Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Qupperneq 34
46
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1990.
LífsstQI
Séð yfir hluta af garðinum hjá gistihúsinu.
hraðferð og gistir aðeins eina eða
tvær nætur.
Fyrir þessa þjónustu höfum við
tekið eftirfarandi: 80 dollara fyrir
allt húsið, 70 dollara ef aðeins er gist
í öðru herberginu og 40 dollara ef
gist er á loftinu inni hjá okkur. Þá
höfum við tekið 75 dollara fyrir að
sækja fólk og koma því aftur út á
flugvöU. í skoðunarferöunum höfum
við tekiö um það bil 10 dollara á tím-
ann fyrir leiðsögn og bíl.
Núna er verð á dollaranum frekar
Ferðir
lágt svo að það kemur ágætlega út
fyrir íslendinga að ferðast til Amer-
íku.
Margir hafa sagt að Ameríka sé
allof fjarlæg til að ferðast þangað.
Þetta er mesti misskilningur. Amer-
íka er svo sannarlega fyrir alla og
það fyrir alla aldursflokka. Það geta
allír fengið eitthvað við sitt hæfi í
Ameríku. Hjá okkur geta gestir notið
góðs atlætis í ró og næði en einnig
komist í glaum og gleði ef það kýs,
því shkt er ekki langt undan.
Við höfum gjaman bent fólki á að
það getur verið gaman að skipta
Flórídadvöl, vera hluta tímans hjá
Fátt sem truflar okkur
nema blíður fuglasöngur
- segir AnnaBjamason
„Okkar reynsla er sú að þeir sem
hafa einna bestu not af þjónustu okk-
ar eru til dæmis barnafólk eða eldri
borgarar sem eru ekki alltof öruggir
að ferðast einir,“ segir Anna Bjama-
son, sem rekur gistiþjónustu á
Flórída, í samtah við DV. Anna er
stödd hér á landi um þessar mundir
í stuttri heimsókn.
„Barnafólkið sparar sér miklar
fjárhæðir með því að matreiða flestar
máltíðir heima við auk þess sem
þannig er hægt að hafa mun hollari
og betri mat en þegar alltaf er borðað
á skyndbitastöðum. Eldri borgarar,
sem vilja gjarnan sjá sig um í heimin-
um, era velkomnir til okkar. Viö
ökum fólki í skoöunarferðir og leggj-
um á ráðin um hvað er skemmtileg-
ast að skoða hverju sinni. Við ökum
fólki gjaman í okkar eigin bílum og
förum í skemmtigarðana ef fólk vill
það. Svo hjálpum við fólki við að
versla þar sem það er ódýrast hverju
sinni.
Við eram með gistiaðstöðu í 80 fer-
metra einbýlishúsi sem er á lóðinni
hjá okkur. í því eru tvö svefnher-
bergi og að auki svefnsófi í stofunni.
Húsið er meö setustofu og eldhúsi
sem búið er öllum tækjum. Svo er
góð aðstaða til þess að baka sig í sól-
inni í garðinum okkar sem er afgirt-
ur, með fallegum gróðri. Skammt frá
okkur, í sömu götu, er glæsileg sund-
laug sem er til afnota fyrir nágrenn-
ið. Ef fólk vill fara á ströndina og
baða sig í hafinu ökum við gjarnan
með það þangað.
Hjá okkur hafa til dæmis verið
tvenn hjón með sex böm og það fór
vel um alla. Einnig hafa verið tvenn
hjón hjá okkur saman og hafa látið
vel af sér. Og svo auðvitað bara ein
hjón sem gjarna hafa viljað vera út
af fyrir sig. Flestir koma hingað á
bílaleigubílum en eins og ég gat um
áður getum við boðið upp á akstur.
Við höfum einnig boðið upp á gist-
ingu inni í húsinu hjá okkur en það
er þá aðallega fyrir fólk sem er á
okkur í Mið-Flórída og svo einhvem
hluta frísins á ströndinni, annað
hvort við Mexíkóflóann eða á Atl-
antshafsströndinni. Hægt er að hafa
milligöngu um að útvega gistingu á
báðum stöðunum."
- Hvernig er svo fyrir íslendinga að
búa þarna í eilífu sumri og sól á
Flórída?
„Það fer alveg ljómandi vel um
okkur. Viö kunnum því vel að vakna
í góðu veðri nánast hvern einasta
morgun. Það era mikil viðbrigði frá
því að lifa nærri heilan mannsaldur
við íslenska veðráttu. Þarna sem við
búum er ákaflega rólegt umhverfi,
fátt sem truflar okkur nema blíður
fuglasöngur. Mengun er ótrúlega lítil
í Flórída og fuglalífið fjölskrúðugt."
Heimilsfang þeirra Önnu og manns
hennar, Atla Steinarssonar, er: 1703
Longleaf Dr., St. Cloud, Florida,
34769. Síminn er 407-957-3599. Fax-
númerið er: 407-957-4068. -J.Mar
AUKABLAÐ
TÆKTÍI
DV-Tækni er sérstakt aukablað sem fyrirhugað er miðvikudaginn 14.
nóvember nk.
í blaðinu verður Qallað um tækni og vísindi á breiðum grundvelli, sérstak-
lega nýjustu tækni til daglegra nota í atvinnurekstri, á heimilum og til
tómstunda og skemmtunar. Efnistök einkennast af stuttum, hnitmiðuð-
um greinum á máli sem venjulegir notendur skiljajafnvel og tæknimenn.
í ráði er að Qalla m.a. um tækni og búnað á íslenskum markaði, svo sem
myndbandstökuvélar, gervihnattasjónvarp, myndbandstæki, sjónvörp,
síma, farsíma, símsvara, þjófavarnakerfi og rafeindahljóðfæri, svo nokkuð
sé nefnt.
DV-Tækni leitar eftir samtarfi um upplýsingaöflun við þá aðila sem selja
tæknibúnað á áðurnefndum sviðum. Auglýsingum í tækniblaðið þarf að
skila í siðasta lagi fimmtudaginn 8. nóvember.
ATH.I Símafaxnúmer okkar er 91-27079 og sími augiýsingadeildar
91-27022.
„Mengun er ótrúlega lítil í Flórída og fuglalífið fjölskruðugt," segir Anna.