Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Banvæn ríkisfaðmlög Eitt einkenni er meira áberandi en flest önnur, þegar fyrirtæki og heilar atvinnugreinar fara á höfuðið hér á landi. Það er, að þessir aðilar hafa notið óeðlilega hlýrra faðmlaga hins opinbera, sjóða þess, styrkjakerfis, ríkis- banka og ráðuneyta. Slík faðmlög eru banvæn í eðli sínu. Álafoss er nýtt dæmi um álögin, sem fylgja heitum faðmlögum ríkisvaldsins. Það hefur pumpað í fyrirtæk- ið hlutafé, styrkjum og lánum og meira að segja sent ýmsa helztu montkarla efnahagslífsins til að sitja í stjórn þess. Þetta dæmi gat ekki farið öðruvísi en ifla. Frægasta dæmið um ríkisfaðmlög er Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, sem löngum hefur haft óheftan aðgang að ráðherrum og stærsta banka landsins. Þessa miklu ást hefur Sambandið ekki þolað. Það er nú að grotna 1 sundur og leysast upp í frumeiningar sínar. Heil atvinnugrein er nú að fara á höfuðið eftir hlý faðmlög hins opinbera. Það er fiskeldið, sem hefur um árabil verið helzta tízkugrein stjórnmálanna. Undir fána þessa dekurbarns hafa menn vaðið í sjóði og banka og sitja núna uppi með átta milljarða króna hrun. Afleiðingar faðmlaga ríkisins lýsa sér í ótal myndum. Ein er heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins, sem er að verða eign ríkis og læknafélags, af því að það var orðið svo vant sjáflvirkri peningahlýju húsdýrs hins opin- bera, að það getur ekki lflað úti í náttúrunni. Þessa dagana er varla hægt að opna svo dagblað eða skrúfa frá útvarpi og sjónvarpi, að ekki fréttist af nýjum gjaldþrotum og neyðarópum frá fyrirtækjum og at- vinnugreinum, sem ekki geta staðið við fjárskuldbind- ingar sínar. Þessi hrina á sínar eðlilegu skýringar. Þegar fráfarandi ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar tók við völdum síðari hluta ársins 1988, var stigið risaskref í átt til velferðarríkis atvinnuveganna. Þá voru slegnir margir milljarðar í útlöndum til að koma á fót Atvinnutryggingarsjóði og Hlutaíjársjóði. Þessir nýju sjóðir bættust við fyrri Framkvæmdasjóð og Byggðasjóð og ríkisbankana. í þessum stofnunum öllum sitja stjórnmálamenn og sérstök stétt ábyrgðar- lausra embættismanna og hafa hamast við að faðma að sér einstök fyrirtæki og heilar atvinnugreinar. Á sama tíma var fólkið í Austur-Evrópu unnvörpum að kasta af baki sér hliðstæðu veflerðarkerfl atvinnulífs- ins, sem fólst eins og hér í, að ríkið sá fyrirtækjunum fyrir lifibrauði, en markaðurinn var skekktur og skæld- ur. Við fórum í austur meðan aðrir fóru í vestur. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var versta ríkisstjórn íslandssögunnar af því að hún vann skipu- legar en aðrar að uppbyggingu veflerðarríkis atvinnu- veganna. í meira mæli en aðrar ríkisstjórnir lét hún byggja gróðurhús utan um atvinnuvegi og fyrirtæki. Þótt veflerðarkerfi kunni að vera nothæft í félagsmál- um, er það algerlega óhæft sem rammi utan um atvinnu- líf. Fyrirtæki blómstra aðeins úti í náttúrunni, þar sem skiptast á skin og skúrir, sumar og vetur; þar sem sí- breytilegar markaðsaðstæður efla fólk til dáða. Hinn hefðbundni landbúnaður er dæmi um atvinnu- grein, sem er orðinn svo fastur 1 álögum hins opinbera, að hann er orðinn að hreinni félagsmálastofnun. Faðm- lög ríkisins við aðrar atvinnugreinar eru einnig að gera þær ófærar um að lifa samkvæmt