Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. Veiðivon Hnm í sjóbirtingsveiði: - segir Magnús Jóhannsson „Þaö er mjög erfitt að spá í þessa miklu niöursveiflu í sjó- birtingnum á þessari stundu, margt getur spilað þama inn í. Þetta getur verið ofveiði, lenging veiðitínians, vorveiöin eða nátt- úrulegar sveiflur," sagði Magnús Jóhannsson á Veiðimálastofnun- inni á Selfossi en hann hefur tölu- vert íylgst með þessum fiski síð- ustu árin. Hann hefur m.a. ásamt fleirum staðið fyrir tilraunum með sjóbirting og bleikju í Dyr- hólaósi. Þar skilaöi fiskurinn sér vel á fyrsta ári en mjög lítið núna á öðru ári. „Þetta gerist ekki bara austur undir Klaustri, í Geirlandsá, Vatnamótum og Grenlæk, að veiöin hrynur heldur á öllu svæö- inu. Þaö mætti rannsaka þetta miklu betur en gert hefur verið. Þaö varð hrun í sjóbirtingnum á írlandi og þar hafa verið settar milijónir í að Ðnna ástæðuna en hún hefur ekki fúndist ennþá,“ sagöi Magnús í lokin. „Þetta er rosalegt hnm, eins og 1 Vatnamótunum, aðeins skárra í Geirlandsá en alls ekki gott,“ sagði Þórhailur Guðjónsson, for- maður Stangaveiöifélags Kefla- víkur, er lokatölurnar voru bom- ar undir hann. „Stoftúnn endumýjar sig kannski ekki nógu hratt og þaö þarf að sleppa sjóbirtingsseiðum í meira mæh,“ sagði Lúðvík Giz- urarson en hann er mikiR áhuga- maður um sjóbirtinginn og hefur skrifað margar greinar um hann í blöð og timarit. „Við fengum nokkra stóra sjó- birtinga hjá okkur i Rangá í lok- in,“ sagði Lúðvík ennfremur. -G.Bender Stjórn Landssambands stangaveiðifélaga: Grettir Gunnlaugsson formaður, Hjörleifur Gunnarsson, Rafn Hafnfjörð, Guðmundur Halldórsson, Sigurður Sveinsson, Matthias Einarsson og Jón Bjarnason. Myndbrot - frá aðalfundi Landssambands stangaveiðifélaga „Þessi fertugasti aðalfundur lands- sambandsins var mjög gagnlegur og mál veiðimanna rædd frá ýmsum hliðum,“ sagði Grettir Gunnlaugs- son, formaður LS, að fundi loknun í Veiðimenn, sem kunna að fara með öngul, fara iétt með aö skera sér eina tertusneið. Munaðamesi í Borgarfirði. „Veiðin síðasta sumar var rædd, ólöglegar netaveiðar í sjó, Rangárn- ar, kvótakaupin, niðurskurður til rannsókna, ástandið í hafinu og margt fleira," sagði Grettir formað- ur. Við vorum á staðnum og festum atburðina á filmu. -G.Bender Mörg mál voru rædd á þinginu og hér eru þeir Jón G. Baldvinsson og Aðalsteinn Pétursson í þungum þönkum. DV-myndir G.Bender Finnur þú fimm breytingar? 79 ÞjóðarspaugDV Verkstjórinn Maður nokkur, sem þótti frekar lélcgur til verka, ■ fékk eitt sinn vinnu ftjá stóru skipafélagi i Reykjavík. Hann snerti varla á verki allan daginn, heldur gekk bara á milli vinnufélaga sinna og reyndi hvað hann gat til að fá þá í samræður. Er hatm haiði verið á launaskrá fyrirtækisins í heilan mánuð, kom forstjórinn iil hans og sagði honum að taka allt sitt hafurtask og snauta heim þvi hann væri rekinn. Er maðurinn spurði um ástæður fyrir brot- tresktrinun, svaraðí forstjórinn: „Ég veit ekki hver réði þig en eitt er víst að ég hefði rekið þig miklu fyrr ef ég hefði ekki staðiö í þeirri trú að þú værir verkstjórinn héma á bryggjunni.*' Veðra- hönnuðurimi Skömmu eftir aö sjónvarpið hóf útsendíngar á veöurfréttum hringdi kona þangað. Er hún var spurð hvern hún vildi tala við svaraði hún: „Æ, ég veit nú ekk- ert hvað hann heitir en þaö er sá sem býr til veðrið." Uppistaða þvagsins Skólapiltur einn var eitt sinn spuröur að því, af kennara sin- um, hver væri aöaluppistaðan í þvaginu. „Ætli það sé ekki bara hlandið," svaraði strákurinn án þess að roðna. Mikil vinna Tveir lögfræðingar unnu eitt sinn saman á skrifstofu hjá þvi opinbera. Dag einn vildi það svo til að annar þeirra féll í sætan svefn, rétt fyrir hádegismat. Ná- kvæmlega klukkan tólf gekk fé- lagi hans að honum, klappaði létt á öxl hans og sagði: „Vaknaðu maður, það er kominn tími til að snæða hádegismatinn." Hinn hreyföí sig aöeins en umlaöi síð- an: „Ég má ekkert vera aö þvi að borða núna. Ég vinn í allan dag.“ Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum þirtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningamir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 79 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir sjötu- gustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Margrét Ásgeirsdóttir Bláhömrum 24-3, 112 Reykjavík. 2. Ingibjörg Jósefsdóttir Ofanleiti 11,103 Reykjavík. Vinningamir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.