Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1991, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 1991. 'iÞPi 'wuri tc 'aTT.’itrnmm-TO Idi. Til varnar eru Cikanauskas og Petkevicius, markahæstu leikmenn Litháa, en DV-mynd GS kílokin Is, 22-20, á Litháen 1 gærkvöldi ari, þar af eitt vítakast. Hjá Litháen var Valdemaras Novitsk- is, fyrrum fyrirliði sovéska landsliðs- ins, í mikilvægu hlutverki og batt sam- an vamarleikinn. Vigantas Petkevicius var einnig íslensku vörninni erfiður viðureignar. Mörk íslands: Júlíus Jónasson 7/4, Valdimar Grímsson 4, Siguröur Bjarna- son 4/1, Stefán Kristjánsson 2, Birgir Sigurðsson 2, Einar G. Sigurðsson 1, Jón Kristjánsson 1, Konráð Olavsson 1/1. Aðrir sem léku voru Patrekur Jó- hannesson, Jakob Sigurðsson og Gústaf Bjarnason, sem lék sinn fyrsta lands- leik. Mörk Litháen: Petkevicius 8/3, Cika- nauskas 4/1, Tchepulis 3, Milaschiunas 2, Novitskis 1, Malakauskas 1, Sakou- kynas 1. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erl- ingsson voru í erfiðri aðstöðu sem heimadómarar en komust þokkalega frá dómgæslunni. Lækkað miðaverð á leikinn í kvöld Síðari leikur þjóðanna fer fram í Laug- ardalshöllinni í kvöld klukkan 20. Miðaverð hefur verið lækkað í 500 krónur fyrir fullorðna og aðgangur verður ókeypis fyrir börn. „Við skorum á alla þá sem vilja styðja sjálfstæðis- baráttu Litháen að mæta í Hölhna og fylla hana,“ sagði Jón Hjaltalín Magn- ússon, formaður HSÍ. -VS I I í a í g í n ;i i- >i i, d t-: [S ir á S íslandsmótið í borðtennis íslandsmótið í borðtennis hefst á morgun, skírdag, í íþróttahúsi TBR í Reykjavík og lýkur á sama stað síðdegis á laugardaginn. Keppni hefst í fyrramáhð klukkan 10 og leikið verður fram eftir degi. Undanúr- slit hefjast síðan klukkan 14 á laugardaginn og úrslitin í meistaraflokk- um karla og kvenna byrja um klukkan 16.30. í meistaraflokki karla er 21 keppandi en 10 keppa í meistaraflokki kvenna. Það er borðtennis- deild Víkings sem hefur umsjón með mótinu. -VS ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Lögreglan í Reykjavík óskar eftir húsnæði til kaups eða leigu fyrir bifreiðaverkstæði og aðra starfsemi lögreglunnar. HúSnæðið þarf að vera á bilinu 600-800 m2. Tilboð sendist lögreglustjóranum í Reykjavík, Hverfisgötu 115, eigi síðar en föstudaginn 5. apríl 1991, merkt „Verkstæði". Allar nánari upplýsingar veitir Valgeir Guðmundsson í símum 33820 og 672693. íþróttir Sport- stúfar r-~rr| Chicago Bulls mátti I jjrLjjl sætta sig við ósigur á \/y I heimavelli i fyrrinótt '-----} þegar hðið fékk Hous- ton Rockets í heimsókn í banda- rísku NBA-deildinni í körfu- knattleik. Þetta var 12. sigur Ho- uston í röð. Úrslit urðu annars þessi: Orlando -Golden State.115-106 Washington - NJ Nets..113-106 Chicago - Houston. 90-100 Denver-Detroit.. 94-118 Utah - Milwaukee......109-98 LA Clippers - Phoenix.106-94 Sacramento-LALakers.... 89-99 Bröndby og Frem efst í Danmörku Bröndby og Frem eru efst í dönsku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu eftir 2. umferð sem var leikin á sunnudaginn. Þau eru einu félögin sem hafa unnið tvo fyrstu leiki sína. Úrslit urðu þessi: Bröndby -Ikast...........2-1 Lyngby - B1903...........4-1 OB-AGF...................0-0 Silkeborg-AaB............1-1 Vejle - Frem.............1-2 Frem er með 4 stig, Bröndby 4, Lyngby 2, Ikast 2, AaB 2, Silke- borg 2, Vejle 1, AGF 1, B 1903 1 og OB 1 stig, Evrópuleikir í kvöld Fjórir leikir verða í Evrópu- keppni landsliða í knattspymu í