Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 48
 Menning DV Ólíkir heimar Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika með sérstæðum hætti sl. fóstudagskvöld, þegar efnt var til sveiflu í anda þriðja straumsins svokallaða til minningar um Svein Ólafsson fiðlu- og saxófónleikara. Sveinn heitinn var af fyrstú kynslóð sin- fóníuhljómsveitarinnar þar sem obbi hljóð- færaleikara lék sér til búbóta á danshúsum popp síns tíma - djass. Þó að tímar séu breyttir og félagar SÍ stundi ekki í sama mæh djass og áður þá má þann- Tónlist Ríkarður Ö. Pálsson ig með nokkrum sanni telja djassiðkun félaga SÍ eina af rótum stofnunarinnar. Þó er hætt við að ýmsir blótendur hálistar hafi einatt litið á blámseið þenna sem eitt af óhreinu börnum hennar Evu. Að minnsta kosti bar lítt á þessum dygga stuöningshópi fagurtón- listar í varla hálífullum sal Háskólabíós. Og þar sem djassgeggjarar eru hvarvetna eins og dropar í hafi iðnaöarrokks þá var ósköp eðlilegt að heyra stjórnandann frá Ameríku, John Clayton, játa í hljóðnemann: „Ekki vissi ég að til væru svona margir djassunnendur á íslandi." Við þessi orð rann upp fyrir manni að ef venjulegur, ómengaöur djass er fárra yndi í dag þá munu Third Stream-áhangendur trú- lega álíka fágætir og pandabirnir. Fyrst lék kvartett Sigurðar Flosasonar þrjú lög, eitt eftir píanistann, Kjartan Valdimars- son, og tvö eftir Sigurð, þar sem hið síðasta, In Memoriam, stóð upp úr í ljúfu látleysi sínu. Þó að kvartettinn léki þokkalega var hálfankannalegt að hlusta á litla grúppuna, sem með réttu á heima í nálægð djassbúllu, í gímaldi Háskólabíós, enda kvittuðu áheyr- endur ekki fyrir móttöku sólóa með lófataki þó að slíkt þyki lágmarkskurteisi. Þriðji Straumurinn kvaddi sér hljóðs með stuttu verki, Snerting, eftir Stefán Ingólfs- son, fyrrum bassaleikara Súldar, og Sxymon Kuran, 2. konsertmeistara SÍ og sömuleiðis fyrrverandi liösmann harksveitarinnar. Það hófst á framúrstefnulegu púlsleysi þar sem slagverkið virtist ekki alveg fíla í botn hvað það átti að gera. Síðan tíndist smámsaman inn hryndbundin spilamennska sem bauð af sér góðan þokka en verkið að öðru leyti of stutt til að festast í minni. Sama verður ekki sagt um seinna verkið eftir Szymon Kuran, In the Light of Eternity, a.m.k. ekki hvað lengd varðari, því það stóð rúmlega klukkustund. Verkið var í tónleika- skrá sagt djassmessa í 8 köflum og helgað minningu Sveins Ólafssonar. Kaflaheitin báru ýmis kunnugleg nöfn eins og Kyrie, Credo og Agnus Dei úr kaþólskri hámessu. Gloria var sleppt eins og í sálumessu, án þess þó að Reguiem aeternam og Dies Irae kæmi í staðinn, en öðru bætt við, eins og Pater noster og Misericordias. Það mátti þó einu gilda því aö ekki var aukatekið orð sungið í öllu verkinu. Ýmsir fallegir staðir voru innan um í Eilífð- arbirtunni. Sinfóníuhljómsveitin (mínus tré- blásturshljóðfæri nema flautur) lék með sem tuttibakgrunnur við Súldarkvintettinn (Tryggvi Hubner, Páll E. Pálsson, Steingrím- ur Guðmundsson, Eyþór Gunnarsson og Maarten van der Vald á rafgítar, rafbassa, trommur, hljómborð og slagverk) og Sigurö- ur Flosason blés altsaxinn fremstur meðal jafningja við