Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Qupperneq 24
-24
MIÐVIKUDAGUR 27. MA.RS 1991.
Víkingurinn sem kom út úr ísskápnum og skoradi þrennu:
Harkan hér er gífurleg
- DV í heimsókn hjá Eyjólfi Sverrissyni, knattspymumanni í Stuttgart
Eyjólfur Sverrisson og Anna Pála, kona hans, á heimili sínu í bænum Buch i Þýskalandi. Sonurinn, Hólmar örn, undi sér hið besta þótt það væri orðið
framorðið.
Jóhanna S. Sigþórsdóttir, DV, Þýskalandi:
„Það var náttúrlega mjög mikil
breyting fyrir mig að koma hingað
miðað við það sem hafði verið þegar
ég spilaði heima. Harkan hér er svo
gífurleg. Hér eru eingöngu toppmenn
í liðinu, og ekki nóg með það. Á
bekknum sitja líka toppmenn sem
eru að bíða eftir að komast inn á. í
rauninni erum við sex leikmennimir
hér sem erum að berjast um tvær
stöður í liðinu. Auðvitað er erfitt að
standa í þessari stöðugu samkeppni
því það er ekki bara í leikjum sem
þú tekur á öllu sem þú átt, heldur
hka á æfmgum.“
Við erum sest inn í stofu hjá Eyj-
ólfi Sverrissyni knattspyrnumanni
og konu hans, Önnu Pálu Gísladótt-
ur, í Þýskalandi. Á gólfinu liggur sjö
mánaða sonur þeirra, Hólmar Örn,
og blandar sér öðru hvoru í samræð-
urnar. Fjölskyldan býr í bænum
Buch sem er skammt frá Stuttgart.
Þar er hún búin að koma sér nota-
lega fyrir í nýrri „penthouse“-íbúð á
rólegum stað. Það er stutt fyrir Ey-
jólf að fara á æfingar hjá VíB Stuttg-
art en með því liði hefur hann sem
kunnugt er leikið síðasthðið ár. Hann
er raunar kallaður „Jolh“ í Þýska-
landi, enda yrði líklega messufall á
áhorfendabekkjunum ef þýskir
aðdáendur ættu að hvetja hann með
því að hrópa „Eyjólfur!“ Það væru
of mikhr fimleikar fyrir þýska tungu.
Hvaö um það, Eyjólfur vakti heil-
mikla athygli þegar hann skoraði
þrennu í fyrsta heila leik sínum á
keppnistímabilinu á dögunum. Þar
leiddu saman hesta sína Dortmund
ogVíB Stuttgart og vann síðarnefnda
hðið, 7-0. Þýskir íjölmiðlar urðu
náttúrlega uppvægir, birtu frásagnir
og myndir af leiknum og fjölluðu
mikið um „ljóshæröa víkinginn" sem
kominn væri til þess að bjarga
Stuttgart frá því að lenda á botninum
og annað í þeim dúr. Síðan hefur
Eyjólfur fengið sinn skerf af athygl-
inni, ekki síst hjá fjölmiðlum. Þaö
var einmitt eftir þrennu-leikinn sem
eitt dagblaðanna skrifaöi: „Víkingur-
inn kemur út úr ísskápnum!"
„Annars eru þeir ekkert aö kenna
mig sérstaklega við ísland, hér þykir
ekkert tiltökumál að vera þaöan. Það
er í mesta lagi að þeir skjóti á mig
„víkingur“ ef ég hrindi einhverjum
duglega frá mér á æfingu," sagði
Eyjólfur en beinir síöan talinu aftur
að þessari minnisstæðu frumraun
sinni.
„Það var auðvitað gaman að skora
þrennu þótt ég heföi nú heldur viljað
dreifa þessu svohtið og skora þessi
þrjú mörk í þrem leiKjum. En þetta
var góður leikur, mannskapurinn
var mj[ög frískur og viö vorum stað-
ráðnir í að vinna. Við vorum grimm-
ir, pressuöum þá og skoruðum mjög
snemma. Þetta var óskabyrjun sem
við fengum," sagði Eyjólfur þegar
talið barst að þessari frumraun hans
í upphafi nýs keppnistímabils.
Eftir leikinn við Dortmund lék VfB
Stuttgart við Herta Berlín og vann,
2-0. Reiðarslagið var svo leikurinn
við Bayem Munchen, því honum
töpuðu Eyjólfur og félagar, 0-3. Enn
niku dagblöðin upp til handa og fóta
en nú kvaö við annan tón heldur en
eftir fyrsta leikinn. Liðið fékk óbóta-
skammir fyrir lélega frammistöðu.
