Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. 61 Andlát Guðmundur Halldórsson, rithöfund- ur frá Bergsstöðum, lést í sjúkrahús- inu á Sauðárkróki 13. júní. Dagný E. Auðuns, Ægisíðu 60, Reykjavík, lést 13. júni. Ásdís Helga Höskuldsdóttir, Breiðási 10, Garðabæ, andaðist á heimih sínu fimmtudaginn 13. júní. Messur Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra: Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Dómkirkjan. Sunnudagur: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson. Kl. 17. Orgeltónleikar. Við orgelið David Pizarro frá New York. Hann leikur orgelverk eftir Hándel, Bach, Albinoni, Stanley o.tl. 17. júní kl. 11.15. Þjóðhátíðar- messa skv. dagskrá þjóðhátíðarnefndar. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pró- fastur. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Einsöngur Signý Sæmundsdóttir. Dómkirkjan. Grensáskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arinbjamarson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðiö fyrir sjúkum. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir era í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Siguröur Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Laugarneskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Organisti Ron- ald V. Turner. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Fimmtudagur: Kyrrð- arstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Jón Páls- son guðfræðinemi prédikar. Organisti Sighvatur Jónasson. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Miðvikudagur: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Hljóð- færaleikarar frá Kammermúsíkhátíð ungra tónlistarmanna á Seltjamarnesi leika undir stjórn Gunnars Kvaran og Guönýjar Guðmundsdóttur. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra Árbæjarkirkja. Guðsþjónusta kl. 11 ár- degis. Organleikari Violeta Smid. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Breiðholtskirkja. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Jónas Gíslason prédikar. Heimsókn frá Finnlandi. Organisti Þor- valdur Björnsson. Síðasta guðsþjónusta fyrir sumarleyfi sóknarpresta. Gísli Jón- asson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Félag fyrrv. sóknarpresta. Fella- og Hólakirkja. Kvöldguðsþjón- usta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónlist. Fermingarbörnum, sem fermdust*- 1976, er sérstaklega boðið til messunnar. Mánudagur: Fyrirbænir í kirkjunni kl. 18. Fimmtudagur: Helgistund í Gerðu- bergi kl. 10. Hjallaprestakall. Sameiginleg guðsþjón- usta Kársnes- og Hjallasókna kl. 11 í Kópavogskirkju. Sóknamefndin. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Gilsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Seljaprestakall. Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Sóknarprestur. Óháði söfnuðurinn. Guðsþjónusta kl. 11 (útvarpsmessa). Organisti Jónas Þórir. Þórsteinn Ragnarsson safnaðarprestur. Fríkirkjan, Hafnarfirði. Guðsþjónusta á Hrafnistu sunnudag kl. 11. Organisti Kristjana Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfs- son. Viðistaðakirkja. Guðsþjónusta á Hrafn- istu sunnudag kl. 11. Prestur Einar Eyj- ólfsson. Fríkirkjan í Reykjavík. Engin guðsþjón- usta á sunnudag. Miðvikudagur 19. júní kl. 7.30. Morgunandakt. Orgelleikari Vio- leta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Cecil Haraldsson. Tilkynningar Akstur strætisvagna 17. jum Mánudaginn 17. júní aka vagnar SVR eftir tímaáætlun hwelgidaga, þ.e. á 30 mín. tíðni (sbr. leiðabók), þó þannig að aukavögnum veröur bætt á leiöir eflir þörfum. Frá um kl. 13, þegar hátíðarhöld- in hefjast í Lækjargötu og til kvölds, er breytt frá veiyulegn akstursleið vagn- anna. Breytingin nær til níu leiöa sem fara um Lækjargötu. Vagnar á leiðum 2, 3, 4 og 5 á vesturieið munu aka Sæbraut og Tryggvagötu og hafa viðkomu í Tryggvagötu við brúna upp á tollstöð. Á austurleið hafa þessir vagnar viðkomu í Hafnarstræti. Vagnar á leiðum 6, 7, 13 og 14, sem venjulega hafa endastöð við Lækjartorg, færa sig að tollstöð við Tryggvagötu. Vagnarnir munu aka þar til dagskrá lýkur og verða síðustu ferðir frá miðborg um kl. 1 eftir miðnætti. Sér- stök athygli er vakin á að aukavögnum veröur bætt á leiðir þegar þörfin er mest. Heimsókn Anitu Pearce frá Kanada Kanadíska sveitasöngkonan og prédikar- inn Anita Pearce verður gestur hvíta- sunnuhreyfingarinnar dagana 15.