Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Page 4
4 MIÐVÍKl®XÖUR.2íí MXRS WBBÍffn f. Fréttir Aðrir Óákveðnir Svör Reykvíkinga í skoðanakönnun DV: Hver viltu aö verði næsti borgarstjóri í Reykjavík? Árni Sigfússon Katrín Fjeldsted Magnús L. Sveinsson Skoðanakönnun DV um helgina: Um 72 prósent benda á engan sérstakan sem borgarstjóra Hvorki borgarbúar né aörir lands- menn viröast hafa gert upp hug sinn varðandi heppilegan arftaka Davíös Oddssonar sem borgarstjóra í Reykjavík. Um 72 prósent Reykvík- inga og ríflega 80 prósent lands- byggðarmanna kváðust ekki hafa gert upp hug sinn í þessu efni. Þetta kom fram í skoðanakönnun DV sem framkvæmd var um síðustu helgi. Spurt var: „Hver viltu að verði næsti borgárstjóri í Reykjavík?" í úrtakinu voru 600 manns, þar af 210 úr Reykjavík og 390 annars staðar af landinu. Helmingur úrtaks voru konur og helmingur karlar. Alls nefndu þeir sem tóku afstöðu 24 einstaklinga sem þeir vildu fá sem borgarstjóra. Af hálfu Reykvíkinga fékk Ámi Sigfússon borgarfulltrúi 11,4 prósent tilnefninga, Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi 5,7 prósent og Magnús L. Sveinsson 1,9 prósent. Aðrir fengu færri tilnefningar. Hvað varðar aðra landsmenn til- nefndu 5,4 prósent Árna, 5,4 prósent Katrínu og 2,1 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa. Aðrir fengu færri tilnefningar. Þeir sem tilnefndir voru í sæti borgarstjóra auk ofangreindra eru: Friðrik Sophusson, Þorsteinn Páls- son, Júlíus Hafstein, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Kristin A. Olafsdótt- ir, Sigrún Magnúsdóttir. Ólína Þor- varðardóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Sigurjón Pétursson, Kristján Loftsson, Davíð Scheving Thorsteinsson, Steingrímur Her- mannsson, Guörún Agnarsdóttir, Sigurður Geirdal, Magnús Skarphéð- insson, Magnús Gunnarsson, Ólafur B. Thors, Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Ómar Ragnarsson. -kaa Landspítalinn: Greitt eftir stimpil- klukku frá 15. mars - þeir sem stimpla sig ekki fá aðeins dagvinnulaun Sú ákvörðun hefur verið tekin að það starfsfólk á Landspítalanum, sem ekki notar stimpilklukkur þær sem settar voru upp síðastliðið haust, fái eingöngu greidda dagvinnu eftir 15. mars. Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs ríkisspítalanna, seg- ir að um 200 manns neiti enn að nota stimpilklukkurnar en fólkiö átti að taka þær í notkun síöasta haust. Hingað til hefur starfsfólkið fengið greitt samkvæmt vinnuskýrslum en í febrúar ákvað stjórn ríkisspítal- anna að heimilt væri að greiða ein- göngu dagvinnu fyrir vinnu sem unnin væri eftir 15. mars. Um næstu mánaðamót geta þeir sem ekki nota klukkurnar átt von á að þessari ákvörðun verði framfylgt. Rikisendurskoðun sendi nýlega frá sér skýrslu þar sem sagt var frá könnun á heildarlaunum sérfræð- inga hjá ríkisspítulunum. Þar kom fram að nokkrir sérfræðingar hafa miklar tekjur í aukavinnu utan stofnunarinnar og segir í skýrslunni að „m.a. í ljósi þessa telur Ríkisend- urskoðun brýnt að taka í notkun stimpilklukku á öllum deildum rík- isspítalanna. Að auki telur Ríkisend- urskoðun sýnt að yfirlæknar veiti ekki samstarfsmönnum sínum nægi- legt aðhald.