Súldarbakgrunninn. Flestir voru þessir fallegu staðir þó í hrynsveitinni; meðal hinna eftirminnilegustu hljóðgervils- leikur Eyþórs og fiðlusóló höfundar í Mis- ericordias. Þó að hlutur sinfóníunnar væri ágætlega orkestraður var hann einkennilega hlutlaus, allt að því feiminn. E.t.v. var hinn rafknúni concertino-hópur of sterkt magnaður, enda hlýtur styrkjafnvægið að vera mikið vanda- mál í tilraunastykkjum sem þessum. Enn Jeff Clayton. meira vandamál hlýtur að vera jafnvægið milli ólíkra stílheima. Ef sinfóníuhljómsveit- in á ekki að enda sem eins konar aðskota- hlutur þá þarf hún geta blandað geði viö hrynsveitina á hennar forsendum og öfugt. Þar liggur hundurinn grafinn. Súldina vant- aði flngerðari „salonfáhig" hlið og strengir og blásarar SÍ hljómuðu engan veginn eins og heimaalningar úr Cotton Club. Kannski er þaö m.a. þess vegna hversu lítið er til af virkilega vel heppnuðum Þriðjastraums- verkum. Slíkar blöndur útheimta einfaldlega mánaðar æfingabúðir, nema í örfáum tilvik- um, eins og í verki Gunter Schullers á síð- ustu Listahátíð. Síðan eru eftir höfuðverkir eins og hversu" löng sóló eigi að vera, enda mjög háð stað, stund og einstaklingum. í þessu tilfelli var þó enginn vafi: verki Szymons færi verulega betur að stytta einleikskaflana rækilega. Það þarf dirfsku í tilraunir af þessu tagi. Það er alltaf erfitt aö koma sannfærandi heildarmynd á langt tónverk en mun erfið- ara við samsteypu tveggja ólíkra heima. Fyr- irframlíkurnar eru miskunnarlaust óhag- stæðar tónskáldinu. Enda var útkoman, þrátt fyrir fjölda ágætra hugmynda (kannski of margra), fjölskrúðug en sundurlaus ófreskja og tuttugu mínútum of löng. Eftir hlé lék fullskipuð sinfóníuhljómsveit- in syrpu af lögum eftir Henry Mancini í út- setningu hljómsveitarstjórans, Johns Clay- ton, auk Where Do You Start eftir Johnny Mandel með bróður stjórans, Jeff Clayton, í einleikshlutverki á altsax. Hljómsveitarsetn- ingar Claytons voru mjög góðar en æfinga- tími hafði greinilega verið of litill til að hljómsveitin næði „the finishing touch“, sem er svo bölvanlega auðheyrilegt í amerískri létttónlist vegna gegndarlausrar Muzakvið- veru um allan heim. Loks lék Stórsveit SÍ nokkur lög eftir Clay- ton, Carmichael og Mandel og tókst ágæt- lega, ekki sízt fyrir frammistöðu fmnska djasstrompetleikarans Esko Heikkinens, sem kórónaði háu nóturnar í brassinu með leiftrandi elegans og trukki. Stjórnandinn fékk lánaðan kontrabassa Þórðar Högnason- ar og framdi lítið en bráðfyndið melódrama fyrir bassa, altsax og talrödd um stefiö „Walking bass“, og Stefán S. Stefánsson og Jeff Clayton tóku nokkur sóló með bigband- inu við góðar undirtektir. Hinn sendna altsaxtón Claytons og bassa- plokk stjórnandans mátti síðan heyra í tón- listarbarnum Púlsinum eftir tónleikana þar sem þeir bræður djömmuðu ásamt Maarten, Sigurði, Þóröi og fleirum fram að löglegum lokunartíma fyrir fullu húsi. Þar mátti sjá marga af klassískum hljóðfæraleikurum SÍ una sér hið bezta í fansi geggjara, tvo ólíka heima í sátt og samlyndi. Loksins. