Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. Fréttir Rúmlega tvítugur maöur handtekinn á flótta í Austurveri 1 gær: Reyndi að svíkja peninga út í þremur bankaútibúum Lögreglan handtók rúmlega tví- tugan mann á flótta í Austurveri en hann hafði reynt að svíkja út peninga í þremur útibúum Samvinnubank- ans í gær. Maðurinn komst yfir ávís- anahefti á fimmtudagskvöldiö. Hann hafði orðið sér úti um upplýsingar og gögn eigandans. Hann vissi einnig að eigandinn átti geymda bankabók með ákveðnu númeri í Samvinnu- bankanum í Háaleiti. Maðurinn fór fyrst í Aðalútibú Samvinnubankans í Bankastræti. Þar óskaði hann eftir milhfærslu af bankabókinni yfir á ávísanareikn- inginn sem hann haföi orðið sér úti um eyðublaðahefti að. Ósk hans um yfirfærslu var hafnað en starfsstúlka lét vita af manninum til öryggis. Síðar um daginn skrifaði hinn ungi maður út ávísun að upphæð 100 þús- und krónur og reyndi að fá henni skipt í Höfðabakkaútibúi. Var mað- urinn beðinn um að framvísa banka- korti. Sagðist hann þá þurfa að bregða sér frá til að ná í það en skildi ávísunina eftir. Nokkru síðar hringdi hann í bankann og spurði hverju þetta sætti. Var honum þá vísað á Háaleitisútibú í Austurveri. „Við áttum von á honum hingað. Aö vísu þekktum við hann ekki í sjón. Síöan sást torkennilegur maður hér inni sem hafði komið í leigubíl sagði Þór Símon Ragnarsson, útibús- stjóri í Háaleitisútibúi, við DV. Maðurinn svipaðist um í bankan- um en fór svo í röðina. Á meðan var hringt á lögreglu. Áöur en kom að honum þar kom lögreglan á vett- vang. Hljóp þá maðurinn út en lög- reglan náði honum á harðahlaupum á móts við verslun skósmiðsins í Austurveri. Rannsóknarlögregla ríkisins tók við manninum í gær og hafði hann í sinni vörslu. Eftir því sem DV kemst flæst hafði umræddur maður skrifað út nokkrar ávísanir úr hinu illa fengna hefti. Talið er fullvíst að það hafi ekki veriö i bönkum. -ÓTT Eldur varð laus í mannlausri íbúð í Krummahólum 2 um hádegisbilið í gær. Rafmagnshella hafði verið skilin eftir með straumi á. Hitinn náði að svíða hluta úr eldhúsinnréttingu og varð af mikill reykur. Töluverðar skemmdir urðu í íbúðinni af völdum reyksins. Myndin er tekin þegar slökkvi- liðsmaður var að fara inn i íbúðina frá svölunum. DV-mynd JAK Fiskiþing: Haf nar og haf nar ekki hugmyndum ráðherra - varðandistofnunFiskveiðistofnunar Flokksráðsfundur Sjálfstæöisflokksins: Kanna ber hvort kostur sé að ísland tengist evrópska myntbandalaginu - sagði Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, 1 setningarræðu sinni „Við eigum aö hefja athugun á því hvort kostur sé fyrir ísland að tengj- ast á næstu árum evrópska mynt- bandalaginu. Þær nýju aðstæður, sem við stöndum frammi fyrir, kalla á endurmat á afstöðu íslands. Ég hef áður lýst þeirri skoðun að í því efni eigum við ekki fyrirfram að útiloka nokkurn kost...,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, meöal annars í setningarræðu sinni við upphaf flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins sem hófst í gær. Þorsteinn sagði aö tengsl okkar við nýskipan efnahagssamstarfs Evr- ópuþjóðanna muni ráða miklu um framþróun í þjóðarbúskapnum á næsta áratug. Hann sagði það geta skipt sköpum fyrir íslendinga hvort þeir einangruðust frá þessu mikil- væga markaðssvæði eða tækju virk- an þátt í þeirri nýju skipan efnahags- samstarfs sem ætla má að leiði aðrar þjóðir til stóraukins hagvaxtar og bættra lífskjara á næstu árum. Þorsteinn benti á að sérhvert skref í þessu efni væri viðkvæmt og vanda- samt, enda ættum við ríkari eigin- hagsmuna að gæta en nokkur önnur þjóð. Hann taldi að hugmyndin um tveggja stoða evrópskt efnahags- svæði EFTA og Evrópubandalagsins væri hrunin. I besta falli gæti hún orðið stökkpallur fyrir stærri þjóðir EFTA inn í Evrópubandalagið. Hann sagði að það myndi þrengja stöðu íslendinga og að ríkisstjórnin virtist ekki gera sér grein fyrir þessu. Þorsteinn sagði að meginmarkmið okkar væri að tryggja hindrunar- lausan útflutning á íslenskum afurð- um inn á þennan mikilvæga markaö. í þeim efnum yrði aldrei jafnstaða nema Evrópubandalagið viður- kenndi sjávarafurðir sem jafngildar öðrum iðnvarningi. Hann sagði það höfuðmarkmið okkar að varðveita full og óskoruð yfirráð yfir fiskveiði- lögsögunni. Engir samningar yrðu gerðir sem skertu þann rétt. Þorsteinn Pálsson réðst af hörku á Framsóknarflokkinn sem hann sagði hafa, með því að spila ýmist til hægri eða vinstri, tekist að sitja í ríkisstjórn í 20 ár. Hann minnti á að lýðveldisár- ið hefði 17 ára valdaeinokun Fram- sóknarflokksins verið brotin upp með þeirri djörfu ákvörðun að mynda