Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Side 14
14 LJtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91J27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Miðflóttaafl tungumála Þegar leigubílar í Barcelona eru lausir, stendur ekki lengur „libre“ á skiltinu í glugganum, heldur „lliure“ upp á katalónsku. Veriö er aö breyta götuskiltum úr því, sem við köllum spönsku yfir á katalónska tungu. Sama er að segja um matseðla veitingahúsa. Þegar ferðamaður í Bárcelona reynir að gera sig skilj- anlegan á eins konar spönsku, er hann vorkunnsamlega spurður, hvort hann tah kastilísku, en svo er spánska kölluð í Katalóníu. Samtalið færist venjulega yfir í ensku, sem margir Katalónar taka fram yfir kastilísku. Hið sama er að gerast í Valensíu, þar sem töluð er katalónsk mállýska. Báðar þessar tungur eru á milli frönsku og hefðbundinnar spönsku, sem töluð er á há- sléttum Kastilíu. í humátt á eftir fylgja svo Galisíu- menn, sem tala enn aðra tungu, er minnir á Portúgal. Baskar á norðurströnd Spánar eru harðastir allra í að afneita kastilísku. Jafnvel í ferðamannabæ á borð við San Sebastian er búið að taka niður kastilísku götu- skiltin og setja upp ný á baskamáli. Þannig hafa sér- tungumálin blómstrað í nýfengnu lýðræði á Spáni. Á Bretlandseyjum hefur í nokkur ár verið sjónvarpað á velsku, sem er keltneskt mál í Wales. Nú er komin hreyfmg á annað keltneskt mál, kornísku, sem töluð er lítils háttar á skaganum fyrir sunnan, í Cornwall. Bók- menntatímarit á kornísku kemur nú út tvisvar á ári. Upplausnin í Sovétríkjunum hefur leitt til nýrrar áherzlu á tungumál minnihlutahópa, sem haldið var niðri, meðan miðstjórnaraginn var þrúgandi. Trúar- brögð og tungumál eru fremst á oddi þeirra, sem reyna að efla sjálfstæði gagnvart valdamiðjunni í Kreml. Sjálft móðurlandið, Rússland, er að liðast í sundur, því að einstök héruð hafa lýst yfir fuhveldi eða eru að undirbúa það. Tartaraland, sem er suðaustur af Moskvu, hefur lýst yfir fullveldi gagnvart Rússlandi, sem hefur lýst yfir fullveldi gagnvart Sovétríkjunum. Málin verða enn flóknari, þegar Baskírar, sem eru í suðurhluta Tartaralands, lýsa yfir fullveldi gagnvart Törturum, sem lýsa yfir fullveldi gagnvart Rússum, sem lýsa yfir fullveldi gagnvart Sovétríkjunum. Þannig eru víða minnihlutahópar innan í minnihlutahópum. Samkvæmt einni mælingaraðferð eru töluð tæplega 200 tungumál í Sovétríkjunum. Það eru því ekki aðeins fimmtán lýðveldi í Sovétríkjunum, sem óska eftir sjálf- stæði, heldur ótal sjálfsstjórnarsvæði innan lýðveldanna og jafnvel svæði innan sjálfsstjórnarsvæðanna. Gorbatsjov forseti er að reyna að halda Sovétríkjun- um saman með því að taka tillit til óska tungumálasvæð- anna um sjálfsstjórn, þó þannig að utanríkismál og her- mál, samgöngur og myntslátta, orka og hráefni, svo og skattheimta verði áfram í höndum Kremlveija. Ólíklegt er, að honum takist þetta, því að miðflótta- afl tungumálasvæðanna mun hrifsa til sín meira af því valdi, sem verður til skiptanna, og sum svæði munu hreinlega yfirgefa ríkjasambandið að fullu. Miðstjórnin í Kreml hefur ekki lengur aga eða tök á þróun mála. í vörninni fyrir hönd ríkisheildarinnar munu Kreml- veijar reyna eins og Kastilíumenn á Spáni eru að reyna að gera, að læra af Svisslendingum, sem hefur tekizt að halda uppi einingu í landi sínu með því að dreifa töluverðum hluta miðstjórnarvaldsins til kantónanna. Tími fjölþjóðavelda er hðinn. Með vaxandi lýðræði munu tungumál og trúarbrögð ráða, hvernig fólk raðast saman í ríki og í aðrar einingar fullveldis. