Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Qupperneq 35
LAUGARDAGUR 3. NÖVEMBER 1990. 47 Interrail-kortin: Lífsstfll Gilda í allri Evrópu í kjölfar þjóðfélagsbreytinganna, sem hafa átt sér stað í Austur-Evrópu á undanfomu ári, gilda nú Interrail- kortin í lestir í gjörvallri Evrópu nema Búlgaríu og Póllandi. Gildis- tími kortanna er mánuður og er hægt að flakka um álfuna að vild á þeim tíma. Tvenns konar Interrail- kort eru til, annars vegar fyrir þá sem eru yngri en 26 og kosta 17.800 krónur og hins vegar þá sem em 26 ára og eldri og kosta um 26.000 krón- ur. Kortin fást hjá Ferðaskrifstofu stúdenta og þau hafa einnig verið á boðstólum hjá Úrval/Útsýn. Nokkrir annmarkar em á notkun kortanna. Hér á landi era seld dönsk kort og þau gilda aðeins að hálfu í lestir í Danmörku það er það þarf að borga hálft fargjald. Sömuleiðis gilda þau ekki i hraðlestir nema borgað sé eitthvað í milli og það er heldur ekki hægt að ferðast með svefnvögnum lestanna út á kortin nema að borga á milli. Kostirnir eru hins vegar margir, það er hægt að flakka að vild um öll lönd álfunnar nema Pólland og Búlg- aríu og hægt að stoppa hvar sem er og dvelja eins lengi á hverjum stað og hver óskar. Það er sérlega hag- stætt að ferðast með Interrail-kort- unum á þessum árstíma þar sem verð á hótelgistingu í Evrópu lækkar nú í nóvembermánuði á meðan lá- deyða er í ferðamannastraumnum. Og á mörgum stööum lækkar gisti- verðið um allt að helming. Það var Alþjóðasamband járn- brautarlesta sem setti Interrail á laggirnar fyrir átta árum í tilefni af nema Búlgaríu og Póllandi Það er hagstætt að kaupa sér Interrail-kort núna og halda í ferðalag um Evrópu þar sem gistiverð er yfirleitt lágt á flestum stöðum núna. hálfrar aldar afmæli sambandsins. Takmarkið var aö örva fólk til að ferðast með lestum, enda hafði þeim fækkað mjög sem vildu ferðast með jámbrautarlestum, ferðalangar vildu fremur ferðast með flugi og áætlunafbifreiðum. Fyrirbærið sló strax í gegn. Og nú er svo komið aö milljónir manna ferðast árlega á þessum kjörum, enda eina tækifaérið sem margir hafa til að sjá sig um. Þaö gefur augaleiö að möguleik- arnir eru nánast óþijótandi með shk- an miða undir höndum. Einn algeng- asti ferðamátinn er aö ferðast eins Ferðir mikið og hægt er þann mánuð sem kortið gildir. Á þann hátt fær ferða- langurinn nasasjón af hverju landi og getur ákveðiö hvaða staði hann hefur áhuga á að heimsækja. Annar ferðamáti er að fara eins langt og hægt er, til dæmis til Grikklands. Þá er ágætt að haga ferðinni þannig að stoppað sé á markverðustu stöðun- um og slappað af. Síðan er farin önn- ur leið til baka og sami háttur hafður á. Sumir einskorða sig við að skoða eitt land eða ákveðið landsvæöi. Þá eyða þeir mánuðinum í að kynnast borgum eða þorpum í viökomandi landi og geta á þann hátt öðlast góða yfirsýn yfir það svæði sem þeir vom að skoða. -J.Mar Flugleiðir: Helgarferðir til Reykjavíkur Það er mun dýrara fyrir íbúa á Austurlandi að bregða sér í helgar- ferð til Reykjavíkur en fyrir Vest- mannaeyinga. Hjón sem koma að austan og vilja eyða helginni í borginni greiða 27.800 krónur fyrir helgarpakkann miðað við að þau gisti á Hótel Loftieiðum eða Hótel Esju. Pakkinn verður held- ur dýrari ef þau kjósa að gista á