Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 1990. „Við viljum vinna að bættum að- búnaði sjúkra barna innan sjúkra- húsa og utan. Verkefni okkar miðast mest við þau börn sem þurfa að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi en auðvitað njóta öll veik böm þessa starfs," segir Guðrún Ragnars hjá Umhyggju sem er félag til stuðnings sjúkum börnum. Félagar í Umhyggju eru foreldrar, fagfólk í heilbrigðis- stétt og aðrir sem vilja leggja málefn- inu lið. Félagið, sem stofnaö var hér- lendis 1980, er aðili að norrænu sam- starfi á þessu sviði, NOBAB. Hér- lendis hefur starfsemin beinst að því að breyta umhverfi sjúkra barna inni á sjúkrahúsum. „Við fluttum frá Svíþjóð fyrir nokkrum árum með veikan son okk- ar. Það verður að segjast eins og er að viðbrigðin voru mjög mikil. Ekki vegna þess að hjúkrunarfólk og læknar hérlendis væru lakari í sínu fagi en starfsfélagar þeirra í Svíþjóð, öðra nær. Viðbrigðin fólust mest í aðstöðuleysi þessa hæfa fólks til að sinna veikum börnum að öðru leyti en að lækna þau,“ segir Esther Sig- urðardóttir, móðir drengs sem veikt- ist fjögurra ára vegna fæðingargalla. Esther gerðist félagi í NOBAB á Sví- þjóðarárunum og segir hún að sam- tökin hafi skilað miklum árangri í því að breyta viðhorfi til sjúkra barna. Sjúkrahúsió heimili „Böm sem eru veik um lengri tíma eiga það á hættu að einangrast í veik- indum sínum. Sjúkrahúsið verður heimili þeirra mánuðum saman og í sumum tilfellum í mörg ár. Foreldr- ar, aðstandendur og vinir fjarlægjast og helstu tengsl þeirra við aðra eru í gegnum hjúkrunarfólk, sem kemur og fer, svo og aðra sjúklinga," segir Esther. „Fyrir nokkram árum urðu þær breytingar í Svíþjóð að aðstandend- „Á íslandi snúast vandamálin um hinn langa vinnudag foreldra, ófullnægjandi dagvistunarrými og margsetinn skóla,“ segir Arthúr Morthens sérkennslu- fulltrui sem starfar meó félaginu Barnaheill. Félögin Umhyggja og Bamaheill: gleymir bömunum Þjóðfélagið - sem oft verða að hugsa um sig sjálf Esther Sigurðardóttir og Guðrún Ragnars vilja breytt viðhorf gagnvart veikum börnum. Framkvæmdaráð Barnaheilla er skipað þeim Arthúri Morthens sérkennslufulltrúa, séra Jakobi Hjálmars- syni, Hrafnhildi Siguröardóttur fóstru og Hönnu Dóru Þórisdóttur fóstru. Auk þeirra sitja i framkvæmdaráðinu Páll Ásgeirsson yfirlæknir og Halla Þorbjörnsdóttir barnageölæknir. um veikra barna var gert kleift aö annast sín böm utan hins hefð- bundna heimsóknartíma. Þetta fyrir- komulag gerði það að verkum að sonur okkar, sem eyddi þremur áram á sjúkrahúsi, komst í gegnum sín veikindi heill heilsu andlega jafnt sem líkamlega. Þetta á ekki síður við um systkini og foreldra því álagið á þá er ekki minna þegar veikindi hrjá börnin þeirra. Samskipti foreldra og sjúks barns verða miklu betri þegar sjúkrahúsin geta veitt alla þá aðstöðu og þjónustu sem nauðsynleg er til samvera.