“ Pétur Jónsson segir að þessi skýrsla hafi ekki orðið til þess að ákvörðun stjórnar ríkisspítaianna hefði verið framfylgt fyrr en ella hefði orðið. „Þetta stimpilklukkumál er búiö að vera lengi í athugun hér. Þegar Ríkisendurskoöun er með þessa stjórnsýsluathugun sína hér þá rekst hún á þetta eins og svo margt annað, finnst þetta sniðugt og mælir með þessu eins og eðlilegt er,“ segir Pétur. -ns 3700 börn verða fermd á þessu ári - gjafir og veislur 1 hófi af hinu góða segir biskup Páimi Matthiasson fermir i Bústaóa- kirkju á sunnudaginn. DV-mynd Brynjar Gauti Börn a landinu öllu fædd árið 1977 eru 3886 samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Af þeim hópi má gera ráð fyrir að 5 prósent kjósi að láta ekki ferma sig af einhverjum ástæð- um. Það verða því nálægt 3700 börn sem staðfesta skírnina í ár. Líkt og undanfarin ár hefur til- standið í kringum ferminguna verið nokkuð gagnrýnt, svo sem dýrar veislur, dýrar gjafir svo og allur sá ágangur sem sölumenn beita for- eldra fermingarbarna og fermingar- börnin sjálf í von um að koma út vamingi sínum. „Mér finnst að fermingarathöfnin sjálf megi í mörgum tilfellum njóta sín betur en hún gerir. Aö fólk kaf- færi hana ekki í gjöfum. Það er ekk- ert athugavert viö það þó fermingar- börnunum sé rétt gjöf, það er fólki i sjálfsvald sett hvemig þaö hagar þessum málum. Það þarf hins vegar að gæta sín á því að leggja ekki í kostnað sem það á erfitt meö að ráða við,“ segir Ólafur Skúlason biskup. „Fermingarveislur eru af hinu góða að mínu mati. Þær geta verið ánægjulegar samverustundir fyrir fjölskyldu og vini fermingárbarns- ins. Það gildir hins vegar það sama um veisluna og gjöfina, það þarf að stilla þessu í hóf. Ég hef allar götur leitast við að vernda fjölskyldur fermingarbam- anna fyrir ágangi kaupahéðna. Á meðan ég var dómprófastur i Reykja- vík fékk ég fjölda beiðna frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum sem vildu fá lista yfir fermingarböm í borg- inni. Ég hafði þaö fyrir reglu að neita öllum slíkum beiðnum enda fékk ég þennan lista ekki í hendur fyrr en fermingunumvarlokiö." -J.Mar í dag mælir Dagfari Vopnaðir læknar Það er dálaglegt sem maöur heyrir. Læknar ætla að fara í meiðyrðamál gegn Ólafi Ragnari ef hann biðst ekki afsökunar á ummælum sínum um lækna. Ólafur neitar aö biðjast afsökunar og heldur því fram að læknar séu meö hótanir, ekki að- eins í sinn garð heldur sjúklinga. Læknar segjast vera bomir röng- um sokum og íhuga nú „aðrar leið- ir til þess að fá ummæli ráðherrans daemd ómerk". Ólafur Ragnar sagði á dögunum að stjórnmálamenn þyrftu að búa við þær hótanir frá læknum að bera ábyrgð á því hverjir dæju og hverjir lifðu ef stjórnmálamenn- irnir sköffuðu læknum ekki þau laun sem þeir heimta í sinn hlut. Vísar Ólafur Ragnar þar til bréfs sem honum var á sínum tíma af- hent þegar síöasta launabarátta lækna var háð. í bréfinu segir með- al annars: „Menn munu ekki vinna stríð við lækna, jafnvel ekki meö lagasetn- ingu, og nægir það að vísa til sög- unnar í nágrannalöndum okkar og vert aö menn kynntu sér hana. Læknar eiga beitt vopn. Þegar búið er aö egna menn mikið kynni því að vera beitt.