Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Síða 47
LAUGARDAGUR 3, NOVEMBER 1990.
59
Afmæli
Stefán Ásberg Jónsson
Stefán Ásberg Jónsson, bóndi aö
Kagaöarhóli í Torfalækjarhreppi í
Austur-Húnavatnssýslu, verður
sextugur á morgun.
Starfsferill
Stefán fæddist aö Kagaðarhóli og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MA1952, las sagnfræði við
HÍ í tvo vetur og sótti enskunám-
skeið í Aberdeen í Skotlandi og í
Reykjavík 1961.
Stefán hefur verið b. á Kagaðar-
hóli frá 1956, fyrst í sambýli með
foreldrum sínum en á allri jörðinni
frá 1966. Hann var kennari í Svína-
vatnsskólahverfi 1956-57, við
Barnaskólann á Hvammstanga
1957-58, við Barnaskólann á
Blönduósi 1958-60 og við Unglinga-
og miöskólann þar frá 1960-66. Þá
var hann skólastjóri í Torfalækjar-
skólahverfi 1966-67 og 1968-69.
Stefán var formaður Jörundar,
félags ungra sjálfstæðismanna
1959-62, formaður Fjórðungssam-
bands ungra sjálfstæðismanna á
Norðurlandi 1960-62, formaður full-
trúaráðs sjálfstæðismanna í Aust-
ur-Húnavatnssýslu og sjálfstæðis-
félagsins Varðar í allmörg ár og
nokkur ár formaður kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi
vestra, auk þess sem hann átti um
skeið sæti í miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins.
Stefán var einn af stofnendum
Ungmennafélagsins Húnar 1952 og
sat í stjórn þess. Hann sat í stjórn
Ungmennasambands Austur-Hún-
vetninga 1960-70, í stjórn Kennara-
félags Húnvetninga 1959-61. Hann
var lengi prófdómari við landspróf
og síðar grunnskólapróf og er enn
trúnaðarmaður við grunnskólapróf
og hefur átt sæti í Fræðsluráöi
Norðurlands vestra frá stofnun þess
1974 og formaður þess frá 1982. Þá
var hann formaður skólanefndar
Húnavallaskóla 1982-90 og hefur
setið í stjórn Sögufélags Húnvetn-
inga. Hann er einn af stofnendum
Lionsklúbbs Blönduóss 1959 og hef-
ur gegnt þar bæöi formanns- og rit-
arastörfum.
Stefán sat í sýslunefnd Austur-
Húnavatnssýslu frá 1966 og þar til
hún var lögö niður í árslok 1988,
hreppstjóri Torfalækjarhrepps frá
1969 og kjörinn í hreppsnefnd þar
1990. Hann hefur verið fulltrúi á
fundum Stéttarsambands bænda frá
1977 og á fjórðungsþingum Norlend-
inga frá 1971. Þá hefur hann verið
endurskoðandi Kaupfélags Hún-
vetninga frá 1982 og sýslusjóðs
Austur-Húnvetninga um árabil.
Hann sat í stjórn Sölufélags Austur-
Húnvetninga 1972-80 og er nú end-
urskoðandiþess.
Stefán var ritstjóri Húnavöku frá
stofnun 1961 og hefur skrifað all-
mörg viðtöl og greinar í ritið og rit-
stjóri Byggðasögu Húnavatnssýsla
Húnaþings I, II og III bindis ásamt
öðrum.
Stefán kvæntist 20.8.1966 Sigríði
Höskuldsdóttur, f. 19.5.1933, hús-
freyju, ljósmóður og kennara, dótt-
ur Höskuldar Einarssonar, b. og
hreppstjóra að Vatnshorni í
Skorradal, og konu hans, Sólveigar
Bjarnadóttur húsfreyju.
Börn Stefáns og Sigríðar eru Guð-
rún Jóhanna, f. 20.6.1967, stúdent
og búfræðingur frá Hólum, við nám
í búvísindadeild Bændaskólans á
Hvanneyri; Sólveig Birna, f. 20.6.
1967, stúdent við nám í Myndlista-
og handíðaskóla íslands; Jón, f. 4.4.
1972, við nám í MA; Berghildur Ás-
dís, f. 4.4.1972, við nám í MA.