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. Flugslys og prestsmorð eignuð leynistofnunum Ríkisstofnanir sem starfa á laun, leyniþjónustur og njósnanet af ýmsu tagi, eru í eöli sínu stór- háskalegar. í skjóli leyndarheim- ildarinnar freistast stjómendur þeirra til aö traðka á lögum og regl- um þegar svo býöur viö aö horfa. Og einstakir armar leyndarkerf- anna geta átt þaö til aö setja sér eigin markmið og vinna aö þeim meö óprúttnum meöulum, án vit- undar og jafnvel þvert gegn vilja þeirra sem stjórnskipulega ábyrgð bera á hlutaðeigandi stofnun. Enn hefur ekkert það eftirhtskerfi fund- ist, sem girðir fyrir þennan háska af þeim sem starfa samkvæmt regl- unni aö villa á sér heimildir. Upp eru komin í Bandaríkjunum og Frakklandi mál sem þykja mikl- un tíöindun sæta og sanna enn einu sinni hættuna sem fylgir leynd- inni. Bandaríska sjónvarpsstööin NBC kveðst hafa heimildir fyrir aö rannsókn hafi leitt í ljós aö sprengj- an sem grandaði flugvélinni Pan Am 103 og 270 manns í desember 1988 hafi verið falin í farangri á vegum Fíkniefnaeftirhts Banda- ríkjanna (Drug Enforcement Adm- inistration eða DEA). Og á opin- berum vettvangi í París ríkir upp- nám vegna sígilds, fransks hneykslismáls. Þar blandast sam- an leynilögreglustofnun, morö á presti og tilraun til aö koma kunn- um mönnum, þar á meðal ráö- herra, í vandræði meö því aö leiða þá í hommavændisgildru. Pan Am 103 kom til jarðar í þorp- inu Lockerbie í Skotlandi. Lög- regluyfirvöld þar og í Bandaríkjun- um hafa haft rannsókn málsins meö höndum. Fyrir löngu sögðu Skotar að komið væri á daginn í hvaða tösku í farangursrými sprengjan hefði leynst sem grand- aði vélinni. Samt hefur engin niö- urstaða veriö kunngerö af rann- sókninni. í fréttaflutningi í Bandaríkjunum hafa öðru hvoru birst fregnir af aö böndin bærust að hryðjuverka- samtökum, og hafa þau ýmist verið rakin til írans, Sýrlands eða Líbýu. Bent hefur verið á að sumarið 1988 skaut bandarískt herskip íranska farþegaflugvél niður yfir Hormuz- sundi meí 290 manns. Getum hefur verið leitt að því að tilræðið við Pan Am 103 hafl átt að Vera hefnd fyrir þann atburð. Talsmenn samtaka bandarískra aðstandenda þeirra sem fórust yfir Lockerbie hafa kvartað yflr seina- gangi á rannsókninni og þó alveg Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson sér í lagi að rannsóknarmenn lög- reglunnar hafl ekki fengið aðgang að niðurstöðum af sérstakri rann- sókn leyniþjónustustofnana á at- burðinum. Flugfélaginu Pan Amer- ican var einnig neitað um þá vitn- eskju sem þannig hefur fengist og var svarið á þá leið að gegn banda- rískum öryggishagsmunum stríddi að láta berast út fyrir leyniþjón- ustustofnanir, hvers þær hefðu orðið áskynja um málið. Slík svör eru jafnan gefin, þegar talið er að birting upplýsinga gæti svipt hulunni af duldum heimildar- mönnum eða tvínjósnurum í leyni- þjónustum óvinveittra ríkja. Nú segja heimildarmenn National Broadcasting Corporation að ástæðan fyrir leyndinni sé að af- drif Pan Am 103 hafi reynst afleið- ing af notkun bandarísku stjórnar- stofnunarinnar DEA á þessari ílug- leið fyrir sendiboða sína, sem laumað hefur verið inn í dreifikerfi alþjóðlega fíkniefnamarkaðarins. Menn á vegum