Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
Hið fræga einvígi Fischers og Spassky í Reykjavik. Skáksagan geymir mörg dæmi um óskiljanlegar yfirsjónir snjöllustu skákmanna. Jafnvel þessir
snillingar hafa átt sína döpru daga.
Yfirsjónir Karpovs og Kasparovs í New York:
Afleikir eru engin
nýlunda í heims-
meistaraeinvigjum
- Fischer var heldur ekki óskeikull
„Versta skák sem þeir hafa teflt
í tíu ár,“ eða „ég trúi þessu ekki -
enginn trúir þessu,“ eru tilsvör
sem heyrst hafa í Hudson-leik-
húsinu á Broadway síðustu daga.
Taflmennska Karpovs og Kasp-
arovs hefur farið svo fyrir brjóstið
á „sérfræðingunum" að þeir eiga
vart orð til að lýsa vanþóknun
sinni.
Vissulega hefur komið á óvart að
snillingarnir tveir skuli eiga það til
að leika af sér eins og nýgræðingar
en um leið er það fagnaðarefni fyr-
ir okkur hin þar sem það sýnir
okkur að enginn er óskeikull.
Leggja sálina að veði
Þetta er fimmta einvígi Karpovs
og Kasparovs um heimsmeistara-
titilinn. Þeir viðhöfðu stór orð í
viðtölum fyrir slaginn - báðir töldu
sig fullvissan um sigur. Kasparov
þóttist finna blóðbragð að bráðinni
og víst er að Karpov þráir ekkert
heitar en að endurheimta heims-
meistaratitilinn úr klóm erkifjand-
ans. Sérfræðingar spáðu því að
þetta yrði fjörlegasta einvígið og
fram að þessu hefur það gengið eft-
ir. í níu skákum hefur aðeins ein
(fimmta skákin) verið gleðisnauð
jafnteflisskák. í öðrum skákum
hefur baráttan verið í algleymingi
og allt sem henni fylgir: glæsilegar
fómir, nýjungar í byrjunum, óað-
fmnanleg tækni - og afleikir.
Það er lítill vandi fyrir tvo jafn-
sterka skákmenn að setjast niður
og gera jafntefli ef hvorugur vill
taka áhættu. En þegar teflt er eins
og á að tefla - með skapandi krafti
og hugarflugi - verður ekki hjá því
komist að einn og einn afleikur
læðist fram á borðið. Þetta er ein-
faidlega skýringin á fingurbrjótun-
um í New York: Þeir leggja sálina
að veði til aö klekkja á andstæö-
ingnum!
Gléfsur úr„einvígi
aldarinnar"
Taugaspenna setur gjaman meiri
svip á einvígi en hefðbundin mót
og heimsmeistaraeinvígi eru þar í
sérflokki. Skáksagan geymir mörg
dæmi um óskiljanlegar yfirsjónir
snjöllustu skákmanna. Karpov og
Kasparov hafa svo sem verið upp-
vísir aö því fyrr að leika illa í ein-
vígjum sínum en fyrirrennarar
þeirra voru engu skárri.
Einvígi Fischers og Spasskys í
Laugardalshölhnni 1972 var án efa
allra besta og viðburðaríkasta
heimsmeistaraeinvígi sögunnar.
Kapparnir komu sífellt á óvart,
innan skákborðsins sem utan, og
var Fischer iðnari við kolann, eins
og frægt er orðiö. Frumlegar og
óvæntar hugdettur hans á skák-
borðinu urðu þess oftar en ekki
valdandi að kliður fór um salinn.
Spassky þótti tefla lakar í einvíginu
en hann átti að sér og var dyntum
Fischers gjarnan kennt um. En
Fischer lék líka af sér - jafnvel eins
og byrjandi. Lítiö á þetta brot úr
14. skákinni. Fischer hafði hvitt og
átti leik:
21. Bb5? Dxb2 22. Bxc6
Fischer hefur líklega aöeins
reiknað með 22. - bxc6 23. Dxc6 en
yflrsést millileikur Spasskys.
22. - Rc3!
Nú missir hvíta drottningin vald
á c6 og svartur vinnur einfaldlega
peð. En ekki er allt búið...
23. Db4 Dxb4 24. axb4 bxc6 25. Be5
Rb5 26. Hcl Hc8 27. Rd4 66??
Eftir 27. - Rxd4, eða 27. - Bxd4, á
svartur peði meira og ætti að vinna
skákina. En Spassky endurgeldur
greiða Fischers í 21. leik. Þetta er
furðuleg yfirsjón.
28. Bíffi!
y' Ekki seinn á sér, því að ef 28. -
gxf6 29. Rxb5 hefur hvítur unnið
peðið til baka og á betri stöðu. Eftir
28. - Bxd4 29. Bxd4 Rxd4 30. exd4
Hb8 31. Kfl Hxb4 32. Hxc6 Hxd4 33.
