Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 30
30.
LA.UGARDAGUR 15. JÚNÍ 1.991.
Pálmi Gunnarsson söngvari flúði höfuðborgina:
Er sveitamaður og
þorpari
/
..Mér finnst sárgrætilegt aö sjá
hvernig afskiptasemi stjórnvalda
liefur leikið landsbyggðina og mér
fmnst enn kaldranalegra að heyra
þessa skuldabréfakónga fyrir sunn-
an tala hátt um að það eigi aö leggja
niöur landsbyggöina. Ég held að allir
sæmilega heilvita menn sjái að þetta
myndi aldrei ganga öðruvísi en að
landsbyggðin væri á sínum stað."
Það er Pálmi Gunnarsson sem talar
og sá er kannski betur þekktur sem
landskunnur tónlistarmaður í bráð-
um þrjá áratugi. Eða sem einn slyng-
asti og ástríðufyllsti stangaveiðimað-
ur þjóðarinnar. En nú situr hann
með blaðamanni og ljósmyndara DV
í stofunni heima hjá sér í Vopnafirði
og sýpur svart kaffi og talar eins og
landsbyggðarþingmaður.
í hjartanu
DV-myndir GVA Á bryggjunni þar sem púls þorpsins slær. Pálmi með Guðna Ásgrímssyni
hákarlaveiðimanni.
Þetta er klikkun
Hér er Pálmi búsettur enda fæddur
og uppaiinn hér í skugga víðlendra
heiða og vörpulegra fialla. Það er
hráslagalegur vormorgunn úti fyrir
og snæviþakin Krossavíkuríjöllin
handan íjarðarins mynda viðeigandi
bakgi-unn fyrir spjall okkar.
„Stjórnvöld hafa alltof mikið skipt
sér af málefnum landsbyggðarinnar.
Þetta er klikkun. Mörg landsbyggð-
arplássanna framleiða og hafa fram-
leitt gífurlega mikinn gjaldeyri fyrir
þjóðina, gjaldeyri sem við fáum úr
sjónum. Hvaða vitglóra er í því að
hver einasta króna þurfi aö fara suö-
ur þaðan sem þær eru síðan skammt-
aðar úr hnefa út til byggðanna aftur.
Ég tel að stjórnmálamenn eigi ekki
að hafa völd af þessu tagi. Þetta eru
menn sem eru í vinnu hjá okkur og
þeir eiga að hafa okkar hagsmuni að
leiðarljósi. Þeir eiga að vera þjón-
ustuaðilar fyrir fólkið í landinu sem
kaus þá á þing en ekki yfirboðarar'
þess," segir Pálmi og er kominn á
talsvert flug rétt eins og í léttum
spuna í tónlistinni.
Enginn vandi
landsbyggóarinnar
- En hvernig sér hann fyrir sér
lausnina á vanda landsbyggðarinn-
ar?
„Ég vil hætta að tala um einhvern
helvítis vanda landsbyggðarinnar.
Þetta er verkefni sem búið er að
klúðra og því þarf að breyta. Það
þarf aö gefa landsbyggðinni meiri
heimavöld og hætta að líta á hana
sem eitthvert olnbogabarn heldur
sem nauðsynlegan þátt í þjóðfélaginu
til þess að allir geti látið sér líða vel
saman.“
- En hefur ekki klofningur milli
landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis
farið vaxandi á undanfornum árum?
„Þetta hefur alltaf gengið í sveifl-
um. Stundum er straumur fólks út á
land en stundum til borgarinnar.
Verðmætamat fólks gengur í bylgj-
um og þessi sveifla á eftir aö ganga
til baka í framtíöinni. Ferðaþjónusta
er vaxandi atvinnugrein og lands-
byggðin á eftir að njóta góðs af því.
Ég fór með kunningja minn frá Am-
eríku f 10 daga ferð um landið og
hann bað mig lengstra orða að stoppa
ekkert í Reykjavík. Hann hafði séð
nóg af stórborgum og vildi ekki búa
á hótelum heldur í bændagistingu.
Hann var hamingjusamur eins og
Pálmi með Sigurði syni sínum.
krakki þegar ég leyfði honum að
draga þorsk hérna úti á firðinum."