kvöld. Skotar og Búlgarir leika í Glasgow, San Marinó leikur heima gegn Rúmeníu, Englend- ingar og Irar leika á Wembley í London og Belgía og Wales leika í Brussel. Sigurbjörn vann páskamót Víkings Hið árlega páskaeggja- mót Nóa og Siríus og borðtennisdeildar Vík- ings var haldið ífyrra- kvöld. Góð þátttaka var í mótinu og var forgjafarfyrirkomulag á mótinu. Keppt var upp í 51 og voru borðtennisspilarar með misjafna forgjöf eftir punkta- stöðu manna. Glæsileg verðlaun voru í mótinu frá Nóa og Síríus í formi páskaeggja og fór enginn tómhentur heim. Sigurbjöm Sig- fússon sigraði, Ólafur Eggertsson varð annar en þeir Pétur Ó. Stephensen og Siguröur Jónsson deildu með sér þriðja til íjórða sætinu. Landskeppni íslands og Færeyja í sundi Landskeppni milh ís- lands ogFæreyja verð- ur haldiö í Sundhöll Reykjavíkur á annan í páskum, 1. apríl. Keppendur verða bestu sundmenn úr lands- liðum beggja landa. Upphitun hefst klukkan 9 og keppnin kl. 10. Hlé verður gert á keppninni síö- degis en hún hefst að nýju kl. 18. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: 50 m skrið, 100 m bak, 200 m ijór, 200 m bringa, 100 m flug, 4x100 m skrið, 200 m flug, 100 m skrið, 200 m bak, 100 m bringa, 200 m skrið og 4x100 m íjór. 60 keppendur á vormóti TBR Um siðustu helgi var haldið vormót TBR í badminton. Keppt var með forgjöf og vom þátttakendur um 660 talsins frá Reykjavík og Keflavík. Kristján Daníelsson, TBR, sigraði Ragnar Jónsson, TBR, í einliðaleik, 15-10, og 15-4. Kristján Daníelsson og Gunnar Petersen, báðir úr TBR, sigruðu þá Sigfús Ægi Árnason og Skarphéðinn Garðarsson úr TBR, 15-10, og 15-12. í einliðaleik kveima sigraði Mar- ía Thors, KR, Áslaugu Jónsdótt- ur, TBR, 11-6, og 11-2. Gunnar Petersen og Anna Steinsen úr TBR sigruðu Áslaugu Jónsdóttur og Tryggva Nilsen TBR í tvennd- arleik, 15-8, og 15-12. 47 VÖRUBILAEIGENDUR, ATHUGIÐ. Höfum á lager | undirakstursvörn á vörubíla. Mjög hagstætt verð. Járnsmiðjan Varmi h/f Hjalteyrargötu 6, Akureyri. Sími 96-26525 ✓ O VARMI- C-stigs þjálfaranámskeið KSÍ verður haldió í íþróttamiðstöðinni Laugardal 5.-7. apríl nk. Skráning er hafin á skrifstofu KSl, sími 84444. Þátttökugjald kr. 7.500. Góð þjálfun - betri knattspyrna. Fræðslunefnd KSÍ Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fram fara 20. apríl nk. liggur frammi almenningi til sýnis á Mann- talsskrifstofu Reykjavíkurþorgar, Skúlatúni 2, 2. hæð, alla virka daga frá 2. apríl til 20. apríl nk. Þó ekki á laugardögum. Kjörskrárkærur skulu hafa borist skrif- stofu borgarstjóra eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 9. apríl. Kjósendur eru hvattir til þess að athuga hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Reykjavík 25. mars 1 991 Borgarstjórinn í Reykjavík Framboðsfrestur til alþingiskosninga í Reykjavík 20. apríl 1991 rennur út fnstudaginn 5. apríl nk., kl. 12.00 á hádegi. Framboðum skal skila til oddvita yfirkjörstjórnar á skrifstofu hans, Austurstræti 16. Einnig tekur yfirkjör- stjórn á móti framboðum að Austurstræti 16, 5. hæð, kl. 11.00-12.00 föstudaginn 5. apríl 1991. Á framboðslista í Reykjavík skulu að lágmarki verða 18 nöfn og eigi fleiri en 36. Fjöldi meðmælenda í Reykjavík er að lágmarki 360 og eigi fleiri en 540. Fylgja skal tilkynning um hverjir séu umboðsmenn framboðslista. 25. mars 1991 Yfirkjörstjórn Reykjavíkur Jón G. Tómasson Borghildur Maack Guðríður Þorsteinsdóttir Kristján J. Gunnarsson Skúli J. Pálmason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.