Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1990, Qupperneq 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar
Eg drep ykkur ef þið
haf ið ekki hljótt
- ógnaði okkur með hnif þegar við vöknuðum, segir eiginmaðurinn
„Þetta var óhugguleg lífsreynsla.
Við vorum í fastasvefni á hótel-
herberginu aðfaranótt miðviku-
dagsins. Skyndilega var gluggan-
um hrundið upp með miklum lát-
um. Við vissum ekki fyrr en svart-
ur maður stóð yfir okkur með hníf
með stóru blaði og otaði honum að
okkur. Við bara görguðum upp af
hræðslu og reyndum að láta fólk í
næsta herbergi vita af okkur. En
það heyrði enginn neitt,“ sagði 37
ára gamall karlmaður úr Reykja-
vík í samtali við DV. Hann kom
heim á fimmtudag úr sex daga ferð
til Amsterdam með konu sinni.
Hjónin voru rænd peningum,
greiðslukortum og verðmætum
munum. 20-25 ára gamall svertingi
vopnaður stórum hnífi ógnaði
skelfdum hjónunum i töluverðan
tíma um nóttina.
„Maðurinn hafði klifrað 10-12
metra uþp að glugganum eftir járn-
hólkum og auglýsingaskilti. Hann
hélt hnífnum að okkur. „Ég drep
ykkur ef þið hafið ekki hljótt,“
sagði hann. Hann fór að glugganum
til að athuga hvort einhver heföi
séð til hans. Maðurinn lét okkur
sitja á rúminu. Konan mín var á
náttkjólnum en ég í nærbuxum og
bol.
Hann heimtaði peninga. Við
ákváðum að láta hann ekki hafa
peninga, sögðumst ekki hafa neitt.
Maðurinn byrjaöi strax að leita en
hélt alltaf á hnífnum í annarri
hendinni. Ég geymdi 500 gyllini
inni á mér. Meiri peningar voru í
buddu annars staðar. Við vissum
ekkert hvað maðurinn myndi gera
ef hann leitaði á mér. Hann hefði
getað orðið brjálaður. Svo fórhann
í vasann á buxunum mínum. Þar
fann hann peninga, Visakort og
Gullkort og heimtaði leyninúmer-
ið.
Maðurinn var inni hjá okkur í
yfir 20 mínútur. Hann hótaði alltaf
að drepa okkur. Þetta endaði með
því að maðurinn tók líka allt það
vandaðasta sem við höfðum keypt,
tvær silkiskyrtur, fimm jakka,
tvennar buxur og fleira. Þetta setti
hann í stóra leðurhandtösku, setti
hana upp á handlegginn og fór
sömu leið út og hann kom inn. Þeg-
ar maðurinn fór sagði hann að ef
við myndum reyna aö kalla á ein-
hvern myndi hann koma aftur og
drepa okkur,“ sagði maðurinn sem
vill ekki láta nafns síns getið.
Hann sagði við DV að svertingínn
hefði verið mjög snyrtilegur til
fara, i nýjum Ecco strigaskóm,
rauðum menntaskólajakka, bláum
gallabuxum og með bláa derhúfu.
Hjónin voru mjög miður sin eftir
atburðinn. Þau fóru á lögreglustöð
daginn eftir þar sem þau voru beð-
in um að bera kennsl á grunaða
menn á myndum. „Það komekkert
út úr því,“ sagði maðurinn. Þjófur-
inn liafði líka klifrað upp í ibúð og
rænt þar aldraða konu skammt frá
hótelinu. „Lögreglan sagði að við
hefðum gert það eina rétta, að bíöa
róleg. Versta augnablikið var að
vakna við ógnarhávaöa og vita ekki
hver eða hve margir væru að koma
inn. Stór hnífur var svo það fyrsta
sem maður sá við hálsinn á sér,“
sagði maðurinn.
-ÓTT
Vardfyrirrútu
Maður slasaðist á öxl og höfði þeg-
ar 37 manna rútubifreið rann á hann
í Hveragerði í gær. Maðurinn lá und-
ir rútunni við afturhjó' þegar hún
rann skyndilega af sú . Stöðvaðist
bílJinn við öxl mannsins. Nærstaddir
menn komu á vettvang og tókst þeim
að ýta rútunni ofan af manninum.
-ÓTT
LOKI
Nú er það svart maður!
Veðrið var fallegt í gær þótt heldur andaði köldu. Þessi sjómað-
ur var að dunda í bát sínum í Reykjavíkurhöfn í gær. Hann
og báturinn speglast í sléttum sjónum.
DV-mynd Brynjar Gauti
Alþjóöleg llkamsræktarkeppni:
Ivar Hauksson úr
keppni vegna lyfja-
notkunar
Vegna ólöglegrar lyíjanotkunar
var ívar Hauksson líkamsræktar-
maður dæmdur úr alþjóðlegri lík-
amsræktarkeppni áhugamanna sem
fram fór í Kuala Lumpur í Malasíu
í vikunni.
12 keppendur af um 80 féllu á lyfja-
prófum á mótinu en sú niðurstaða
hefur vakið reiði ■' líkamsræktar-
manna um heim allan. Tv.eir íslend-
ingar tóku þátt í keppninni og lentu
báðir í lyfiaprófi. Ekki fannst neitt
ólöglegt lyf hjá hinum.
Þórhallur Jónsson hjá líkamsrækt-
arstöðinni Hreysti er umboðsmaður
hérlendis fyrir fyrirtækiö Wider sem
stóð að mótinu. Sagði hann það mjög
slæmt fyrir orðstír líkamsræktar-
innar en þó sýnu verst fyrir ívar
sjálfan. Yrði hann dæmdur frá
keppni næstu tvö árin, bæði heima
og erlendis.
Þórhallur segir forráðamenn Wid-
er hafa barist mjög ötullega gegn
ólöglegri lyfianeyslu líkamsræktar-
manna og þeirra helsta metnaðarmál
væri að fá líkamsrækt viðurkennda
sem keppnisgrein á ólympíuleikum.
Uppákoma eins og sú sem varð í
Malasíu sé síður en svo til að auð-
velda þeim róðurinn í þeim efnum.
-hlh
Veðrið á sunnudag og mánudag:
Hæg átt og hlýnandi veður
Á sunnudag má búast við hægri breytilegri átt. Skýjað og hiti nálægt frostmarki suðvestan- og vestanlands en léttskýjað
og vægt frost í öðrum landhlutum yfir daginn en talsvert næturfrost. A mánudag verður fremur hæg suðvestlæg átt og held-
ur hlýnandi veður. Skýjað og dálítil súld við suðvesturströndina en áfram léttskýjað norðan- og austanlands.