Bróðir Stefáns er Maggi Jóhann
Jónsson, arkitekt í Reykjavík,
kvæntur Sigríði Sofflu Sandholt
kennara en dóttir þeirra er Sólrún
Melkorka.
Foreldrar Stefáns: Jón Stefánsson,
f. 7.8.1888, d. 24.11.1973, b. ogodd-
viti á Kagaðarhóli, og kona hans,
Guðrún Steinunn Jóhannsdóttir, f.
17.8.1903, d. 30.11.1973.
Ætt
Jón var sonur Stefáns, b. og mál-
ara á Kagaðarhóli, Jónssonar, b. í
Syðsta-Hvammi, Arnbjömssonar,
stúdents á Stóra-Ósi, Árnasonar,
prests á Bægisá, Tómassonar. Móðir
Arnbjarnar var Helga Jónsdóttir,
systir Þorgríms, langafa Gríms
Thomsens. Móðir Jóns á Kagaðar-
hóli var Guðrún Jónsdóttir.
Guðrún Steinunn var dóttir Jó-
hanns Péturs, b. á Sæunnarstöðum
í Hallárdal, Gunnarssonar. Móðir
Guðrúnar var Friðrika, systir Páls,
ritstjóra Vísis. Friðrika var dóttir
Steingríms, b. á Njálsstöðum á
Skagaströnd, bróður Þorgrims, afa
Önnu Siguröardóttur, forstöðu-
manns Kvennasögusafnsins. Stein-
grímur var sonur Jónatans, b. á
Marðarnúpi í Vatnsdal, Davíðsson-
ar. Móðir Jónatans var Ragnheiöur
Friðriksdóttir, prests á Breiðaból-
stað í Vesturhópi, Þórarinssonar,
sýslumanns á Grund í Eyjafirði,
Stefán Asberg Jónsson.
Jónssonar, ættföður Thorarensens-
ættarinnar. Móðir Ragnheiðar var
Hólmfríður Jónsdóttir, varalög-
manns í Víðidals-tungu, Ólafssonar,
lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ætt-
föður Eyrarættarinnar. Móðir Friö-
riku Margrétar var Anna Friðriks-
dóttir Schram, b. á Kornsá í Vatns-
dal, Christianssonar Schram, versl-
unarstjóra Höfðakaupstaðar, ætt-
foöur Schramættarinngr. Móðir
Önnu var Margrét Stefánsdóttir,
amma Árna Pálssonar prófessors.
Stefán verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Kristín Kristjánsdóttir
Kristín Kristjánsdóttir, Stórholti
20, Reykjavík, verður áttræð á
morgun.
Kristin er fædd í Reykjavík og ólst
þar upp. Kristín giftist 4. nóvember
1933 Hafliða Gíslasyni, f. 9. október
1906, bílstjóra. Foreldrar Hafliða
eru: Gísh Kárason, b. á Horni i
Helgafellssveit, og kona hans, Krist-
ín Hafliðadóttir. Börn Kristínar og
Hafliðaeru: Guðrún Þóra, f. 6. júlí
1934, ráðgjafi hjá SÁÁ, gift Rúnari
Guðbjartssyni, f. 25. nóvember 1934,
flugstjóra hjá FÍ, börn þeirra eru:
Hafdís, f. 2. ágúst 1958, hjúkrunar-
fræðingur, Guðbjartur, f. 13. sept-
ember 1958, flugmaður, Kristinn, f.
25. janúar 1961, d. 18. október 1988,
tölvufræðingur, og Rúnar, f. 7. apríl
1963, fallhlífastökkvari og flugnemi;
Gísli Sævar, f. 12. mars 1938,
múrarameistari í Neskaupstað,
kvæntur Önnu M. Jónasdóttur, f.
