Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. UtLönd Sérsveitir á vettvang: Fjöldinasísta heiðrar myrtan leiðtoga Búist er við nýnasistum frá fjölda Evrópulanda til Dresden i Þýskalandi í dag. Þeir ætla að vera viðstaddir útíor nýnasista- leíðtogans Rainers Sonntag sem skotinn var til bana fyrir tveimur vikum af hórmöngurum. Mikill viðbúnaður er hjá lög- reglunni í Ðresden vegna komu nasistanna og hafa sérstakar sveitir verið fluttar til borgarinn- ar frá Vestur-Þýskalandi. Lög- reglan í Dresden telur að nas- istamir muni nota tækifærið tii aö efna til viðtækra mótmælaað- gerða. Sonntag var skotinn þegar hann var á ferð ásamt félögum sínum í vændishverfi í Dresden. Höfðu þeir reynt að fá vændis- konumar til að halda sig frá göt- unum og réðust þeir einnig inn í nokkrar klámverslanir. Reyndar var Sonntag, sem var 37 ára gam- all, ekki þekktur fyrir að vera siðferðispostuli. Áöur en hann kom til Dresden til að skipuleggja starfsemi nasista í þessari fyrr- um austur-þýsku borg var hann þekktur í vændishverfum Frank- furt. Hann var meira að segja sérstakur lífvörður nokkurra „dýrra“ vændiskvenna. Sumir hafa fuflyrt að Sonntag hafi verið að reyna að ná vissum hluta vændismarkaðarins undir sín yf- irráð þegar hann lét tii skarar skríöa í Dresden fyrir tveimur Vikum. Ritzau PeggyAshcroft erlátin Breska leikkonan Peggy Ash- croft í hlutverki Emily i Madame Sousatzka. Símnmynd Reuter Peggy Ashcroft, ein virtasta leikkona Bretlands, lést í gær, 83 ára aö aldri. Hún hafði veriö meðvitundarlaus frá því að hún var flutt á sjúkrahús 23. maí síð- astliðinn, eftir að hafa fengíð slag. Þó svo að Peggy Asheroft hafi leikið flest hlutverk sín á sviði varð hún ekki síður þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum, eins og mynd Hitchcocks, Thirty-Nine Steps; Sunday, Bloody Sunday, undir stjórn Johns ScMesinger, og A Passage to India undir stjórn David Lean. Fyrir lelk sinn í þeirri síðastnefndu Maut Asch- croft óskarsverðlaunin 1985. Reuter Færeyjar: Rannsókn vegna flóttatiEraunarsov- éskssjómanns Heimastjóm Færeyja hefur nú beðið danska utanríkisráðuneyt- ið að kanna atburðinn í höfninni í Vágur á Suöurey í Færeyjum á miðvikudaginn. Þá fóru á milli tuttugu og þrjátíu sovéskir sjó- menn um borð í færeyska varð- skipið Tjald og sóttu með valdi skipsfélaga sinn sem samkvæmt frásögn sjónarvotta hafði reynt að flýja sovéskt skip sem lá uti í firöinum við Vágur. Skipsfjórinn á Tjaldi mat stöð- una þannig aö sjómaöurinn væri drukkinn og að hann væri ekki að reyna að sækja um hæli í Færeyjum. Ekki var kallað á lög- reglu. Ritzau Moskvubúar fagna sigri Jeltsíns í fyrstu frjálsu forsetakosningunum í Rússlandi. Jeltsín heldur til Bandaríkjanna í næstu viku þar sem hann mun greina frá vilja rússneskra yfirvalda til róttækra umbota. Simamynd Reuter Sovétríkin: Umbótaáætlun frá Harvard Róttækustu áætlanirnar um efna- hagsumbætur í Sovétríkjunum era ekki gerðar í Moskvu heldur í Har- vard-háskólanum í Cambridge í Massachusetts á austurströnd Bandaríkjanna. Þar hefur hópur sov- éskra og bandarískra hagfræðinga setið mánuðum saman og borið sam- an bækur sínar um hvaða leið eigi að fara frá miðstýrðu kommúnísku efnahagskerfi í átt að markaðshag- kerfi í Sovétríkjunum. í dag heldur Grigori Javlinski, sá sem fer fyrir hópi sovésku hagfræð- inganna, til Moskvu til að kynna áætlunina fyrir Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. Ef