DEA, einatt með mál yfir höfði sér vegna fyrri fer- ils, voru fengnir til að koma sér í samband við heróíninnflytjendur í bandarískum borgum og heróín- birgðastöðvar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Varninginn fluttu þeir vestur um haf með við- jcomu í Frankfurt, af því þar höfðu yfirmenn DEA komið því til leiðar við flugvallaryfirvöld og starfslið afgreiðslu Pan Am að fikniefna- sendingarnar sem DEA átti von á voru settar um borð í flugvélar fé- lagsins framhjá eftirliti og sluppu því við hvers konar skoðun, svo sem gegnumlýsingu, sem sérstak- lega er ætluð til að finna faldar sprengjur. NBC segist svo frá að um borð í Pan Am 103 hafi verið einn af sendi- boðum DEA, rúmlega tvítugur Líb- ani búsettur í Bandaríkjunum. Hald heimildarmanna sjónvarps- stöðvarinnar er að Austurlanda- menn sem hann átti skipti við hafi komist á snoðir um hverra erinda hann gekk í raun og veru og komið fyrir sprengju innan um heróínið. Yfirlýst markmið DEA með því að koma sínum erindrekum á laun inn á fíkniefnamarkaðinn er auð- vitað að afla með því móti sönnun- argagna, einkum gegn viðtakend- um í Bandaríkjunum. Komi í ljós að með þessu hafi farþegaflugi ver- ið bakaður aukinn háski með því að virða að vettugi alþjóðlegar eft- irhts- og öryggiskröfur, sem banda- rísk flugmálayfirvöld eru manna hörðust á að framfylgt sé, verður það mikið áfall fyrir stofnunina. Hún hefur tekið sér frest áður en hún tjáir sig um fregn NBC. Einnig er komin hreyfing á bandarískar þingnefndir að kanna máhð. Leynilögregluhneykslið í París er þannig vaxið að Jean-Marc Dufo- urg hefur verið rekinn úr starfi í einni leynilegustu leynilögreglu- stofnuninni og hggur undir grun um að eiga aðhd að morði á ungum mótmælendapresti. Hann hét Jos- eph Dounce, var forustumaður samtaka prestvígðra homma og sást síðast í fylgd með þrem lög- reglumönnum. Lík hans fannst svo flett klæðum og hla útleikið úti í skógi. Dufourg snerist til varnar með því að eiga viðtal við dagblaðið Le Figaro og gefa þar til kynna að hann hefði frá ýmsu að segja, ef í það færi. Til að mynda hefðu yfir- menn sínir falið sér að ráða hommaskækjur í því skyni að flækja í opinber hneyksli þrjá kunna menn, þar á meðal Pierre Arpaillange sem th skamms tíma var dómsmálaráðherra í ríkis- stjórn sósíahsta. Þetta þótti Frökkum saga th næsta bæjar og hefur ekki verið um annað meira fjallaö i fjölmiðl- um í liðinni viku. Málið hefur verið rætt á þingi, Arpaillange hefur höfðað mál til að fá þann angann sem að honum snýr rannsakaðan niður í kjölinn, og innanríkisráð- herrann, flokksbróðir hans og yfir- maður leynilögreglunnar, hefur boðað frumvarp um aö komið skuli á eftirliti af hálfu þingsins með slík- um leynistofnunum. Eftir er að sjá hverju það fær áorkað í Frakklandi. Um langan aldur hafa komið þar upp með nokkru mhlibih leynilögreglu- hneyksh. Eigast þar ýmist við mis- munandi leynistofnanir eða ein- hver þeirra leitast við að koma höggi á aðha sem hún vill ná sér niðri á, einatt stjórnmálamenn. Eftir mikið fiaðrafok koðna þessi mál svo yfirleitt niður þegar frá hð- ur og athygli almennings beinist ekki lengur að þeim, í hæsta lagi er skuld skellt á einhverjar undir- tyllur. Magnús T. Ólafsson Gígurinn í Lockerbie þar sem Pan Am 103 kom niður 21. desember 1988. Rústir hruninna húsa standa á gígbarminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.