markaðslögmálum. Helzti lærdómur núverandi gjaldþrotahrinu er, að faðmlög hins opinbera eru hættuleg í atvinnulífinu og að hlýjustu faðmlög þess eru í eðli sínu banvæn. Jónas Kristjánsson Hellt úr kjörkassa á kjörstað í Moskvu að loknum forsetakosningum i Rússneska sambandslýðveldinu. Símamynd Reuter Straumhvörf í sögu Rússaveldis í fyrsta skipti í þúsund ára sögu Rússaveldis hefur sú mikla þjóð kjörið sér leiðtoga í frjálsum, al- mennum kosningum. Slík tíðindi verða að teljast heimssöguleg og eru skýrasti vitnisburðurinn um straumhvörfm sem orðið hafa í Sovétríkjunum frá því Mikhail Gorbatsjov hófst þar til valda fyrir sex árum. Honum hefur tekist að lama valdakerfl kommúnista- ílokksins og leysa úr læðingi frjálst og fullburða þjóðfélagsafl óháðra þegna. Allt að tveir þriðju atkvæða í for- setakosningum i Rússneska sam- bandslýðveldinu til handa Boris Jeltsin og, ef vel lætur, tíundi hluti í hlut Nikolais Riskov er ótrúleg skipting. Að framboði Jeltsins standa lausleg samtök, Lýðræðis- legt Rússland, sem urðu til fyrir rúmu ári upp úr fyrstu sovésku þingkosningunum sem kommún- istaflokkurinn einokaði ekki alger- lega. Þessi hreyfing er enn sem komið er að mestu einskorðuð við borgirnar og innan hennar starfa mismunandi skoðanahópar. Riskov naut stuðnings flokks- kerfisins sem ráðið hefur Sovét- ríkjunum í rúma sjö áratugi og teygir anga sína út í hvern krók og kima þjóðlífsins. Þar að auki beittu flokksmálgögn síðustu dag- ana fyrir kosningar svívirðilegustu aðferðum til að reyna að klekkja á Jeltsin. Hann var borinn öllum mögulegum sökum, allt frá geð- veilu og drykkjuskap upp í aðild að samsæri um að selja breskum fjárglæframönnum auðlindir Rúss- lands. Alríkissjónvarpið tók þátt í herferðinni gegn Jeltsin á sinn hátt. Sjónvarpsmenn yfirheyrðu hann af grimmd en fóru silki- hönskum um mótframbjóðend- uma. Lægst lögðust sjónvarps- menn þegar þeir spurðu Jeltsin í þaula um ætterni konu hans, hvort að henni stæðu nú ekki einhverjir órússneskir ætthðir, og var auðvit- að með þessu verið að reyna að virkja rógróið gyðingahatur skríls- ins. Þar að auki ræður flokkskerfið enn víðast á landsbyggðinni og þaðan berast fregnir af að flokksrit- arar og formenn samyrkjubúa hafi reynt að beita kjósendur þrýstingi til að hræða þá frá að kjósa Jeltsin. Slitrótt útslit sem fyrir liggja, þegar þessi orð eru fest á blað, benda til að ófrægingarherferðin gegn Jeltsin hafi snúist gegn þeim sem henni beittu. Atkvæðahlut- deild hans fór yfir 90 af hundaði í Sverdlovsk, iðnaðarborginni í Úr- al, þar sem hann gat sér fyrst orð í stöðu flokksritara. Sömuleiðis fór fylgi Jeltsins fram úr öllum fyrir- framhkum í Gorkí, lokaðri her- gagnaiðnaðarborg, þar sem talið var að þjóðlífsstraumar ættu erfitt uppdráttar. Borgarstjórar tveggja stærstu borga Rússlands, þeir Anatoli Sobt- sjak í Leníngrad og Gavril Popov- í Moskvu, unnu ámóta sigra og Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson Jeltsin en þeir sögðu sig ásamt honum úr kommúnistaflokknum fyrir ári og njóta stuðnins Lýðræð- islegs Rússlands. Popov komst svo að orði, þegar úrslit urðu sýn, að nú hefði verið tekið sögulegt risa- skref fram á við og með því hefði Rússland skipað sér í raðir hins siðmenntaða heims. Ein af samsæriskenningunum, sem vaða nú uppi í Sovétríkjunum á umbrotatímum, er á þá leið aö erjur þeirra Jeltsins