bæði Gorbatsjov og Bush Bandaríkjaforseti sam- þykkja drögin aö áætluninni getur hún orðið gmndvöllur aö viðræðum Sovétforsetans við leiötoga sjöveld- anna svokölluðu eftir fund þeirra í London í næsta mánuði. Áætlunin byggist á því að Vestur- lönd veiti Sovétríkjunum efnahags- aðstoð, í formi lána og gjafa, aö and- virði 20 til 35 milljarða dollara á ári til loka ársins 1995 gegn því að sov- ésk yfirvöld skuldbindi sig til víð- tækra efnahagsumbóta. Ekki er vitað um einstök atriöi í Harvard-áætluninni en það að fyrr- Margir sovésku hagfræðinganna, sem nú vinna að áætlun um efna- hagsumbætur í Sovétrikjunum í Har- vard-háskóla í Bandaríkjunum, hafa verið nánir samstarfsmenn Jeltsíns sem hér fagnar kosningaúrslitunum ásamt borgarstjóra Moskvu, Gavril Popov. Símamynd Reuter nefndur Javlanski skuli vera einn fulltrúa Sovétmanna þykir gefa vissa vísbendingu. Javlanski var einn helsti samstarfsmaður hagfræðings- ins Stanislavs Shatalin sem fimm hundruð daga áætlunin er kennd við, umbótaáætlun sem Gorbatsjov þorði ekki að framkvæma. Gagnrýnendur Harvard-hópsins segja aö efnahagsástandið í Sovét- ríkjunum leyfi ekki móttöku jafn- mikillar aðstoðar og hópurinn leggur til. Þaö væri eins og aö hella bensíni á bilaðan mótor. Harvard-hópurinn er einnig gagnrýndur fyrir að miða áætlun sína við Gorbatsjov sem sum- ir meina að ekki sé lengur ástæða til að taka tillit til. Boris Jeltsín, forseti Rússlands, mun fara í heimsókn til Bandaríkj- anna í næstu viku og greina ráða- mönnum þar frá því að rússnesk yf- irvöld hafi í hyggju að koma á rót- tækum umbótum og koma þannig á stöðugleika í Sovétríkjunum. Utan- ríkisráðherra Rússlands, Andrei Kozyrev, tilkynnti þetta í gær á fundi með fréttamönnum. Jeltsín var boðið til Bandaríkjanna í síðasta mánuöi af þingmönnunum Bob Dole og Ge- orge Mitchell. Jeltsín mun hitta Bush Bandaríkjaforseta 20. júní. Kozyrev sagði að heimsókn Jelts- íns væri á engan hátt tilraun til að grafa undan Gorbatsjov sem búist er við aö hitti Bush fljótlega í Moskvu. NTB, Reuter Kvennaverkf all í Sviss liðin síðan jafnréttislög vora sam- þykkt í svissneska þinginu. Sam- kvæmt nýlegri skoöanakönnun er þaö álit sextíu prósenta svissneskra kvenna aö jafnrétti hafi enn ekki veriö komið á í Sviss. Rétt til þátttöku í þjóðarkosningum fengu svissneskar konur ekki fyrr en 1971. Aðeins eru fimm ár síöan samþykkt var að orð kvenna skyldu vega jafnþungt og karla þegar um það var að ræða hvar fjölskyldan ætti að búa og í hvaöa skóla börnin ættu aö ganga. Margar konur eru heimavinnandi þar sem víða tíðkast aö gera hlé á skólastarfi í hádeginu. Einnig er erfitt að fá gæslu fyrir börn undir skólaaldri. Meðallaun kvenna í Sviss eru 30 prósentum lægri en laun karla. Skipuleggjendur kvennaverkfalls- ins sögöu að um þrjátíu prósent kvenna í vesturhluta landsins heföu tekið þátt í aðgerðunum að einhverju leyti. Ekki höfðu borist tölur um þátttöku frá öörum landsMutum. Reuter Þúsundir svissneskra kvenna, bæði heimavinnandi og útivinnandi, lögðu niður störf í gær. í höfuðborg- inni Bern bám konur borða þar sem á var letrað: „Við getum ekki lifað á hrósi einu saman. Við viljum jafn- rétti.