Verður aldrei
hversdagsleiki
heldurparadís
Pálmi segir okkur af nýlegri ferð
út undir Kollumúla og gönguferðum
undir ókleifum fuglabjörgum með
iðandi fjölskyldulíf selanna við Jök-
ulsárósa á hina höndina og enda-
lausa víðáttu Héraðsflóa í baksýn.
„Fyrir mér verður þetta aldrei
hversdagsleiki heldur paradís. Ég er
þorpari og sveitastrákur í hjarta
mínu og fann mig aldrei almennilega
í höfuðborginni. Það var ekki í mínu
eðli að leita sannrar gleði á öldurhús-
um þó ég gerði það um tíma. Ég fann
frekar sjálfan mig uppi í Heiðmörk
þar sem grasið grær og birkið ilmar.“
- Finnst þér aö stórborgin hafi farið
illa með þig?
„Nei, alls ekki. Ég kenni henni ekki
um neitt, mér er frekar vel við
Reykjavík og þar býr gott fólk. Það
sem er að drepa fólk þama er hrað-
inn og lætin og stressið sem er alveg
ótrúlegt í þessu þéttbýli sem er ekk-
ert annað en þorp á heimsmæli-
kvarða. Þetta þekkja allir Reykvík-
ingar og velta því eflaust oft fyrir sér
hvernig þeir megi komast út úr víta-
hringnum."
Sneri baki
við stórborginni
Pálmi sneri baki við stórborginni
4yrir tæpum þremur árum og flutti
austur á Vopnafjörð ásamt konu
sinni og Ragnheiði, ungri dóttur
þeirra. Sigurður, sonur Pálma og
Þuríðar Sigurðardóttur söngkonu,
hefur og dvalið þar að mestu undan-
farin misseri. Fjölskyldan býr í
Skálanesi, snotru einbýlishúsi sem
stendur innarlega í þorpinu, rétt við
sjóinn.
„Ég held að það sé mjög tímabært
aö fólk setjist niður og hugsi um
hver séu hin varanlegu verðmæti í
lífinu. Fólk á fertugsaldri, sem í mörg
ár hefur verið brjálað með uppglennt
augun í einhverju lífsgæðakapp-
hlaupi, áttar sig á því einn daginn
að það á börn sem hafa kannski ver-
ið einhverjir blórabögglar á frama-
brautinni. Ég vil ekki lasta einn né
neinn en þetta er raunveruleikinn
sem þjóðfélagið hefur boðið upp á.
Þetta er yfirspennt þjóð.
Að vera til í núinu
Mín varanlegu verðmæti eru fólkið
mitt og að vera með því á líðandi
stund, í núinu, vera í sambandi við
náttúruna og helst lifa á landsins
gæðum. Hér finn ég andstæðu þess
spennuþjóðfélags sem ég lýsti.“
- Þegar þú hittir kollega þína í
Reykjavík, sem þar eru búsettir, öf-
unda þeir þig af þessum lífsmáta?
„Einn og einn hefur verið það heið-
arlegur að segja mér það. Aðrir eru
hissa og spyrja mikið út í þetta. Ég
er að mestu hættur að nenna að
skýra út fyrir umheiminum hvers
vegna ég kýs að lifa svona. Mér finnst
varla að umheiminum komi það við.“
Dembi mér í ullar-
sokkana og þá er ég
kominn heim
Megnið af árinu fer Pálmi suður til
Reykjavíkur um hverja helgi til þess
að vinna að lifibrauði sínu, tónlist-
inni. Vinnan krefst þess einnig að
hann dvelji um lengri og skemmri
tíma þar, stundum þijár til fjórar
vikur.
- Hvemig vindur popparinn og tón-
listarmaðurinn ofan af sér þegar
hann kemur heim í þorpið sitt eftir
langar fjarvistir í hraða borgarinn-
ar?
„Ég fer í ullarsokka. Þegar ég er
farinn að vappa um á ullarsokkunum
hér heima við þá er ég búinn að
henda af mér popparanum."
Talið berst að veiöiskap og Pálmi
fer að tala um sínar eftirlætisár og
veiðistaði. Af laxveiðiám eru það
Selá í Vopnafirði eða Laxá í Aðaldal
á Nessvæði þar sem hann segir að
sé yndislegt að vera. í Aðaldalnum^
veiðir Pálmi með veiðiklúbbi sem
kallar sig Doktor Krók og hefur lengi
farið saman á þær slóöir. Hann segir
að þeir veiði kannski ekki mjög mik-
ið en Aðaldalurinn gefur stóra laxa
og hann segist viss um aö í sumar
komi þeir stóru.
