Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1991, Blaðsíða 15
15 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ1991. íslendingar fá framlengingu á helg- ina til aö halda upp á þjóöhátíð. Reykvíkingar halda upp á daginn meö því að marséra í skrúðgöngu, éta pylsur og taka bömin sín á herðarnar tíl að fylgjast með útihá- tíð í miöbænum. Það er að segja þeir sem ekki eiga heimangengt í bíltúr austur yfir fjall eða hafa ekki komið sér upp sumarbústaö í Grímsnesinu. Þar hafa þeir frið fyrir hátíðahöldum og umstangi og sjálfsagt er sami háttur hafður á í öðrum byggðarlögum. Fólk er á harðahlaupum undan sautjánda júní og skilur bæði þjóðarmetnað- inn og ættjarðarástina eftir heima. Ef hún er þá til. Forsætisráðherra gerir áreiðan- lega sitt besta tíl að hressa upp á þjóðerniskenndina. Flytur hátíðar- ræðu um Jón forseta og vitnar í þjóðskáldin og minnir á sögulegt hlutverk okkar í stórum heimi. Svo verður þjóðsöngurinn spilaður og fólkið, sem á þennan þjóðsöng, stendur hnípið undir sálmalaginu eins og eilífðarsmáblómið sem titr- andi deyr. Bíður eftír að laginu ljúki og vonar að hann rigni ekki á meðan. Börnin hrópa: mamma, kauptu ís, og mamma segir: við hefðum átt að taka regnhlífina með okkur. Pabbi stendur álengdar og reynir að muna hvað ráðherrann sagði. Var þetta ekki í hundraðasta skipti sem hann heyrði þessa hátíð- arræðu og samt man hann ekki hvað ráðherrann sagði?! Ræðurnar fara inn um annað eyrað og út um hitt. Sama gerir þjóðræknin og stundum bölvum við jafnvel þeim örlögum að vera partur af þessari þjóð sem kann ekki fótum sínum forráð í efna- hagsmálum og kann sér ekki tíllits- semi í veðurfari. Býr í harðbýlu landi, svörtu skammdegi og gerir með sér þjóðarsátt um sultarláun. Er svo snauð af frambærilegu fólki að sami maðurinn verður að gegna bæði embættum forsætisráðherra og borgarstjóra í einu! Öxarvið ána Já, af hverju á okkur að vera annt um þetta land með veðurbarð- ar heiðar, lágreist þorp og rysjótta höfuðborg? Ekki kemur væntum- þykjan fram í umgengninni. Mýr- arnar uppristar af skurðum, mó- börðin uppblásin af ofbeit, Þórs- mörkinni lokað vegna ágangs. Ryðgaðir traktorar í hverju bæjar- hlaði, ófrágengnar eyjar milli ak- ■« r.<»»Wi DV-mynd Hanna milli þjóðanna? Ef ég held áfram að tala af sömu hreinskilninni um framtíðina eins og fortíðina og læt öðrum eftir þjóð- rembinginn þá virðist margt benda til þess að næstu kynslóð og næstu kynslóðum sé betur tryggð fram- tíðin með því að opna þeim leið til nýrrar aldar og nýrrar álfu. Freista þess að gefa frelsinu tækifæri í námi, atvinnu, íjárfestingum og búsetu. Losa um átthagafjötra og fordóma, gera íslenskt hugvit að alþjóðlegri markaðsvöru. Spjara sig í samkeppni, einkaframtaki og samfélagi þjóðanna. Frjálsirmenn En hvað þá um þjóðernið og ætt- jarðarástina? spyrja menn sjálfsagt og óttast um íslenska tungu og ís- lenska menningu? Hvað um sög- una og forfeðurna sem ólu okkur upp og eiga annað og betra skilið en afkomendur þeirra fórni þjóð- frelsisbaráttunni fyrir molana sem hrökkva af borði Evrópubanda- lagsins? En ég spyr á móti: Er ætt- jarðarást það sama og átthagaijötr- ar? Er sá verri, íslendingurinn sem freistar gæfunnar í útlöndum en sá sem eyðir ævi sinni í Útgörðum? Ég er ekki að mæla með því að íslendingar sæki skilyrðislaust um aðild að bandalaginu. Ég er ekki að