“ Boðað var til kvennaverkfalls- ins til að minnast þess að tíu ár eru Nokkrir karlar í Sósialistaflokknum i Sviss stóðu á götum úti í Bern i gær og straujuðu skyrtur þar sem svissneskar konur voru í verkfalli. Símamynd Reuter Verðursölu átolifrjáisum varningi hætt? Innri markaður Evrópubanda- lagsins, sem verða á að veruleika 1. janúar 1993, getur haft það í för með sér að hætt veröi sölu á toll- frjálsum vamingi um borö í flug- vélum og skipum og á flugvöll um. Slikt myndi þýða tugmilljarða fjárhagstap fyrir flugfélög, skipa- útgerðir og flugvelli. Meira en einn tjóröi hagnaðar flugvalla í aðildarríkjum Evrópu- bandaiagsins var af sölu á toll- frjálsum vamingi árið 1988. Fulltrúar • evrópskra flugvaila ætla að reyna að fá að selja tofl- frjálsan vaming eins lengi og mögulegt er, helst í fimm til tíu ár eftir að innri markaðurinn er orðinnaðveruleika. NTB Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst innlAnOverðtr. Sparisjóösbækurób. 5-6 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-9 Sp 6mán. uppsögn 6-10 Sp Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp Sértékkareikninaar 5-6 Lb.lb ViSITOLUB. REIKN. 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,5 Orlofsreikningar 5.5 Allir Gengisb. reikningar i SDR6.4-8 Lb Gengisb. reikninqarí ECU8,3-9 Lb ÓBUNDNIR SÉRKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfóir. 3-4 Bb óverðtr. kjör, hreyfðir 12-13.5 Sp BUNDNIRSKIPTIKJARAR. Visitölubundinkjör 6,25-7 Bb óverötr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandaríkjadalir 4.5-4.75 Bb Sterlingspund 9,5-10,1 SP Vestur-þýskmörk. 7.5 7,6 Sp Danskarkrónur 7,5-8.1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst OtlAn óverðtr. Almennirvíxlar(forv.) 18-18.5 Bb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19 Lb.Sp Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLÁN VERÐTR. 21,25-22 Bb 9.75-10.25 Lb.Bb AFURÐALÁN Isl. krónur 17.75-18.5 Bb SDR 9.5 Allir Bandaríkjadalir 7,75-8.25 Lb Sterlingspund 13.2-13.75 Sp Vestur-þýskmörk 10,5-10,75 Ib.Bb Húsnæðislán 4.9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23.0 MEÐALVEXTIR óverötr. frá mars 91 15.5 Verðtr. frá apríl 91 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajúní 3093 stig Lánskjaravisitala maí 3070 stig Byggingavisitala júní 587,2 stig Byggingavisitala júni 183,5 stig Framfærsluvisitala maí 152,8 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun . aprll VERÐBRÉEASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 5,658 ' Einingabréf 2 3,039 Einingabréf 3 3.708 Skammtímabréf 1.890 Kjarabréf 5.557 Markbréf 2,969 Tekjubréf 2,131 Skyndibréf 1.650 Fjölþjóöabréf 1.270 Sjóösbréf 1 2.710 Sjóðsbréf 2 1.865 Sjóðsbréf 3 1.876 Sjóðsbréf 4 1.636 Sjóðsbréf 5 1.129 Vaxtarbréf 1,9252 Valbréf 1.7921 islandsbréf 1,177 Fjóröungsbréf 1,106 Þingbréf 1.176 Öndvegisbréf 1.162 Sýslubréf 1.189 Reiðubréf 1.149 Heimsbréf 1.089 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6.10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5.5Q 5,72 Flugleiðir 2.31 2,42 Hampiöjan 1,80 1,90 Hlutabréfasjóður ViB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68 Islandsbanki hf. 1,62 1.70 Eignfél. Alþýðub. 1,62 1,70 Eignfél. Iðnaðarb. 2,33 2.42 Eignfél. Verslb. 1.73 1,80 Grandi hf. 2,55 2,65 Olíufélagiö hf. 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6.00 6,30 Skagstrendingur hf. 4,20 4,40 Sæplast 7.20 7,51 Tollvörugeymslan hf. 1.00 1,05 Útgerðarfélag Ak. 4.20 4,35- Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09 Auðlindarbréf 1.01 1,06 Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,52 2,65 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.