö neinn búist viö eða óski eftir að þeir leysi þetta flókna verkefni. Þar þurfa miklu fleiri til aö koma og gefa sér nægan tíma. En sameining Þýskalands kallar á ákvaröanir sem hljóta að ráða miklu um hver leið veröur fær og hversu gæfuleg hún reynist fyrir álfuna. Sú aöferö til sameiningar þýsku ríkjanna sem Helmut Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, kýs veröur bersýnilega ofan á. Hún er að Aust- ur-Þýskaland sameinist Vestur- Þýskalandi á grundvelh stjórnar- skrár þess, í staö þess aö efnt veröi tO stjórnarlagaþings beggja til að setja sameinuðu Þýskalandi nýja stjómskipan. Þetta þýöir, segir vestur-þýski kanslarinn og banda- menn hans í Atlantshafsbandalag- inu, aö Austur-Þýskaland verði hluti af Nato eftir sameininguna. Jafnframt er heitiö aö taka tillit til öryggishagsmuna Sovétríkjanna og em nefndir þeir möguleikar að Sovéther veröi áfram í stöðvum í Austur-Þýskalandi um takmarkað- an tíma, aö landiö teljist ekki til herstjórnarsvæðis Nato og þar verði enginn her sem bandalaginu lýtur heldur einvöröungu sérsveit- ir landamæravaröa. Sovétsjtómin hefur enn um 380.000 manna her í Austur-Þýska- landi og hún hafnar aö það verði að viöbót við Nato án þess annaö gerist í öryggisskipan Evrópu. Komið hafa frá Moskvu uppástung- ur um hlulaust, sameinaö Þýska- land, aö sinn hluti þess tilheyri hvom hernaðarbandalagi og þar fram eftir götunum. Meginmáhð fyrir Sovétstjórina er þó bersýni- lega að skipan öryggismála viö sameiningu þýsku ríkjanna bendi fram á við th heildar öryggisskip- anar um Evrópu alla. Er lagt til að hún veröi á grunni Helsinkisátt- málans um öryggi og samstarf í Evrópu. Að honum standa auk 33 Evrópuríkja Bandaríkin og Kanada. Með því að skírskota th rammans sem lagöur var í Helsinki segir Sovétstjómin reynar töluvert meira en í sjálfum orðunum felst. Hún segir í raun og veru aö hún óski eftir aö Bandaríkin ábyrgist fyrir sitt leyti aö öryggishagsmun- um Sovétríkjanna og bandamanna þeirra sé ekki í hættu stefnt af eftir- köstum sameiningar þýsku ríkj- anna. Að auki gerir hún ráö fyrir tengslum til frambúðar milli Bandaríkjanna og Evrópu, sér í lagi Vestur-Evrópu. Núverandi vald- hafar Sovétríkjanna vita aö þetta er eina leiöin til aö önnur Evrópu ríki áræöi að hleypa sovéska veld- inu inn í samstarf sitt, en þangað er þeim keppikefli aö það komist, sérstaklega á sviði efnahagssam- vinnu, til aö auövelda lausn marg- víslegs innanlandsvanda í Sovét- ríkjunum. Slík framtíðarsýn á þó æöi langt í land en sameiningu þýsku ríkj- anna ber brátt að. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýskalands, hefur í þessu máli sem öðrum verið í farabroddi að greiöa fyrir áframhaldandi um- skiptum í sambúö austurs og vest- urs. Hefur hann til aö mynda hreyft þeirri hugmynd að þak verði sett á herafla sameinaös Þýskalands, en Kohl kanslari hafnaöi henni. Vilja hann og Bush forseti fjalla um her- Erlendtíöindi Magnús Torfi Ólafsson afla allra hlutaðeigandi ríkja jöfn- um höndum í viðræðum sem yfir standa um það efni. Nýja stjómin í Austur-Þýska- landi hefur einnig lagt sitt til mála. Af hennar hálfu er gert ráö fyrir aðild aö Nato meö gerbreytta hern- aðarstefnu, þar sem