mæla með neinu öðru en því að hver og einn hugleiði hvernig framtíðinni verður best borgið. Þjóð samanstendur af einstakling- um sem vilja lifa lífinu lifandi. Frjálsir menn. Þjóðernishroki og fordómar eiga ekki samleið með frelsinu. Það er athyglisvert í þessu sam- bandi að eftir því sem samruni þjóðanna eykst eflist þjóðernisvit- undin og styrkist þjóðmenningin í hverju landi. Við rótunum er ekki hróflað þótt trjágreinunum sé flétt- að saman. Frelsi nú til dags er ekki frelsi þjóða til að segja öðrum þjóðum stríð á hendur né heldur frelsi til að binda hendur sínar í ófrelsi eig- in umhverfis. Frelsi þjóðar er með- al annars og ekki síður fólgið í því að hafa kjark til að velja sjálfur stað sinn og stund. Paradísájörðu Ég sat fyrr í þessum mánuði á gullinni strönd Suður-Ítalíu þar sem fegurðin var ólýsanleg í nátt- I nafni þjóðrembings reina, salmonellur í fjörunni, sorp- haugar í nágrenninu. Og ekki er hugarfarið betra í garð samborgar- anna. Stöðugar deilur milli stjórn- málaflokka, öfund og níð um ná- grannana, skilnaðir við maka, skapvonska í umferðinni og stöðug óánægja með hlutskipti sitt í sam- anburði við aðra. Er þetta þjóðerniskenndin og ætt- jarðarástin sem gerir okkur að svo göfugri þjóð og eftírsóknarverðri? Eða er það þjóðarmetnaður sem svífur yfir vötnunum þegar ís- lenskir íþróttamenn eru hafðir að háði og spotti fyrir að vera ekki heimsmeistarar eða menn skamm- ast sín fyrir að vera ekki efstir í söngvakeppni Evrópu? Eða stafar sá þjóðarrembingur af ættjarðarást þegar íslenskir túristar syngja Öx- ar við ána á erlendum skemmti- stöðum og yerða stórkaflalegir á kostnað annarra? Hvort flokkast það undir ætt- jarðarást eða átthagafiötra að geta ekki shtíð sig frá æskustöðvunum? Er sá meiri íslendingur sem eyðir ævi sinni á skrifstofu þjá hinu opin- bera heldur en hinn sem leggur land undir fót og sest að í ÁstraUu? Einu sinni var sú tíð að þeir voru Utnir homauga sem sigldu, hvað þá þeir sem settust að í útlöndum. í augum þjóðernissinna vom þeir svikarar við land og þjóð sem fluttust húferl- um og fólksflóttinn vestur um haf þóttí uppgjöf. Þeir svíkja landið í tryggðum sem freista gæfunnar í öðram og fiarlægum löndum. Hetjusögur Við hælumst um af sögunni. En hver er sú saga? SamfeUd hörmung öld eftír öld og meðan aðrar þjóðir reistu sér hallir og efldu menningu sína og menntun lá íslandsmaður- inn á fleti í torfkofa og þuldi rím- ur! Einangraðist í útlegð á hjara veraldar og afneitaði vikivökunum vegna þess að þeir þóttu danskir að uppruna! Sá þótti mestur ís- lenskra höföingja sem leitaði uppi skinnbönd og handrit á kotbýlum vegna þess að þjóðin sjálf hafði hvorki rænu né vit á því að halda því sjálf til haga. Hefur það nokkurn tímann verið rannsakað til hlítar, eða rannsakað yfirleitt, hvers vegna Jón forsetí Sigurðsson barðist svo skeleggri baráttu fyrir sjálfstæði íslands meðan hann dvaldi í Danmörku? Var það kannski af því að hann dvaldi í Danmörku mestalla sína ævi? Sá góði maður hefði sennilega ekki átt upp á pallborðið ef hann hefði asnast til að setjast að í sínu eigin landi og verða fórnarlamb nábýlisins við umkomuleysið. Jú, rétt er það. Við eigum forn- sögurnar og landnámsheimildirn- ar og erum stoltír af varðveislu þeirra. En er það til að státa af að eiga hetjusögur af landnámsmönn- um meðan afkomendurnir áttu ekki bót fyrir