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 M. Benz 78 til sölu, 4 cyl., bensín, nýskoðaður, nýl'eg dekk og fleira. Upplýsingar í síma 92-68522. M. Benz 280 SE ’83 til sölu, aðeins ekinn 100 þús. km, bíll í sérflokki. Uppl. í símum 91-22975 og 985-20132. Porsche 924, ekinn 75.000 km, einstak- ur sportbíll í toppstandi. Til sýnis og sölu hjá Bílamiðstöðinni, Skeifunni, s. 678008. Verð kr. 850.000, kr. 720.000 staðgreitt. Einnig uppl. í síma 656489. Saab 900i ’86, sjálfskiptur, ekinn 55.000 km, álfelgur, útvarp/segulband, raf- magn í rúðum og speglum, bíllinn er hvítur, glæsilegur og mjög vel með farinn. Uppl. í síma 91-50824. Toyota Hiace disil, árg. ’85, til sölu, ekinn 150 þús. km, vsk-bíll. Uppl. í símum 91-611067 og 985-29451. M. Benz 190, árg. 1988, til sölu, bein- skiptur, reyklaus og fallegur bíll, skoðaður ’92, vetrardekk fylgja, verð 1.550 þús., skipti möguleg. Upplýsing- ar í síma 91-656187. Subaru 1800 GL 4WD station '87 til sölu, 5 gíra, samlæsingar, útvarp/segul- band, ekinn 104 þús., góður bíll. Gott verð. Upplýsingar gefur Ingvi í síma 93-71121. Er til sýnis í Reykjavík. VW Siricco GTXi '84 til sölu með spoil- era kitti, álfelgur, verð 740 þús., skipti á bíl í svipuðum verðflokki. Uppl. á Bílamiðstöðinni, Skeifunni 8, sími 678008. // —■ BÍLATORG Subaru Justy 4x4 '87 til sölu, ekinn 5 þús. km, rauður, topplúga. Skipt skuldabréf. Til sýnis og sölu á Bíla torgi, Nótaúni 2, sími 621033. Saab 96 77 til sölu, skoðaður ’92, aukadekk á felgum. Verðhugmynd 60.000. Uppl. i síma 91-652017. Til sölu Cadillac Deville, árg. ’76, vél 501, einn með öllu á góðu verði. Skipti ath. Uppl. á Bílasölu Matthíasar, s. 91-24540 eða hs. 91-686768 eftir kl. 20. Mercedes Benz 230 TE, árg. '88, til sölu, litur dökkgrænn. Verð 2.750.000, skipti ath., helst jeppi. Uppl. í síma 91-678325. toammmwtM -wm, im m im ut w„, a iwawm Ford Econoline XLT 4x4, árg. '88, til sölu, ekinn 55.000 mílur. Uppl. í síma 681155 eða 985-28030. MMC Lancer '88, rauður, 4x4, station, ek. 49 þús., 5 gíra, sum./vetrardekk, útv./segulb., samlæsing, rafmagn í rúðum, verð 950 þús. Góður bíll, mögul. skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-52028. 9 ■ Ymislegt Kvartmílukeppni Bilabúðar Benna verður haldin sunnudaginn 23. júní. Skráning fer fram í félagsheimili akst- ursíþróttafélaganna að Bíldshöfða 14 frá kl. 21-23.30, mið. 19. og fim. 20. júní. Nánari upplýsingar fást í síma 91-674530 eftir klukkan 21. Hjólandi Garðyrkjustrákurinn. I sumar býðst vesturbæingum eftirtalin þjónusta: Grasklipping, garðhreinsun, girðingamálun/lagfæring og annað samkv. samkomulagi. Pantanir í síma 91-626335 milli kl. 18 og 20 alla daga vikunnar. Torfærukeppni verður haldin við Egils- staði lau. 22. júní. Þátttaka tilkynnist í síma 97-11195 eða 97-11663 fyrir fim. 20. júní. AÍK. Start, Egilsstöðum. ■ Þjónusta * HAFNARBAKKI •Tækjaleiga. Leigjum og seljum 20 og 40 feta gáma. Leigjum út 14 ferm húsgáma, vinnu- palla, háþrýstidælur, dráttarkerrur, einnar og tveggja hásinga. Reynið viðskiptin. Hafnarbakki hf„ Höfðabakka 1, Pósthólf 12460, 132 Reykjavík, sími 676855, fax 673240. Gifspússningar - Knauf - alhliða múr- verk. Löggiltur múrarameistari, heimas. 650225 og 985-25925.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.