“ Við lesturs þessa bréfs þarf eng- inn að undrast það þótt fjármála- ráöherra telji sig beittan hótunum. Það er ekki á hverjum degi sem heil stétt manna upplýsir aö hún beri á sér vopn og kunni aö beita þeim ef stjórnvöld gegni ekki því sem þeim er sagt aö gera. Hins veg- ar teldi Dagfari ráðlegast fyrir ráð- herrann aö biðjast strax afsökunar á því aö hafa móðgað læknastétt- ina, þó ekki væri nema sjúkling- anna vegna sem ekkert hafa til saka unnið en geta oröið fórn- arlömbin í því stríði sem læknar hyggjast heyja. Ráðherra, sem nú er að fapa i framboö, hefur ekki efni á því að fórna sjúklingum rétt fyrir kosningar og bera á því ábyrgö að fjöldinn allur af atkvæð- um í kosningunum gjaldi þess með lífi sínu aö ráðherrann móðgi læknana. Læknar hafa móðgast við ráö- herrann. Ekki er gott aö átta sig á því hvers vegna þeir móðgast. Er þaö vegna þess að ráðherrann segir frá því að honum hafi verið hótaö? Er það vegna þess aö læknar vilja ekki aö ráðherrann segi frá því aö þeir beri á sér vopn? Eöa er þaö vegna þess að læknar eru yfirhöfuö móðgaðir þegar einhver svarar þeim á því máli sem þeir tala sjálfir? Auðvitaö skilur Dagfari það mætavel að læknar þurfi að vera vopnaðir. Linnulausum árásum hefur veriö haldið uppi gegn þess- ari stétt. Hún býr viö smánarlaun og er ofsótt fyrir þaö eitt aö vera til. Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér skýrslu um aö einn læknir hafi fengið greiddar krónur fimm- tíu og eina milljón á einu ári út úr tryggingakerfinu. Blaðamenn hafa étið þetta upp eftir Ríkisendur- skoðun. Læknirinn, sem á i hlut, hefur verið hafður fyrir rangri sök vegna þess að hann fær ekki nærri alla þessa peninga. Hann er bara verktaki. Læknar eru ekki læknar heldur verktak'ar og þegar þeir ganga aö skuröarborðinu skera þeir upp á bónuskerfi eöa sam- kvæmt uppmælingu og það getur enginn sanngjarn maöur ásakað lækna fyrir að taka mikið fé úr kerfinu þegar þeir eru afkastamikl- ir. Læknastéttin á illt með að verja sig. Hún getur ekki náð fram hefnd- um á sjúklingunum eða beitt vopn- um eöa vörnum á þeim. Lækna- stéttin getur aö vísu krafist þess að deildum spítalanna sé lokað en þá deyja sjúklingarnir ekki á spít- ulunum heldur heima hjá sér og þá verður læknum ekki kennt um. Læknarnir geta ekki læknað sjúkl- ingana sem aldrei komast í hendur þeirra og þeir geta heldur ekki náö sér niðri á sjúklingum sem eru dánir. Þegar svo er komið fyrir lækna- stéttinni að hún má sín einskis í kjarabaráttu sinni og ráöherrar, blaðamenn og jafnvel sjúklingar eru læknunum óvinveittir er skilj- anlegt að læknar grípi til vopna og gangi vopnaðir um læknastofur og sjúkraherbergi. Þetta eru beitt vopn, segja læknarnir sjálfir, og þaö er eins gott fyrir ráðherra og aðra óæðri þjóðfélagsþegna að egna ekki vopnaða lækna til reiði því þá kann svo aö fara að vopnunum verði beitt. Hér er mikið í húfi. Það eru ann- aöhvort peningarnir eða lífið. Von- andi biðst einhver afsökunar áður en vopnuð átök brjótast út. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.