rassinn á sér og lifðu hér af þeirri einföldu ástæðu að þeir komust ekkert annað? Það er í sjálfu sér merkileg staðreynd að Laugardags- pistill Ellert B. Schram danskur maður hefur tekið sér það fyrir hendur að grennslast fyrir um líf og sögu íslendinga á árunum frá 1400 tíl 1800 vegna þess að íslend- ingar hafa ekki hirt um það sjálfir? Við höfum verið að kenna Dönum um þessa eymd okkar og volæði en hitt er miklu nær að fullyrða aö sökin hggi hjá íslendingum sjálfum eins og glöggt kemur fram í ágætri bók Gísla Gunnarssonar sagnfræð- ings, Upp, upp, mitt ísaland. Það voru örfáir stórbændur og heljartak þeirra á hjúum og landréttindum sem áttu sinn stóra þátt í samfelldri og aldalangri stöðnun þjóðfélagsins. Þegar ég fór í sveit sem strákur á flmmta áratugnum komst ég í kynni við landbúnaðarstörf eins og þau höfðu verið stunduð hér á landi í sjö aldir. Svo kom traktorinn um miðja þessa öld og breyttí öllu. En það var ekki fyrr. Fortíð-framtíð Nú er margt að breytast í heimin- um og þjóðir renna saman í banda- lög og landamæri eru lögð niður og stórveldi hafa jafnvel afsalað sér dómsvaldi og stjórnvaldi til mið- stjórnar í Brussel, þaðan sem Evr- ópubandalaginu er stýrt. íslending- ar setja sig á háan hest og neita einir þjóða í Vesturálfu að láta sjálfstæði sitt af hendi og kenna það við þjóðrækni. Nú renna öll vötn til Dýrafiarðar nema hér á gamla Fróni sem loksins er að standa undir nafni fullveldis og lýðveldis þegar þess konar sjálfstæði er greinflega að renna sitt skeið á enda. Vahð viröist aftur standa um það að vera sjálfstæður kotbóndi í afdölum ehegar hjáleigukarl upp á náð stórbóndans. Spurningin snýst sem sagt um það hvort og hvernig við vhjum vernda sjálfstæðið og hvað gagn er af ættjarðarástinni. Hvort gerir þjóðin betur við sig, að halda sínum réttí og halda sínum lögum, fiski og fengnu fullveldi, eða opna landið og miðin og taka þátt í samruna þjóða og ríkja? Vill hún standa ein og óstudd eða vill hún fallast í faöma með þeim sem fella múrana úrunni og eilífðarsmáblómið titr- aði hvorki né dó. Þaö var paradís á jörðu ef mælt er í sól og sælu. En hugurinn hvarflaði heim og hlíðin var fögur og dró mig til sín í fiarska. Römm er sú taug. Þar fann ég að engin fegurð er meiri en fegurðin heima. Þar fann ég aö frelsið var fólgið í frelsinu til að taka þá ákvörðun að fara heim. Ekki af því ég þurfti eða neyddist eða varð heldur af því mig langaði. Þið verðið að fyrirgefa mér stæri- lætið en ég leyfi mér að fullyrða að þarna er hinni réttu ættjarðar- ást best lýst. Ekki þjóðrembingur, ekki sautjándi júni, ekki átthaga- fiötrar, ekki valdboð, ekki þjóð af sama þjóðerni. Heldur löngun og þrá eftír landi og fólki sem seiðir tíl sín. Kannski íslendingar þurfi allir að komast í snertingu við ókunn lönd til að meta það sem þeir eiga. Ég hef engar áhyggjur af menn- ingu, tungu og sögu, engar áhyggj- ur af afsali á fullveldi eða viðskiln- aði við þjóðerni meðan landiö hefur aðdráttarafl af eigin rammleik. Meðan taugin er römm. Ég hræðist ekki frelsið meðan frelsið tekur mið af tilfinningum jafnt sem efnis- gæðum; meðan frelsið til ferðalag- anna flytur okkur aftur heim. Þjóð- frelsi og einstakhngsfrelsi verður aldrei stjórnaö eða stýrt af remb- ingi né heldur að ofan. Þjóðernis- kenndin kemur að innan. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.