Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 11
LAUGAR9AGUR: lp, -JÚiSÍ M Snaggaraleg rallkona: Bíð eftir að komast í torfæruna - segir GuðnýÚlfarsdóttir sem keppir í ralli og rallíkross „Það er gífurlega mikill áhugi hjá kvenfólki á rallakstri en það er eins og það hafi sig ekki út í að keppa,“ segir Guðný Úlfarsdóttir, 19 ára, sem tók þátt í tveimur rallmótum um síð- ustu helgi. Fyrst rallkeppni síðan rallíkross. Guðný lenti í fjórða sæt- inu í báðum mótunum. Guðný þótti standa sig mjög vel í akstrinum en hún fór sem aðstoðarmaður í rall- keppnina en ökumaður í rallíkrossið. Guðný hefur heldur ekki langt að sækja áhugann því faðir hennar, Úlf- ar Eysteinsson, er kunnur rallkappi. „Ég var fjórtán ára þegar ég fór Guðný UKarsdóttir er enginn nýgræðingur i rallakstri þó hún sé aðeins nitján ára. Hún hefur keppt i þessari íþrótt í fjögur ár og er ekki á þeim buxunum að hætta. DV-mynd Hanna fyrst að sjá rallkeppni en pabbi hafði oft beðið mig að koma. I fyrstunni var ég frekar treg en þegar ég lét til- leiðast fékk ég bakteríuna,“ segir Guðný. Hún var ekki nema fimmtán ára þegar hún fór í fyrstu keppnina, þá alþjóðlega, og var hún í það skipt- ið aðstoðarmaður konu. Guðný segist þó ekki vera með neina sérstaka bíladellu og fær ekki fiðring i hnén þegar hún sér flotta bíla. „Áhugi minn snýst eingöngu í kringum rallakstur og torfæruakst- ur. Þó ég sé ekki farin að keppa í honum ennþá verður þess vart langt að bíða. Aðalvandamálið er hversu dýrt er að eignast torfærutæki," seg- ir hún. Guðný á rallbíl, Toyota Starlet, með kunningja sínum og á honum keppti hún um síðustu helgi. Bíllinn er kominn til ára sinna og því í lagi að nota hann í rallíkrosskeppni. „Kröfurnar fyrir rallkeppni eða ralli- kross eru mjög ólíkar. Áður en mað- ur tekur þátt í ralli verður að skoða bílinn hjá Bifreiðaskoðun íslands, hann verður að vera með fjögurra punkta belti, veltibúnaði og ýmsum öryggisbúnaði. Rallkeppni fer fram á þjóðvegunum en rallíkrossið á lok- uðum hring og þar keppa númers- lausir bílar, „druslur", sem ekki þurfa að vera á tryggingu. Það er líka hætta á að bílar klessist í rallíkross- inu enda þarf ökumaðurinn, sem er einn í bílnum, að vera í tregbrenn- andi galla, með fjögurra punkta ör- yggisbelti og hjálm.“ Guðný segir að hún sé óhrædd að taka þátt í mótum sem þessum enda séu slys fátíð í rallinu. „Það er miklu hættulegra að vera í fótbolta," segir hún. Bílaíþróttum fylgir að kunna þarf nokkuð fyrir sér í viðgerðum. Guðný segist geta gert við einfóld- ustu hluti en meöeigandi að bíl henn- ar, sem er karlmaður, sér um stærri vandamál sem upp koma. „Margar stelpur eru mjög klárar í viðgerðum, sérstaklega þær sem eru með jeppa- dellu. Um tíma var ég að velta fyrir mér að fara í Iðnskólann og læra bif- vélavirkjun en ekkert varð úr,“ segir Guðný. Hún starfar sem þjónustustúlka hjá fóður sinum á Þremur frökkum og segist oft vera spurð um rallið af viðskiptavinum staðarins. Það getur stundum verið erfitt að komast í rallkeppni. Guðný segir að oft vilji brenna við að menn séu á síðustu stundu með að koma bílum sínum í lag fyrir keppni. Bíll Guðnýj- ar var vélarlaus á laugardagskvöld og rallíkrosskeppnin átti að hefjast hálfníu morguninn eftir. Guðný fékk kunningja sinn sér til hjálpar á laug- ardagskvöldið og þau unnu við bílinn til hálfsex um morguninn. Hún fékk 45 mínútna svefn áður en haldið var í rallið en lenti engu að síður í fjórða sæti. „Við íslendingar erum oft á síð- ustu stundu og það sama á við í rall- inu,“ segir rallkonan snaggaralega og lætur sér ekkert bregða. Áðdáend- ur rallmóta eiga væntanlega eftir að fylgjast betur með henni í sumar því Guðný er harðákveðin í að halda áfram. -ELA 20-35% AFSLÁTTUR Á 40 NOTUÐUM BÍLUM SEM TEKNIR HAFA VERIÐ UPP í NÝJA ÞETTA EINSTAKA TILBOÐ STENDUR AÐEINS í FÁA DAGA OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.