Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 28
40 LAUGARDÁGUR 3. NÓVEMBER 1990. Petri Sakari aöalhljómsveitarstjóri skoðar skömmu fyrir tónleika í Fin- landia með velþóknun gagnrýni sem birtist í „Morgunfréttum“ í Tampere. Gunnar Egilsson, skrifstofustjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, og Runólfur Birgir Leifsson rekstrarstjóri báru hitann og þungann af skipulagningu ferð- arinnar. Þeir eru hér við tónleikahúsið í Tapiola sem er eins konar Kópavog- ur i Helsinki. Öll aðstaða til geymslu og flutnings hljóðfæra var til fyrirmyndar í tón- leikahúsunum hvar sem komið var. í miðjunni er Gunnar Þjóðólfsson, „yfirrótari" Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Helsinki notuðu nokkrir hljóðfæraleikarar tækifærið og fóru i skoðunar- ferö. Hér eru þeir fyrir framan kirkju lúterska safnaðarins i Helsinki. DV-myndir Rafn Jónsson „Leikur Sinfóníuhljómsveitar ís: lands var heilsteyptur og fallegur" og „þessi hljómsveit stendur jafnfæt- is öörum sinfóníuhljómsveitum á Noröurlöndum" voru umsagnir dag- blaða á Norðurlöndum eftir ferö Sin- fóníuhljómsveitar íslands um Finn- land, Svíþjóö og Danmörku í síðustu viku með Petri Sakari aöalhljóm- sveitarstjóra. Ferö Sinfóníuhljómsveitar íslands var aö hlúta til í tengslum viö ísland- sviku í Tampere í Finnlandi. Fyrstu tónleikarnir voru haldnir í Tampere húsinu, sem er ný menningarmið- stöö í Tampere, svo ný aö hún hefur enn ekki verið formlega opnuð, þótt töluvert hafi veriö um listviðburði þar. í stærsta tónleikasalnum þar, sem rúmar um 1800 manns, var hljómburðurinn mjög góður og veik- ustu tónar heyrðust um allan salinn. Fyrst lék hljómsveitin við opnun ís- landsvikunnar og söng kór Lang- holtskirkju með. A seinni tónleikun- um flutti hljómsveitin Trífóníu eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sellókonsert eftir Jón Nordal og sinfóníu nr. 2 eft- ir Sergei Rachmaninov. Einleikari var Erling Blöndal Bengtsson. Á hvorum tónleikum voru vel á annað þúsund gesta og voru móttökur frá- bærar. í dagblaðinu Aamullahti eða Morgunfréttum í Tampere var sagt um tónleika hljómsveitarinnar að hún væri mjög jöfn og unun hefði verið að hlýða á hana. Jafnframt var þess getið að hún stæði öðrum at- vinnuhljómsveitum á Norðurlönd- um síst að baki. Carl Öhmann, for- stöðumaður Tampere hússins, tók svo djúpt í árinni að segja að Sinfón- íuhljómsveit íslands hefði með leik sínum setf þær gæðakröfur, sem húsið myndi framvegis setja um hljómsveitir, sem heimsæktu það. Með þessar ánægjulegu móttökur í- farteskinu hélt hljómsveitin áfram ferðalagi sínu og hélt þessu næst tón- leika í Helsinki. í móttöku, sem ís- lenski sendiherrann í Finnlandi hélt fyrir þátttakendur í íslandsvikunni, sagði Svavar Gestsson menntamála- « Sinfóniuhljómsveit islands á æfingu í Tampere húsinu. Sviðið, sem hljómsveitin notar, er ekki nema hluti þess sem er til ráðstöfunar en hægt er að stækka og minnka sviðið að vild. Ferð Sinfóníuhljómsveitar íslands um Norðurlönd: Frábærar móttökur í vel heppnaðri ferð ráðherra að Islandsvika sem þessi væri ný aðferð til að kynna ísland og íslenskar vörur á erlendri grund. Hann sagðist sannfærður um að í kjölfar menningarsamskipta kæmu önnur samskipti, s.s. aukin verslun og viðskipti. Hann hældi íslensku listamönnunum á hvert reipi og sagði aö tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands væru hámarkið á þessari íslandsviku og íslendingar mættu vera stoltir af þessum fulltrú- um sinum. Mörg ný tónlistarhús í Finnlandi í Helsinki voru haldnir tónleikar í Finlandia húsinu. Eftir tvö ár verður Finlandia húsinu lokað og gerðar á því gagngerar endurbætur með það fyrir augum að bæta hljómburð, en hann minnir um margt á hljómburð í Háskólabíói þó hann sé þó heldur betri. Að öðru leyti er ekki hægt að líkja húsunum saman. Öll aðstaða fyrir hljóðfæraleikara og hljóðfæri þeirra er til fyrirmyndar og svo var á öllum