Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Page 31
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
43
Helgarpopp
Bubbi á sundi.
Innblástur í hóruhúsi
- Bubbi Morthens talar um plötu, bók, lífið og mellur
Haustið er tími fjallaferða. Bubbi
Morthens er einn þeirra sem sækir
frið og fugl í náttúru landsins.
Hann segir íjöllin gjöful, ekki bara
á fiðurfénað. Fegurð landsins fóðr-
ar andann og á væntanlegri plötu
sinni segir Bubbi sögur af landi.
Persónulegur og fuUur einlægni
mærir hann harðar sáhr í hljóm-
falli sem leikur við lund. Lagaflór-
an er fjölbreytt sem aldrei fyrr.
„Mig hefur lengi langað til að gera
plötu þar sem andi gömlu goðanna
svifi yfir vötnum, goða á borð við
Bob Dylan og Neil Young. Mig lang-
aði ekki að gera 400 stúdíótíma
rokkplötu hlaðna hljóðgervlum
heldur plötu þar sem spilagleði og
fílingur kæmist til skila með hjálp
órafmagnaðra hljóðfæra. Kannski
var þetta viðleitni til að forðast að
gera svipaða hluti og voru á Nótt-
inni löngu. Þannig er að það er
þægilegt að eiga metsöluplötu með-
an hún er að seljast en þegar frá
hður fær maður leiðinlega pressu
á sig úr öllum áttum. Þetta byijaði
með ísbjarnarblúsnum. Menn
sögðu: af hverju gerirðu þetta ekki
aftur. Frá og með Konuplötunni
hefur þessi pressa verið stanslaus.
Ég hef því reynt að taka áhættu og
hellt mér út í hluti sem hafa verið
öðruvísi en það sem ég hef áður
gert.
Hvað nýju plötunni viðvíkur þá
vann ég að hluta út frá bemsku-
minningum. Ég reyndi að rifja upp
þau áhrif sem Blonde on Blonde
með Dylan, The Band og Neil Yo-
ung höfðu á mig sem krakka. Ég
vildi reyna að búa til plötu sem
hefði þessa liti og stemmningu sem
heilluðu mig á sínum tíma. Tónhst
þar sem leikgleðin væri í öndvegi.
Skammur
upptökutími
Platan var tekin upp á skömmum
tíma, aðeins 17 dögum, í þeim th-
gangi að ferskleikinn væri sem
mestur. Mig langaði líka að hafa
hana hráa og að fólk gæti heyrt hve
gaman var hjá okkur á meðan á
upptökum stóð. Hún átti ekki að
verða steríl heldur mannleg. Önn-
ur ástæða fyrir þessum skamma
upptökutíma er sú að ég, Hhmar
Örn, Ken Thomas og Cristian Falk
erum búnir að vinna mikið saman
og þekkjum hver annan það vel að
við getum keyrt hugmyndir í gegn
án mikihar fyrirhafnai'. Þaö leggur
hver sín lóð á vogarskálarnar og
það er meðal annars ástæðan til
þess aö við erum allir fjórir skrifað-
ir fyrir útsetningunum. Ég er löngu
kominn yfir það að allt snúist um
naflann á mér. Platan var strembin
á köhum en einstaklega gaman að
vinna hana.“
- Textarnir þínir hafa í gegnum tíð-
ina snúist mikið um sömu þemun.
Dóp, fisk og þjóðélagsfirringu.
„Það er alveg rétt. Ég hef þó ver-
ið að færa mig inn í landið upp á
síðkastið, frá sjó og borg. Þó eru
sömu þemun gegnumgangandi hjá
mér, ég hef verið að semja um sömu
hlutina undir mismunandi for-
merkjum alveg frá því á ísbjarn-
arblúsnum. Ég yrki um það sem
er mér hugstæðast og það sem ég
þekki. Það eru þorpin, landið og
dópið. Það síðastnefnda er búið að
vera svo stór hluti af mínu lífi og
er svo stór hluti af þjóðfélaginu.
Ef mönnum fmnst ég einhæfur þá
get ég engu svarað til öðru en því
að svona er ég og svona yrki ég.
Þaö sem ég yrki til að setja á bók er
í mjög svipuðum dúr, drukknaðir
sjómenn, fjöllin, mosinn, fiskurinn
og fólkið í þorpunum. Þetta er mín
köllun og ég kem th með að halda
mig á sömu braut.“
Að vinna
trausthórunnar
- Þú segir hka sögur af öðru landi.
