Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991 Eileen Ford skoöar hér myndir af níutíu stúlkum sem sendu myndir af sér í Fordkeppnina. Hún valdi sautján úr bunkanum. DV-myndir -ELA Fordkeppnin: Úrslitin verða kynnt 14. apríl Fordkeppnin verður haldin með pompi og prakt í Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöldið 14. apríl. Eileen Ford og eiginmaður hennar Jerry koma hingað til lands og velja íslenska stúlku til að taka þátt í keppninni Supermodel of the World sem fram fer í Los Angeles um miðjan júlí. Fordkeppnin verður með öðru sniði en venjulega þar sem ávallt hefur veriö um einkasamkvæmi að ræða þegar stúlkur hafa verið vald- ar. Vegna komu fyrirsætumóður- innar Eileen Ford til landsins verð- ur öllum sem áhuga hafa gert kleift að sjá keppnina að þessu sinni gegn vægu gjaldi. Heiðar Jónsson mun kynna stúlkurnar sautján sem keppa til úrslita. Þá verða Módel 79 og Mód- elsamtökin með glæsilega tísku- sýningu. Stúlkurnar sautján, sem keppa til úrslita, verða allar kynntar í helg- arblaði DV 6. apríl nk. Þá birtast andlitsmyndir af þeim en Biggi og Simbi, sem reka eina vinsælustu hárgreiðslustofu landsins um þess- ar mundir, Hjá Jóa og félögum, munu greiða stúlkunum sautján. Lína Rut Karlsdóttir förðunar- meistari mun sjá um snyrtingu. Hér er því fagfólk í öllum hlutverk- um. Mjög mikill áhugi er á Ford- keppninni hér á landi. Fyrirsætu- starflð er heillandi og eins og Eile- en Ford sagði í viðtali við DV á laugardaginn var er ekki amalegt að fá borgað fyrir að vera falleg. -ELA Eileen Ford velur sigurveyara Fordkeppninnar í Súlnasal Hótel Sögu 14. april nk. Sviðsljós Hver er líkust Barbie? - 4000 kepptu um titilinn Brúðan Barbie er nú komin af léttasta skeiði en hún er fullra 32 ára um þessar mundir. Vinsældir hennar hafa lengi verið með ein- dæmum eins og flestir foreldrar ungra stúlkna geta borið vitni um. Leikfangaframleiðandinn Mattel, höfundur og faðir Barbie gekkst fyrir sérkennilegri keppni í London nýlega. Markmið keppninnar var að fmna stúlku sem líktist Barbie dúkkunni sem mest. 4.000 stúlkur sýndu málinu áhuga og vildu gjarnan taka þátt en úr þeirra hópi voru valdar 50 sem kepptu til úr- slita. Þær mættu allar til leiks í fylgd með mæðrum sínum og sum- ar voru svo forsjálar að hafa unn- ustann meðferðis, vandlega klædd- an og faröaðan eins og Ken vin Barbie. Það var síðan hin 24 ára gamla Harley Spicer sem sigraði. Margir höföu reyndasr búist við að Natalie Johnson myndi sigra en hún var að mati áhorfenda nákvæmlega eins og Barbie. „Ég varð mjög undrandi og glöð yfir að sigra,“ sagði Hayley Spicer sem vann. Hana dreymir um aö ferðast um heiminn og stunda fyr- irsætustörf. „Mér eru þetta mjög mikil von- brigði," sagði Natalie, helsti keppi- nautur Hayley. „Ég bjóst fastlega við að vinna og dómararnir voru óskaplega hrifnir af mér.“ -Pá Natalie var mjög sár yfir aö sigra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.