Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1991. Sviðsljós Skjaldbökuæðið og bömin: Þær vinsælu verða enn vinsælli Skjaldbökumar Donatello, Rapha- el, Leonardo og Michaelangelo, sem viö sögöum frá í síðasta helgarblaöi og öll böm dásama, viröast síöur en svo vera að missa vinsældir sínar. Skjaldbökurnar fjórar em til í mörg- um útgáfum og börnin telja þær sína bestu vini. Þaö kom berlega í ljós í vikunni þegar íslensk börn ætluðu niöur í holræsin til aö heimsækja vini sína. Þaö sama gerðist í New York fyrst eftir aö æðiö byrjaði. Ekki þarf aö taka fram aö þetta er stór- hættulegur leikur enda finnast skjaldbökumar hvorki í holræsum Reykjavíkur né New York borgar. Og nú er komin önnur bíómynd um skjaldbökumar. Kannski eru ekki allir sem átta sig á þessu „Turtles" æöi bamanna og því birtum við hér nokkrar myndir sem sýna vel hversu margháttað skjaldbökuæðið er. „Min eftiriætisskjaldbaka er Rapha- el vegna þess að hann er svo likur mér,“ segir þessi gallharða snót þar sem hún mundar sverðið ekki ósvip- að og átrunaðargoðið. „Raphael er hetjan mín.“ „Min uppáhaldsskjaldbaka er Donatello. Hann á flott vopn og er með svarta beltið I karate eins og ég,“ segir þessi drengur. Og hans Donatello er engin smásmíði. „Raphael er bestur vegna þess að honum finnst rautt fallegasti liturinn eins og mér,“ segir hann þessi sem hefur safnað öllum helstu vinum og óvinum skjaldbaknanna. Þessi unga stúlka, sem klæðist skjaldbökubol, hefur stórt arm- bandsúr með skjaldbökum á vegg í herbergi sinu auk annarra turtles- muna, heldur á vini sínum, Michae- langelo. „Donatello er bestur. Hann fær svo stórkostleg- ar hugmyndir. Mér likar vel við allar skjaldbök- urnar en Donatello er samt bestur," segir þessi stutta sem heldur á uppáhaldinu sínu. Elísabet Taylor: Fann ástina undir sólinni í Mexíkó „Ég er yfir mig ástfanginn af Elísa- betu,“ segir Tony Rullan, 39 ára mexíkóskur elskhugi leikkonunar frægu, Elísabetar Taylor. Þau El- ísabet hafa verið saman í nokkra mánuði en farið mjög leynt meö sambandið, enda er Tony tuttugu árum yngri en leikkonan. Þegar þau sáust saman opinberlega fyrir stuttu voru ljósmyndarar ekki seinir á sér að mynda parið og þar með var sambandið ekki lengur neitt leyndarmál. Hins vegar var vel tekið eftir hversu vel leikkonan lítur út um þessar mundir. Ljós- myndir sýndu að Elísabet er bæði grönn og falleg en hún hefur átt það til að fitna og missa vald á út- liti sínu. Nýi unnustinn er margmilljóneri, eigandi þekkts diskóteks í Acap- ulco í Mexíkó, þar sem hann býr. Sagt er að Elísabet hafi hug á að flytja til hans í Mexíkó og kaupa hús við hliðina á hans sem hún er reyndar með á leigu núna. Tony hefur viðurkennt samband sitt við Elísabetu, enda segist hann vera aö deyja úr ást. Vinir leikkon- unnar segja aö hún sé ekki minna skotin í þeim mexíkóska. Því er þó ekki að leyna að Elísabet hefur verið með öðrum manni, Larry Fortensky, og herma sögur að hann hafi ekki veriö mjög kátur er hann heyrði um ástarsamband Elísabet- £t______________________ Þessi mynd var lekin fyrir stuttu af Liz Taylor og nýja kærastanum, diskó- tekeigandanum Tony Rullan, sem er tuttugu árum yngri. ar og diskóeigandans. Þegar Elísabet dvelur í Mexíkó sendir Tony henni fjólubláar rósir á hverjum degi en það er einmitt eftirlætislitur hennar. Alveg eins og Onassis gerði á sínum tíma er hann sendi Jacqueline blóm setur Tony lítinn pakka í blómvöndinn. Það hafa verið eyrnarlokkar, næla eða aðrir skartgripir. Tony er heimsmaður. Eins og Elísabet hefur hann mikinn áhuga á hvers konar list. Hann hefur ferð- ast um allan heim og lifir í vellyst- ingum eins og kóngur. Diskótekiö hans Tonys er einnig heimsfrægt, enda á vinsælum ferðamannastað, sérstaklega hjá fræga fólkinu. Frank Sinatra, Liza Minelli og Sylvester Stallone hafa komið þangað og keypt sér kampa- vínsflösku á 15 þúsund krónur án Á þessari mynd er Liz með Larry Fortensky sem hún kynntist á Betty-Ford meðferðarstofnuninni þar sem þau bæði dvöldu vegna áfengissýki. Það kom öllum á óvart þegar Liz sást með Tony og ekki sist Larry. þess að blikna. Tony hefur helst vakiö á sér at- hygli með frægar fyrirsætur sér við hlið en nú er það Elísabet sem á hug hans allan. Þetta allt hefur orðiö til þess að Elísabet vill helst selja húsið sitt í Hollywood og kaupa húsið sem hún leigir í Acap- ulco. Húsið heitir Casa Cleopatra og þegar Liz heyrði það sagði hún: „Þar vil ég búa“. Þetta fallega hús, sem stendur hátt með útsýni yfir sjóinn, er til sölu á litlar 300 milljónir króna. Húsið er með tíu svefnherbergjum og jafnmörgum baðherbergjum. Sundlaug er bæði innan og utan- húss, tennisvellir og nuddpottar. Á þaki hússins eru nokkrir píramíd- ar þar sem eigendur geta fengið andlega afslöppun. Elísabet Taylor hefur reyndar alltaf verið hrifin af Mexíkó. Hún bjó lengi í Puerto Vallarta með Ric- hard Burton. Frá þeim staö á hún sárar minningar og aldrei fer hún þangað aftur, segja góðir vinir. En nú þegar stutt er í að leikkon- an verði sextug virðist hún vera búin að finna ástina á nýjan leik á uppáhaldsstað sínum. Flestir eru sammála um að sjaldan hafi hún litið betur út. Hvort níunda hjóna- band leikkonunnar sé í deiglunni þorir þó enginn að spá í. Tony og Liz búa ekki saman og virðast ekki hafa gert slíkar áætlanir þótt sumir segi að hann vilji það. En leikkonan virðist hafa fundið ástina undir sólinni í Mexíkó. Ástin gerir hana unga, fallega og hamingjusama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.