-24. júní. Hún hefur komið hingaö til lands einu sinni áður og hlaut þá mjög góðar viðtökur. Helgina 15.-16. júní verður Anita gestur á landsmóti ungra hvíta- sunnumanna sem haldið verður í Kirkju- lækjarkoti, Fljótshlíð. Af því móti fer hún til Vestmannaeyja og syngur og talar í Betel sunnudaginn 16. júni kl. 16.30., 18. og 19. júní verður hún í kirkju salemsafn- aðarins á ísafirði. 20.-22. júní verða sam- komur haldnar á Norðurlandi. Hún verð- ur í kirkjunni á Skagaströnd á fimmtu- dagskvöld. Húsvíkinga heimsækir hún á fóstudagskvöld og á laugardagskvöld verður hún gestur Hvítasunnukirkjunn- ar á Akureyri. Samkomumar hefjast kl. 20.30. Sunnudaginn 23. júní talar hún og syngur í Fíladelfíukirkjunni kl. 20, síð- asta samkoman í ferð Anitu hingað til lands verður á fundi Aglow mtjnudaginn 24. júní í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 20. Aðgangur að öllum þessum sam- komum er ókeypis og öllum heimill með an húsrúm_leyfir. Sportveiðiblaðið komið út Sportveiðiblaðið, 1. tbl. 10. árg., er komið út. Meðal efnis í blaðinu er verð á veiði- leyfum, spjallaö við kraftaverkamanninn Orra Vigfússon, viðtal við Wather og Hermann, „GamU stórlaxastofninn í Norðurá er horfinn að mestu," segir Sverrir Þorsteinsson í viðtali við blaðiö, viðtal er við Jónas Þór Jónasson, for- mann Sjóstangaveiðifélags Reykjavíkur, „Fengum 20 bleikjur á sígarettufilter," segir Þröstur Leó Gunnarsson leikari í samtali, stórlaxabaninn í Soginu hefur veitt 6 laxa yfir 20 punda þar. „Minn stærsti lax var 25 pund," segir Bernódus Ólafsson á Skagaströnd: Þá er að finna silungablús, íjallað er um hlutverk og starfsemi Veiðimálastofnunar, ýmislegt sem gerðist í vetur hjá stangaveiðimönn- um og margt fleira. Blaðið kostar kr. 490 í lausasölu. Þjóðhátíðarakstur Forn- bílaklúbbs íslands Mæting við Höfðabakka 9 þann 17. júní kl. 12.15. Brottfór kl. 12.45. Ekið um Miklubraut, Rauðarárstíg og Laugaveg á Bakkastæði framan við Kolaportið og sýning þar til kl. 15. Húnvetningafélagið Félagsvist á miðvikudagskvöld kl. 20.30 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Safnast saman upp úr hálftíu til að drekka molakaffi og rabba. Markmiö göngunnar er: Samvera, súrefni og hreyf- ing. Hið íslenska náttúrufræðifé- lag Helgina 22. og 23. júní nk. verður farin náttúmskoðunarferð á vegum HÍN aust- ur í Rangárþing. Aðaláhersla verður lögð á að skoða ummerki náttúruváa, eldgosa, hraunrennslis, öskufalls, vikurhlaupa, uppblásturs á hraunum og fornum jök- ulsöndum, hamfarahlaupa og vatnsfalla- breytinga og áhrif þeirra á gróðurfar og búsetu. Ferð þessi er farin í samráði við nýstofnað Oddafélag sem hefur að stefnu sinni að endurreisa fróðskaparsetur á Oddastaö og í nágrenni hans. Brottfór verður kl. 9 á laugardag frá Umferðar- miðstöð. Heimkoma er áætluö um eða upp úr kl. 20 á sunnudagskvöld. Gjald fyrir ferðina er kr. 3.600 fyrir fullorðna en hálfvirði fýrir börn. Gistigjald í tjöld- um á HeUu er 350 kr. á mann. Skrifstofa HÍN mun hafa milligöngu um tjaldstæði og húsnæði í sumarhúsum og gistihúsi meðan húsrúm leyfir. Fólk er beðiö að hafa sem fyrst samband við skrifstofuna ef það óskar eftir húsagistingu. Styrkur úr minningarsjóði Jóns Jóhannessonar prófess- ors Styrkur var nýlega veittur úr Minningar- sjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar pró- fessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Sigríður K. Þorgrímsdóttir BA. Sigríður hefur unnið að því verkefni aö safna sam- an því sem Þura Árnadóttir frá Garði lét eftir sig í rituðu máli en mikiö af því hefur ekki veriö gefiö út. Efni þetta er aö stómm hluta þjóðlegur fróðleikur, m.a. þættir af fólki og atvinnuháttum þess og lífi fyrr á tímum. Minningarsjóð- ur dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófess- ors er eign Háskóla íslands. Tekjum sjóösins er varið til þess að veita stúdent- um eða kandídötum í íslensku og sagn- fræði styrki til einstakra rannsóknar- verkefna er tengjast námi þeirra. Félag eldri borgara Opiö hús í Sigtúni, Goðheimum, á morg- un, sunnudag. Kl. 14, fijáls spila- mennska, kl. 20, dansað. Opið hús í Ris- inu á mánudag 17. júní frá kl. 14. Dans- leikur um kvöldið kl. 20 í Goðheimum. Aðstaða