Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 11
LATOARÐAÍÍUHQ/ÍNÓVEMBER/ieflOAJ 11 01 ísland: Slegið með orfi og ljá „Á íslandi búa örfáir eða um 200 þúsund manns. Þar er næstum eins lítið atvinnuleysi og í Sviss eða um 1,1% en fjöldi Islendinga er í tveim- ur störfum. íbúamir eru einkum búsettir við ströndina og meira en helmingur þeirra býr á suðvestur- homi landsins. Auður þjóðarinnar er fólginn í hinum gjöfulu fiskimið- um en eftir sigur íslendinga yfir Bretum í þorskastríðinu 1972 var landhelgin færð út í 200 mílur. Þess utan er engar auðlindir að finna á landinu. Um miðja síðustu öld íhuguðu Slegið með orfi og Ijá. Þannig virðast útlendingar halda að heyvinna fari enn fram á íslandi. aðþrengdir íbúar íslands í fullri alvöru að yfirgefa það með öllu og eftirláta það óblíðum náttúruöflun- um.“ Þannig er íslandi lýst í nýrri útg- áfu bókarinnar Work Your Way Around the World eftir Susan Grif- fith. Bókin, eins og nafnið gefur til kynna, inniheldur upplýsingar og , leiðbeiningar til þeirra sem vilja ferðast um heiminn og vinna fyrir sér. í bókinni er útlendingum rétti- lega bent á að ekki sé hægt að fá vinnu á íslandi án atvinnuleyfis. Svokölluð „svört vinna“ sé afar í áhöfn einhvers bátsins með litlum eða engum fyrirvara. Þó er bent á að sjómenn og skipstjóra sé oft að finna á Kaffivagninum við Granda- garð eða á Hótel Borg. Mönnum er ráðlagt að búa sig vel og vera bún- ir undir erfiða þrælavinnu sem sé þó vel borguö. Frystihúsavinnan hroðalega leiðinleg „Mörg íslensk frystihús treysta á fátíð og reyndar bent á að íslenskir atvinnurekendur séu löghlýðnir úr hófi fram hvað þetta varðar. Eink- um er fólki í atvinnuleit bent á frystihús og sjávarútveg. Konum er þó ráðlagt að leita frekar fyrir sér í frystihúsum þar sem íslend- ingar séu frekar íhaldssamir og því tregir tii að ráöa konur í skiprúm. Vertu til taks Þeim sem hug hafa á skiprúmi á íslandi er ráðlagt að vera til taks við höfnina þar sem stundum vanti erlent vinnuafl og hafa ágæta að- stöðu til þess að hýsa það og fæða yfir vertíðina sem stendur í níu mánuði frá október til maí. í frystihúsi finnast fjölbreytt störf en það versta er að vera í frystiklef- anum þar sem frostið er um 43 gráður. Hafir þú ekki réttan klæðn- að, sem er loðfóðruð stígvél og han- skar, lambhúshetta og gæruúlpa, er starfið óframkvæmanlegt. Ann- að leiðindastarf er að hengja upp fisk til þurrkunar en sem betur fer er það sjaldan gert. Þú verður margar vikur að læra að hreinsa og pakka fiski svo vel sé. Strangt eftirlit er haft með vinn- unni og heilu kassamir unnir upp aftur ef eitt bein finnst. Láttu því ekki hugfallast þó launin séu lág fyrst í stað. Debbie Mathieson lýsir starfi sínu í frystihúsinu í Hnífsdal svo: „Ekki beinlínis erfitt en hroða- lega leiðinlegt." Þetta er sú einkunn sem téð upp- sláttarrit gefur höfuðatvinnuvegi íslensku þjóðarinnar. Annar galli, sem sagöur er vera á íslandi, er fásinnið en bent er á möguieikann að ráða sig til sex mánaða minnst í frystihús úti á landi. Samningar eru bundnir við sex mánaði til þess að farmiði aftur til Bretlands fáist greiddur. Vicki Machett, sem dvaldist sex mánuði á Vopnafirði við fiskvinnu, lýsir starfi sínu svo: „í þorpinu eru 800 íbúar og nær ekkert félagslíf, engin krá, ekki einu sinni dýralíf og veðrið frá des- ember til maí kemur í veg fyrir náttúruskoðun. Ég er ekki viss um aö það sé þess virði að leggjast í dvaía í sex mánuði til þess að nurla saman 1.000 pundum. Ég ráðlegg fólki, sem fer í slíka útlegð, að taka námskeið í bréfaskóla eða birgja sig upp af góðum bókum og hann- yrðum. Ég las allan tímann ferðabækur til þess að minna mig á að siðmenningin væri til þrátt fyrir allt.“ Landbúnaður gamaldags Landbúnaði á íslandi er lýst af verulegu þekkingarleysi enda segir bókin að þar sé enga vinnu að hafa þar eð skólum og sjónvarpi sé lokað yfir sumarmánuðina til þess að gefa unglingum kost á vinnu. Orð- rétt segir bókin: „Sauðíjárrækt er eini arðbæri atvinnuvegurinn í landbúnaði þar sem lítið er um uppskeru. Heyvinna á sumrin fer einkum fram með orfi og ljá þar eð ekki er hægt að koma við drátt- arvélum í bröttum hlíðum dalanna þar sem flestir sveitabæirnir eru.“ Bókin góða er nú gefin út í fjórða sinn og á einungis að innihalda nýjar og ferskar upplýsingar. Sam- kvæmt framanskráðu er talsverð- ur misbrestur á því þó sumt sé satt og rétt. -Pá Á alþingi þarf fólk með mikla reynslu af sveitar- stjórnarmálum og brennandi áhuga á atvinnumál- um. Sigríði ir Anna - sat í sveitarstjórn í 12 ár, - er formaður Landssambands þar af 6 ár sem oddviti. sjálfstæðiskvenna. - situr í miðstjórn Sjálfstæðis- - er ísfénskufræðingur og flokksins og í 5 manna hefur starfað við kennslu framkvæmdastjórn hans. síðastliðin 14 ár. Framboð Sigríðar Önnu styrkir Sjálfstæðis- flokkinn til sigurs í komandi kosningum. Kjósum Sigríði Önnu Þórðardóttur í öruggt sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi laugardaginn 10. nóvember nk. Kosningaskrifstofa í síma: 52140, 52755 og 53143.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.