18. ágúst 1936. Börn Gísla af fyrra
hjónabandi eru Rósa Kristín, f. 9.
júní 1962, Ólöf Anna, f. 21. júlí 1965,
Hafdís Hrund, f. 31. mars 1974. Kjör- *
dóttir Gísla Sævars og dóttir Önnu
M. Jónasdóttur er: Elín Guörún Jó-
hannesdóttir, f. 6. aprO 1958; Krist-
ján, f. 4. nóvember 1940, d. 8. febrúar
1966, skrifstofustjóri, kvæntur Ingi-
björgu Bjamadóttur, f. 8. nóvember
1941, synir þeirra eru tvíburamir:
Hafliði háskólanemi og Bjarni tann-
smiður, f. 9. september 1962. Sonur
Kristjáns með Guðrúnu Jónsdóttur:
Magnús, f. 30. maí 1962, viðskipta-
fræðingur. Barnabörn Kristínar og
Hafliða eru orðin 15 talsins.
Systkiní Kristínar eru: Sigríður,
f. 7. júní 1893, d. 19. september 1977;
Margrét, f. 1896, dó hálfs annars
árs; Kristján, f. 31. október 1898, d.
28. apríl 1981, verkamaður; Guðrún,
f. 10. mars 1900, d. 19. nóvember 1934,
og Guömundur, f. 8. ágúst 1907, d. í
maí 1940, innheimtumaður hjá
Morgunblaðinu.
Ætt
Foreldrar Kristínar voru: Kristján
Guðmundsson, f. 10. desember 1853,
d. 30. ágúst 1931, verkamaður í Rvík,
og kona hans Rósa Kristjánsdóttir,
f. 30. september 1870, d. 27. júní 1967.
Kristjáii missti fööur sinn ungur og
ólst síðan upp á Felli í Biskupstung-
um. Kristján var sonur Guðmundar,
b. á Kjaransstöðum í Biskupstung-
um, Þorsteinssonar, b. í Miðdals-
koti, Vigfússonar, b. á Kiðabergi í
Grímsnesi, Sigurðssonar, b. í Ás-
garöi, Ásmundssonar, fööur Jóns,
afa Jóns forseta. Dóttir Sigurðar var
Salvör, amma Tómasar Sæmunds-
sonar „Fiölnismanns“.
Rósa var fædd i Ánanaustum og
Kristin Kristjánsdóttir.
ólst upp í Skógarkoti í Þingvalla-
sveit. Rósa var dóttir Kristjáns Gott-
freðssonar og Guðrúnar, systur
Jóns útvegsbónda í Ánanaustum,
föður Björns, skipstjóra í Ánanaust-
um, afa Markúsar Arnar Antons-
sonar útvarpsstjóra, Björns Bjarna-
sonaraðstoðarritsjóra, Grétars
Hjartarsonar, forstjóra Laugarás-
bíós, Antons Kærnested bókaútgef-
anda. Guðrún var dóttir Björns, b.
á Eiði, Bjarnasonar, b. á Syðri-
Mælifellsá, Einarssonar. Móðir
Björns var Kristín Sigurðardóttir,
b. á Esjubergi, Örnólfssonar, bróður
Jóns, langafa Einars Benediktsson-
ar skálds.
Kristín verður að heiman á afmælis-
daginn.
85 ára
Þórólfur Jónsson,
Stóru-Tungu, Bárödælahreppi.
Bergþóra Jónsdóttir,
Bakkagerði 7, Reykjavík.
JósefStefánsson,
Skagfiröingabraut 6, Sauöárkróki.
80 ára
KristínS. Kristjánsdóttir,
Stórholti20, Reykjavík.
Hagnar Magnússon,
Víkurbraut 54, Grindavík.
75 ára
Þorvarður Júlíusson,
Bijánslæk, Barðastrandahreppi.
70 ára
Óskar Þorsteinsson,
Garöakoti, Mýrdalshreppi.
Kristín Helgadóttir,
Fjarðarbraut 55, Stöðvarfirði.
Sverrir Finnbogason,
Grandavegi 4, Reykjavík.
60 ára
Þóranna Guðbjörg Jónsdóttir,
Fellsmúla 7, Reykjavík.
Valgerður Einersdóttir,
Laugarnesvegi 40, Reykjavlk.
Sigurborg Valgerður Jónsdóttir,
Háaleitisbraut 45, Reykjavík.
KristjánSteinsson,
Kleppsvegi 50, Reykjavik.
Einar Kiemensson,
Prestshúsum II, Mýrdalshreppi.
Gunnar Ingi Olsen,
Túngötu64,Eyrarbakka. .
