Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 3
2 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Fréttir íbúðablokk Byggung við Vindás hriplek vegna ónýtrar akrílklæðningar: 13 milljóna króna við- gerð bíður íbúanna - uppsetningu og frágangi áfátt, segir Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins „Klæöningin er svo illa farin aö það hriplekur hjá mér íbúðin og er veru- lega skemmd. Þegar ég er aö heiman verö ég að breiða yflr eldavélina svo hún eyöileggist ekki. Ég er húinn að vinna í þessu máli frá 1988 en ekkert hefur gengiö. íbúarnir hér eru orðnir langþreyttir á ástandinu og menn vilja draga einhvern til ábyrgöar. Hins vegar virðist enginn ábyrgur frekar en annars staðar í þjóðfélag- inu. Það er óskaplegt þegar svona handvömm hefur átt sér stað og ný- leg íbúð er orðin stórskemmd af leka,“ sagði íbúi í blokkinni að Vind- ási 1-3 í samtali við DV. Vindás 1-3 er efst í Seláshverfi en þessi blokk og fimm aðrar í næsta nágrenni tilheyra 9. og 10. áfanga byggingasamvinnufélagsins Bygg- í einu eldhúsinu hefur vatnsleki skemmt stórlega frá sér. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur tekið stórt sýni úr veggnum en skemmdirnar neðst í horni myndarinnar eru daemigerðar fyrir skemmd- ir um alla blokkina. DV-mynd Brynjar Gauti ung. Utan á þessum blokkum er sér- skemmd þannig að vatn hefur kom- stök akrílklæðning sem er orðin stór- ist inn í einangrun og skemmt frá sér. Hefur og lekið inn í margar íbúð- anna. Verktaki hefur skoðað blokkina að Vindási 1-3 með tilliti til varanlegra viðgerða og áætlar hann að heildar- kostnaður geti numið allt að 13,5 milljónum eða tæpum 600 þúsundum á hveija íbúð. Sama klæðning er á hinum blokkunum. DV er ekki kunn- ugt um að úttekt hafi verið gerð á þeim blokkum en ef ástandiö þar er svipað getur heildarviðgerðarkostn- aður við allar blokkirnar numið allt að 70 milljónum króna. Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins hefur nýverið tekið út ástand blokkarinnar að Vindási 1-3. Segir þar meðal annars: „Ástand múrkáp- unnar er mun verra en eðlilegt getur talist. Kápan er mikið sprungin og er víða farin að skemmast mjög mik- ið vegna frostskemmda. Líkur eru á að þessar skemmdir muni aukast til muna á skömmum tíma ef ekkert er að gert. í núverandi ástandi gegnir múrkápan ekki því hlutverki sínu að vera regnvörn og verulegar skemmdir á byggingarhlutum og íbúöarrými geta hlotist af.“ „Um leið og dómskvaddir mats- menn hafa skoðað skemmdirnar lát- um við byrja á viðgerðunum. Við verðum aö greiöa þær úr eigin vasa til að byija með en heildarkostnaður getur orðið um 13 milljónir króna. Ég hef talað við lögfræðing, skrif- stofu Byggung og nú síðast félags- málaráðherra. Hingað til hefur ekk- ert gengið og við erum ori'in heldur svartsýn á að við fáum leiðréttingu okkar mála. Nú beinum við spjótum okkar að byggingarmeistaranum," sagði íbúinn. -hlh Mosfellsbær: Skipt um forseta bæjarstjórnar Grindavík: Tekinn á 162 km hraða Lögreglan í Grindavík svipti þrjá ökumenn ökuskírteinum sínum til bráðabirgða í gær. Einn var tekinn á mótorhjóli á 107 kíló- metra hraöa innanbæjar, annar var sviptur ökuskírteini vegna vítaverðs aksturs í bænum og sá þriðji var svíptur ökuskirteini þegar hann var tekinn á 162 km hraða á klukkustund á Grinda- víkurvegi. -J.Mar Slys á Fagradal Ökumaður steypubíls slasaðist