Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Side 19
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
19
Sviðsljós
Karl Bretaprins hefur ekki enn feng-
ið fulla bót meina sinna eftir hand-
leggsbrot fyrr í sumar.
Karl Breta-
prins
heimsækir
töfrabrunn
Karl Bretaprins hefur enn einu
sinni komið þegnum sínum á óvart
meö sérvitringslegum uppátækjum.
Prinsinn heimsótti á dögunum forn-
an töfrabrunn í Suður-Englandi til
þess að freista þess að fá sig alveg
góðan á ný í handleggnum sem
brotnaði illa í pólóslysi fyrr í sumar.
Brunninn, sem heitir Kaleiks-
brunnur, er að fmna í Glastonbury.
Fornar sagnir herma að þar hafi
staðið Camelot, hin goðsagnakenndi
kastaii Arthurs konungs og riddara
hringborðsins. Brunnurinn er einnig
þekktur undir nafninu Blóðbrunn-
urinn og dregur nafn sitt af miklum
járnútfellingum. í gamalli lækninga-
skruddu frá miðri 18. öld er fullyrt
að vatn úr honum geti læknað
blindu, magasár og heyrnarleysi.
Aö sögn sjónarvotta drakk prins-
inn vatn úr brunninum og dýfði
veika handleggnum á kaf í hann.
Breska blaðið Daily Mirror birti for-
síðufrétt um þetta mál þar sem full-
yrt er að Karl hafi látiö aðstoðar-
menn sína sveija þagnareið um ferð-
ina að brunninum góða því hann ótt-
aðist að þegnar hans misstu álit á
honum fyrir vikið. Sá þagnareiöur
hefur ekki haldið og greinilegt að
einhver aðstoðarmannanna hefur
verið með lygaramerki á tánum.
„Þetta var einkaheimsókn og við
getum ekkert sagt um þetta,“ var það
eina sem blaðafulltrúi konungsfjöl-
skyldunnar lét frá sér fara um málið.
„Karl prins er ekki genginn af göfl-
unum,“ sagði Daily Mirror í forystu-
grein þar sem hanskinn var tekinn
upp fyrir hans hátign. „Hann er dá-
htið sérvitur en það er hlý, mannleg
og leitandi sérviska.“
Bjöm
blankur
Garmurinn Bjöm Borg, sem eitt
sinn var allra manna snjallastur
tennisleikari, má sannarlega muna
sinn persónulega fífil miklu fegri. Á
sínum mektardögum átti Bjössi
meiri lönd og lausa aura en nokkur
hafði tölu á og var ekki sínkur á fé.
Meðal þess sem hann keypti var sér-
lega glæsilegt hús við ströndina rétt
utan Stokkhólms þar sem hann hélt
glæsilegar veislur og lifði í hóflaus-
um munaði.
Þetta sama hús var á dögunum selt
á nauðungaruppboði til lúkningar
skuldum Bjöms sem sagðar eru ekki
minni að vöxtum en auðæfi hans
fyrrum. Sænskur hótelhaldari, Lars
Nilsson, greiddi 10,6 milljónir sænsk-
ar fyrir slotið og ætlar að nota það
sem sumarbústað. Nilsson bar sig vel
eftir kaupin og kvaðst hafa verið
reiöubúinn til þess að greiða all-
nokkru meira.
Björn Borg situr enn í skuldasúp-
unni þó salan hafi tekið nokkurt borð
á hana. Þannig vill sænski velferðar-
ríkiskassinn fá í sinn hlut þrjár millj-
ónir sænskra króna af hlut Björns
sem þó rann beint til kröfuhafa.
Opnub hafa verib ný bílastæbi vib
Alþingisreit meb abkomu frá Tjarnargötu.
Gjaldskylda alla virka daga frá kl. 07:30 til 18:30. Frítt er á kvöldin og
um helgar. Giald fyrir fyrstu klukkustund er 30 krónur og
10 krónur fyrir hverjar byrjaðar 12 mínútur eftir þaö. ~
1. Komib ab bílastæbi.
Ýtib á hnapp vib innkeyrsluhlibib,
takib vib miba og geymib.
2. Bílinn sóttur.
Genqib ab mibaaflesara.
Setjib mibann í mibaraufina,
uppsett gjald greitt,þú
færb mibann aftur.
\
3. Ekib frá bílastæbi.
Akib af stæbi ab útaksturshlibi.
Setjib mibann í mibaraufina,
hlibib opnast.
Þú hefur 10 mínútur til þess að aka út. Ef lengri tími líöur frá greiðslu miða,
opnast úthlið ekki og borga þarf meira. Sé viðdvöl á stæði skemmri en 5 mínútur
þarf ekki að setja miða í miðaaflesara
áður en ekið er af stæðinu.
Ath.
Þó frítt sé á stæðið , á kvöldin og um helgar, þarf samt að setja miða í miðaaflesara og
þá birtist "0 kr." á skjá og þú færð miðann aftur, sem gilair fyrir útaksturshlið.
Á reitum merktir A eru 60 gjaldskyld bílastæði til almennra nota alla virka daga
frá kl. 07:30 til 18:30. Reitur B er sérstaklega merktur Alþingi.
Reitir merktir A eru hins vegar opnir almenningi
á kvöldin og um helgar og þá er frítt í stæðin.
— -----‘,."1» ;—Hi----------------' - ... ••—!T'—’-■-----I--I
Q
BILASTÆpASJOÐUR
REYKJAVIKUR
SKÚLATÚNI 2.
SÍMAR: 21242 OC 18720
BILANAVAKT, SÍMI 27311, UTAN VINNUTIMA.
AD BYRJA BUSKAP ER SMAMAL
VK) HONDINA! a 27022