Hann tekur á móti gestum á Efsta-
landi i Ölfusi á afmælisdaginn milli
klukkan 17 og 20.00.
50 ára
Marta Pálsdóttir,
Hörgslundi 19, Garðabæ.
Gunnlaug Ólafsdóttir,
Súluhólum 2, Reykjavík.
Sigurður Hermannsson,
Kirkjuteigi 18, Reykjavík.
40 ára______________________
Árný Viggósdóttir,
Brekkustíg9, Sandgeröi
Jón Pétursson,
Fljótaseli 8, Reykjavík.
Kristinn Pétur Pétursson,
Fiskakvísl 3, Reykjavík.
Ellen Birgisdóttir,
Víðinesi, KjalarneshreppL
Sigrún Harðardóttir,
Vatnsnesvegi9, Keflavík.
Filippía S. Jónsdóttir,
Hofi, Svarfaðardalshreppi.
Kristjana Ólöf örnólfsdóttir,
Stórateigi 19, Mosfellsbæ.
Ragnheiður Sigurgeirsdóttir,
Múlasiðu 12, Akureyri.
Pétur Guðmundsson,
Seljalandsvegi 18,ísaflrði.
Hj álmar Axelsson
Hjálmar Axelsson leigubílstjóri,
Flúðaseli 8, Reykjavík, verður fer-
tugurámorgun.
Hjálmar er fæddur í Kópavogi og
ólst upp í Hafnarfirði. Hann vann
við bifvélavirkjun í Hafnarfiröi frá
fimmtán ára aldri og var sjómaður
á fiskiskipum 1968-1972. Hjálmar
var bifvélavirki hjá Mjólkursamsöl-
unni í Rvík 1972-1985, hefur verið
leigubílstjóri frá 1978 og hefur ein-
göngu unnið sem leigubílstjóri á
Hreyfli frá 1985. Hann var trúnaðar-
maður bifvélavirkja hjá Mjólkur-
samsölunni og er endurskoðandi
Samvinnufélagsins Hreyflis.
Hjálmar kvæntist 1973 Oddnýju
Grétu Eyjólfsdóttir, f. 5. febrúar
1953. Þau skildu 1989. Foreldrar
Oddnýjar eru: Ejólfur Jónsson,
verkstjóri hjá Slippfélaginu í Rvík,
og kona hans, Guðrún Amadóttir,
búa á Seltjarnarnesi. Börn Hjálmars
og Oddnýjar eru: Hilmar Rúnar
Ingimarsson, f. 23. júlí 1971, fóstur-
sonur; Þóra Jónína, f. 9. september
1977; Laufey Fríöa, f. 9. september
1977, ogÁsdís Gréta, f. 31. ágúst 1979.
Systkini Hjálmars eru: Hallgrím-
ur, f. 17. júlí 1939; Hrefna, f. 17. júh
Hjálmar Axelsson.
1945 og Dóra, f. 25. júh 1952. Bræður
Hjálmars, samfeðra, eru: Svein-
björn, f. 3. febrúar 1958; Björgvin,
f. 17. júlí 1959, og VíðirBjörnsson,
f. 13. apríl 1962.
Foreldrar Hjálmars voru: Axel
Jónsson, f. 28. ágúst 1913, d. 2. jan-
úar 1989, bifvélavirki í Rvík, og kona
hans, Laufey Fríða Erlendsdóttir, f.
25. janúar 1919, d. 10. febrúar 1977.
Stjúpfaðir Hjálmars er Björn Fr.
Bjömsson, f. 20. mars 1923, sjómað-
ur.
Sveinn Magnússon og
Súsanna Bachmann
Gullbrúðkaupáttuígærþau | SúsannaMaríaBachmann.tilheim-
hjónin Sveinn Kr. Magnússon og | ihs að Lækjarkinn 2, Hafnarfirði.
Látum bíla ekki
ganga að óþörffu!
Útbástur bitnar verst
á börnum...
UUMFERÐAR
RÁO
Studio Þönglabakka noröan við Y sími 67( Blómaskri við ( tækifc Sendingarf blóm 6, Mjódd, íaupstað, )760 sytingar >11
Ellt jónusta.