nýsköpunarstjórnina með kommúnistum. „Það er óheilbrigt að flokkur með 15 til 20 prósent atkvæða geti í 20 ár setið án ábyrgðar í ríkisstjórn," sagði Þorsteinn og ennfremur að það væri óheilbrigt að lítill minnihlutaflokkur kæmist í þá aðstöðu að völd hans væru trygg, burtséð frá úrslitum kosninga. Að lokum lýsti hann því yfir að málefnaumræða kosningarbarátt- unnar hæfist á þessum flokksráðs- fundi. -S.dór Áofsahraðaá torfæruhjóli 17 ára piltur reyndi að stinga lög- regluna af á 150 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi í gær. Pilturinn reyndi fyrst að komast undan þegar lögreglan kom auga á hann við fjalliö Þorbjörn. Fór hann síöan að landi Skógræktarinnar en varö að snúa við. Barst síöan leikurinn um Grindavíkurveg og að hrauninu við Svartsengi. Pilturinn reyndi allt hvað hann gat að komast undan lög- reglunni. Hann ók nokkrum sinnum yfir Grindavíkurveg og út í hraun aftur. Á endanum tókst lögreglu að stöðva piltinn. -ÓTT Landsfundur Kvennalista Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Landsfundur Samtaka um Kvennalista, hinn 8. í röðinni, verður haldinn um helgina í Hrafnagili í Eyjafirði undir yfirskriftinni „Konur eiga næsta leik.“ Tæplega 100 fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins munu sækja fundinn en helstu mál hans verða endurskoðun stefnuskrár, skipu- lagning kosningabaráttunnar og umræða um „útskiptingar" þing- manna listans á Alþingi. Eftir mjög harðar umræður og deilur um þá hugmynd Halldórs Ás- gríinssonar sjávarútvegsráðherra að koma hér á sérstakri Fiskveiðistofn- un, sem hann setti fram í ræðu sinni viö setningu Fiskiþings, var sæst á ályktun á Fiskiþingi sem hafnar og hafnar þó ekki hugmynd Halldórs. í samþykktinni segir:„49. Fiskiþing telur ekki tímabært að taka endan- lega afstöðu til hugmynda sjávarút- vegsráðherra um Fiskveiðistofnun. Mikils er um vert að vel takist til á öllum sviðum um hagræðingu í stjórnsýslu sjávarútvegsins og ný skipan leiði ekki til aukinna útgjalda. Hvað hugmyndir ráðuneytisins varðar, að Fiskveiöistofnun þessi taki við allri skýrslusöfnun og úr- vinnslu Fiskifélagsins, getur Fiski- þing ekki fallist á. Lýsir þingið sig °Pið fyrir áframhaldandi viðræðum, sem rétt var byijað á milli Milli- þinganefndar Fiskiþings og ráðu- neytisins um framtíö skýrslusöfnun- ar, sem allir eru sammála um að sé hagkvæmast að hafa á einni hendi. Tekur 49. Fiskiþing undir ummæli sj ávarútvegsráðherra í ræðu hans á þessu Fiskiþingi, þar sem hann segir: „Að sjálfsögöu verður ekki ráðist í svo viðamiklar breytingar.á stjórn- kerfi sjávarútvegsins án víðtækrar umræðu og rækilegs undirbúnings." Til stóö að koma fram með mun harðorðari ályktun og hafna alfarið hugmynd Halldórs Ásgrímssonar en hofsamir menn komu í veg fyrir það og sömdu þessa tvíeggja ályktun. -S.dór Guðmundur J. Guðmundsson: Skil ekki afstöðu félaga minna í ASÍ „Okkur er full alvara með að febrúar hafa vextir á verðtryggð- berjast gegn verðhækkunum. Við um skuldabréfum hækkað að með- höfum lagt í það tjármuni og mikla altali úr 7,9 í 8,2 prósent Hjá ís- vinnu. Við álítum vextina vera landsbanka eru vextimir nú 8,75 undirrót verðlagsins og því hljót- prósent meöan Landsbankinn tek- um við að bregðast mjög harkalega ur 7,75 prósent og Láfeyrissjóður við ákvörðun islandsbanka um aö Dagsbrúnar einungis 7 prósent." hækka vextina," segir Guömundur Aðspurður segir Guðmundur aö J. Guðmundsson, formaður Dags- hann skilji ekki afstöðu þeirra Ás- brúnar en eins og fram hefur kom- mundar Stefánssonr, forseta ASÍ, ið íhugar stjóm félagsins að hætta og Magnúsar Geirssonar, for- viðskiptum víð bankann og endur- manns Rafíðnaðarsambandsins, en skoða eignaraöild sína að honutn. þeir eiga báðir sæti í bankaráöi ís- Að sögn Guömundar hefur ís- landsbanka og voru fylgjandi landsbanki verið með hæstu vext- ákvörðuninni. Hann segist hins- ina að undanfórnu og því hafi vegar ekki vilja rífast á opinberum mönnum brugðið við þegar hann vettvangi við þessa félaga sína í hækkaði vextina einn viðskipta- ASÍ. bankanna vegna væntatilegrar „Dagsbrún á mikið fé í bankan- verðbólgu. umendaerhannokkarstærstivið- „islandsbanki hefur alltaf verið skiptabanki. Ætli viö séum ekki seinn til að lækka vextina þegar næstöflugasta verkalýðsfélagið verðbólgan hefur minnkaö en er fjárhagslega. Ef okkar sjónarmið alltaf fyrstur til að hækka. Okkur skipta bankann ekki máli þá fæ ég fannst nóg um þetta þó hann færi ekki séö að bankinn skipti okkur nú ekki að ryöjast fyrstur fram. miklu máli. Ætli við tökum ekki Menn skulu athuga það aö frá 1. baraokkarpoka.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.