og Gorbatsjovs Sovétforseta séu einungis yfirskin. Undir niðri hafl þeir tekið höndum saman um að grafa svo undan veldi kommúnistaflokksins að það eigi sér ekki viðreisnar von. Þeir hafi aðeins skipt með sér verkum. Hlut- verk Gorbatsjovs sé að beita valdi sínu yfir flokkskerfi og ríki þannig að þessar stofnanir missi allt álit og virðingu og gefa þannig Jeltsin svigrúm til að safna um sig alþýðu- fylgi eftir að Gorbatsjov hefur búið svo um hnúta að gamla kúgunar- kerfið er óvirkt. Eins og aðrar samsæriskenning- ar fehur þessi á því að vilja skýra of mikið. Gorbatsjov og Jeltsin eru hreinlega neyddir til að vinna sam- an í raun til af> ná markmiðum sín- um, hversu mjög sem þá kann að greina á um einstök efni, sér í lagi tímasetningu aögerða. Báðir hafa gengið í sama skóla, þjálfun til ábyrgðarstarfa fyrir kommúnista- flokk Sovétríkjanna. Báðir hafa það víða yfirsýn að þeim er ljóst að kerfið, sem þeir ólust upp við, er hvorki mannsæmandi né á nokkurn hátt fært um að gera Sov- étríkjunum í heild né Rússlandi út af fyrir sig fært að halda hlut sínum í heimi tæknibyltingarinnar sem yfir stendur. Gorbatsjov hefur valið þann kost aö leysa upp valdakerfi kommún- istaflokksins smátt og smátt úr stöðu flokksforingja. Til þess að ná því marki hefur hann slegið úr og í. Jeltsin vildi fara hraðar og var tU að mynda vikið úr stjórnmála- nefndinni 1987, einkum fyrir að gera sig líklegan til að afnema margvísleg forréttindi nómenklat- úrunnar (manna á forfrömunar- skrá flokksins) í fiokki, her og emb- ættiskerfi. Þá var hann flokksritari í Moskvu. Enginn hugöi að Jeltsin ætti sér viðreisnar von en þegar Gorbatsjov efndi til fyrstu, frjálsu kosninga í Sovétríkjunum gerði hann sér lítið fyrir og náði kjöri á þing með at- kvæðum yfir fjögurra fimmtu allra kjósenda í Moskvu. Svipaðan leik lék hann svo í Sverdlovsk í kosn- ingum til Æðsta ráðs Rússneska sambandslýðveldisins og fékk síð- an samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu að forseti þess skyldi þjóð- kjörinn. Sveifla Gorbatsjovs á band með íhaldsöflum flokks, hers og leyni- þjónustu í fyrrahaust hafði fyrst og fremst í fór með sér blóðsúthell- ingar í Eystrasaltslöndum og Armeníu, herútboð á götur Moskvu og stigmagnað efnahags- öngþveiti. Til eru þeir sem telja að þetta hafi verið eitt af kænsku- brögðum Sovétforseta, að gefa íhaldinu tækifæri til að ganga sér rækilega til húðar gagnvart al- menningsálitinu. Hvað sem því líður sneri Gorbat- sjov blaðinu við í vor með 9+1 sam- komulaginu svonefnda, milli hans og forseta niu helstu Sovétlýðveld- anna. Þar er kveðið á um gerð nýs sambandssáttmála með skýrri verkskiptingu milli stjórna lýð- velda og alríkisstjórnar. Eftir að Rússneska sambandslýðveldið er komið með þjóðkjörinn forseta er aðkallandi að sá sáttmáli verði að veruleika. Jafnframt er á dagskrá hðsinni erlendis frá við ummyndun sov- ésks hagkerfis til markaðsbúskap- ar. Það bar upp á sama dag að kjöri Jeltsins var lýst, Bandaríkjaforseti bauð honum heim, breski forsætis- ráðherrann bauð Gorbatsjov að hitta forustumenn sjö helstu iðn- ríkja í London í næsta mánuði og hópur sovéskra og bandarískra hagfræðinga gekk frá áætlun um sovéska markaðsvæðingu í sam- vinnu við iðnríkin undir yfirum- sjón alþjóðapeningastofnana. Tíð- inda er enn að vænta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.