„Ballaðan um Gula flamingóann
er að mínu mati einhver sterkasta
lagasmíð sem eftir mig hggur. Allt
í því lagi gekk upp og það skilar
fullkomlega þeim blæbrigðum sem
ég ætlaði því. Þegar ég var strákur
voru tveir tónlistartúlkendur sem
höfðu mikh áhrif á mig, Louis
Armstrong og Marlene Dietrich. í
minningunni lifa svipmyndir úr
mynd með Louis Armstrong sem
sýna jarðarfór í New Orleans. Kist-
an er borin niður götuna undir
þungu hljóðfahi þar sem trompet-
ar, óbó, klarínettar og fleiri blást-
urshljóðfæri mynda sterka um-
gjörð. Melódían í Gula flamingóan-
um er unnin upp úr þessum minn-
ingum. Blæbrigðin eru frá Bert-
hold Brecht og Louis Armstrong.
Textinn fjallar hins vegar um hóru-
búhu á Kanaríeyjum þar sem ég
eyddi 14 dögum í janúar sl. th að
vinna þetta efni. Textinn fjallar um
alvörufólk á alvörustað.“
- Þetta er mikil saga.
"Það tók mig og kunningja minn
fjóra daga að vinna trúnað og
traust stelpnanna á staðnum. Þeg-
ar þær uppgötvuðu aö við vorum
ekki komnir til að leggja þær held-
ur vorum kurteisir og vingjamleg-
ir þá tóku þær niður grímuna og
við kynntumst þeim eins og reynd-
ar öllu starfsfólkinu á mellukass-
anum. Þar á meðal gula flamingó-
anum sem reyndar heitir Roberto
og er sextugur hommi. Hann er
með gult hár og heldur að hann sé
að dansa flamingó öll kvöld. Upp-
haflegt erindi mitt á staðinn var aö
skrifa prósa, stelpurnar sögðu mér
frá starfmu og sínu hfi. Eg sat í
skotinu þar sem þær sitja og fylgd-
ist með. Ég var í raun í nokkurs
konar starfskynningu. Á þennan
hátt tókst mér að vinna óhemju
efni og stelpurnar vissu allan tím-
ann í hvaöa erindagjörðum ég var.
Ég ætlaði að skrifa sögu um þær
og sú saga er að stofninum til tilbú-
in. Lagið var hins vegar samið viku
eftir að ég kom heim. Ég kynntist
þarna mörgu ágætisfólki, þ.á m.
Díönu sem segir frá í textanum.
Hún er þýsk og bráðgreind og hún
orti þau mögnuðustu ljóð sem ég
hef lesið um karlmenn. Hún orti
Umsjón:
Snorri Már Skúlason
um karlmannsandht milli fóta sér,
sviplaus andlit þar sem karakter-
inn var í tippinu. Þetta var lífssýn-
in.“
Hérhlaðamenn
haglabyssur
- Það er beðiö eftir að Bubbi Mort-
hens misstígi sig.
„Að sjálfsögðu. Ég er heppinn
með það að strax eftir Egóið tók ég
þá ákvörðun að fylgja samvisku
minni. Það er að gera það sem mér
finnst en ekki það sem öðrum
finnst. Svo lengi sem ég er heiðar-
legur í minni sköpun og er ekki að
plata sjálfan mig og ekki að plata
aðra þá held ég að fólk skynji það.
Auðvitað hefur þeirri hugsun sko-
tið upp í kollinum hvenær ég komi
th með að tæma brunninn. Sem
betur fer er enn mikið að sækja í
og yrkisefnin eru allt um kring. í
Svíþjóð, þar sem ég hef talsvert
starfað, taka menn í höndina á mér
og óska mér til hamingju með vel-
gengnina heima á meðan ýmsir hér
á landi hlaða haglabyssur og bíða
eftir að Bubbi verði flopp. Þannig
er bransinn. Það eru ákveðnir
menn í bransanum sem óska sér
einskis heitar en að ég geri einhver
mistök, að þeirra mati. Ég fer hins
vegar mínu fram, svo lengi sem
fólk kaupir plöturnar mínar og
kemur á tónleika þá held ég
áfram."
- Lögin lýsa skapara sínum.
„Mörg laga nýju plötunnar eru
þriggja til fjögurra ára gömul og
þau hafa þróast í tímans rás. Sum
þessara laga á ég í þetta fimm og
sex útgáfum, mismunandi melód-
íur við textana. Ég hef lært þetta
af Dylan og Springsteen en þeir
hafa gert mikið af því að prófa ný
lög á tónleikum, jafnvel í eitt ár.
Bæði hvernig lagið kemur til með
að þróast í meðforum og ekki síður
hvernig viðtökur áheyrenda eru.
Það er það besta sem þú getur gert
að láta fólkið dæma. Ég hef fariö
þessa leið og lagt mikla vinnu í lög-
in á Sögur af landi, kannski meiri
en oft áður.“
Dylan haldinn
ofsóknarbrjálæði?
