Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 25
LÁUGARDAGUR ló. JÚNÍ 1991, 2® Samherjar: Kyntröllið og feiti mað - urinn Joe Penny, sem leikur Jake Styles í þáttaröðinni Samherjar, Jake and the Fat Man, var fyrir tveimur árum kosinn eitt 10 mestu kyn- trölla í Ameríku. Kappinn lét sér fátt um finnast og sagðist ekkert vera merkiiegri en maðurinn í næsta húsi. Nýr skamrfitur af þessari vinsælu þáttaröð er nú sýndur í Sjónvarp- inu á fostudögum. Það er óneitan- lega sumarblær á næstu 13 þáttum sem eru allir teknir upp á Hawaii. Ástæðan er sú að hinn þrekvaxni saksóknari, J.L. Fat Man Mc’Cabe, ákveður að setjast í helgan stein. Jake Styles, aðstoðarmaður hans, notar tækifærið og bregður sér í skemmtiferð til Hawaii. Áður en hann nær að segja aloha er hann sokkinn á kaf í glæpamál og kom- inn bak við lás og slá sakaður um morð. Sá feiti sér að við svo búið má ekki standa og kemur úr helg- um steini til bjargar félaga sínum. Saman lenda þeir síðan í ýmsum átökum við glæpahyski á Hawaii. Hið meinta kyntröll, sem skaut Don Johnson, Tom Selleck, Tom Cruise og Patrick Swayze ref fyrir rass í áðurnefndri könnun, er ógift og barnlaust en þrautreynt sem sjónvarpsleikari þótt það hafl ekki sést mikið á íslenskum skjám fram til þessa. Joe Penny er kröfuharður við sjálfan sig sem sést best á því að þegar hann endurnýjaði öku- skírteinið sitt heimtaði hann að fá að taka prófið upp á nýtt því á sín- um tíma fékk hann aðeins 98 stig af 100 mögulegum. Hann segist vera heimakær let- ingi með fullkomnunaráráttu og þegar hann er ekki að vinna eldar hann mat og snýst í kringum börn systkina sinna sem hann dáir mik- ið og segir að þau komi í staðinn fyrir börnin sem hann á ekki sjálf- ur og segist ekki vera viss um að eignast. Hundurinn fær flest aódáendabréf Það er William Conrad sem leik- ur saksóknarann feita sem leysir flóknustu glæpamál af innsæi. Stóra ástin í lífi feita mannsins er hundurinn Max sem er reyndar nauðalíkur eiganda sínum, eða eig- andinn honum. „Max er svo vinsæll að hann fær fleiri aðdáendabréf í hverri viku en við Penny samanlagt," segir Wilham Conrad sem er enginn við- vaningur í faginu enda búinn að leika í 45 ár en hann er 68 ára gam- all og frægastur fyrir hlutverk sitt í geysivinsælum þáttum um leyni- lögreglumanninn Cannon. Offita hans er afleiðing sérstakrar teg- undar sykursýki sem truflar efna- skipti líkamans. Þess vegna sér hann fram á að starfsævi hans fari að styttast því heilsunni hrakar óðum. Joe Penny og William Conrad í hlutverkum sínum í Samherjum. TITANhf AFMÆLISHATIÐ f GALTALÆKJARSKÓGI 29. OG 30. JIJNf TITANhf FJÖLBBEVTT DAGSKRÁ: * GRILLVEISLA * KVÖLDVAKA COMBKCAMP 'cAsec. ■* íd)3®^- ’ - M ^ "7. TRAUSTUR OG GÓÐUR FELAGI í FERÐALAGIÐ við varðeld * FJÖLSKYLDULEIKIR * GRÓÐURSETTAR 2000 trjáplöntur frá Tltan hf. * O.M.FL. Nánari dagskrá liggur fyrir hjá Títan hf. Alveg einstök tilfinning TITANhf TÍTAN hf LÁGMÚLA 7 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 814077 - FAX 813977 FYRIR ALLA COMBI-CAMP EIGENDUR VINSAMLEGA TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKV FYRIR 15. JÚNÍ Bestir fyrír bragðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.