Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Qupperneq 11
LAUGAR9AGUR: lp, -JÚiSÍ
M
Snaggaraleg rallkona:
Bíð eftir að komast í torfæruna
- segir GuðnýÚlfarsdóttir sem keppir í ralli og rallíkross
„Það er gífurlega mikill áhugi hjá
kvenfólki á rallakstri en það er eins
og það hafi sig ekki út í að keppa,“
segir Guðný Úlfarsdóttir, 19 ára, sem
tók þátt í tveimur rallmótum um síð-
ustu helgi. Fyrst rallkeppni síðan
rallíkross. Guðný lenti í fjórða sæt-
inu í báðum mótunum. Guðný þótti
standa sig mjög vel í akstrinum en
hún fór sem aðstoðarmaður í rall-
keppnina en ökumaður í rallíkrossið.
Guðný hefur heldur ekki langt að
sækja áhugann því faðir hennar, Úlf-
ar Eysteinsson, er kunnur rallkappi.
„Ég var fjórtán ára þegar ég fór
Guðný UKarsdóttir er enginn nýgræðingur i rallakstri þó hún sé aðeins nitján ára. Hún hefur keppt i þessari íþrótt
í fjögur ár og er ekki á þeim buxunum að hætta. DV-mynd Hanna
fyrst að sjá rallkeppni en pabbi hafði
oft beðið mig að koma. I fyrstunni
var ég frekar treg en þegar ég lét til-
leiðast fékk ég bakteríuna,“ segir
Guðný. Hún var ekki nema fimmtán
ára þegar hún fór í fyrstu keppnina,
þá alþjóðlega, og var hún í það skipt-
ið aðstoðarmaður konu.
Guðný segist þó ekki vera með
neina sérstaka bíladellu og fær ekki
fiðring i hnén þegar hún sér flotta
bíla. „Áhugi minn snýst eingöngu í
kringum rallakstur og torfæruakst-
ur. Þó ég sé ekki farin að keppa í
honum ennþá verður þess vart langt
að bíða. Aðalvandamálið er hversu
dýrt er að eignast torfærutæki," seg-
ir hún.
Guðný á rallbíl, Toyota Starlet,
með kunningja sínum og á honum
keppti hún um síðustu helgi. Bíllinn
er kominn til ára sinna og því í lagi
að nota hann í rallíkrosskeppni.
„Kröfurnar fyrir rallkeppni eða ralli-
kross eru mjög ólíkar. Áður en mað-
ur tekur þátt í ralli verður að skoða
bílinn hjá Bifreiðaskoðun íslands,
hann verður að vera með fjögurra
punkta belti, veltibúnaði og ýmsum
öryggisbúnaði. Rallkeppni fer fram á
þjóðvegunum en rallíkrossið á lok-
uðum hring og þar keppa númers-
lausir bílar, „druslur", sem ekki
þurfa að vera á tryggingu. Það er líka
hætta á að bílar klessist í rallíkross-
inu enda þarf ökumaðurinn, sem er
einn í bílnum, að vera í tregbrenn-
andi galla, með fjögurra punkta ör-
yggisbelti og hjálm.“
Guðný segir að hún sé óhrædd að
taka þátt í mótum sem þessum enda
séu slys fátíð í rallinu. „Það er miklu
hættulegra að vera í fótbolta," segir
hún. Bílaíþróttum fylgir að kunna
þarf nokkuð fyrir sér í viðgerðum.
Guðný segist geta gert við einfóld-
ustu hluti en meöeigandi að bíl henn-
ar, sem er karlmaður, sér um stærri
vandamál sem upp koma. „Margar
stelpur eru mjög klárar í viðgerðum,
sérstaklega þær sem eru með jeppa-
dellu. Um tíma var ég að velta fyrir
mér að fara í Iðnskólann og læra bif-
vélavirkjun en ekkert varð úr,“ segir
Guðný.
Hún starfar sem þjónustustúlka
hjá fóður sinum á Þremur frökkum
og segist oft vera spurð um rallið af
viðskiptavinum staðarins.
Það getur stundum verið erfitt að
komast í rallkeppni. Guðný segir að
oft vilji brenna við að menn séu á
síðustu stundu með að koma bílum
sínum í lag fyrir keppni. Bíll Guðnýj-
ar var vélarlaus á laugardagskvöld
og rallíkrosskeppnin átti að hefjast
hálfníu morguninn eftir. Guðný fékk
kunningja sinn sér til hjálpar á laug-
ardagskvöldið og þau unnu við bílinn
til hálfsex um morguninn. Hún fékk
45 mínútna svefn áður en haldið var
í rallið en lenti engu að síður í fjórða
sæti. „Við íslendingar erum oft á síð-
ustu stundu og það sama á við í rall-
inu,“ segir rallkonan snaggaralega
og lætur sér ekkert bregða. Áðdáend-
ur rallmóta eiga væntanlega eftir að
fylgjast betur með henni í sumar því
Guðný er harðákveðin í að halda
áfram.
-ELA
20-35%
AFSLÁTTUR
Á 40 NOTUÐUM BÍLUM SEM TEKNIR
HAFA VERIÐ UPP í NÝJA
ÞETTA EINSTAKA TILBOÐ STENDUR
AÐEINS í FÁA DAGA
OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-17