falhð verði frá herstjómarkenningum um sveigj- anleg viðbrögð allt upp í kjarn- orkustyijöld og beitingu kjarna- vopna að fyrra bragði. Sovétstjórninni er bersýnilega mikið í mun að sýna fram á að hún láti ekki setja sér neina kosti fyrir- fram þrátt fyrir breyttar aðstæður í löndum Austur- og Mið-Evrópu og margvíslegan stjórnmálavanda í innanlandsmálum. Hún hefur til- kynnt að ekki verði að sinni haldið áfram einhliða fækkun í sovéska herliðinu í Austur-Þýskalandi. Jafnframt hafa sovésku samninga- mennirnir um fækkun hefðbund- inna vopna og herafla í Evrópu gerst tregir til að leita málamiðlana um þau tiltölulega fáu atriöi sem enn bíða úrlausnar. Vandamáhn sem að steðja í Sov- étríkjunum hafa svo blandast inn í umræður um líklega framvindu leiðtogafundarins í Washington. Nú standa fleiri spjót á Gorbatsjov og stjóm hans en nokkru sinni fyrr. Þjóðernisólga ríkir víða. Tihögur um upptöku markaðskerfis með verðbækkunum sem því fylgja hafa valdið kaupæði almennings og fengið harða gagnrýni úr ýmsum áttum. Loks hefur Boris Jeltsin, fyrmm flokksritara í Moskvu og hörðum andstæðingi Gorbatsjovs frá því honum var vikið úr því starfi, tekist að ná kosningu í for- setaembætti rússneska Sovétlýð- veldisins. Þær raddir heyrast á Vesturlönd- um að þetta sýni að staða Gor- batsjovs sé orðin vonlaus og hann hljóti brátt að víkja. Því eigi í engu að taka tillit til hans sem mótaðha í samningaumleitunum, heldur setja hnefann í borðið. Svona tala einkum þeir sem sjá eftir kalda síríðinu og ekki hafa ró í sínum beinum fyrr en við völdum í Kreml tekur einhver ófreskja sem unnt er að hata af hjarta eins og fyrr meir. Aðrir halda því fram aö einmitt vegna þess að styttast kann í valda- ferh Gorbatsjovs sé brýnast af öllu fyrir vesturveldin að leita eftir við hann ásættanlegum niðurstöðum á sem flestum sviðum en þó einkum í öllu sem varðar takmörkun víg- búnaðar og skipan öryggismála. Reynslan sýni að á þessum sviöum sé núverandi Sovétleiðtogi vel að sér, samningafús, sanngjarn og mað háskann sem öllu mannkyni stafar af nútímamúgdrápstækni efst í huga. Því sé um að gera að binda sem allra flest fastmælum við hann svo hver sem við taki eigi sem allra erfiðast með að leggja út á aðrar óheppilegri brautir. Ekki fer milh mála að Banda- ríkjastjórn velur síðari kostinn af þeim sem hér voru nefndir. Baker utanríkisráðherra gekk frá mála- miðlunum um ýmis atriði niður- skuröar á langdrægum kjarna- vopnum í síðustu ferð sinni til Moskvu. Forsetarnir virðast því geta undirritað meginatriði sam- komulags, sem fækka ætti þessum vopnaflokki um þrjá tíundu, til undirbúnings frágengnum samn- ingi fyrir áramót. Bush forseti veit aukinheldur að þrátt fyrir urg yst th hægri í Repú- blíkanaflokknum, er vinsælt í Bandaríkjunum að gera samninga við Gorbatsjov. Nýjasta könnun sýnir að um 90% Bandaríkjamanna dást að sovéska forsetanum. Frá- bært þykir þegar vinsældir banda- rískra forseta ná 60%. Magnús Torfi Ólafsson Við komu Mikhails Gorbatsjovs Sovétforseta á Andrews herflugvöllinn við Washington á miðvikudagskvöld tók James Baker, utanríkisráðherra Bandarikjanna (t.h.), á móti honum. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.