Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1991, Qupperneq 23
LAÚGARIÍAGUR 27. APRÍL 199Í.
23
dv Meiming
Mozart-
tónleikar
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt
tónieika í Háskólabíói að kvöldi sum-
ardagsins fyrsta þar sem eingöngu
voru leikin verk eftir Wolfgang
Amadeus Mozart. Hljómsveitarstjóri
var Petri Sakari en einleikari á píanó
var Markus Schirmer. Þess er
minnst víða um heim að á árinu 1991
eru tvö hundruð ár síðan Mozart lést
og voru þessir tónleikar liður í há-
tíðahöldum af því tiiefni.
Mozart var vel undir tvítugu þegai
hann samdi sinfóníu nr. 25 í g moll
og er það mikið undrunarefni að svc
þroskað verk skuli samið af svo ung-
um manni. Verk Mozarts urðu síðar
Wolfgang Amadeus Mozart. Þess
er minnst víða um heim að tvö
hundruð ár eru síðan hann lést.
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
á ævinni dýpri og viðameiri en þetta
verk hefur engu að síður mörg þau
einkenni ágætis sem nafnið Mozart
er tákn fyrir. Má þar nefna formlegt
jafnvægi, glæsileika og tilfinninga-
lega dýpt þar sem öllum markmiðum
er náð með afslöppuðum einfaldleika
geislandi hugvits. Allir þessir kostir
koma enn betur fram í píanókonsert
nr. 21 í C dúr, einni af fegurstu perl-
um tónbókmenntanna sem Mozart
hristi fram úr erminni á nokkrum
vikum 1785 í röð margra annarra
stórvirkja. Hér er lífssýn Mozarts
orðin víðfeðmari og reynsla hans
dýpri og gætir þess í tónlistinni sem
er björt og glaðvær við fyrstu kynni
en reynist dramatískari eftir þvi sem
betur er hlustað.
Haffner serenaðan, sem flutt var
eftir hlé, stendur fyrrgreindu verk-
unum mjög að baki. Hún er löng,
eiginlega fullöng sem konsertverk og
hálfsamtíningsleg í formi. Þannig
eru nokkrir þættir framan af skrifað-
ir sem einleiksþættir fyrir fiðlu en
síðan er því hætt. Margt er fallegt í
verkinu engu að síður og hefði ef til
vill mátt flytja verkið í styttri mynd.
Guðný Guðmundsdóttir lék einleiks-
hlutverkiö og gerði þaö mjög fallega.
Sinfóníuhljómsveitin spilaöi þessi
verk í aðalatriðum vel. Sú breyting
var gerð á uppröðun hljómsveitar-
manna að annarri fiðlu var skipað á
pallinn fremst til hægri og heyrðist
nú betur en áður. Hins vegar hefði
mátt heyrast meir í sellóum og lágf-
iðlum. Hljómsveitin hafði ekki á
valdi sínu það sambland nákvæmni
í hljóðfalli og fingerðra styrkbrigða
sem einkennir hina bestu Mozart-
flytjendur. Það hafði hins vegar ein-
leikarinn, Markus Schirmer, sem
töfraði alla nærstadda með leik sín-
um. Ásláttur hans var skemmtilega
léttur en túlkunin tilflnningarík og
full blæbrigða og er hvort tveggja
mjög í anda tónlistarinnar. Áheyr-
endur fógnuðu hinum unga virtúós
vel og innilega og var hann kallaður
fram margsinnis.
vegna gatnaframkvæmda
/ sumar veröa Vonarstrceti, Templarasund og noröurhluti Tjarnargötu endurgeröar þannig, aö
göturnar veröa steinlagöar og settar snjóbrœöslulagnir í þœr. Jafnframt veröur noröurbakki
Tjarnarinnar endurbyggöur. Nauösynlegt er aö loka götunum meöan á framkvcemd stendur.
Verkiö veröur unniö i áföngum. A meöfylgjandi mynd má sjá áfangaskipti. Eftirfarandi er
áœtlun um verktima einstakra áfanga.
m
@
©
o
e
Vonarstrœti austan nr. 10.................30. apríl - 75. ágúst.
Templarasund...............................5. júlí - 15. ágúst..
Vonarstrœti frá nr. 8 aö Tjarnargötu
og Tjarnargata frá Vonarstrœti aö nr. 4.1. júlí - 1. sept.
Tjarnargata frá nr. 4 aö Kirkjustrœti.. 7. júní - 75. júlí.
Tjarnargata frá Vonarstrœti aö nr. 12...75. júlí - 15.sept.
Á tímabiJinu 30. apríl - 7. sept. veröur ekki unnt aö aka um Vonarstrœti frá Lœkjargötu aö
Suöurgötu. Þess í staö er ökumönnum bent á aö aka Skólabrú, Pósthússtrœti og Kirkjustrœti.
Framkvcemdum viö Tjarnargötu milli Vonarstrœtis og Kirkjustrœtis veröur hagaö þannig,
aö aökoma veröur möguleg aö bílastœöi Alþingis.
30. apríl hefst J.áfangi verksins. Þá veröur Vonarstrceti austan nr. 10 lokaö. Einstefna á
vesturhluta Vonarstrœtis veröur þá afnumin.
Viö upphaf hvers áfanga veröur auglýst nánar um lokanir gatna og breytingar á umferö.
LATTU EKKI OF MIKINN HRAÐA
VALDA ÞER SKADA!