“ Guðrún og Esther segja að ýmsar breytingar hafi orðið í viöhorfum til veikra barna hérlendis en þó megi gera enn betur. Bamadeildir sjúkra- húsanna séu litlar og fáliðaðar og fjármagn til breytinga af skornum skammti. Þær þijár bamadeildir sem starfræktar séu hérlendis á Landspítala, Landakotsspítala og Akureyri séu misvel á vegi staddar en deildin á Akureyri sé verst búin hvað aðstöðu varðar. Laun frá ríkinu Esther leggur mikla áherslu á þátt fjárveitingavaldsins. Hún segir að í Svíþjóð hafi þeim verið gert fjár- hagslega kleift að taka son sinn heim til umönnunar. Hún fékk laun frá ríkinu enda þurfti drengurinn stöð- uga umönnun sem ríkið hefði hvort sem er greitt fyrir ef hann hefði legið á sjúkrahúsi. Þvi til viðbótar fengu þau hjúkranargögn og fræðslu í umönnun. „Hérlendis er fjölskyldum veikra bama ekki gert auövelt fyrir varð- andi umönnun," segir Esther. „Markmið okkar í Umhyggju er að breyta þessu og hafa áhrif á almenn- ing og stjómvöld til þess að börnin geti orðið virkir þjóöfélagsþegnar eftir langvarandi veikindi." Bætir hag barna Bamaheill eru önnur samtök, fagfólks og almennings, sem vinna í þágu allra barna. Samtökin Bama- heill vora stofnuð í október á síðast- liðnu ári og eru þau aðili aö samnor- rænu samstarfi, svo og alþjóðasam- tökunum Save The Children Allianc. „Samtökin urðu fyrst til í Englandi og Sviþjóð í lok síðari heimsstyrjald- ar vegna ástandsins sem stríðið hafði skapað," segir Arthúr Morthens sér- kennslufulltrúi en hann á sæti í framkvæmdaráöi Barnaheilla. „Markmið samtakanna er að bæta hag bama, allra bama, og byggja upp betri heim þeim til handa. Hér á Is- landi snúast vandamálin að mestu um hinn langa vinnudag foreldra, ófullnægjandi dagvistunarrými og margsetinn skóla. Það hafa orðið gíf- urlegar þjóðfélagsbreytingar síðustu árin með aukinni þátttöku kvenna á vinnumarkaði." Þessar þjóðfélagsbreytingar eru staðreynd og það verður ekki aftur snúið en samt hafa ríki og sveitarfé- lög ekki tekið mið af þessari þróun sem skyldi. Börn þurfa meira og minna aö sjá um sig sjálf allan daginn meðan foreldrarnir vinna úti. Skóla og dagvistunarrými þarf að sníða samkvæmt þörfum barnanna og for- eldra þeirra." Breytingar nauðsynlegar En það er fleira en dagvist og skóli sem snýr að börnunum í landinu. Barnaheill vill breyta við- horfi samfélagsins til bama á þann hátt að þarfir barnanna verði viður- kenndar. Börnin eru hluti fiölskyld- unnar og á bamafiölskyldum brenn- ur margt. „Smábarnafiölskyldur eiga undir högg aö sækja. Ungt fólk með lítil böm er yfirleitt að koma sér þaki yfir höfuðið og á oft í verulegum Qárhagslegum erfiðleikum. Það þarf að breyta aðstæöum þeirra í gegnum tryggingakerfið meö lengra fæðing- arorlofi og breytingu á skattbyrði," segir Hanna Dóra Þórisdóttir fóstra. Hanna Dóra er eini launaði starfs- maður Barnaheilla og er hún í hálfu starfi á skrifstofu félagsins. „Annað sem snýr aö börnum er bætt réttar- staöa þeirra og eitt af markmiðum samtakanna er að veita stjórnvöld- um aðhald og upplýsingar varðandi lagasetningar sem varða börn. Sér- stakur umboðsmaður barna er hluti af þessari breytingu." Arthúr og Hanna Dóra segja að slysatíðni barna hér á landi sé mjög mikil og miklu meiri en gerist í ná- grannalöndunum. Nú sé að fara í gang könnun á þessari slysatíðni og verða niðurstöður hennar kynntar á næsta ári. Bamaheill ætlar að standa fyrir tveimur ráðstefnum á þessu ári um málefni barna í landinu. Önnur brýn mál bíða úrlausnar eins og heimilisleysi rúmlega tuttugu barna sem margra hluta vegna eru heimil- islaus. „Við höfum oröið vör við breytt viðhorf gagnvart börnum hin síðari ár og það til hins betra. Markmiðið er að gera enn betur við bömin og að öllum sé ljóst að þeirra er framtíð- in.“ -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.