„Þetta er alltaf svona. VfB Stuttgart
á aö vera eitthvað alveg sérstakt og
blaðamenn hreinlega rífa okkur í sig
ef viö stöndum okkur ekki. Ef við
töpum leik er sú knattspyrna sem
við leikum sú lélegasta sem sést hef-
ur fyrr og síðar. En öll lið geta náttúr-
lega átt lélega leiki og við eram eng-
in undantekning á því.“
Um síðustu helgi bættu Stuttgart-
menn svo ráð sitt því þá unnu þeir
Numberg, 1-0.
Kom úrTindastóIi
En hver er hann, þessi ungi maður
sem allt í einu var kominn á samning
hjá öflugu hði úti í Þýskalandi án
þess að hafa gert garðinn frægan hjá
einhveiju af 1. deildar liðunum
heima?
Hann er fæddur á Sauðárkróki,
sonur hjónanna Sverris Björnssonar
húsasmiðs og Guðnýjar Eyjólfsdótt-
ur. Það varð snemma séð hvert hug-
urinn hneigöist þvi strax sem smá-
patti var hann farinn að sprikla í
öllum þeim íþróttagreinum sem
hann gat mögulega spreytt sig á, svo
sem sundi, frjálsum, körfubolta - og
auðvitað fótbolta. „Það var talsvert
íþróttalíf á Sauöárkróki á þeim tíma
og strákarnir, sem ég ólst upp með,
voru allir meira eða minna í íþrótt-
um. Fyrst vorum við í öhu sem hægt
var aö vera í. Svo þegar við stækkuð-
um fór þetta að rekast hvaö á annað.
Æfingar í sundi og fótbolta voru
kannski á sama tíma og þá var kom-
ið að því að velja og hafna. Fótboltinn
varð fyrir valinu hjá mér eins og
mörgum hinna strákanna. Þá spilaöi
ég fótbolta á sumrin og körfubolta á
veturna."
Eyjólfur spilaði að sjálfsögðu með
sínu heimaliði, sem er Tindastóh, er
þá var í 2. deild. Hann var þó ekki
eini liðsaukinn, sem foreldrar harts
lögöu liðinu, því á tímabili vora þeir
bræðurnir hvorki fleiri né færri en
fjórir talsins sem spiluðu með því.
Eyjólfur er næstyngstur þeirra. í
bræðrahópnum standa leikar nú
þannig að sá yngsti er farinn að leika
með KA, Eyjólfur meö Stuttgart-lið-
inu en hinir tveir elstu ætla að halda
sig við Tindastól, að minnsta kosti
um sinn.
Þegar „Þýskalandsævintýriö"
knúði dyra var Eyjólfur enn í skóla.
Hann dreif sig í að ljúka stúdents-
prófmu til að eiga það ekki eftir ef
eða þegar hann færi út. Raunar haföi
hann hugsað sér að fara í íþrótta-
kennaraskólann og ljúka honum.
Síðan ætlaði hann að sjá til og hafði
jafnvel hug á því að fara í frekara
nám en það mál er auðvitað aht í
biðstöðu nú.
Anna Pála, konan hans, er einnig
Sauðkrækingur. Hún er að vísu fædd
í Vestmannaeyjum en flutti tíu ára
til Sauöárkróks ... og þar er allt
mitt fólk,“ sagði hún.
Til Þýskalands
Það var í gegnum landslið 21 árs
leikmanna og yngri sem leið Eyjólfs
lá til Þýskalands. Hann haföi leikiö
með því liði, bæði heima og í Þýska-
landi. í Evrópukeppni landsUða voru
þeir ekki langt frá því að komast í
úrslit þótt þeir lentu á móti sterkum
Uðum svo sem Þjóðverjum og Hol-
lendingum. „Það var í framhaldi af
því sem Ásgeir Sigurvinsson hringdi
í mig með tilboð um að koma og æfa
með Stuttgart. Ég sló til og æfði með
liðinu í tíu daga.
Svo kíktu þeir aftur á mig i leik í
Saarbraggen, þar sem ég var að spila
með 21 árs landsliðinu og eftir þann
leik fékk ég boð um samning.“
Stuttgart var þó ekki eina liðið sem
hafði áhuga á aö fá Eyjólf til liðs við
sig. Félögin Brann í Noregi og Bever-
en í Belgiu vora einnig á höttunum
eftir honum „... en ég lét allt bfða
því ég vildi vita hver niðurstaðan
yrði hjá Stuttgart. Hún varð sú að
þeir buðu mér samning eins og áöur
sagði.“
Það var svo fyrir um það bil ári sem
Eyjólfur hélt til Þýskalands. „Þá var
mikið í gangi hjá liðinu. Þeir voru
þá í lægð og skömmu eftir að ég kom
út skiptu þeir umþjálfara. Hann varð
þó ekki langlífur hjá félaginu því
hann var fljótlega látinn fara og ann-
ar ráðinn í staðinn. Daum heitir sá
og hann er staðráðinn í að koma liö-
inu áfram.“
- Voru það ekki talsverð viðbrigði
fyrir þig að koma til Þýskalands?