„Það skemmtilegasta við hópinn er
kannski það að menn eru ekki með
neina fýlu þó ekkert veiðist. Félags-
skapurinn er sá besti.“
Dregur björg í bú
Þess utan stundar Pálmi handfæri,
sjóstangaveiði og skytterí á Vopna-
firði og dregur björg í bú á 22 feta
bát sem hann á hlut í og er með
krókaleyfi. Hann fer að segja okkur
frá ævintýralegum hákarlaróðri í
vor þar sem allt gekk á afturfótun-
um. Hákarlar eru stærstu skepnur
sem hann tekur þátt í að veiða.
„Þetta eru nú óttalegir letingjar og
ekki mikið lífsmark með þeim þegar
þeir koma upp úr sjónum. Ég myndi
samt ekki stinga neinu sem mér
væri ekki sama um upp í kjaftinn á
þeim,“ segir hann og hlær.
„En þetta eru dásamlegar stundir og
ein ljúfasta minning mín frá fyrsta
róðrinum á þessum bát var að setja
í 30 kílóa lúðu þegar ég renndi færi
á þessum bát í fyrsta sinn.“
- Ertu fiskinn, Pálmi?
„Mér gengur ágætlega í stanga-
veiðinni en það er kannski bara
reynsla frekar en einhver veiði-
heppni."
- Er þetta framtíðin. Sérðu sjálfan
þig setjast í helgan stein hér á Vopna-
firði?
„Ég vil helst hafa sem mest saman
við þennan stað að sælda í framtíð-
inni. Eins og er líður mér ákaflega
vel hér en það er erfitt að spá í fram-
tíðina. Maður sér alveg ótakmarkaða
möguleika hér.“
Eignaðisthnappa-
harmóníku 7 ára
Á Vopnafirði steig Pálmi sín fyrstu
spor í tónlistinni og kunningjar segj-
ast varla muna eftir honum öðruvísi
en með eitthvert hljóðfæfi í fanginu.
Hann var 10-11 ára þegar hann spil-
aði fyrst á dansleik í Vopnafiröi.
Hann hefur um dagana verið þekkt-
astur sem bassaleikari en var hann
þá kominn með það hljóðfæri í fang-
ið?
„Nei, þá spilaði ég á pínulitla
hnappaharmóníku sem ég eignaðist
sjö eða átta ára gamall. Bráð-
skemmtilegt hljóðfæri sem voru auð-
vitað helstu hljóðfærin á þessum
tíma. Ég vildi gjarnan vita hvar hún
er niðurkomin í dag,“ segir Pálmi ogx
er í huganum staddur með vega-
vinnumönnum uppi í Banatorfum á
Vopnafjarðarheiði þar sem hann lék
á harmóníkuna á lognkyrrum sum-
arkvöldum og vegavinnukarlarnir
tóku lagið svo að heiðin ómaði. Móð-
ir Pálma var ráðskona í vegavinn-
unni og sá stutti lá með henni úti á
heiðinni nokkur sumur. Þar styrkt-
ust tengslin við náttúruna sem aldrei
hafa rofnað síðan.
Bítlarnir og Shadows
Seinna eignaðist hann gítar og
bassa og bítlamúsíkin gekk í garð.
Pálmi og félagar hans spiluðu lög
eftir Shadows og Bítlana á síldarböll-
um á Austfjörðum á síðustu sumrun-
um sem síldin umbylti mannlífi á
austfirskum fjörðum. '
„Þetta var dásamlegur tími og frá-
bært að hafa orðið vitni að því hvern-
ig bærinn umhverfðist. Menn stóðu
og unnu þar til þeir duttu niður og
þess á milli skemmtu þeir sér með
sömu atorkunni."
- Lærðir þú að spila á hljóðfæri í
skóla?
„Nei, varla get ég sagt það í hefð-
bundnum skilningi. Ég lærði fyrst
og fremst af mínum samferðamönn-
um og Magnús Ingimarsson, sem ég
spilaði með fyrst eftir að ég kom í
bæinn, kenndi mér mest. Ég sótti
eitt sinn tíma í kontrábassaleik en
það stóð ekki lengi. Ég ætlaði ekki
að enda í sinfóníunni en náði nógu
valdi á honum til þess að spila svolít-
inn jass.“