- Goðsögnin Bob Dylan.
„Ég kynntist honum ekki neitt
og er eiginlega feginn. Ég hitti Dyl-
an og hann var nokkurn veginn
eins og ég bjóst við. Ég er búinn
að fylgjast með kalli síðan ég var
sjö ára gamall og á allt sem hann
hefur gert bæði á plötum og í bók-
um. Þannig að ég hafði ákveðnar
hugmyndir um karakterinn sem
stóðust. Ef maður les textana þá
segja þeir mikið um manninn.
Hann er haldinn sjúklegri parano-
iu, hann er einfari og blandar lítt
geði og hann er kaldhæðinn á allt
í kringum sig. Hann er á tíðum
þessi htli slægi maður sem bítur
aht og alla og nákvæmlega þannig
birtist hann mér. Ef ég hefði ekki
verið undirbúinn fyrir þessi stuttu
kynni okkar á Hótel Esju og í höh-
inni þá hefði ég sjálfsagt orðið fyrir
miklum vonbrigðum því að hann
gaf ekki af sér góðan þokka. Langt
frá því.“
- Verða örlög Bubba Morthens slík.
„Sumir segja að ég sé eitthvað í
þessa áttina. Það hefur verið gert
gys að því að ég fari ekki á
skemmtistaði, sjáist ekki á götum
úti og fari ekki á kaffihús.
Fyrir mig er þetta hins vegar
nauðsynlegt. Því færri sem ég
þekki í bransanum því sjálfstæðari
er ég. Því færri sem ég umgengst
því sjálfstæðari er ég. Við erum
ekkert annað en mannlegir safnar-
ar, við sjúgum í okkur áhrif úr öll-
um áttum. Ef ég væri hangandi
með poppelite-unni daginn út og
daginn inn þá myndi þaö slæva
mín persónueinkenni og ég færi að
gera aðrar kröfur en mínar eigin.
Ganga út frá öðrum forsendum.
Besta leiðin til að vera maður
sjálfur í sinni sköpun er að um-
gangast þetta fólk sem allra
minnst. Þetta segi ég ekki th að
setja kohega mína niður á nokkurn
hátt, ég ber fulla virðingu fyrir
þeim. Þetta er bara mín aðferð til
að halda sjálfstæði mínu gagnvart
sjálfum mér.“
Spegilmynd
af upphafinu
- Bókin.
„Já, það er rétt, það er að koma
út bók um mig. Ég hef frá fullt af
skemmtilegum hlutum að segja.
Það hefur verið einhver villutrú
uppi í fjölmiölum um að þetta væri
æviminningabók. Það er rangt.
Þetta eru æskuminningar blandað-
ar ýmsum sögum úr poppinu og
vertíðarlífinu. Reyndar er ég þeirr-
ar skoðunar aö gamalt fólk eigi
ékkert einkaleyfi á minningabók-
um. Ég treysti mínu minni miklu
betur í dag en þegar ég verð áttræð-
ur. Auk þess er fullt af hlutum í
bókinni sem ég held að eigi erindi
við fólk. Um leið er ég að klippa á
ýmsar sögur sem hafa gengið um
mig, í heildina get ég sagt að ég sé
tiltölulega opinn og einlægur í bók-
inni.
Bókinni mun fylgja fullkomin
laga- og plötuskrá þannig að hún
stendur fylhlega sem uppsláttarrit
um minn feril.“
- Ertu í samkeppni við sjálfan þig?
„Nei, það held ég ekki. Ég held
að Sögur af landi verði ekki met-
söluplata í sama mæh og síðustu
plötur. Platan er of gamaldags held
ég til að eiga séns. Nema einhver
þykist uppgötva að ég sé að gera
hippatónlist, hún þykir flott í dag
og kannski að shk bábilja geri Sög-
ur af landi að hátískuvöru. En í
alvöru talað þá held ég að platan
sé bæði of hrá og of róleg til að slá
almennilega í gegn. Fyrir mér er
þetta hins vegar mjög mikilvæg
plata. Ég lít á hana sem vissan loka-
punkt á tiu ára ferh. Hún er sam-
svörun við ísbjarnarblús og hún
er samsvörun við Konuplötuna en
stendur þó fullkomlega ein og sér.
Ég hóf minn ferh á rokkplötu og
tíu árum síðar má túlka nýjasta
verk mitt sem órafmagnaða spegil-
mynd af því fyrsta. Það er alla vega
sú tilfinning sem ég ber th nýju
plötunnar.
Ég á erfitt meö að gera mér grein
fyrir af hverju en Sögur af landi
skipta mig óskaplega miklu máli.“
Viðtal Snorri Már Skúlason