Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990.
5
Fréttir
Lokanir ríkisspítala svipaðar og 1 fyrra:
300 rúm úr umferð um
verslunarmannahelgina
Lokanir í sumar á ríkisspítölunum
veröa svipaöar og í fyrrasumar en
þá voru þær óvenju miklar. í fyrra
var fyrirskipað að spara um 4% af
launaliö og er enn gert ráö fyrir þess-
um sparnaði.
Aö sögn Péturs Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra stjórnunarsviös Rík-
isspítala, er helsti munurinn nú frá
því í fyrra að lokað verður meira á
bæklunardeildum.
Lokunin nú jafngildir því að ein
sjúkradeild, með 20 til 22 sjúklinga,
sé lokuð í samtals 93 vikur. Er þá
lokunin reiknuð yfir allt áriö. Sömu-
leiðis jafngildir þetta að um 6%
sjúkrarýmis ríkisspítaianna sé ekki
notað neitt yfir árið.
Af einstökum lokunum má nefna
að einni af þrem öldrunardeildum
spítalanna verður lokað alveg í sum-
ar. Þá má geta þess að einni 37
sjúkrarúma deild á Vífilsstöðum
verður lokað alveg.
Eins og vanalega nær lokunin
hámarki um verslunarmannahelg-
ina, 3. til 6. ágúst, en þá verður sem
svarar 300 rúmum lokað hjá spítul-
unum, 147 hjá Landspítalanum, 112
hjá Borgarspítala og 30 til 40 á Landa-
koti.
-SMJ
Það ríkir spenningur og eftirvænting hjá ungviðinu þegar lögreglan límir viðurkenningarmiða á fararskjótann. Á
myndinni setur mótorhjólalögreglumaður miða á reiðhjól ungs manns við Austurbæjarskóla. Ekki má á milli sjá
hvor er betur búinn til höfuðsins - löggan eða eigandi torfæruhjólsins. Unga daman til vinstri fylgist með þeim
báðum með aðdáunarsvip. DV-mynd S
FATAFELLAN
• Eru skáparnir orðnir of litlir?
• Viltu fimmfalda rýmið í fatahenginu?
• FATAFELLUR gera lítið rými stórt!
FATAFELLAN ER AUÐVELD I NOTKUN
HAGKAUP
Allt í einni ferð
Pantanir fyrir landsbyggðina
i síma 91-20035
Handviss hf.
Nýr glæsilegur Volvo
Volvo 460 er glæsileg ýiðbót við framhjóladrifnu 400 línuna sem
markaði tímamót hjá Volvo. Volvo 460 er bíll sem sameinar öryggi,
frábæra aksturseiginleika og fágað útlit.
Volvo á einstöku verði
Verðið á Volvo 460 er einstaklega gott, eða frá 1.344.000 kr. stgr.
kominn á götuna.
Volvo 460 er ríkulega búinn:
Öflug 106 hestafla vél með beinni innspýtingu, 5 gíra beinskipting eða
4 gíra sjálfskipting, framhjóladrif, álfelgur, vökvastýri/veltistýri,
lúxusinnrétting, upphituð framsæti, rafstýrðar rúður og speglar,
samlæsing á hurðum/skottloki, litað gler o.fl.
Brimborg hf.
FAXAFENI 8 • S.68 58 70