Hótel Sögu, Holiday Inn, Hótel Óð- insvéum, Hótel Geysi eða Hótel Lind, þá kostar hann 28.600. Innifaliö í verði pakkans er flug, flugvallar- skattur, gisting í tvær nætur og morgunverður. Helgarpakkarnir gilda frá fimmtudegi til mánudags. Sams konar helgarferð fyrir hjón frá Vestmannaeyjum kostar 17.800 krónur og 18.400 krónur. Það munar því sléttum 10.000 krónum á verði ódýrari pakkans hvað helgarferð Vestmannaeyinganna er ódýrari en Austfirðingana. Það er heldur ódýrara fyrir ísfirð- inga og, Akureyringa að bregða sér í helgarferð í bæinn en fyrir Aust- firðinga. Ódýrari pakkinn kostar 22.000 krónur fyrir hjón að vestan en sá dýrari 23.000 krónur. Norðlend- ingar borga svipað verð eða þúsund krónum meira fyrir ódýrari pakkann og sá dýrari kostar 23.800 krónur. Ef fólk vill lengja ferðina og dvelja einni nótt lengur kostar aukanótt 2.350 krónur fyrir manninn á öllum hótelunum eða 4.700 krónur fyrir hjón. J.Mar Það er misdýrt fyrir íbúa landsbyggðarinnar aö bregða sér i helgarferð til höfuðborgarinnar. Kínverjar reyna nú að lokka ferðamenn til Peking. Ferðaskrifstofan Saga: Ódýrar ferðir til Kína Ferðaskrifstofan Saga býður nú í vetur eins og tveggja vikna ferðir í samvinnu við Finnair á hagstæð- um kjörum til Peking í Kína. Tveggja vikna ferð kostar ef gist er á China World hótelinu, sem er eitt það glæsilegasta í borginni, 106 þúsund fyrir manninn miðað við gistingu í tveggja manna herbergi en 122.600 ef gist er í eins manns herbergi. Ef keypt er gisting á hót- elunum Beijing Toronto, Jiangud og Lido Holiday Inn kostar sams- konar pakki 101.700 og 117.900. Innifalið í verði er flug fram og til baka til Peking og morgunverður. Til samanburðar má geta þess að ódýrasta flugfarið til Peking, svo kallað Spar flugfar með SAS, kostar rétt tæpar 100 þúsund krónur og tveggja vikna ferð til Bangkok kostar rétt um 140 þúsund krónur miðað við gistingu í tveggja manna herbergi. Ferðamönnum er boðið upp á akstur frá flugvelli og að hóteli og kostar hann 1900 krónur fyrir einn, ef tveir til fimm em saman í hóp kostar aksturinn 1100 krónur fyrir manninn, 6 til 9 manna hópar greiöa 900 krónur fyrir manninn og farið kostar 700 krönur ef fleiri en tíu eru saman. Sömuleiðis er hægt að komast í ýmiss konar skoðunarferðir, má þar nefna að dags ferð að múmum mikla og að Ming gröfmni kostar 5.400 krónur fyrir einn, tveir til þrír farþegar, sem ferðast saman, greiða 2.900 krónur fyrir manninn og 4 til 9 manna hópar greiða 2.000 krónur. 1800 krónur greiðast fyrir manninn í stærri hópum. Hálfsdags skoðunarferðir em að meðaltali um helmingi ódýrari. Ferðaþjónusta í Kína beið mikinn hnekki í kjölfar stúdentaóeirðanna á Torgi hins himneska friðar á þessu ári. Þá sendu stjórnvöld her- inn til að berja á friðsamlegum mótmælum stúdenta sem fóm fram á aukið frelsi. í kjölfarið af- pöntuðu hópar ferðamanna ferðir til landsins. Síðan hafa ferðamála- yfirvöld reynt að laða erlenda ferðamenn til landsins, meðal ann- ars með því að bjóða upp á ódýra hótelgistingu. Á þessu ári hefur verið lögð mik- il áhersla á að byggja ný hótel og í hverjum mánuði það sem af er árinu hefur verið opnað eitt nýtt hótel í Peking. Á næsta ári stefnir í svipaða þróun. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.