alvarlega á fæti í gær er bifreiö hans valt á Fagradal. Tildrög slyssins munu hafa ver- ið þau að það hvellsprakk á fram- dekki með þeim afieiðingum að ökumaðurinn missti stjóm á bif- reiö sinni. Maöurinn var í fyrstu fluttur á sjúkrahús á Egilsstöðum og þar var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur til frekarirannsókna. -J.Mar Sorpbögsun í Garðabæ Gámaþjónustan hefur leigt gamla Stáivikurhúsiö í Garðabæ til þess að umhlaöa sorpi frá fyr- irtækjum. Eftir aö gámarnir koma inn er sorpið flokkað og sett í pressun og flutt burt. Ekk- ert húsasorp fer inn í umhleðslu- stöðina. -PÍ „Það hefur verið ákveðið aö skipta um forseta bæjarstjórnar. Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum eru þeir kosnir til eins árs í senn. Fyrir nokkrum vikum var ákveðið aö rót- era öllum embættum í bæjarstjórn, það er forseta bæjarstjórnar, vara- forseta og bæjarráðsmönnum,“ segir Magnús Sigsteinsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Þengill Oddsson er hinn nýi forseti bæjarstjórnar og þegar hann lætur af störfum, eftir ár, mun Helga Richt- er taka við. Að undanfómu hefur verið þrálát- Hópur þekktra Islendinga hefur skorað á íslenska embættismenn að taka ekki þátt í neinum athöfnum eða uppákomum tengdum komu norska víkingaskipsins Gaia hingað til lands. Telja þeir fór skipsins vera auglýsingabrellu þar sem Norðmenn reyni að breiða yfir þann sannleik að Leifur Eiríksson hafi verið ís- lenskur. Átelja þeir íslensk stjórn- völd harðlega fyrir að hafa veitt milljónir af almannafé til þessarar ferðar víkingaskipsins yfir ála Atl- antshafs. „Leifur Eiríksson var íslendingur og hefði borið íslenskt vegabréf ef shk skilríki hefðu tíðkast á hans dög- ur orðrómur um að miklar deilur og valdabarátta fari fram innan sjálf- stæðismeirihlutans og undirrótin hafi verið ákvörðunin hvort bærinn ætti að neyta forkaupsréttar síns á landi Blikastaða. Vegna þess hafi verið ákveðið að skipta um forseta bæjarstjórnar. „Þessi skipting var ákveðin meðan ég var í fríifrá bæjarstjórnarstörfum en ég vissi að þetta stóð til. Skipting- in kom mér því ekki á óvart. En ég kannast ekki við að það séu neinar deilur um þetta innan meirihluta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Ein- um. Leifur var íslénskur maður í landaleit en ekki sjóræningi. Vík- ingaheitið er skandinavískur merki- miði og aldrei ætlaður íslendingum. Það var og er sitthvað að vera íslend- ingur eða vera Skandinavi," segir meðal annars í mótmælaskjali sem þeir hafa sent frá sér. Athygli vekur að í upphaflegum teksta mótmælaskjalsins var þeirri áskorun beint til forseta íslands að taka ekki þátt í þeirri draumsýn Norðmanna aö fá Leifi Eiríkssyni norskt vegabréf. Eitthvað mun þessi áskorun þó hafa komið Vigdísi Finn- bogadóttur illa og var því öllum til- vitnunum i embætti forsetans kippt hverjar sögur hefur maður heyrt um pukur úti í homum en að það sé ósamkomulag innan þessa meiri- hluta er draugasaga. Menn láta sig kannski dreyma um hitt og þetta og þaö er ýmislegt talaö en ég kannast ekki við að þaö sé neinn verulegur ágreiningur," segir Magnús. „Ég veit ekki hvort það er rétt að það séu einhverjar deilur í gangi. Það er alltaf ágreiningur í pólitík," sagði Gunnar Ingi Hjartarson, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ. „Það er allavega engin haUarbylt- ingfyrirhuguðíbænum." J.Mar