Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 25
LÁUGARDAGUR ló. JÚNÍ 1991,
2®
Samherjar:
Kyntröllið
og feiti mað -
urinn
Joe Penny, sem leikur Jake Styles
í þáttaröðinni Samherjar, Jake and
the Fat Man, var fyrir tveimur
árum kosinn eitt 10 mestu kyn-
trölla í Ameríku. Kappinn lét sér
fátt um finnast og sagðist ekkert
vera merkiiegri en maðurinn í
næsta húsi.
Nýr skamrfitur af þessari vinsælu
þáttaröð er nú sýndur í Sjónvarp-
inu á fostudögum. Það er óneitan-
lega sumarblær á næstu 13 þáttum
sem eru allir teknir upp á Hawaii.
Ástæðan er sú að hinn þrekvaxni
saksóknari, J.L. Fat Man Mc’Cabe,
ákveður að setjast í helgan stein.
Jake Styles, aðstoðarmaður hans,
notar tækifærið og bregður sér í
skemmtiferð til Hawaii. Áður en
hann nær að segja aloha er hann
sokkinn á kaf í glæpamál og kom-
inn bak við lás og slá sakaður um
morð. Sá feiti sér að við svo búið
má ekki standa og kemur úr helg-
um steini til bjargar félaga sínum.
Saman lenda þeir síðan í ýmsum
átökum við glæpahyski á Hawaii.
Hið meinta kyntröll, sem skaut
Don Johnson, Tom Selleck, Tom
Cruise og Patrick Swayze ref fyrir
rass í áðurnefndri könnun, er ógift
og barnlaust en þrautreynt sem
sjónvarpsleikari þótt það hafl ekki
sést mikið á íslenskum skjám fram
til þessa. Joe Penny er kröfuharður
við sjálfan sig sem sést best á því
að þegar hann endurnýjaði öku-
skírteinið sitt heimtaði hann að fá
að taka prófið upp á nýtt því á sín-
um tíma fékk hann aðeins 98 stig
af 100 mögulegum.
Hann segist vera heimakær let-
ingi með fullkomnunaráráttu og
þegar hann er ekki að vinna eldar
hann mat og snýst í kringum börn
systkina sinna sem hann dáir mik-
ið og segir að þau komi í staðinn
fyrir börnin sem hann á ekki sjálf-
ur og segist ekki vera viss um að
eignast.
Hundurinn fær
flest aódáendabréf
Það er William Conrad sem leik-
ur saksóknarann feita sem leysir
flóknustu glæpamál af innsæi.
Stóra ástin í lífi feita mannsins er
hundurinn Max sem er reyndar
nauðalíkur eiganda sínum, eða eig-
andinn honum.
„Max er svo vinsæll að hann fær
fleiri aðdáendabréf í hverri viku
en við Penny samanlagt," segir
Wilham Conrad sem er enginn við-
vaningur í faginu enda búinn að
leika í 45 ár en hann er 68 ára gam-
all og frægastur fyrir hlutverk sitt
í geysivinsælum þáttum um leyni-
lögreglumanninn Cannon. Offita
hans er afleiðing sérstakrar teg-
undar sykursýki sem truflar efna-
skipti líkamans. Þess vegna sér
hann fram á að starfsævi hans fari
að styttast því heilsunni hrakar
óðum.
Joe Penny og William Conrad í hlutverkum sínum í Samherjum.
TITANhf
AFMÆLISHATIÐ
f GALTALÆKJARSKÓGI
29. OG 30. JIJNf
TITANhf
FJÖLBBEVTT DAGSKRÁ:
* GRILLVEISLA
* KVÖLDVAKA
COMBKCAMP
'cAsec. ■* íd)3®^- ’
- M ^ "7.
TRAUSTUR OG GÓÐUR FELAGI í FERÐALAGIÐ
við varðeld
* FJÖLSKYLDULEIKIR
* GRÓÐURSETTAR 2000
trjáplöntur frá Tltan hf.
* O.M.FL.
Nánari dagskrá liggur fyrir hjá Títan hf.
Alveg einstök tilfinning
TITANhf
TÍTAN hf
LÁGMÚLA 7 - 108 REYKJAVÍK
SÍMI 814077 - FAX 813977
FYRIR ALLA
COMBI-CAMP
EIGENDUR
VINSAMLEGA
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKV
FYRIR 15. JÚNÍ
Bestir fyrír bragðið