Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 8
8, Ferðafólk - sumarbústaðaeigendur Opnum í dag glæsilega sundlaug og þjónustumið- stöó í Skyggnisskógi, Úthlíð, Biskupstungum. Opið alla daga frá klukkan 10-22. Verið velkomin. Hlíðalaug hf. í GIFTINGARHUGLEIÐINGUM? Fyrirtæki, sem er að undirbúa markaðsátak, óskar eftir að komast í samband við ungt par sem ætlar að stofna heimili og ganga í hjónaband í september 1991. Þarf að vera fólk sem á eftir að verða sér úti um meginhluta búslóðar. Mjög góð laun eru í boði, eða 200 þúsund krónur. Þau sem hafa áhuga á að kynna sér þetta tilboð nánar og uppfylla framangreind skilyrði sendi bréf, merkt „Markaðsátak“, til auglýsingadeildar DV fyrir 1. júlí nk. Æskilegt að mynd fylgi. HIN GEYSIVINSÆLA *.«. frjf "***■ —% FRÁBÆRA INDVERSKA • : > PRINSESSA ... LEONCIE ★ ' » Æ. 9 \ SÖNGKONA OG i' 1 i'1 NEKTARDANSMÆR KEMUR FRAM KL. 0.15 . 4 .7^ í KVÖLD EKKERT AÐ FELA! ★ Missið ekki af meiri háttar 'íð' ; t, ■$&%/*••■'{■■■ • • sýningu. Miðaverð 500 kr. m • ■■ Hljómsveitin Red House spilar um kvöldið. GIKKURINN - BAR . Jp M Ármúla 7 - s. 681661 SANDBLASTURSTÆKI Höfum til sölu einstaklega ódýr og kraftmikil sand- blásturstæki. Tækin eru sérlega hentug fyrir fyrir- tæki, bændur eða einstaklinga sem áhuga hafa á sjálfstæðum atvinnurekstri. Upplýsingar eru gefnar í síma 98-34634. ÁHÖLD OG TÆKI Klettahlíð 7 810 Hveragerði LAUGARDAGUR 15. JUNI 1991. rnnr n/rn Matgæðingur yjknnnar Sumarsilungur Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: „Á sumrin er um að gera að eyöa sem minnstum tíma í matargerð, til að geta notið góða veðursins og lífsins yfirleitt. Silungur er einn af mínum uppáhalds- réttum. í sveitinni í gamla daga fékk ég soðinn silung annan hvern dag, steiktan á sunnudögum og reyktan ofan á brauðið og varð aldrei leið á honum. Silungur er nú fáanlegur allt áriö, en mér finnst hann vera sannur sumarmatur, og auðvelt að gera úr honum veislumáltíð með lítill fyrirhöfn," segir Stefania Ar- nórsdóttir, menntaskólakennari á Akureyri, en hún er matargæöingur vikunnar að þessu sinni. Sumarsilungur „í þennan rétt þarf silung, sítrónusafa, salt, pipar, dill (ferskt eða þurrkað) og smjör (smjörva). Ég hirði ekki um efnismagnið enda sjálfsagt að láta smekk og þarfir hvers og eins ráða. Silungurinn er hreinsaður og flattur þannig að hann hangi saman á bakroðinu. Það má beinhreinsa silunginn ef maður nennir en það er ekki nauðsynlegt. Hann er síðan lagður á álpappír með roöið niður og komið fyrir á ofngrind, vökvaður með sítrónusafanum og látinn bíða í 15 mínútur. Síöan er silungurinn kryddaður með salti (pipar ef vili) og dilli og smjörklíp- um drepiö á hann. Smjörið er reyndar óþarft ef um eldissilung er að ræða þar sem hann er oftast nógu feitur sjálfur. Það fer nokkuð eftir stærð og þykkt hversu lengi þarf að grilla sOunginn á efstu (eða næstefstu) rim i ofninum, en 12 mínútur ættu að nálgast meðallag. Ör- uggast er þó að opna fiskinn aðeins með gaffli þar sem hann er þykkastur og athuga hvort hann er tilbúinn. Meölæti Smjör og/eða sósa úr sýrðum rjóma, krydduð með smátt klipptum graslauk og jurtasalti eða hvítlaukssal- ati, soðnar kartöflur (ég tala nú ekki um þegar nýja uppskeran kemur!), gulrótarsalat (eða annað hrásalat) og/eða tómatar og gúrkur (súrsaðar í sítrónulegi eða nýjar. Stefanía Arnórsdóttir menntaskólakennari. Gulrótarsalat Nokkrar gulrætur (2-3 stórar) og 2 epli rifin fint og blandað saman. Síðan er hellt yfir sitrónusafa meö nógu miklu hunangi, til að blandan verði hóflega sæt. Ef hunangiö er yljað aðeins blandast það betur saman við sitrónusafann. Hraun á ís Á eftir silungnum er tilvaliö aö reiöa fram fljótlegan eftirrétt. 