út úr mótmælaskjalinu. Sú orðsend- ing fylgdi leiðréttingunni að Vigdís hefði þegar ákveöið aö vera viðstödd einhverjar athafnir þessu tengdu og ætlunin hafi ekki verið að koma for- setanum í vandræði vegna þessa máls. Meöal þeirra sem skrifað hafa und- ir mótmælaskjal þetta eru Emil Als, Þorsteinn E. Jónsson, Örlygur Sig- urðsson, Sigurður A. Magnússon, Þorarinn Guðnason, Stefán Hörður Grímsson, Steingrímur St. Th. Sig- urösson, Þorsteinn Halldórsson, Ingimar Erlendur Sigurðsson, Sigþór Pálsson og Hólmfríður Maríasdóttir. -kaa Kunnlr íslendingar ásaka stjómvöld um þátttöku í skrípaleik: Leifur var íslendingur en ekki sjóræningi - hættu við áskorun til forseta íslands um að sniðganga komu Gaia Það er ekki oft sem jafngóður hú- mor og þessi sést á íslandi. Þessi lyftumerking er í húsnæði Ríkis- skattstjóra í húsi Námsgagnastofn- unar. Ekki vitum við hvort til stendur að fara að kenna austfirskan fram- burð sérstaklega en hann er afar skemmtilegur eins og glöggt má sjá í þessari ágætu stöku: Hörmung að veta, hart er flet, hér eg set óglaður. Fyrir sveta ei sofið get, svona er hetinn, maður. DV-mynd GVA Þjóðhagsspá iðnrekenda: Minnst tíu miiijarða við- skiptahalli í ár Horfur eru á stöðnun eða sam- drætti í útflutningstekjum lands- manna á næstu mánuðum og misserum samfara auknum inn- flutningi. Gera má ráð fyrir að minnsta kosti 10 milljarða við- skiptahalla á þessu ári og tvö- faldri þeirri upphæð á því næsta. Þá má gera ráð fyrir að verðbólg- an í ár verði nálægt 7 prósentum á þessu ári og svipuð eða nokkru minni á því næsta. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri þjóð- hagsspá sem Félag íslenskra iðn- rekenda hefur gert. í spánni er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld vaxi um 2 til 2,5 prósent milli áranna 1990 og 1991 og um 4 til 4,5 prósent milli ár- anna 1991 til 1992. Þá gerir spáin ráð fyrir minnkandi atvinnuleysi á næstu tveim árum. Á árinu 1990 var atvinnuleysið 1,7 prósent af mannafla en samkvæmt spánni verður atvinnuleysið í ár 1,6 pró- sent og á því næsta 1,5 prósent. Iðnrekendur telja þessa þróun þó háða því að ekki komi til óhóf- legra launahækkana því slíkt gæti haft í för með sér auknar uppsagnir og samdrátt í fram- .leiðslu. Að mati iðnrekenda er það brýnasta verkefni ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að tryggja efnahagslegan stöðuleika. Mikil- vaegt sé í því sambandi að auka sjálfstæði Seðlabankans. Einnig telja þeir brýnt að komið verði á öflugri jöfnun á áhrifum sveiflna í fiskverði á erlendum mörkuð- um sem og aflasveiflum, til dæm- is með sölu á veiöileyfum. Þá telja iönrekendur að tenging íslensku krónunnar við gengi evrópsku mynteiningarinnar (ECU) verði Islendingum ábatasöm og auki um leið trúverðugleika á efna- hagsstefnu stjórnvalda. -kaa LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1991. BANDALÖG 4 £tíísfa»*> ’+Rúnar - GCO 'uní' á aeisladiski j AncrICORANCl OQ jiANCClS 6> Dfvitj KARLíson U f°n,isto™tflo(ningUr Be >ps, Mezzoforte £rtc Hawk, Bui in & Eyfi, °intaka sala f/öríð ( einni viku, TUR r/L FORTÍÐAR >50 onnur útgáfa0 okafugonns '50-‘ó0 m Ú^ófo 2?&SVeifl "-fcanSSss. tum ekki olclcar eftír » M ««ar, 73 tenskri gæða tónli.. 2 9,fený fog (jr nllómlaikum. vlRSUBER oyfSíofnanleg r ° 9*ðoprís. u m i < fj LL» * 4 S 1 m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.