„Jú, það er ekki hægt aö segja ann-
að. En mér var vel tekiö og það hjálp-
aði mikið. Ég var að vísu í vandræö-
um með þýskuna því hér tala þeir
mállýsku, svokallaða „schwábisch,"
sem er svolítið annað en það sem
maður lærir heima. Ég talaði því
sambland af þýsku og ensku í fyrstu
en þetta kom allt mjög fljótlega."
- Hvað kom þér helst á óvart þegar
þú fórst að leika með Stuttgart-lið-
inu?
„Það sem hefur líklega komið mér
einna mest á óvart var geta leik-
manna. Þeir eru allir afskaplega
sterkir líkamlega, alhr skotfljótir og
allir... já, eiginlega búnir öllum
þeim eiginleikum sem þeir þurfa að
hafa til að bera.“
Fyrst með varaliðinu
Þegar Eyjólfur kom fyrst út spilaöi
hann með varaliðinu svokallaða. Það
leikur í 3. deildinni og kemst ekki
upp úr henni hversu vel sem það
leikur. Þjálfari aöalliðsins fylgist síð-
an vel með leikmönnunum ungu og
ef þeir standa sig vel með varaliðinu
fá þeir tækifæri til að spreyta sig í
liðinu hjá honum. Allt tekur þetta
þó sinn tíma og menn hoppa ekkert
á milli liða fyrirhafnarlaust.
Eyjólfi var þó alltaf ætlað betra
hlutskipti en að spila í 3. deildinni til
langframa þvi hann æfði frá upphafi
með aðalliðinu enda var hann á sér-
stökum samningi. í fyrrahaust var
hann svo settur inn á í tveim leikjum.
í fyrri leiknum tókst honum að skora
mark sem líklega hefur ekki spillt
fyrir gangi mála. Síðan hefur hann
veriö aö færa sig upp á skaftið og
hefur leikið með aðalliöinu síðan
keppnin hófst aftur eftir vetrarhléið.
Þetta hefur þó ekki gengið sjálfkrafa
fyrir sig því þrír leikmannanna hafa
verið að berjast um stöðu framlínu-
manns. Eyjólfur er einn af þeim sem
bítast um hana og tókst honum að
hreppa hnossið. Þar með var hann
kominn í liðið.
„Þetta er feiknabarátta enda til
mikils að vinna. Það er til dæmis
ekkert gefið eftir á æfingum. Þar
leggja menn sig alla fram. Ef maður
lendir svo í meiöslum kemur einhver
annar inn á í staðinn. Ef hann spilar
vel kemst maður kannski ekkert inn
í liðiö aftur fyrr en næsti leikmaður
meiðist. Æfingarnar eru því eins og
hverjir aðrir leikir, þar sem menn
„tækla" hver annan og berjast virki-
lega. Maður verður að passa sig vel
og vera ekkert að fórna sér. Auðvitað
er það talsvert álag að vera alltaf
undir slíkri pressu en maður verður
að venjast þvr. Það reynir líka oft á
þolinmæðina ef illa gengur, en þá
má maður ekki láta bugast."
- Eruð þið ekki undir miklum aga?
„Jú, aginn er mjög mikill og menn
verða aö vera harðir við sjálfa sig,
til dæmis hvaö þeir borða og fleira í
þeim dúr. Maður fær engan matseðil
í hendurnar enda veit maður það svo
sem best sjálfur hvað gott er og hvað
slæmt. Þaö er einungis árangurinn
sem sýnir hvernig maður hefur búiö
að sjálfum sér.“
Strangar æfingar
Nýi þjálfarinn, Daum, boðaði
breytta tíma hjá Stuttgart. Hann setti
þrjá unga menn inn í liðið, aftasta
mann í vörn, annan á hægri kantinn
og svo Eyjólf. „Hann lagði áherslu á
að efla keppnisskapið og grimmdina
á ný í leikmönnunum. Hann lét menn
beita sér betur á æfingum og æfa
mun meira heldur en fyrri þjálfar-
inn. Vissulega hefur hann breytt
stöðunni hjá liðinu. Við vorum mjög
langt niðri fyrir áramótin en nú er-
um við allir að hressast.
í fyrstu fannst mér erfitt hvað við
æfðum mikið. Þá var „bundesligan“
að byija og þetta var mikið stress.