Ha6
.. .koðnaði skákin niður í jafn-
tefli.
Annað dæmi úr einvígi Fischers
og Spassky er að fmna í sjöundu
skákinni. Þar virtist Spassky, sem
stýrði svörtu mönnunum, algjör-
lega missa jarðsamband. Við gríp-
um niður í taflið eftir 16. leik
Fischers, Bg5-e3:
£ I ii
Á llil
Á
m
A
A £& ■ &
A ÍAAáá
S n*
ABCDEFGH
15. - b5? 16. Ba7
Nú er skiptamunur fallinn og
Spassky hefur ekki nægileg mót-
færi. Ef fimmtándi leikur hans var
fóm þá er hún byggð á misskiln-
ingi.
16. - bxc4 17. Bxb8 Hxb8 18. bxc4
Bxc4 19. Hfdl Rd7??
En þetta er fingurbrjótur af
versta tagi.
20. Rd5! Dxd2 21. Rxe7+ Kf8 22.
Hxd2 Kxe7 23. Hxc4
Og hvítur á vinningsstöðu.
Sjaldan er ein
báran stök
Oft er það svo aö er annar leikur
af sér heldur hann því áfram síðar
í skákinni, eöa „smitar" andstæð-
inginn sem fer einnig að tefla veikt.
Sjöunda skák Karpovs og Ka-
sparovs frá New York er gott dæmi
um þetta en svo virðist sem skák-
skýrendur hafi almennt misskilið
stöðuna eftir drottningarleik Ka-
sparovs. Rifjum þetta upp, Kasp-
arov, sem hafði svart, lék síðast 27.
- Dd8-a5, eftir aöeins sex mínútna
umhugsun:
28. Rd5!
Getur hugsast að heimsmeistar-
inn hafi ekki séð svo einfalt svar?
Karpov ætlaði ekki að trúa sínum
eigin augum og hann var 25 mínút-
ur að velta þessum sjálfsagða ridd-
araleik fyrir sér.
28. - Dc5+ 29. Khl?!
Flestir skákskýrendur töldu
þetta bráðsnjallan leik af Karpovs
hálfu en trúlega er 29. Be3 betra.
Þá er 29. - Bg5 þvingaö og eftir 30.
Rf6+ á svartur tvo kosti:
a) 30. - Kg7 31. Bxc5 Bxd2 32.
Bd4! (ekki 32. Rxd7 dxc5! 33. Hcdl
Be3+ 34. Khl Bd4 og riddarinn lok-
ast inni) c5 33. Hcdl! cxd4 34. Hxd4
Hf7 35. Rd5 Bxd5 36. exd5 Hxfl +
37. Kxfl HÍ8+ 38. Ke2 Hf4 39. g3
He4+ 40. Kf3 He3+ 41. Kf4 og hvít-
ur vinnur peð með góðum vinn-
ingsmöguleikum.
b) 30. - Kh6 31. Bxc5 Bxd2 32.
Rxd7 og þar eð 32. - dxc5? 33. Hcdl
Be3+ 34. Khl Bd4 strandar nú á
35. Hxd4! cxd4 36. Rc5 Bc8 37. HfB
b6 38. Re6! (með máthótun), verður
svartur að sætta sig við 32. - Bxcl
33. Hxcl Bxd7 34. Bxd6 He8 og rétt
er það, þökk sé mislitum biskup-
um, að hann á mjög góða jafnteflis-
möguleika.
29. - Bxd5 30. cxd5 Dd4??
Þetta er versti cifleikurinn í skák-
inni. Eftir 30. - Db5! kemst svartur
hjá peðstapi og gæti vel sloppið með
Skák
Jón L. Árnason
skrekkinn. Sjáið t.d. 31. dxc6 bxc6
32. a4!? Dxb3 33. e5 Bg7 34. Hxc6
Dxa4 35. Hxd6 Had8, eöa 35. Dd5?!
HfB og svara má 36. Hc4 með 36. -
dxe5! með árangri.
31. dxc6 bxc6 32. Hxc6 Hae8 33. Hc4
Dxd2 34. Bxd2
Svartur hefur tapað peði og
Karpov varð ekki skotaskuld úr því
að vinna tafliö.
34. - Be5 35. Be3 Bg3 36. Hf3 h4 37.
Bf2 Bxf2 38. Hxf2 Hde7 39. Hf4 g5 40.
Hf6 Hxe4 41. Hxe4 Hxe4 42. Hxd6
He7 43. Ha6 Kg7 44. Kgl
Og Kasparov gafst upp.
-JLÁ