Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 26
26 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990. ...--...--------------A~~ Veit ekki hvort hjartaðerúr karli eða konu - segir hjartaþeginn Elín Bima Hjaltadóttir „Mér flnnst dásamlegast af öllu aö vera komin heim. Þó biðin úti í Lon- don eftir aö aðgerðin færi fram væri slæm þá var biðin eftir að komast heim eftir aðgerðina miklu verri. Síð- asta einn og hálfa mánuðinn töldum við dagana,“ segir Elín Birna Hjalta- dóttir í samtali við helgarblað DV. Elín Birna er þriðji íslendingurinn sem fær nýtt hjarta. Aðgerðin fór fram á Earls Court sjúkrahúsinu í London 31. júlí og síðan þá hefur Elín Birna verið í endurhæfmgu og undir eftirliti lækna erlendis meðan hún beið eftir að komast heim. „Ég var búin að bíða úti í London síðan í janúar á þessu ári eftir að komast í aögerðina. Fyrst eftir kom- una út lá ég á Brompton sjúkrahús- inu en síöar á Harefield spítalanum. Lengst af beið ég í íbúð sem spítalinn á og er notuð fyrir sjúklinga í þess- ari aðstöðu," segir Elín Birna. „Syst- ir mín fór með mér út og dvaldist hjá mér þar til maðurinn minn kom í maí í vor og hann var hjá mér nær óslitið síðan. Við fengum íbúð, sem Harefield spítalinn á, í apríl og þar fór ágætlega um okkur.“ Eiginmaður Elínar Birnu heitir Ársæll Gunnsteinsson. Hann er vél- virki og vinnur í Vöku. Sýndu vinnu- veitendur hans skilning á þessu langa fríi sem hann þurfti að taka? „ Já, þeir sýndu þessu mikinn skiln- ing,“ segir Ársæll. „Ég fékk eins langt frí og ég vildi. Mér fannst þessi bið eríið. Við gátum ekki svo mikið gert annaö en að bíða. Elín Birna var á þessum tíma komin í hjólastól og ég var svona að trilla henni um þang- að sem hún vildi fara. Ég held að við höfum tvisvar á tímanum fariö í bíó.“ Veitekkihvort hjartað er úr karli eða konu Þau hjónin fengu upphringingu rétt eftir hádegi daginn sem aðgeröin átti að fara fram. Þá var ljóst aö tek- ist haföi að afla nýs hjarta. Brýnt er að bregðast skjótt við og Elín Birna var látin ganga með símboðatæki eöa friðþjóf allan tímann sem biðin stóð. Elínu Birnu var ekið í snatri á spítal- ann og rétt fyrir sjö hófst aðgerðin sem stóð í rúmlega íjóra tima. Elín Birna var síðan ílutt á gjör- gæslu og Ársæll fékk ekki að sjá hana nema gegnum gler og gat ekk- ert talað við hana fyrr en daginn eft- ir og þá gegnum gler. Hvernig leið henni? „Það fyrsta sem hún sagði var að hún tryði þessu ekki,“ segir Ársæll og hlær. „Ég man nánast ekkert eftir fyrstu þremur eða fjórum dögunum eftir aðgerðina því ég var í hálfgerðu móki og á sterkum lyfjum. Það fyrsta sem ég man er að ég hugsaði um að ég tryði þessu ekki. Mér fannst svo ótrúlegt að vera komin með nýtt hjarta,“ segir Elín Birna . „Viö vitum ekkert hvernig hjarta það er sem ég fékk, hvort það er úr karli eða konu. Ég velti því stundum fyrir mér og ég veit að fólki er sagt hvors kyns hjartagjafinn hafi verið en upplýsingar umfram það eru víst ekki gefnar. En viö spurðum aldrei eftir því.“ Vissi fyrir ári að ég þyrfti nýtthjarta „Mér var fyrst sagt í október í fyrra að ég þyrfti aö fá nýtt hjarta," segir Elín Bima. Þá var hún búin að vera meira og minna inni á spítala í rúmt ár talsvert mikið veik. Veikindi hennar fólust í því að hjartavöðvinn bólgnaöi og skemmdist. Það eru var- anlegar skemmdir sem aðeins er hægt aö lækna með því að skipta um hjarta. „Ég var að vísu búin að vera hálf- gerður sjúklingur í 3-4 ár, var alltaf sílasin en maður tengdi það ekkert hjartasjúkdómum eöa slíku. Þessi hjartaskemmd viröist því hafa þróast á löngum tíma en viö vitum í sjálfu sér ekkert hvort þetta er meðfætt Elin Birna er félagi i fámennum klúbbi islenskra hjartaþega sem enn sem komiö er telur aöeins þrjá. DV-mynd GVA Ég hélt alltaf að míri veikindi væru bara umgangspestir," segir Elín Birna. „Fyrstu viðbrögðin, þegar mér var sagt að það þyrfti að skipta um hjarta í mér, voru að ég fraus gjörsamlega en ég hafði velt þessu fyrir mér. Eg hafði kynnst Helga hjartaþega nokk- uð vel þegar við lágum saman á Landspítalanum og vissi að okkar sjúkdómur var áþekkur. Þegar ég síðan fór út og byijaöi að bíða þá var ég alveg búin að sætta mig við þetta. Maöur stendur frammi fyrir því að það er ekki um neitt annað að ræða. Þetta var orðið svo erfitt og maður fer að líta á aðgerðina sem leið til þess að fá lausn frá stöö- ugri spítalavist.“ Hennar daglega líf hefur því tekiö miklum stakkaskiptum viö aðgerö- ina og þó hún þurfi að fara varlega með sig þá finnst henni hún vera eins og ný manneskja miðað við það sem áður var. „Fyrir tveimur árum fór ég ekki upp stigann hérna upp á loftið nema í svona þremur til fjórum áfóngum eða einhver hjálpaði mér. Nú geng ég hann eins og ekkert sé. Og get farið allra minna ferða,“ segir Elín Birna. „Ég þarf náttúrlega að fara varlega fyrst í stað. Raunverulega kemur árangur aðgerðarinnar ekki í ljós fyrr en eftir ár. Það er litið á fyrsta árið sem reynslutíma meðan hjartað er að koma sér fyrir í líkamanum og líkaminn að sætta sig við hjartað. Við verðum bara að vera bjartsýn og fara hægt og rólega í þetta.“ Fyrsta árið er Elín Birna undir stööugu eftirliti lækna hér heima vikulega og mun fara með reglulegu millibili út til Bretlands þar sem tek- in veröa sýni úr hjartavöðvanum og rannsökuð. Fyrsta ferðin er eftir mánuö. „Það er mælt lyfjamagn í blóðinu, tekin hjartalínurit og ýmsar athug- anir gerðar. Það eina við þessar rannsóknir, sem er óþægilegt, er þeg- ar tekin eru sýni úr hjartavöövanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.