stöðunum sem hljómsveitin heimsótti. Hvarvetna voru lyftur upp á sviðið, þar sem það þurfti, þannig að nánast ekkert þurfti að bera stærri og þyngri hljóðfæri og stórar aðkeyrsludyr að húsunum. Auk þess voru nokkur æfingarherbergi fyrir hljóðfæraleikara í húsunum og góðar geymslur fyrir hljóðfæri. Finnar hafa undanfarin ár byggt sex tónlist- arhús víðs vegar um Finnland og eru nú að byggja óperuhús í Helsinki. í hverju tónlistarhúsi eru a.m.k. tveir tónleikasalir og leikhússalur auk góðrar æfingaaðstöðu. Tónlistará- hugi er mikill í landinu og þeir leggja mikið upp úr því að flytja inn lista- menn og einnig að kynna sína lista- menn heima og erlendis. Það er því óhætt að fullyrða að rækt sé lögð við tónlistina i þessu landi. Á efnisskránni í Finlandia húsinu voru Trífónía eftir Þorkel Sigur- björnsson, sellókonsert eftir Jón Nordal og sinfónía nr. 2 eftir Rach- maninov og eins og áður lék Eriing Blöndal Bengtsson einleik í sellókon- sert Jóns. Yfir 1.000 manns komu á þessa tónleika og hlaut hljómsveitin frábærar undirtektir meðal áheyr- enda. Daginn eftir lék hljómsveitin í Turku, einnig við frábærar undir- tektir. Þar kom finnska mezzósópr- ansöngkonan Soile Isokoski til liðs við hljómsveitina og söng fjögur draumljóð eftir finnska tónskáldið Aulis Sallinen og Luonnotar eftir Jean Sibelius. Tónleikar í Stokk- hólmi ogKaup- mannahöfn Frá Turku lá leiðin með ferju til Svíþjóðar. í Stokkhólmi voru haldnir einir tónleikar í Berwald Hallen, sem er tónlistarhús þeirra Stokkhólms- búa. Á þessum tónleikum söng Soile Isokoski einnig Luonnotar og fjóra draumsöngva. Flutt var verk Þorkels Sigurbjörnssonar, Trífónía, og Sin- fónía nr. 2 eftir Rachmaninov. Þótt áheyrendur væru færri en best hefði verið á kosið, eöa innan viö 300, fógn- uðu þeir ákaft, enda hljómsveitin sjaldan verið betri. Kom þar á dag- inn, sem reyndar var vitað, að þegar leikið er í tónleikasal, þar sem allar aðstæður og hljómburður eru til fyr- irmyndar, fá hljóðfæraleikararnir best notið sín. Á laugardaginn var svo haldið árla morguns til Kaup- mannahafnar og síðustu tónleikarn- ir í þessari ferð haldnir síðdegis í Útvarpshúsinu danska og þeim jafn- framt útvarpað beint. Sama efnis- skrá var þar og í Stokkhólmi. Áheyr- endur risu úr sætum til að fagna söngkonunni og hljómsveitinni og í danska blaðinu Politiken var m.a. sagt um þessa tónleika undir fyrir- sögninni: Tónlistin hefur þaö gott á íslandi: Það er óhætt að fullyrða að íslenska sinfóníuhljómsveitin er alls ekki síðri þeim hljómsveitum sem komu í sumar frá Noregi og Finn- landi og héldu hér frábæra tónleika. í Berlingske tidende var einnig farið lofsamlegum orðum um leik hljóm- sveitarinnar. Eflir samkennd og einhug En hvaða gildi hefur ferð sem þessi fyrir sinfóníuhljómsveitina? Petri Sakari aðaðhljómsveitarstjóri sagöi um gildi þessarar ferðar: Það er brýnt fyrir þessa hljómsveit sem og allar aðrar sinfóniuhljómsveitir að leika í öðrum tónleikahúsum en þær starfa venjulega í. Þessi ferð, flutn- ingur tónlistar í alvörutónleikahús- um og viðtökur áheyrenda hefur styrkt sjálfstraust hljóöfæraleikar- anna og sýnt og sannað að hljóm- sveitin stendur fyllilega jafnfætis öðrum hljómsveitum á Norðurlönd- um og jafnvel þótt víðar væri leitað. Ferðin hefur jafnfamt sýnt okkur fram á nauðsyn þess að hér á landi rísi tónleikahús sem allra fyrst, sem er smíðað með tónlistina í huga en ekki kvikmyndasýningar eöa eitt- hvað annaö. Petri sagöi í lokin að hann væri þakklátur fyrir að fá að stjórna hljómsveitinni. Hún heíöi í ferðinni sýnt allt sitt besta og ef eitt- hvað var orðiö be’tri og betri er leið á ferðina. Hann sagði einnig að ferð- ir sem þessar efldu samkennd og ein- hug meðal hljóðfæraleikaranna, sem með starfi sínu kæmu íslenskri menningu og íslandi á framfæri með- al annarra þjóða á annan hátt en fólk ætti að venjast. Rafn Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.