hefur fengist fyrir eldri borgara til ræktunar garðávaxta í skólagörðum Reykjavíkur. Uppýsingar gefnar á skrif- stofunni nk. þriðjudag. Nýtt bílaverkstæði Nýlega tók til starfa nýtt bílaverkstæði í Skeifunni 5, Reykjavík, undir nafninu Betri bilar hf. Starfsmenn þess og jafn- framt eigendur em bifvélavirkjameistar- arnir Magnús Þorgeirsson, Ragnar Jón- atansson og Sigurður Ingimarsson sem hafa starfað síöustu 13-16 árin á bilaVerk- stæði Sveins Egilssonar hf. Verkstæðið sérhæfir sig í viðgerðum á Ford, Fiat og Suzuki, mótorstillingum og sjálfskipti- þjónustu en annast einnig allar almennar viðgerðir á öðrum tegundum bifreiða. dv Myndgáta Ferðalög Útivist um helgina Laugard. 15. júní Kl. 9: Esja Fyrsta fjallgangan í fjallasyrpu Útivistar 1991 en í sumar mun Útivist ganga á fjöll á hveijum laugardegi. Gengið verður á Esju upp með Mógilsá og upp á Kerhóla- kamb. Komið niður Blikadal. Sunnudagur 16. júní. Póstgangan, 12. áfangi. Kl. 10.30 Þorlákshöfn Stóra-Hraun. Gangan hefst í Þorlákshöfn. Fylgt verður gömlu þjóðleiðinni með ströndinni að Eyrarbakka og síðan áfram að Stóra- Hrauni. Pósthúsin í Þorlákshöfn og Eyr- arbakka verða opnuð og göngukortin stimpluð þar. Kl. 13 Óseyri - Stóra Hraun Róleg síðdegisganga í tengslum við póst- gönguna sem sameinast árdegisferðinni við Óseyri. Kl. 13 hjólreiðaferð. Hjólaður verður Hafravatnshringur. Farið upp hjá Geithálsi og þaðan kring- um Hafravatn. Nestisstopp viö Skyggni. Létt hjólreiðaferö fyrir alla fjölskylduna. Mánudagur 17. júní KI. 10.30 Selvogsgatan Gengin frá Bláfjallavegi, gegnt Grinda- skörðum, gamla Grindaskarðsleiðin (Sel- vogsgata) upp í Kerlingarskarð og suður að Hlíð í Selvogi. Kl. 13 Strandarkirkja Gengiö frá Vogsósum aö Strandarkirkju og hún skoðuö. Síðan áfram að Nesi og endað við vitann. Róleg ganga. Ferðafélag íslands Ferðir til Þórsmerkur 14.-17. júní. Hægt verður að velja um þriggja daga og fjögurra daga ferðir til Þórsmerkur um helgina. Brottfór kl. 20 í kvöld en til baka er hægt að koma sunnudag eða mánudag. Dagsferðir til Þórsmerkur verða sunnudag 16. júní og mánudag 17. júni. Brottfór kl. 8 að morgni. Verð kr. 2.400. Miövikudagsferðir hefjast 19.júni. Tónleikar Tónleikar á Seltjarnarnesi Þessa dagana stendur yfir Kammermús- íkhátíð ungra tónlistarmanna. Hátiðin hefur aðsetur sitt á Seltjamamesi. Þátt- takendur er á aldrinum 15 ára til rúmlega tvítugs og em flestir f efri stigum tónlist- amáms en sumir þeirra hafa þegar lokiö einleikaraprófi við Tónlistarskólann í Reykjavik. Æft er daglega undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnars Kvaran sellóleikara og mun unga fólkið halda tvenna opinbera tón- leika í Seltjarnareskirkju sunnudaginn 16. og 23. júní. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Einnig munu þau fara á nokkur sjúkrahús og stofnanir á höfuðborgar- svæðinu og halda tónleika. Þá munu þau leika við messu kl. 11 í Seltjarnarnes- kirkju báða sunnudagana. Aðgangub að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Námskeiö Áhugaverð dansnámskeið Danshúsið heldur „Dansworkshop'* dag- ana 18. til 28. júní. Þetta er fjórða árið sem Kramhúsið heldur slíkt námskeið fyrir dansara og dansáhugafólk. Hægt er að velja um dag- eða kvöldnámskeið í ball- ett, modern jass og afró-karabian, en afró-tímarnir eru daglega kl. 17.15 og henta öllum sem vilja komast í carnival- skap við trommuundirleik Arlex. Kenn- arar em Christien Polos, sem stjórnar eigin dansleikhúsi í Boston, Birgitte Heide frá íslenska dansflokknum, Clé Douglas frá eyjunni Dominica í Karíba- hafi og Cleo Parker Robinsson, þekktur danshöfundur frá Bandaríkjunum. Sýn- ing veröur í lok námskeiðsins. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur Dr. Teresa Pároh, prófessor í norrænum fræðum við háskólann 1 Rómaborg, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands þriðjudaginn 18. júní kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrir- lesturinn nefnist „Baldr’s a Poet Await- ing Vision" og verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Tapað fundið Vasamyndavél tapaðist Minox vasamyndavél tapaðist fyrir utan Tjarnarbíó viö Tjarnargötu sl. miðviku- dag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 10851. Fundarlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.