1 pk. rjómaís (vanillu eða núggat). 1 pk. súkkulaðihraunmolar 3-5 msk. sérrí eða púrtvín (má helst ekki sieppa). Hraunmolarnir eru muldir og víninu blandað saman viö. ísinn er settur á ábætisskálar og hraunsalianum dreift yfir. Stefanía skorar á dr. Kristján Kristjánsson, heim- speking og kennara við Menntaskólann á Akureyri, að vera næsti matargæöingur vikunnar. „Ég hef grun um aö hann sé nokkuð lúmskur í eldhúsinu," sagöi Stefanía. Hinhliðin________________________________________________________________________ Magnús Oddsson: Leiðast skattskýrsl- ur og búðaráp Uppáhaldssöngvari: Placido Dom- ingo. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hér er erfltt að nefna einhvem einn en ég hef mikið álit á Helmut Kohl og Mitterrand. Uppáhaldsteiknmyndapersóna: Hermann og svo er Bleiki pardus- inn alltaf góöur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Drauma- landið, fréttir og Stöðin. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Vonandi yerður ástandið þannig í veröld- inni í náinni framtíð að hvergi verði þörffyrir varnarlið. Það hlýt- ur að vera markmið okkar allra. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Hlusta mjög lítið en þó mest á rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Ár- sæll Þórðarson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg horfl nokkuð jafnt á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður? Sund- laugin á Seltjamarnesi. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Skaga- menn eru bestir. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að reyna að standa mig í því sem ég er aö gera hveiju sinni. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Feröast um landið og njóta íslenskrar náttúru en síöan er meiningin að fara til Finnlands. Nú fer annatími í ferðamanna- þjónustu í hönd og fólksfjöldinn eykst hér með hverjum degi. ís- lendingar hafa vaxandi tekjur af ferðamannaþjónustu enda verður landið stöðugt betri söluvara í heimi sem óttast mengun og þráir óspillta náttúru. Við fengum Magn- ús Oddsson, einn þeirra sem vinn- ur að ferðamannaþjónustunni, til þess að sýna á sér hina hliðina. Fullt nafn: Magnús Oddsson. Fæðingardagur og ár: 4. apríl 1947. Maki: Ingibjörg Kristinsdóttir. Börn: Magnús Ingi, 6 ára. Bifreið: Honda Accord 1990. Laun: Samkvæmt þjóðarsátt. Áhugamál: Útivera alls konar, ferðalög innan lands og utan, að kynnast erlendum þjóðum og menningu þeirra. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Slappa af með fjölskyldunni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að gera skattskýrsluna og fara í búðir. Uppáhaldsmatur: Stroganoff meö ijómasósu og hrísgijónum hjá Ingu. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Af íslensk- um finnst mér Bjarni Friðriksson bestur en Michael Jordan er stór- kostlegur þessa dagana. Uppáhaldstímarit: National Ge- ography. Magnús Oddsson. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Stúlkan sem seldi mér jógúrtís í New York á þriðjudaginn. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Ég tek afstöðu til ein- stakra verka ríkisstjórna frekar en þeirra sem heildar og er sammála eða ósammála eftir atvikum. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Þessa stundina langar mig mest til að hitta þann sem keyröi á bílinn minn og stakk svo af. Uppáhaldsleikari: Ég hef engan séð. betri en Lawrence Olivier. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.